Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Litlar líkur eruá því að tak-ist að leysa úr stjórnarkrepp- unni á Spáni. Á mið- vikudag kom í ljós að mikið vantar upp á að sósíalistinn Pedro Sanchez njóti stuðnings á þingi til að verða næsti for- sætisráðherra landsins. Sanchez tók við umboðinu til stjórn- armyndunar eftir að ljóst varð að Mariano Rajoy, leiðtoga Lýð- flokksins, myndi ekki takast að mynda stjórn. Lýðflokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn hafa stjórnað landinu til skiptis eftir að her- foringjastjórnin fór frá og lýð- ræði komst á 1978. Flokkarnir töpuðu hins vegar báðir fylgi í þingkosningunum 20. desember. Tveir nýir flokkar héldu innreið sína á þingið í kosningunum, Podemos, sem fékk rúmlega tuttugu af hundraði atkvæða, og Ciudadanos, sem fékk 13,9% at- kvæða. Sanchez hafði samið við Ciu- dadanos um að mynda stjórn, sem varð til þess að Podemos hafnaði samstarfi. Í atkvæða- greiðslunni á þinginu á miðviku- dag fékk Sanchez aðeins 130 at- kvæði, en 219 greiddu atkvæði gegn honum og einn sat hjá. Í gærkvöldi gekk þingið til at- kvæða á ný um Sanchez og sú at- kvæðagreiðsla fór á sama veg. Það hefur ekki gerst frá því að Francisco Franco hershöfðingi lést 1975 að vantrausti hafi verið lýst á forsætisráðherraefni í tveimur atkvæðagreiðslum á þingi. Nú munu forustumenn í spænskum stjórnmálum fá tvo mánuði til að mynda stjórn. Gangi það ekki eftir verður gengið til kosninga á ný, líklega 26. júní. Á Spáni heyrast þær raddir að úrslitin í kosningunum 20. des- ember hafi verið ómakleg þar sem sjá megi batamerki í spænsku efnahagslífi og í fyrra hafi hagvöxtur verið 3,2%, meiri en víðast hvar í Evrópu og sá mesti í löndum Evrópusam- bandsins. Reyndar mátti heyra svipaðar raddir eftir að stjórnin féll í kosningunum á Írlandi í liðnum mánuði. Staðreyndin er hins vegar sú að á Írlandi er bat- inn brothættur og til marks um ástandið er að þar mælist at- vinnuleysið um 9%. Á Spáni er atvinnuleysið rúmlega tvöfalt meira eða 20,9%. Tvær og hálf milljón manna glímir við lang- tímaatvinnuleysi. Það hugtak er notað um þá, sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur. Frá því að kreppan hófst 2007 hafa skuldir spænska ríkisins margfaldast. Fyrir níu árum voru skuldir ríkisins 35,5% af landsframleiðslu, en voru í fyrra tæplega 100% eða 1,07 billjónir evra. Í fréttaskýringu á vefsíðu þýska tímaritsins Die Zeit eru veikleikarnir taldir upp. Þar kemur fram að óvíða í Evrópu hætti jafn margir námi án þess að klára framhalds- skóla eða há- skólanám. Fjórð- ungur íbúa á aldrinum 18 til 24 ára hafi ekki lokið framhaldsnámi af einhverjum toga. Segir að stefnumót- un skorti í útflutn- ings- og atvinnu- málum. Helmingur útflutnings sé vörur á borð við landbúnaðar- afurðir, sem fylgi lítill virð- isauki. Þau störf, sem sköpuð hafi verið í tíð stjórnar Rajoys, séu ekki til frambúðar. Þeir, sem hafi fengið þessi störf, geti ekki byggt á þeim til framtíðar og fyrirtækin hafi lítinn hvata til að nota þau til uppbyggingar. Í Die Zeit er vitnað í Angel Laborda, yfirhagfræðing spari- sjóðsins Funcas í Madrid: „Spánn er í dag eins og bíll, sem af nauðsyn hefur aftur verið lát- inn líta vel út eftir slys. En það hefur mjög lítið verið gert til þess að styrkja vélina eða gera bílinn öruggari í umferðinni.“ Í greiningunni í Die Zeit er mikið gert úr því að spænsk stjórnvöld hafi dregið lappirnar í að dansa eftir höfði Evrópusam- bandsins. Þar er einnig vitnað í sérfræðinga, sem halda því fram að stefna stjórnmálaflokksins Podemos í efnahagsmálum „sé ekki það sem landið þarf nú á að halda“. Það geti verið hættulegt „að trúa á eigin áróður“. Pablo Iglesias, leiðtogi Pode- mos, hefur talað um að stjórn- málaforustan í landinu eigi að „hætta að hlýða óligörkunum“. Hræðsluáróðurinn minnir á það, sem gekk á hér á landi þeg- ar átti að gera ábyrgðina á Ice- save að þjóðareign. Ástæðurnar fyrir vanda Spán- ar eru vitaskuld margvíslegar. Ein meginástæðan fyrir því hvað erfitt er að vinna á atvinnu- leysinu og fá hjól atvinnulífsins til að snúast á ný er evran, sem er eins og