Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Man einhver eftir orðunum landsala og menningarhelgi?Ég rakst á þau í grein sem ég hafði skrifað fyrirmargt löngu en þá voru liðin ár og dagur frá því aðþau voru notuð og höfðu sérstaka merkingu. Þessi orð eru gegnsæ eins og svo mörg önnur í málinu okkar en spurningin er hvað stóð á bak við þau og hvaða tilgangi þau þjónuðu. Orðið landsala merkir að sjálfsögðu að selja land og það hafa ýmsir landeigendur gert í gegnum tíðina og gera enn. En á tímum kalda stríðsins merkti það bókstaflega að selja Ísland eins og Danir ætluðu að gera í Íslandsklukkunni en tókst ekki enda sagði Arnas Arnæus að það væri ekki hægt að selja það. Í Atómstöðinni virðist samt sem landið hafi samt verið selt og upp frá því var stöðugt klifað á því að það hefði í rauninni verið selt eða sú væri ætlun vondra manna. Sjálf tók ég þátt í ýmsum aðgerðum til að koma í veg fyrir að landið yrði selt eða sölunni rift hefði hún á annað borð átt sér stað. Fyrir þá sem eru of ungir til að muna þessi átök sem lengi vel skiptu þjóðinni upp í tvær fylkingar snerist málið ein- faldlega um herstöðina í Keflavík og þjónkun við Bandaríkjamenn en hvern- ig sem á því stóð dagaði þetta mikla hitamál uppi eftir að kalda stríðinu lauk, Bandaríkjamenn hurfu á brott, alls hugar fegnir að því er virtist. Þeir sem hlynntastir voru herstöð- inni virðast hafa snúið dæminu við og óttast að Evrópusambandið ætli að sölsa Ísland undir sig. Samt hafa þeir ekki gripið til orðs- ins landsala í baráttu sinni. Þá kem ég að hinu orðinu; menningarhelgi. Það snerti líka bandarísku herstöðina. Þar var rekin sjónvarpsstöð löngu áður en íslenskt sjónvarp kom til sögunnar. Þeir sem bjuggu í grennd við Keflavíkurflugvöll og víðar á Faxaflóasvæðinu náðu útsendingum stöðvarinnar og smám saman teygði sig þyrping sjónvarpsloftneta upp í skýin yfir Íslandi. Um svipað leyti kom fram nýyrðið menn- ingarviti og margir sem báru það sæmdarheiti voru andvígir þess- um útsendingum og vildu gjalda varhug við. Þeir harðsvíruðustu sökuðu Bandaríkjamenn um freklega innrás í íslenska menning- arhelgi, væntanlega með tilvísun í orðið landhelgi. Ég var hjart- anlega sammála þessum menningarvitum og laut aldrei svo lágt að sjá bandarískan áróður í sjónvarpi. Ef einhver legði í að útskýra þessa orðræðu fyrir unga fólkinu okkar, sem hefur aðgang að ystu menningarkimum veraldar í ör- smáum tækjum, tel ég víst að fáum stykki bros og þeir sem æptu sig hása yfir landsölu og innrás í íslenska menningarhelgi yrðu varla taldir með öllum mjalla. En mér finnst svolítið gaman að rifja þessi orð upp og hvernig þau endurspegluðu horfinn hug- arheim þótt hugmyndafræði hafi varla verið á vetur setjandi. Hvað varð um menningarhelgina? Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Nýjasta skoðanakönnun Gallups, sem sagt varfrá í fréttum RÚV sl. miðvikudag, bendir tilað deilur og uppákomur í hópi Pírata hafiengin áhrif haft á fylgi þeirra meðal þjóð- arinnar. Könnunin nær yfir mánaðartímabil og hugs- anlegt að það ráði einhverju um. En önnur skýring er sú að reiði fólks í garð hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka sé einfaldlega svo mikil, að erjur af því tagi sem orðið hafa meðal Pírata skipti engu máli. Og svo er líka hugs- anlegt að gömul lögmál í pólitíkinni sem eldri kynslóðir hafa alizt upp við séu ekki lengur ríkjandi meðal yngri kynslóða, sem yppti öxlum yfir því sem okkur sem eldri erum finnst ótrúlega barnalegt rifrildi hjá þeim sem vilja taka við landstjórninni. Í þessu sambandi er þó ástæða til að ítreka það, sem að var vikið hér á þessum vettvangi fyrir viku, að það er komin mikilvæg samstaða meðal allra