Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
fjármálaráðherra kom, var þegar
hann neitaði ellilífeyrisþegum um
afturvirka hækkun frá 1. maí 2015
eins og öðru láglaunafólki. Það
eru um 30 þúsund eldri borgarar í
landinu, sem hafa ekki í sig og á
svo vel sé. Það hefði ekki kostað
nema ca. 3-4 milljarða að greiða
öldruðum afturvirkt og öðru eins
hefur nú verið sóað í fjár-
málaráðherratíð Bjarna. Nú vill
hann borga niður skuldir ríkisins
á næstu tíu árum en væri mjög
eðlilegt að hafa það t.d. næstu 15-
20 árin, nákvæmlega eins og þeg-
ar fólk er að kaupa sér húsnæði
og greiðir upp á e.t.v. 25-40 árum.
Bætur gætu hækkað til þeirra,
sem virkilega þurfa á því að halda
og mætti þar fara eftir skatta-
skýrslum því vitað er að nokkur
hópur eldra fólks lifir við ríkidæmi
og vellystingar. Það er t.d. rík
ástæða til að fara að ná í 80 millj-
arðana, sem stolið hefur verið af
Fyrir skömmu í Kast-
ljósi RÚV sat Bjarni
Benediktsson fjármála-
ráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins fyr-
ir svörum og bað þar
um m.a. um að fá að
njóta sannmælis og
vera dæmdur af verkum
sínum. Bjarna hefur svo
sannarlega orðið að ósk
sinni því samkvæmt
skoðanakönnunum hef-
ur fylgi Sjálfstæðisflokksins hrap-
að úr tæpum 40% í um 20%. Þar
með hefur hann heldur betur verið
dæmdur af verkum
sínum, þ.e. tapað
um 20% af fylgi
flokksins. Svo fátt
eitt sé nefnt ætlaði
hann að hækka
matarskattinn í
14%, en Framsókn-
armenn komu í veg
fyrir að skatturinn
var þó ekki hækk-
aður nema í 11%.
Þetta gerði stórum
hópi ellilífeyrisþega,
líklega nokkur þús-
und manns, erfiðara
fyrir að ná endum saman og lifðu
þó við hungurmörk fyrir. En
mesta svívirðingin, sem frá Bjarna
skattsvikurum og glæpamönnum,
sem eru í felum í skattaskjólunum.
En ekkert gert.
„Einhver sagði fúskað
í fjármálaráðuneyti“
Í bréfi, sem Bjarni Benedikts-
son sendi í aðdraganda síðustu al-
þingiskosninga og byrjar svo
„Ágæti kjósandi“, má líta eftirfar-
andi: „Fái Sjálfstæðisflokkurinn
umboð til að leiða næstu rík-
isstjórn munum við setja eftirfar-
andi mál í öndvegi“ og þar segir
m.a.: Stjórnvöld eiga að hlúa að
öldruðum en ekki íþyngja með
ósanngjarnri skattlagningu. Við
ætlum að afnema eignaskattinn.
Sá skattur er ekkert annað árás á
eldra fólk, sem býr í skuldlausu
eða litlu húsnæði.
Við ætlum að lækka fjármagns-
tekjuskattinn, sem kemur einna
harðast niður á eldri borgurum
landsins. Með vinsemd, Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins.“
Dettur einhverjum í hug til
hverra annarra en ríka fólksins,
eldri borgara, þessari hugvekju er
beint? Nei, þarna er átt við þann
hóp eldri borgara, sem á eignir og
peninga og lifir í velsæld.
Hrekkjalómurinn
Ási Friðriks
Vestamannaeyingurinn og þing-
maðurinn Ásmundur Friðriksson,
títtnefndur Ási Friðriks, var á sín-
um tíma félagi í svokölluðu
Hrekkjalómafélagi í Eyjum ásamt
fleiri ungum mönnum þar. Þeir
voru þekktir fyrir ýmsa góðlátlega
hrekki, sem engum varð svo sem
meint af en fólk gjarnan hló að
uppátækjunum. Einu sinni
sturtuðu þeir íshlassi fyrir framan
Tótaturn til að stríða Halla syni
Tóta. Einnig tjóðruðu þeir eitt
sinn svín, sem átti að grilla, á lóð-
inni heima hjá Sigurgeiri þá ljós-
myndara Morgunblaðsins við litla
hrifningu ljósmyndarans, að sagt
var. Einnig færðu þeir eitt sinn
Bryndísi Schram lopapeysu (þori
ekki að segja frá í hvaða tilgangi)
og Jóni Baldvini drullusokk, sem
varð til þess að Sigmund, teiknari
Morgunblaðsins, teiknaði Jón
Baldvin æ síðan með drullusokk í
hendinni. En nú hefur Ási Frið-
riks snúið við blaðinu því hann
hrekkti illa skjólstæðinga sína,
þ.e. þroskahefta á Suðurnesjum,
með því að greiða þeim ekki at-
kvæði með afturvirkri uppbót.
