Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 24

Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Gyulchekhra Bobokulova, 38 ára gömul kona frá Úsbekistan, hefur verið ákærð fyrir hrottafengið morð á barnungri stúlku í Moskvu. Var konan handtekinn síðastliðinn mánudag þar sem hún stóð fyrir ut- an neðanjarðarlestarstöð í borginni og hélt afskornu höfði barns á lofti, nærstöddum til mikils hryllings. Er hún sögð hafa gengið þar upp og nið- ur götuna og kallað orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er almáttugur“. Þegar konan var leidd fyrir dóm- ara sem síðar úrskurðaði hana í tveggja mánaða gæsluvarðhald ját- aði hún sök sína og sagði Allah hafa skipað sér að myrða stúlkubarnið. Fréttaveita AFP greinir frá því að fórnarlambið hafi verið fætt árið 2011. Var Bobokulova barnfóstra stúlkunnar og hafði gætt hennar í um tvö ár áður en ódæðið var framið. Unnið er að sálfræðimati Greint er frá því í erlendum miðl- um að verið sé að meta andlegt ástand konunnar. AFP segir há- marksrefsingu fyrir brot af þessum toga vera lífstíðarfangelsi en í Rúss- landi geti konur hins vegar ekki fengið þyngri dóma en 25 ár. khj@mbl.is AFP Illska Barnfóstran frá Úsbekistan situr nú í fangelsi á bak við lás og slá. Fóstran ákærð fyrir hrottafengið morð  Gekk um með afskorið höfuð barns Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ráðamenn í Pyongyang halda áfram að sýna klærnar eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vít- ur á Norður-Kóreu. Hefur leiðtoginn Kim Jong-Un nú fyrirskipað her- sveitum sínum að gera kjarnavopn landsins tilbúin til notkunar með skömmum fyrirvara. „Við þessar öfgakenndu aðstæður, þar sem bandarískir heimsvalda- sinnar misnota hernaðaráhrif sín og knýja önnur ríki til stríðsátaka og hörmunga, er okkar eina leið fær til að verja fullveldi og rétt til lífs að styrkja kjarnorkumátt okkar,“ hefur ríkisfréttastofan KCNA í Pyongyang eftir leiðtoga landsins. Heræfingar á næsta leiti Á sama tíma og Norður-Kóreu- menn hóta að beita kjarnavopnum sínum eru hersveitir nágranna þeirra í suðri og Bandaríkjanna að undirbúa heræfingar sem hefjast eiga næst- komandi mánudag. Verða þetta um- fangsmestu heræfingar sem haldnar hafa verið á svæðinu til þessa. Í frétt breska dagblaðsins The Telegraph kemur meðal annars fram að 15.000 bandarískir hermenn muni taka þátt í æfingunum og eru það tvöfalt fleiri hermenn en þátt tóku í fyrra. Verður einnig orrustusveit úr flughernum send til Suður-Kóreu auk stórfylkis landgönguliða flotans. Sjóherinn mun einnig taka þátt í æf- ingunum en við strendur Suður-Kór- eu verða meðal annars flugmóður- skip, herskipafloti og kafbátur. Er þessum sveitum ætlað að sýna stjórnvöldum í Pyongyang hernaðar- mátt Bandaríkjanna. Þá munu alls 290.000 manns á veg- um hersveita Suður-Kóreu einnig taka þátt í heræfingunum, þeirra á meðal sérsveitir hersins. Efast um getu norðursins Sérfræðingar í Pentagon, varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna, efast mjög um getu Norður-Kóreumanna þegar kemur að notkun kjarnavopna í stríðsátökum. „Mat bandarískra stjórnvalda hefur ekki breyst,“ hefur fréttaveita AFP eftir talsmanni ráðu- neytisins í kjölfar áðurnefndrar ákvörðunar leiðtogans Jong-Un. „Við höfum ekki séð tilraun Norð- ur-Kóreumanna eða getu þeirra til að minnka umfang kjarnavopna og setja þau í langdræga eldflaug.