Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
Málflutningskeppni Orators, félags
laganema við Háskóla Íslands, verð-
ur haldin í dómhúsi Hæstaréttar Ís-
lands í níunda sinn í dag, laugardag-
inn 5. mars. Fjögur lið, skipuð alls
nítján laganemum, eru skráð til leiks
en í dómarasætum munu sitja bæði
hæstaréttardómarar og löglærðir
fulltrúar lagadeildar HÍ. Keppnin
verður haldin frá klukkan 10 til 14
og er hún opin öllum.
„Málflutningskeppnin er mik-
ilvægur þáttur í félagslífi laganema
en í henni fá lögfræðingar framtíð-
arinnar kærkomið tækifæri til að
stíga sín fyrstu spor í málflutningi.
Hefur hún í gegnum tíðina reynst
verðandi lögfræðingum dýrmætur
undirbúningur fyrir framtíðarstörf
þeirra,“ segir í frétt frá Orator.
Samin hefur verið lýsing á mála-
vöxtum, sem er rammi umfjöllunar-
innar, og verður keppt samkvæmt
reglum íslensks réttarfars. Er leitast
við að hafa verkefnið eins raunhæft
og kostur er.
Liðin fjögur hafa undanfarnar
vikur unnið af kappi að undirbún-
ingi málsins með aðstoð fjögurra
lögmanna sem hafa reynslu af mál-
flutningi.
Laganemar í Hæstarétti
Morgunblaðið/Kristinn
Hæstiréttur Laganemar mætast í
réttinum og reyna hæfni sína.
Heimir Örn
Hólmarsson til-
kynnti í gær-
morgun að hann
hygðist bjóða sig
fram til embætt-
is forseta Ís-
lands.
Heimir Örn er
35 ára gamall. Í
tilkynningunni
kemur fram að
hann sé rafmagnstæknifræðingur
að mennt og með meistaragráðu í
verkefnastjórnun. „Íslendingar
þurfa á forseta að halda sem beitir
sér enn frekar fyrir uppbyggingu
innviða Íslands og er leiðandi afl
innan íslensks samfélags. Forseti
verður að vera traustur leiðtogi og
sýnilegur á mikilvægum viðburðum
þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar
steðja að íslensku samfélagi á hann
að vera leiðandi afl skynsemi og
rökhyggju,“ segir m.a. í tilkynning-
unni.
Heimir hefur opnað heimasíðuna
www.xheimir.is.
Heimir Örn tilkynnir framboð
Heimir Örn
Hólmarsson
Sunnudaginn 6. mars kl. 14-16 gefst
fólki kostur á að koma með eigin
gripi til greiningar hjá sérfræð-
ingum Þjóðminjasafnsins. Grein-
ingin er ókeypis og fer fram á 2.
hæð Þjóðminjasafnsins.
Hinir svokölluðu greiningar-
dagar hafa verið mjög vel sóttir og
margt merkilegt komið í ljós, segir
í frétt frá safninu.
„Greiningar á gripum í einkaeign
eru ekki aðeins fróðlegir fyrir eig-
endur gripanna heldur gefst Þjóð-
minjasafninu einnig einstakt tæki-
færi til að fá yfirsýn yfir þá mörgu
áhugaverðu og dýrmætu gripi sem
til eru á heimilum landsmanna. Sér-
fræðingar safnsins skrá upplýs-
ingar um gripina niður og einnig
eru þeir myndaðir í þeim tilgangi
að gripir í einkaeigu séu skráðir
hjá safninu,“ segir í fréttinni.
Greina gripi í Þjóðminjasafninu
ÚR BÆJARLÍFINU
Atli Vigfússon
Þingeyjarsýsla
Fikkahátíð verður haldin um
helgina í Ýdölum. Þar verður Frið-
riks Jónssonar, bónda, harmoniku-
leikara, kirkjuorganista og tón-
skálds, minnst með veglegum hætti,
en 100 ár eru frá fæðingu hans.
Margir kórar munu syngja, m.a.
kirkjukórarnir, söngfélagið Sálubót
og karlakórinn Hreimur. Kaffiveit-
ingar verða í tilefni dagsins og á eftir
verður veglegt harmonikuball undir
stjórn Harmonikufélags Þingeyinga.
