Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
Notkun jurta er
teljast til svokallaðra
fæðubótarefna til
lækninga á margs
konar kvillum hefur
farið vaxandi að und-
anförnu eins og kunn-
ugt er. Þessar vörur
eru gjarnan auglýstar
sem náttúruleg efni
án aukaverkana eða
milliverkana (víxl-
verkana) við lyf og
önnur efni. Þetta er þó fjarri öllum
sanni, enda hvílir lyfjafræðin að
miklu leyti á plöntuefnafræðilegum
grunni, og því er full þörf á fagleg-
um upplýsingum hér að lútandi.
Slíkar upplýsingar hafa þó ekki
legið á lausu hér á landi og er
þessum greinaflokki ætlað að ráða
þar nokkra bót á. Þessi skrif eru
stuttorð en vonandi gagnorð og
sæmilega auðskilin bæði almenn-
ingi og heilbrigðisstéttum. Ekki er
tekin ábyrgð á villum eða missögn-
um. Sumar af þeim jurtum, sem
hér eru teknar fyrir eru ekki á
markaði hérlendis en eru auðfáan-
legar víða erlendis. Fjallað er um
jurtirnar í röð af handahófi.
Ginkó – musteristré – Gingko
biloba – Ginkgo: Notaðir plöntu-
hlutar: Lauf, ávöxtur (frækjarni).
Innihaldsefni: Díterpenlaktónar
(ginkólíð A, B, C, bílóbalíð), bífla-
vónglýkósíð (ginketín, ísóginketín,
bílóbatín), flavónóíð (kversetín,
kempferól). Virk efni: Díterpenlak-
tónar, bíflavónglýkósíð. Notkun:
Heltiköst (intermittent claudica-
tion), minnisglöp (Alzheim-
ersveiki). Aukaverkanir: Melting-
artruflanir, húðbólgur, ofnæmi,
blæðingar. Milliverkanir: Ginkó
eykur virkni blóðþynnandi lyfja
(t.d. aspirín, klópídógrel, dí-
klófenak, íbúprófen, naproxen, dal-
teparín, enoxaparín, heparín, warf-
arín) og þar með hættu á
blæðingum. Þá eykur það og
virkni þríhringja geðdeyfðarlyfja
(svo sem amitriptýlín, doxepín,
klómípramín, nortriptýlín, trímíp-
ramín). Enn fremur hefur ginkó
áhrif á virkni lyfja, sem umbreyt-
ast í lifrinni en það er svo mikill
fjöldi að ekki er hægt að telja þau
upp hér. Varúð: Þungaðar konur
og konur með börn á brjósti ættu
ekki að nota ginkó.
Ginseng – Panax ginseng – Gin-
seng: Notaður plöntuhluti: Rót.
Innihaldsefni: Sapónínglýkósíð
(ginsenóíð), glýkanar (panaxanar)
Virk efni: Ginsenóíð. Notkun:
Þróttleysi. Ginseng hefur annars
verið og er notað við mörgum
sjúkdómum/kvillum, svo sem Alz-
heimersveiki, lungnaþembu, getu-
leysi, kyndeyfð, háþrýstingi, of-
bráðu sáðláti („allra meina bót“).
Aukaverkanir: Svefnleysi, tíðat-
ruflanir, brjóstaverkur, aukin
hjartsláttartíðni, há- eða lágþrýst-
ingur, höfuðverkur, lystarleysi,
niðurgangur, kláði, útbrot, svimi,
skapsveiflur, ofnæmi. Milliverk-
anir: Ginseng hefur áhrif á virkni
fjölda lyfja, sem tilheyra blóðþynn-
ingarlyfjum, örvandi
lyfjum, ónæmisbæl-
andi lyfjum, sykursýk-
islyfjum, geðdeyfð-
arlyfjum (MAOI), auk
lyfja, sem umbreytast
í lifrinni. Rýmis vegna
er ekki hægt að telja
upp einstök lyf hér.
Varúð: Þungaðar kon-
ur og konur með börn
á brjósti ættu ekki að
nota ginseng.
Eftirmáli
Hér með lýkur
þessum skrifum, sem hafa ein-
ungis fjallað um jurtir með vís-
indalega staðfesta virkni. Margar
þeirra falla því undir lyfjahugtakið
og ættu ekki að vera á markaði
sem „fæðubótarefni“. Hér á landi
eru mörg þeirra jurtameðala, sem
falboðin eru, með litla eða enga
sannaða virkni burtséð frá vænt-
ingaráhrifum (placebo effect). En
mikill og stundum svæsinn
auglýsingaáróður, svo og „kynn-
ingar“ á þessum vörum, einkum í
Fréttablaðinu, hafa vafalaust mikil
áhrif. Mörgum manninum þykir
auk þess trúlega auðveldara að
kaupa sér einhverjar „nátt-
úrulegar töfrapillur“ frekar en að
losa sig við aukakílóin og koma sér
í form.
Við þessi skrif hefur verið stuðst
við margar heimildir og er einkum
ástæða til að nefna bækurnar
Introduction to pharmacology
(Elsevier, 2012), Medical herbal-
ism (Healing Arts Press, 2003) og
Fundamentals of pharmacognosy
and phytotherapy (Elsevier, 2012)
svo og vefinn www.webmd.com.
Hér á landi hefur talsvert verið
fjallað opinberlega um hin svoköll-
uðu fæðubótarefni á faglegan og
gagnrýninn hátt. Þar hafa einkum
þrír læknar gengið fram fyrir
skjöldu, þ.e. þeir Björn Geir Leifs-
son, Magnús Jóhannsson og Svan-
ur Sigurbjörnsson. Þetta er mjög
virðingar- og þakkarvert enda er
oft stutt í kukl og blekkingar þeg-
ar þessar vörur eru annars vegar.
Lyfjafræði nokkurra jurta
Eftir Reyni
Eyjólfsson »Hér á landi eru mörg
þeirra jurtameðala,
sem falboðin eru, með
litla eða enga sannaða
virkni burtséð frá vænt-
ingaráhrifum.
Reynir
Eyjólfsson
Höfundur er doktor í lyfjafræði.
—með morgunkaffinu
mbl.is
alltaf - allstaðar
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Opið hús
fimmtudaginn10. mars
2016 frá kl. 16:30-18:30.
10.- bekkingar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega velkomnir.
Kynnt verður námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf. Einnig mun
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja nokkur lög kl. 17:30.
Námsbrautir í boði: Félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut, opin braut, IB-
braut, sérnámsbraut, listdansbraut og tónlistarbraut.
Þriggja ára stúdentspróf: Duglegir nemendur með góðan undirbúning úr grunnskóla geta
lokið stúdentsprófi á þremur árum.
Hlutverk
• Menntaskólinn við Hamrahlíð
er ríkisskóli sem starfar
samkvæmt
framhaldsskólalögum.
• Meginhlutverk skólans er að
mennta nemendur til
stúdentsprófs með áherslu á
undirbúning fyrir nám í
háskólum.
Markmið
• Markmið Menntaskólans við
Hamrahlíð er velgengni
brautskráðra nemenda og að
skólinn sé fyrirmynd um
framsækna kennslu, góða
stjórnsýslu og rækt við
menningu og listir.
Leiðarljós
• Í Menntaskólanum við
Hamrahlíð eru ólíkar þarfir
einstaklinga virtar og gengið
er út frá vilja nemenda til að
axla ábyrgð.
• Áhersla er lögð á fjölbreytni í
valhluta námsins og
kappkostað er að kynna
nemendum vinnubrögð sem
tíðkast í háskólanámi.