“ Bætti þessi sami heimildarmaður því við að ef skotið yrði á Bandaríkin með slíku vopni væru hersveitir landsins vel í stakk búnar til að granda flauginni áður en hún nær að skotmarki sínu. Fyrr í þessari viku skutu hersveit- ir Norður-Kóreu á loft sex skamm- drægum flugskeytum sem síðar féllu í hafið austur af landinu. Og segist Pentagon nú fylgjast „afar náið með Kóreuskaga í samvinnu við banda- menn á svæðinu“. Þá hvetur Barack Obama Banda- ríkjaforseti ráðamenn í Pyongyang nú til að sýna stillingu. „Einum rómi hefur alþjóðasamfélagið sent Pyon- gyang einföld skilaboð – Norður-Kó- rea verður að hætta þessum hættu- legu tilraunum sínum og velja þess í stað betri og farsælli braut fyrir þjóðina,“ hefur AFP eftir honum. Kjarnavopnin gerð klár  Leiðtogi Norður-Kóreu vill kjarnavopn landsins tilbúin til notkunar með skömmum fyrirvara  15.000 bandarískir hermenn sendir til æfinga eftir helgi AFP Ógn Almenningur sunnan landamæranna er nokkuð uggandi vegna þeirra fregna sem nú berast frá Pyongyang, en þar hóta menn að nota kjarnavopn. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ættingjar sumra þeirra sem létu líf- ið er Andreas Lubitz, aðstoðar- flugstjóri farþegaþotu German- wings, grandaði vél sinni vísvitandi í frönsku ölpunum í fyrra hafa ákveð- ið að stefna flugskóla Lubitz sem staðsettur er í Bandaríkjunum. Lögmaðurinn Christof Wellens staðfestir þetta við fréttaveitu AFP en kæran verður lögð fram síðar í þessum mánuði. „Þar hófst þessi eymd. Aðstoðarflugstjórinn gerði hlé á þjálfun sinni þar vegna sál- rænna vandamála,“ hefur frétta- maður AFP eftir lögmanninum. „Þeir hefðu átt að meina honum að halda þjálfun sinni áfram.“ Enginn komst lífs af Airbus 320-þota Germanwings flugfélagsins var í áætlunarflugi milli Spánar og Þýskalands þegar hinn 27 ára gamli aðstoðarflugstjóri grandaði henni þann 24. mars á síð- asta ári. Allir um borð, alls 150 manns, týndu lífi í ódæðinu. Flugriti þotunnar leiddi síðar í ljós þá miklu örvæntingu sem ríkti um borð í farþegavélinni síðustu mínútur flugsins. Mátti þar meðal annars heyra flugstjórann, Patrick Sondheimer, öskra „opnaðu fjárans dyrnar“ að Lubitz þegar hann gerði örvæntingafulla tilraun til þess að brjóta sér leið í gegnum læstar dyr flugstjórnarklefans. Ættingjar vilja í mál við flugskólann  Lubitz hefði ekki átt að fá að ljúka þjálfun sinni, segir lögmaður aðstandenda Ljósmynd/Wikipedia Sorg Látinna var meðal annars minnst á flugvellinum í Düsseldorf. Kappræður frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir banda- rísku forsetakosningarnar tóku heldur óvænta stefnu í beinni sjón- varpsútsendingu hjá FOX í fyrra- dag. Gerði þar Marco Rubio, öld- ungadeildarþingmaður frá Flórída, grín að höndum auðkýfingsins Do- nalds Trumps. „Þið vitið hvað er sagt um menn með litlar hendur,“ sagði þingmaðurinn og gaf þannig í skyn að annar líkamspartur við- skiptamannsins væri í minna lagi. Trump var þó ekki lengi til and- svars, sýndi hendurnar og sagði: „Horfið á þessar hendur – eru þetta litlar hendur? Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar þá hlyti eitthvað annað að vera lít- ið, en ég ábyrgist að það er ekkert vandamál þar.“ Heldur minna fór þó fyrir málefnalegri umræðu um stjórnmál þetta kvöld. khj@mbl.is AFP Keikur á velli Trump var öryggið uppmálað og sýndi hendurnar. „Eru þetta litlar hendur?“ Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, segir Dani reiðubúna til að senda orrustu- þotur, af gerðinni F-16, og allt að 400 manna sérsveit til átaka við Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. Meirihluti flokka í utanríkis- málanefnd danska þingsins styður þessa áætlun ríkisstjórnarinnar. Danir reiðubúnir í átök við Ríki íslams ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.