Búist er við troðfullu húsi, en Frið-
rik á Halldórsstöðum setti mikinn
svip á mannlífið í Þingeyjarsýslu á
sínum tíma og mörg voru þau böllin
sem hann spilaði á og hélt uppi fjöri
fram eftir nóttum.
Girðingar eru á svartakafi og
vita bændur ekki alveg hvernig þær
verða þegar þær koma undan snjón-
um. Síðasta stórhríð gerði útslagið,
en snjórinn þá var mjög blautur og
þungur. Ekkert lát virðist á kuld-
anum og telja sumir óvanalegt að
ekki skuli hafa komið nein miðsvetr-
arhláka eins og stundum. Mikil svell
voru komin á tún í Aðaldal og
Reykjahverfi í janúar, en ekkert er
hægt að segja að svo stöddu um það
hvort það muni verða kal í vor.
Hrafnar sveima um svangir enda
er lítið að hafa, bara fannir og jarð-
leysi. Þeir hafa þó kropp þar sem
hestum er gefið úti og halda sig oft
þar nærri. Aðrir fuglar eru fáir, en
gráhegranum sem tók sér bólfestu á
bökkum Laxár í vetur líður ágæt-
lega og virðist geta orðið sér úti um
næringu. Hann lætur lítið yfir sér en
reifst á dögunum við hrafnana út af
einum silungssporði sem þeir ætluðu
að stela af honum. Allt er hey í harð-
indum og það þarf að hafa öll spjót
úti til þess að lifa af svona vetur.
Tófur eru farnar að gagga á
kvöldin og í froststillunum í vikunni
hefur mátt heyra í þeim heim að
bæjum. Líklega verður nóg að gera
hjá grenjaskyttum í vor, en búast
má við að töluvert verði af þessum
vágestum í vörpum fugla eins og
undanfarin ár. Tófan hefur höggvið
stór skörð hjá mófuglinum og mun
minna er af lóum og spóum í heiða-
löndunum en áður var.
Sauðfjárbændur eru langt
komnir með að láta telja fóstrin í án-
um og allir eru sammála um að að
þessu sé mikið hagræði í sauðburð-
inum á vorin. Nokkrir bændur eru
byrjaðir að rýja og verða líklega
margir búnir að taka snoðið fyrir
páska.
Á aðalfundi Búnaðarsambands
Suður-Þingeyinga, sem haldinn var
á Illugastöðum í Fnjóskadal í vik-
unni, fékk Félagsbúið í Baldurs-
heimi í Mývatnssveit verðlaun fyrir
besta árangur í sauðfjárrækt í hér-
aðinu á sl. ári.
Hvatningarverðlaunin fengu
hins vegar feðgarnir á Auðnum í
Laxárdal, þeir Jón Benediktsson og
Benedikt Hrólfur Jónsson.
Kúabúskapur gengur vel hjá
mörgum og þó búunum hafi fækkað,
þá stækka sumir við sig og eru órag-
ir að takast á við það. Nýlega var
kúabúið á Hellulandi í Aðaldal lagt
undir kúabúið í Múla I og kýrnar
fluttar í fjósið þar. Hjá Kjartani
Smára Stefánssyni og Sonju Rut
Jónsdóttur er nú kúffullt fjós og hef-
ur gengið mjög vel að venja bása-
kýrnar úr Hellulandi við mjaltaþjón-
inn í Múla.
Frístundabúskapur blómstrar
víða og Sigurður Jóhannes Jónsson,
pípulagningameistari á Húsavík,
sem nú er hættur að vinna, segir að
það sé mjög skemmtilegt að vera
með húsdýr. Hann er með hænur,
hesta og kindur og eyðir mörgum
stundum í að sópa og moka í hús-
unum. Svo hreint er þar inni að hægt
væri að ganga þar um á sokkaleist-
unum án þess að skitna. Skepnurnar
eru miklir félagar hans og ærin
Frekja kann margar kúnstir.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Gaman Sigurður Jóhannes Jónsson, frístundabóndi á Húsavík, og ærin hans hún Frekja eru góðir félagar.
Girðingar í sveitinni eru á svartakafi