Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
✝ Sighvatur Arn-órsson fæddist
að Laugum í
Reykjadal 2. ágúst
1926. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Kumbaravogi
24. febrúar 2016.
Foreldrar hans
voru Helga Krist-
jánsdóttir, kennari,
f. 1893 í Bakkaseli
í Fnjóskadal, d.
1984, og Arnór Sigurjónsson,
skólastjóri og rithöfundur, f.
1893 á Sandi í Aðaldal, d. 1980.
Börn Arnórs og Helgu voru
sex: Steinunn, f. 1923, d. 2007,
búsett í Svíþjóð, Erlingur, f.
1924, d. 2006, bóndi á Þverá í
Fnjóskadal, Sighvatur, f. 1926,
d. 2016, bóndi á Miðhúsum í
Biskupstungum, Sólveig, f.
1928, búsett á Dýjabekk í
Skagafirði, áður í Útvík, Ing-
unn, f. 1930, d. 1961, bjó á
Fornhólum í Fnjóskadal og síð-
ar Eyvindartungu í Laugardal,
og Arnþrúður, f. 1932, búsett í
Reykjavík. Auk þess ólu þau
hjón upp systurson Helgu, Indr-
iða Sigurðsson, son Guðrúnar
Kristjánsdóttur og Sigurðar
Jónssonar frá Brún, f. 1924, d.
2004, hann bjó í Reykjavík.
Seinna tóku þau einnig að sér
skólastjóri við Tónlistarskóla
Árnesinga, gift Björgvini Eyj-
ólfi Björgvinssyni framhalds-
skólakennara. Þau búa á Sel-
fossi og eiga einn son, Sighvat
Örn. 5. Ingunn, f. 1963, um-
boðsmaður söngvara og hljóm-
sveitarstjóra í Berlín, í sambúð
með Cosimo Masi ítölskukenn-
ara. Þau búa í Berlín í Þýska-
landi og eiga tvö börn, Noru Líf
og Natan Arnór. Yngstur og
sjötti í röðinni er Hallur, f.
1969, pípulagningamaður,
kvæntur Ingibjörgu Ingvadótt-
ur sem starfar á nýburadeild
sjúkrahúss. Þau búa í Ósló í
Noregi og eiga eina dóttur
saman, Höllu Maríu. Fyrir á
Hallur tvö börn: Lárus Hrafn
og Telmu Rós og Ingibjörg á
dótturina Rósu Maríu.
Sighvatur og Margrét festu
árið 1952 kaup á jörðinni Mið-
húsum í Biskupstungum og
byggðu hana upp frá grunni.
Stunduðu þau þar blandaðan
búskap í yfir 50 ár.
Sighvatur var sjálfmennt-
aður fræðimaður. Hann hafði
mikinn áhuga á íslenskum
fræðum, bókmenntum og list-
um, jarðfræði, fornleifafræði,
búvísindum o.fl. og eyddi flest-
um lausum stundum í lestur.
Auk þess hafði hann mjög gam-
an af því að fylgjast með íþrótt-
um og hvatti börn sín til að iðka
frjálsar íþróttir.
Sighvatur verður jarðsung-
inn frá Skálholtskirkju í dag, 5.
mars 2016, kl. 14. Jarðsett
verður í Haukadal.
dótturdóttur sína,
Helgu Jónsdóttur,
f. 1959.
Sighvatur
kvæntist 1. maí
1952 Margréti
Grünhagen, f.
1926, d. 1988, frá
Hermannsburg í
Þýskalandi og
eignuðust þau sex
börn. Þau eru: 1.
Geirþrúður, f.
1953, lyfjafræðingur og bóndi,
gift Hallgrími Guðfinnssyni,
vélstjóra og bónda. Þau búa á
Miðhúsum í Biskupstungum og
eiga tvö börn: Ægi Frey og
Margréti Björgu. Fyrir á Hall-
grímur soninn Þór Fjalar. 2.