spennitreyja. Sömu sögu er hægt að segja af Grikkj- um, Ítölum, Portúgölum og Ír- um. Hin sameiginlega mynt get- ur aldrei hentað öllum hagkerfunum á evrusvæðinu um leið. Þegar ofan á bætist hin stranga krafa Evrópusambands- ins um aðhald, sem er bein af- leiðing af aðildinni að evrunni, er komin uppskrift að kreppu. Það er ekki að furða að stjórn- málaflokkar baki sér óvinsældir þegar atvinnuleysi er í kringum 20% og um helmingur ungs fólks fær ekki vinnu. Þá eykur það ekki traust kjósenda á lýðræðinu þegar stjórnmálaforustan í land- inu þarf að klæðast spenni- treyju, sem er saumuð í Brussel eftir forskrift embættismanna án lýðræðislegs umboðs. Það er ekki að furða að á Spáni skuli vera stjórnarkreppa. Allt bendir til þess að Spánverj- ar gangi aftur að kjörborðinu í sumar og gangi kannanir eftir má búast við að niðurstaðan þá verði með svipuðum hætti og síðast. Þá eykur það ekki traust kjósenda á lýðræðinu þegar stjórnmálaforustan í landinu þarf að klæðast spenni- treyju, sem er saum- uð í Brussel} Stjórnarkreppa á Spáni M iðborg Reykjavíkur stendur í blóma og uppbyggingin þar er ævintýri líkust. Margt virðist ætla að heppnast vel í þeim efnum, til dæmis hótel- byggingingin sem Icelandair hefur haft veg og vanda af við Laugaveg 15-21 að ónefndum öllum þeim veitinga- og kaffihúsum þar sem boðið er upp á kræsingar og kruðerí af ýms- um toga. Mestu skiptir þó mannlífið sjálft en það er bæði fjölskrúðugt og sýnilegra en oft- ast í seinni tíð. Laugavegur, Bankastræti og hliðargötur þeirra eru fullar af fólki frá morgni til kvölds. Mikið er um ferðamenn frá öðrum löndum sem setja svip á svæðið en í bland við þann hóp eru það svo Íslendingar sem leggja leið sína þangað til að njóta alls þess sem iðandi mannlíf og ótrúlega fjölbreytt afþreying og þjónusta býður upp á. Hin mikla uppbygging veldur því að mörg hús sem áð- ur voru í hálfgerðri eða algjörri niðurníðslu taka nú stakkaskiptum og ganga í raun í endurnýjun lífdaga. Þá er leitað allra leiða til að nýta byggingarreiti, sem beðið hafa síns tíma, með sem bestum hætti. Miðborgin verður einfaldlega snyrtilegri og fallegri fyrir vikið. Eitt vekur þó sérstaka athygli þegar gengið er um miðborgina þessi dægrin. Á það ekki síst við um Lauga- veginn sjálfan og Hverfisgötuna. Það er hið ótrúlega út- breidda veggjakrot sem búið er að klína á gríðarlegan fjölda bygginga á svæðinu. Sé gengið upp Hverfisgötuna má heita að annað hvert hús, hið minnsta, hafi orðið fyrir barðinu á krafsi af þessu tagi. Og vandinn er kannski ekki krotið sjálft, heldur hversu sneytt það er öllum tilgangi og í ofanálag ljótt eftir öllum mögulegum mæli- kvörðum. Virðist það til þess eins gert að svala skemmdarfýsn þeirra sem fyrir því standa og merkja þeim þær byggingar sem fyrir barðinu verða. Að því marki eru gerend- urnir líkastir húsdýrum sem telja það sinn helsta starfa að merkja alla staura og hús- horn með þvagi sínu. Þetta er hvimleitt, ekki síst þegar hugsað er til þess að til er fallegt veggakrot, eða graff, eins og það er oftast nefnt. Það er við- urkennt sem listgrein og einhver áhrifamesti listamaður síðari tíma, hinn dulúðugi Banksy, notast við graff til að koma pólitískum skila- boðum sínum á framfæri við umheiminn. Listgreinin á ekkert skylt við það sem tröllríður miðbænum núna og hið síðarnefnda kemur óorði á listgreinina, og þá sem iðka hana, að tilefnislausu. Það er vonandi að lögreglu, og eftir atvikum borgar- yfirvöldum, takist að ná tökum á ástandinu og komi með því í veg fyrir frekari skemmdarverk. Eina leiðin til að ná tökum á vandanum er að löggjafinn tryggi að háar sektir liggi við eignaspjöllum af þessu tagi. Það er ekki víst að það verði áhættunnar virði að krota á vegg, eigi menn það á hættu að þurfa að greiða hundruð þúsunda, verði þeir gómaðir. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Virðingarlaust veggjakrot STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Spáð hefur verið áframhald-andi fjölgun ferðamanna tilÍslands og nýverið hækk-aði Isavia spá sína fyrir þetta ár, úr 1,5 milljónum ferða- manna í 1,7 milljónir. Á síðasta ári komu nærri 1,3 milljónir ferða- manna til landsins og árið þar áður um 970 þúsund. En hvað veldur þessum aukna áhuga? Þar koma til ýmsir þættir, ekki síst aukið sætaframboð flug- félaga, bæði íslenskra og erlendra félaga og umfangsmikið markaðs- starf þeirra, Íslandsstofu, Isavia og fleiri. Þegar erlendir ferðamenn eru spurðir af hverju þeir völdu Ísland sýna rannsóknir að langflestir nefna ósnortna náttúru landsins og víðerni. Margir rekja aukinn áhuga til eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010 þegar landið fékk gríðarmikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Síðan þá hefur fjöldi ferðamanna þrefaldast og gott orðspor hefur breiðst út. Nýleg könnun Ferða- málastofu sýnir að rúm 40% ferða- manna segjast hafa fengið ábend- ingu frá vini eða ættingja sem kom til landsins. Enginn vafi leikur á að heimsóknir stórstjarna á borð við Justin Bieber og Ísland sem töku- staður erlendra kvikmynda hefur einnig mikið að segja. Ísland talið öruggt Viðmælendur blaðsins úr ferðaþjónustunni nefna einnig að ferðamenn sjái Ísland sem nokkuð öruggan áfangastað, þrátt fyrir undirliggjandi hættu á nátt- úruhamförum eins og eldgosum og jarðskjálftum. Hér sé hryðjuverka- ógn ekki til staðar, enginn flótta- mannavandi, engar pestir eins og zika-veiran sem herjar á S-Ameríku og engir fellibyljir og skýstrókar. Lönd eins og Tyrkland finna t.d. fyrir minni áhuga ferðamanna vegna átaka við landamærin við Sýrland og slíkt ástand eykur líkur á að ferðamenn leiti á öruggari slóðir. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri segir Ísland skora hátt í öll- um alþjóðlegum samanburði hvað öryggi borgara varðar. Hvort það ráði miklu í ákvarðanatöku ferða- manna sé erfiðara að segja til um. „Ferðamenn taka ákvörðun um áfangastað á grunni alls konar fyrirfram hugmynda, sem þeir eru jafnvel ekki meðvitaðir um. Þegar menn velja hvert á að fara þá sleppa þeir úr menginu löndum sem þeir telja óörugg, frekar en að byggja meðvitaða ákvörðun á því að Ísland sé öruggt land og þangað vilji fólk fara. Svona ákvarðanataka getur verið byggð á undirliggjandi vitneskju einstaklingsins, án þess að það sé meðvitað ferli. Ákvarð- anatakan getur líka verið mjög ein- föld, það kemur svo margt inn í,“ segir Ólöf. Eldgos talin áhugaverð Með yfirvofandi eldgos í Kötlu og stóra jarðskjálfta má segja að ákveðin mótsögn felist í því að tala um Ísland sem öruggt ferðamanna- land. Ólöf tekur undir þetta. Eld- gosin hafi mótað Ísland og því veki þau áhuga á landinu meðal ferða- manna. Það geti einnig skipt máli að dauðsföll vegna eldgosa séu mjög fátíð, en á undanförnum 100 árum eru aðeins tvö dauðsföll rakin til eldgosa. „Ég vil ekki gera lítið úr hætt- unni sem fylgir eldgosum en þetta getur mögulega verið ástæðan fyrir því að ferðamenn líti á eldgos hér á landi sem áhugaverðan eiginleika landsins, frekar en eitthvað sem getur valdið skaða og hættu,“ segir Ólöf. Náttúran og orðspor landsins ræður mestu Morgunblaðið/RAX Ferðamenn Þó Ísland sé talið öruggt land fyrir ferðamenn þá geta hætt- ur leynst víða, eins og dæmin hafa sýnt sig í Reynisfjöru í vetur. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir Ís- land vissulega njóta þess að hér á landi sé friðsælt og lítil ógn til staðar. Hins vegar ráði mestu um aukinn áhuga ferðamanna hve margar flugferðir bjóðist til landsins, stækkað leiðakerfi Ice- landair og annarra flugfélaga. Eftirspurnin haldi áfram, svo lengi sem framboð á gistingu sé nægjanlegt. Þó að fjölgunin sé mikil segir Guðjón að ekki megi slá slöku við í markaðsstarfinu. Halda þurfi áfram að styrkja inn- viðina í íslenskri ferðaþjónustu og halda í við fjölgunina. Guðni Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Isavia, segir breytta spá vera unna út frá auknu sæta- framboði og betri sætanýtingu. Erfitt sé að ráða í nákvæma ástæðu fyrir auknum áhuga ferðamanna, þar geti margt komið til. Kannanir sýni að ánægja ferðamanna með Ís- landsheimsókn sé mikil, um 90% þeirra segist vilja koma hingað aftur. Styrkja þarf innviðina AUKIÐ SÆTAFRAMBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.