Það var slæmur hrekkur, Ási,
og ekki í anda þinna gömlu félaga
í Eyjum.
Það er slæmt, Ási minn, að vera
undir járnhælnum á Bjarna fjár-
málaráðherra.
Eftir Hjörleif
Hallgríms » Bjarni fjármálaráð-
herra og formaður
Sjálfstæðisflokksins er
ekki að beina orðum sín-
um til bláfátæka gamla
fólksins með bréfinu
„Ágæti kjósandi“.
Hjörleifur
Hallgríms
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Bað um að vera dæmdur af verkum sínum
Fólk er rautt í
framan af reiði vegna
hugmynda um einka-
rekstur í heilbrigð-
isþjónustunni hjá
Kristjáni Þór og fé-
lögum vegna fjölgunar
heilsugæslustöðva.
Gjarnan er nefnt
sem slæmt dæmi svo-
kallað sjúkrahótel í
þessu sambandi. Það
klúður var vegna
„misskilnings“ Sjúkratrygginga
Íslands á hlutverki sjúkrahótela
þar sem óskað var eftir tilboði í
gistiheimili án þjónustu en það
gengur ekki. Þetta endurtóku þeir
nýlega á Akureyri. Auðvitað þarf
að vera ljóst frá upphafi hvernig
reksturinn á að vera
að lágmarki og hvaða
verk skuli unnin af
rekstraraðilanum.
Ekki eitthvað
kannski og ef til vill.
Sem notandi
heilsugæslu þá fagna
ég allri fjölgun úr-
ræða og vonandi
gengur reksturinn
svo vel, eftir að allur
kostnaður hefur verið
greiddur, laun, við-
hald húsnæðis og
tækjakaup t.d., að þá
geti þessir starfsmenn og rekstr-
araðilar borgað sér góðan arð af
stofnkostnaði við reksturinn. Ef
ég borga það sama eða minna og á
ríkisrekinni heilsugæslu þá má
mér vera flatt sama um rekstr-
arformið.
Það er ekki sjálfgefið að við
rekum hér sérhæfða þjónustu fyr-
ir allar mögulegar og ómögulegar
sjúkdómstegundir. Hvort tauga-
lækningadeild er einkarekin eða
ríkisrekin skiptir mig engu máli.
Þjónustan fyrir mig og mína er
það sem skiptir máli. Ríkisgreidd
en einka- eða ríkisrekin skiptir
engu.
Það er ákaflega mikilvægt fyrir
okkur öll að vel sé farið með það
fé sem fer í velferðarþjónustu á
Íslandi. Við verðum að gæta þess
að ausa ekki fé í botnlausa tunnu.
Það sem skiptir okkur máli er að
kostnaður við góða velferðarþjón-
ustu sé greiddur af okkar sköttum
og á niðurskurðartímum sé alltaf
endað á niðurskurði þar. Sá hluti
er ákveðið stór og þann hluta
verður að verja.
Verjum velferðina og fjölgum
valmöguleikum þar.
Eftir Guðjón
Sigurðsson
Guðjón
Sigurðsson
» Sem notandi heilsu-
gæslu þá fagna ég
allri fjölgun úrræða...
Höfundur er notandi heilsugæslunnar.
„Markaðssetning og einka-
væðing“ heilbrigðiskerfisins
Á fasteignamiðluninni Thorkild Kristensen
Erhverv starfa 7 manns, sem eingöngu sinna
fjárfestingareignum.
Í yfir 30 ár höfum við verið einn af umsvifa-
mestu söluaðilum á fjárfestingareignum og
bara á árinu 2015 miðluðum við 66 eignum
að verðmæti allt að 500.000.000 DKR.
Nánari upplýsingar á
www.erhverv.thorkildkristensen.dk
Fjárfesting
í Danmörku
Danski fasteignamarkaðurinn er af mörgum
álitinn mjög vænlegur í augnablikinu.
Verðið á fasteignum hefur ekki enn náð sömu
hæðum og í nærliggjandi löndum, og ávöxt-
unin er mjög álitleg.
Í augnablikinu eru við með þó nokkur verk-
efni sem henta vel til fjárfestinga með hárri
ávöxtun.
Komið og fáið nánari upplýsingar um
fjárfestingarkostina á opinni skrifstofu
á Grand Hótel, Reykjavík, þriðjudaginn
8. mars kl. 10-12.