Hjálmur, f. 1954, píanókennari
og tónlistarskólastjórnandi,
kvæntur Konstanze Ehlebrecht,
bókasafnsfræðingi. Þau búa í
Köln í Þýskalandi og eiga einn
son, Björn Orra. 3. Arnór, f.
1956, hagfræðingur og aðstoð-
arseðlabankastjóri, kvæntur
Eddu Hrönn Atladóttur, fram-
kvæmdastjóra Leðuriðjunnar
Atson. Þau búa í Reykjavík og
eiga tvær dætur: Margréti Rut
og Renöntu Söru. Fyrir á Edda
dótturina Nönnu Elísabetu. 4.
Helga, f. 1962, blokk-
flautukennari og aðstoðar-
Þeir voru erfiðir síðustu metr-
arnir í lífsgöngu föður okkar,
þegar elli kerling rændi hann
völdum, smátt og smátt, yfir jafn-
vægi, líkamsstyrk, máli og minni
sem eitt sinn var hans mesti
styrkur. En hjartað bjó yfir
seiglu og neitaði að gefast upp
langt fram á nítugasta aldursár;
seiglu sem einnig var skapgerð-
areinkenni þessa hægláta, hóf-
stillta og vinnusama manns. En
þrátt fyrir erfið lokaár var lífið
föður okkar gott. Hann eignaðist
góða konu og átti með henni sex
börn sem öll hafa komist til
manns, og saman byggðu þau
blómlegt bú í sveit þar sem nátt-
úrufegurð er einstök og mannlífið
gott.
Þegar við látum hugann reika
til áranna sem við áttum saman
gerum við okkur grein fyrir því
hve lánsöm við vorum að fá að
alast upp undir handarjaðri sam-
stilltra hjóna sem gáfu okkur
bæði líkamlegt og andlegt vega-
nesti, ást og umhyggju, sem nær-
ir okkur enn. Faðir okkar var þó
ekki maður margra orða þegar
tilfinningar voru annars vegar,
heldur miðlaði því sem ósagt var
með mildri nærveru. Hann var
traustur bakhjarl, yfirvegaður og
ráðagóður með næmt skynbragð
á hið skoplega, þótt seint verði
hann talinn mikill gleðimaður.
Þess á milli gat hann verið nið-
ursokkinn í eigin hugsanir eða
lestur og þegar hann var sestur í
hornið sitt á bekknum við eldhús-
borðið á Miðhúsum við blaðalest-
ur var fátt sem raskaði ró hans
eða náði athygli. Hann fylgdist
með þjóðmálunum af áhuga en
var fremur spar á að lýsa skoð-
unum sínum og aldrei reyndi
hann að innræta okkur systkin-
um eigin stjórnmálaskoðanir.
Hann var efahyggjumaður, hvort
heldur í trúmálum eða stjórnmál-
um. Samt þurfti enginn að efast
um þann „móralska kompás“ sem
réð viðhorfum hans og gerðum og
mótaði okkur. Ekki minnumst við
þess að hafa heyrt hann tala illa
um nokkurn mann, sem segir
meira um hans persónu en mörg
orð.
Þótt hæglátur væri og hlé-
drægur gat faðir okkar verið
ástríðumaður öðrum þræði, sér-
staklega þegar kom að sauðfjár-
rækt. Hann var bóndi af Guðs
náð og aldrei urðum við vör við að
hann efaðist um það hlutskipti
sitt að verða bóndi. Það var þó
ekki sjálfgefið því hann var af-
burðanámsmaður og hafði breitt
áhugasvið. Bókaskápur föður
hans á Þverá og búskapurinn
heillaði þó meira en menntaskól-
inn og því fór svo að faðir okkar
varð víðmenntaður án þess að
ljúka prófi. Námsferlinum var þó
ekki alveg lokið því um skeið nam
hann við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands. Mun það hafa verið
sumum kennurum hans þar
nokkur vonbrigði að hann skyldi
afneita listagyðjunni til þess að
verða bóndi í Biskupstungum.
