Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Notkun jurta er teljast til svokallaðra fæðubótarefna til lækninga á margs konar kvillum hefur farið vaxandi að und- anförnu eins og kunn- ugt er. Þessar vörur eru gjarnan auglýstar sem náttúruleg efni án aukaverkana eða milliverkana (víxl- verkana) við lyf og önnur efni. Þetta er þó fjarri öllum sanni, enda hvílir lyfjafræðin að miklu leyti á plöntuefnafræðilegum grunni, og því er full þörf á fagleg- um upplýsingum hér að lútandi. Slíkar upplýsingar hafa þó ekki legið á lausu hér á landi og er þessum greinaflokki ætlað að ráða þar nokkra bót á. Þessi skrif eru stuttorð en vonandi gagnorð og sæmilega auðskilin bæði almenn- ingi og heilbrigðisstéttum. Ekki er tekin ábyrgð á villum eða missögn- um. Sumar af þeim jurtum, sem hér eru teknar fyrir eru ekki á markaði hérlendis en eru auðfáan- legar víða erlendis. Fjallað er um jurtirnar í röð af handahófi. Ginkó – musteristré – Gingko biloba – Ginkgo: Notaðir plöntu- hlutar: Lauf, ávöxtur (frækjarni). Innihaldsefni: Díterpenlaktónar (ginkólíð A, B, C, bílóbalíð), bífla- vónglýkósíð (ginketín, ísóginketín, bílóbatín), flavónóíð (kversetín, kempferól). Virk efni: Díterpenlak- tónar, bíflavónglýkósíð. Notkun: Heltiköst (intermittent claudica- tion), minnisglöp (Alzheim- ersveiki). Aukaverkanir: Melting- artruflanir, húðbólgur, ofnæmi, blæðingar. Milliverkanir: Ginkó eykur virkni blóðþynnandi lyfja (t.d. aspirín, klópídógrel, dí- klófenak, íbúprófen, naproxen, dal- teparín, enoxaparín, heparín, warf- arín) og þar með hættu á blæðingum. Þá eykur það og virkni þríhringja geðdeyfðarlyfja (svo sem amitriptýlín, doxepín, klómípramín, nortriptýlín, trímíp- ramín). Enn fremur hefur ginkó áhrif á virkni lyfja, sem umbreyt- ast í lifrinni en það er svo mikill fjöldi að ekki er hægt að telja þau upp hér. Varúð: Þungaðar konur og konur með börn á brjósti ættu ekki að nota ginkó. Ginseng – Panax ginseng – Gin- seng: Notaður plöntuhluti: Rót. Innihaldsefni: Sapónínglýkósíð (ginsenóíð), glýkanar (panaxanar) Virk efni: Ginsenóíð. Notkun: Þróttleysi. Ginseng hefur annars verið og er notað við mörgum sjúkdómum/kvillum, svo sem Alz- heimersveiki, lungnaþembu, getu- leysi, kyndeyfð, háþrýstingi, of- bráðu sáðláti („allra meina bót“). Aukaverkanir: Svefnleysi, tíðat- ruflanir, brjóstaverkur, aukin hjartsláttartíðni, há- eða lágþrýst- ingur, höfuðverkur, lystarleysi, niðurgangur, kláði, útbrot, svimi, skapsveiflur, ofnæmi. Milliverk- anir: Ginseng hefur áhrif á virkni fjölda lyfja, sem tilheyra blóðþynn- ingarlyfjum, örvandi lyfjum, ónæmisbæl- andi lyfjum, sykursýk- islyfjum, geðdeyfð- arlyfjum (MAOI), auk lyfja, sem umbreytast í lifrinni. Rýmis vegna er ekki hægt að telja upp einstök lyf hér. Varúð: Þungaðar kon- ur og konur með börn á brjósti ættu ekki að nota ginseng. Eftirmáli Hér með lýkur þessum skrifum, sem hafa ein- ungis fjallað um jurtir með vís- indalega staðfesta virkni. Margar þeirra falla því undir lyfjahugtakið og ættu ekki að vera á markaði sem „fæðubótarefni“. Hér á landi eru mörg þeirra jurtameðala, sem falboðin eru, með litla eða enga sannaða virkni burtséð frá vænt- ingaráhrifum (placebo effect). En mikill og stundum svæsinn auglýsingaáróður, svo og „kynn- ingar“ á þessum vörum, einkum í Fréttablaðinu, hafa vafalaust mikil áhrif. Mörgum manninum þykir auk þess trúlega auðveldara að kaupa sér einhverjar „nátt- úrulegar töfrapillur“ frekar en að losa sig við aukakílóin og koma sér í form. Við þessi skrif hefur verið stuðst við margar heimildir og er einkum ástæða til að nefna bækurnar Introduction to pharmacology (Elsevier, 2012), Medical herbal- ism (Healing Arts Press, 2003) og Fundamentals of pharmacognosy and phytotherapy (Elsevier, 2012) svo og vefinn www.webmd.com. Hér á landi hefur talsvert verið fjallað opinberlega um hin svoköll- uðu fæðubótarefni á faglegan og gagnrýninn hátt. Þar hafa einkum þrír læknar gengið fram fyrir skjöldu, þ.e. þeir Björn Geir Leifs- son, Magnús Jóhannsson og Svan- ur Sigurbjörnsson. Þetta er mjög virðingar- og þakkarvert enda er oft stutt í kukl og blekkingar þeg- ar þessar vörur eru annars vegar. Lyfjafræði nokkurra jurta Eftir Reyni Eyjólfsson »Hér á landi eru mörg þeirra jurtameðala, sem falboðin eru, með litla eða enga sannaða virkni burtséð frá vænt- ingaráhrifum. Reynir Eyjólfsson Höfundur er doktor í lyfjafræði. —með morgunkaffinu mbl.is alltaf - allstaðar Menntaskólinn við Hamrahlíð Opið hús fimmtudaginn10. mars 2016 frá kl. 16:30-18:30. 10.- bekkingar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega velkomnir. Kynnt verður námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf. Einnig mun Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja nokkur lög kl. 17:30. Námsbrautir í boði: Félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut, opin braut, IB- braut, sérnámsbraut, listdansbraut og tónlistarbraut. Þriggja ára stúdentspróf: Duglegir nemendur með góðan undirbúning úr grunnskóla geta lokið stúdentsprófi á þremur árum. Hlutverk • Menntaskólinn við Hamrahlíð er ríkisskóli sem starfar samkvæmt framhaldsskólalögum. • Meginhlutverk skólans er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á undirbúning fyrir nám í háskólum. Markmið • Markmið Menntaskólans við Hamrahlíð er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir. Leiðarljós • Í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru ólíkar þarfir einstaklinga virtar og gengið er út frá vilja nemenda til að axla ábyrgð. • Áhersla er lögð á fjölbreytni í valhluta námsins og kappkostað er að kynna nemendum vinnubrögð sem tíðkast í háskólanámi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.