stjórnmálaflokka um þrjú grundvallaratriði í sam- félagsmálum okkar Íslendinga. Í fyrsta lagi að ákvæði verði sett í stjórnarskrá um sameign þjóð- arinnar á auðlindum lands og sjávar. Í öðru lagi að ákveðinn hluti þjóðarinnar geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lög, sem Alþingi hefur samþykkt. Í þriðja lagi að staða náttúru og umhverfis verði styrkt með ákvæði í stjórn- arskrá. Það eru að vísu vísbendingar um að þessi samstaða sé ekki algjör og að innan Samfylkingar t.d. séu raddir um að ganga verði lengra. En telja verður víst að yfirgnæf- andi meirihluti sé í þinginu fyrir tillögum stjórnarskrár- nefndar og glapræði að reyna að bregða fæti fyrir þær nú. Það mundi leiða til þess að mörg ár enn líði þar til þessar umbætur næðu fram að ganga. En að auki gætir vaxandi samstöðu meðal allra flokka um það málefni, sem bersýnilega veldur mestri reiði meðal fólks um þessar mundir og af skiljanlegum ástæð- um, þ.e. um bankakerfið. Hópur þingmanna í Fram- sóknarflokknum hóf þessar umræður með því að tefla fram hugmyndum Frosta Sigurjónssonar alþingismanns um samfélagsbanka, sem hann hefur nefnt svo og fleiri hugmyndum um breytingar á fjármálakerfinu. Um skeið virtust stjórnarflokkarnir stefna í gagnstæða átt en fyrir viku talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra á þann veg í samtali við RÚV, að ljóst er að víð- tæk samstaða er að takast á milli allra flokka á Alþingi um að fara sér hægt í sölu á eignarhlut ríkisins í bönk- um en leggja meiri áherzlu á aðrar breytingar á banka- kerfinu fyrst. Það fer ekki á milli mála, að fjármálakerfið hefur ver- ið að safna glóðum elds að höfði sér síðustu misseri með ákvörðunum sem fólk upplifir sem „2007“, svo vitnað sé til vinsæls hugtaks meðal þjóðarinnar eftir hrun. Inn í þessa stóru pólitísku mynd kemur svo undir- skriftasöfnun dr. Kára Stefánssonar um heilbrigð- iskerfið, sem yfir 82 þúsund einstaklingar höfðu skrifað undir á fimmtudagsmorgni, 3. marz, þegar þessi grein er skrifuð. Þessi gífurlegi fjöldi leggur fram ákveðnar kröfur á hendur Alþingi um aukin fjárframlög til heil- brigðiskerfisins á næstu árum. Slíkur stuðningur frá hinum almenna borgara hlýtur að vera fagnaðarefni fyr- ir alla flokka og þess vegna óhugsandi að heilbrigðismál geti orðið að einhvers konar ásteytingarsteini í pólitík- inni. Þótt einhver ágreiningur sé um rekstrarform er ljóst að samstaða er um að kjarni þessa kerfis sé rekinn af ríkinu þótt skiptar skoðanir séu um hversu langt eigi að ganga í verktöku. Hins vegar má finna á fólki á förn- um vegi að það skiptir máli hvernig auknu fé er ráðstafað. “ „Þetta má ekki allt fara í læknana“ er setning sem ég heyrði úr tveimur áttum á tveim- ur dögum fyrr í þessari viku. Það væru grundvallarmistök hjá ríkisstjórninni að taka þessari undirskriftasöfnun illa, sem tilhneiging hef- ur verið til sums staðar í stjórnarherbúðum. Stjórn- arflokkarnir eiga ekki að sýna þeirri þjóðarsamstöðu um umbætur í heilbrigðiskerfinu. sem birtist í þessari undirskriftasöfnun virðingarleysi. Sá málaflokkur, sem enn virðist umtalsverður ágrein- ingur um eru húsnæðismál og verðtryggingin tengist þeim að sjálfsögðu. Þar sýnast Framsóknarflokkurinn og vinstri flokkarnir eiga meiri samleið en stjórnar- flokkarnir. Og ekki alveg augljóst að breyting verði á. Nánast allt lýðveldistímabilið hefur íslenzk pólitík ein- kennzt af djúpstæðum málefnalegum ágreiningi, fyrst vegna kalda stríðsins, en síðar vegna hugmynda- fræðilegs ágreinings á milli svonefndra frjálshyggju- manna og vinstri manna. Sú vaxandi málefnalega samstaða sem hér er vikið að kann að vera að breyta þeirri mynd. Og það getur aftur leitt til þess að þær hindranir sem hafa verið í vegi sam- starfs flokka í milli verði færri en áður. Þannig getur orðið auðveldara fyrir Sjálfstæðisflokk og vinstri flokka að ná saman en sennilega er Sigmundur Davíð sjálfur mesti þröskuldur í vegi samstarfs Framsóknarflokks og vinstri flokkanna. Slíkar vangaveltur skipta þó litlu máli ef hinir hefð- bundnu flokkar verða meira og minna í rúst að loknum næstu þingkosningum eða a.m.k. ekki svipur hjá sjón. Til þess að svo verði ekki verða þeir að endurheimta það traust, sem þeir hafa misst en fylgi Pírata í könn- unum er eins konar birtingarmynd þess veruleika. Í því samhengi er lýðræðisleg gagnsókn Árna Páls innan Samfylkingar merkileg tilraun sem getur gefið vísbendingu um, hvort hefðbundnir flokkar eigi sér við- reisnar von. Víðtæk málefnaleg samstaða að myndast milli flokka Fjármálakerfið er að safna glóðum elds að höfði sér Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Jóhann Páll Árnason heimspek-ingur veitir mér ráð í tölvu- bréfi: „Þessi linnulausi hanaslagur þinn við vofu kommúnismans er ömurlegt sjónarspil, og heyrir und- ir það sem kallað er á ensku “flogg- ing dead horses“; skynsamlegra væri að gera eitthvað til að tolla í tíðarandanum. Nú eru umbrota- tímar í íslenzkum stjórnmálum, og ein af sennilegri útkomum sýnist mér vera endurnýjun Sjálfstæð- isflokksins með tilstuðlan Við- reisnar og Pírata. Þá held ég að þið Davíð standið uppi sem einhvers konar Neanderdalsmenn frjáls- hyggjunnar, til athlægis og viðvör- unar þeim sem kenningunni vilja beita af meiri dómgreind og verk- kunnáttu. Væri ekki rétt að hugsa um endurhæfingu meðan tími er til?“ Jóhann Páll skiptir svo ört um líkingar, að lesandinn má hafa sig allan við. Fyrst er hanaslagur, en haninn verður allt í einu að vofu, hún breytist skyndilega í dautt hross, og loks birtist sjálfur tíð- arandinn, der Zeitgeist, og fer svo hratt yfir, að við Neanderdals- mennirnir stöndum uppi öðrum til athlægis og hljótum að fara í end- urhæfingu. Orðið „endurhæfing“ hljómar þó ískyggilega. Í komm- únistaríkjunum voru þeir, sem ekki hugsuðu eins og valdsmenn vildu, sendir í „endurhæfingu“, en það merkti linnulausa tilraun til að afmá einstaklingseðli þeirra og uppræta sjálfstæða hugsun. Og hvort sem við andstæðingar alræð- is teljumst Neanderdalsmenn eða ekki, er hitt rétt, að við stöndum uppi, en féllum ekki kylliflatir eins og Jóhann Páll og fleiri gáfnaljós fyrir voldugustu alræðisstefnu tutt- ugustu aldar, sem olli dauða eitt hundrað milljón manna. Ég skil vel, að gömlum marxista eins og Jóhanni Páli sárni, þegar saga kommúnismans er rifjuð upp. Hann kærir sig ekki um taka þátt í slíkri upprifjun. „Á ég að halda ljósi að minni smán?“ spyr Jessíka í Kaupmanni í Feneyjum. Þeir, sem héldu á lofti minningunni um fórn- arlömb nasismans, fengu oft að heyra, að óþarfi væri að vekja upp gamla drauga. Þær úrtöluraddir eru þagnaðar. En ekki ber síður að halda á lofti minningunni um fórn- arlömb kommúnismans. Þótt þjóðir Austur-Evrópu hafi hrundið komm- únismanum af höndum sér og hann ummyndast í eitthvað annað í Rússlandi og Kína, eru tvö kommúnistaríki eftir, Norður- Kórea og Kúba. Og þótt vofa kommúnismans gangi ekki lengur ljósum logum um Evrópu, er hún á kreiki á meðal kennaraliðsins í vestrænum háskólum. Kapítalism- inn hefur unnið mestallan heiminn, svo að alþýða manna hefur týnt hlekkjum fátæktar og kúgunar. En áreiðanlega eru til einhverjir, sem reiðubúnir væru að smíða nýja hlekki. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Jóhann Páll, haninn, vofan og hrossið Allt fyrir öryggið! Hjá Dynjanda færðu öryggis- vörur fyrir heimilið og vinnu- staðinn. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.