Við kveðjum föður okkar með
sárum söknuði en um leið full
þakklætis fyrir að hafa þó fengið
að njóta nærveru hans svo lengi.
Dauðans líknandi hönd hefur nú
bundið enda á þjáningu hans og
leitt hann inn á ókunnar slóðir.
Við sem eftir lifum yljum okkur
við minningarnar.
Við viljum að lokum færa okk-
ar innilegustu þakkir til starfs-
fólksins á Kumbaravogi sem
veitti föður okkar ómetanlegan
stuðning og hlýju síðustu árin.
Geirþrúður, Hjálmur,
Arnór, Helga, Ingunn og
Hallur Sighvatsbörn.
Viska, virðing og vinnusemi
eru dygðir sem hefja sig til flugs
þegar hugurinn reikar um sam-
verustundirnar með Sighvati á
Miðhúsum. Eftirfarandi mynd-
brot voru honum flutt 85 ára og
lýsa að einhverju leyti þessum
hlýja manni í því umhverfi þar
sem hann naut sín best. Þótt Sig-
hvatur hafi fyrst og fremst verið
bóndi þá gat engum dulist að þar
fór maður sem hlúði að og rækt-
aði hvaðeina sem í garði fær gró-
ið.
Á mýratjarnir merla fer
og morgunroða himinn ber.
Þar fanga stráin flauelsvind.
Og fjöllin – klippimynd.
Þá bóndi leysir þarfa þraut
og þykkan eldar hafragraut.
Úr súru þykir bragða best.
Í bekkjarhornið sest.
Er sólin hátt í suðrið rís
og syngja fuglar lof og prís
þá heyrist gegnum búmannsbauk
í björtum unaðsgauk.
Þar bóndi fyllist blíðri von
og beisli sveiflar Ferguson.
Í túni jórtrar Ljómalind.
Að lambi jarmar kind.
Um teig fer golan tær og heit
og töðuangan fyllir sveit.
Í rjóðu vestri sólin sest
á silúettuhest.
Með hleðsluvagni hey er sótt
um hlýja, mjúka sumarnótt.
En hugur bónda um heiðar sér
og hagann smala fer.
(Björgvin E. Björgvinsson)
Við í Makafélagi Miðhúsa-
systkina þökkum af heilum hug
samfylgdina við þann hægláta og
hógværa mann sem tengdafaðir
okkar hafði að geyma.
Hallgrímur, Konstanze,
Edda, Björgvin, Cosimo
og Ingibjörg.
Lokið er langri og farsælli ævi
Sighvatar bróður míns. Við vor-
um sex systkinin og fósturbróðir.
Sighvatur var miðjubarnið, sem
hafði töluverða sérstöðu. Hann
var hæglátur, bókelskur, af-
bragðs námsmaður og góður
teiknari. Bókaormur sem varð
snemma læs. Sex ára fékk hann
allar Íslendingasögurnar að gjöf
frá foreldrum okkar. Ég, sem er
sex árum yngri, man hann oft les-
andi eða teiknandi. Mér finnst í
minningunni að við fjölskyldan
höfum séð hann fyrir okkur sem
verðandi grúskara og fræðimann.
En áhugamálin voru fjölbreytt-
ari. Eftir menntaskóla sat hann
eitt ár í myndlistarskóla. Þá urðu
þáttaskil í lífi hans. Hann hafði
kynnst Margréti sinni, sem var
frá Þýskalandi. Þau fluttu í Bisk-
upstungur og þar biðu þeirra
mikil og krefjandi verkefni. Þau
eignuðust jörðina Miðhús, sem
þá var í eyði, og byggðu þar allt
upp frá grunni. Það varð ævistarf
þeirra að breyta eyðijörð í blóm-
legt býli og koma upp börnum
sínum sex til náms og starfa. Sig-
hvatur hafði reynslu af sveita-
störfum, því búskapurinn á Þverá
í Fnjóskadal, jörð foreldra okkar,
hafði mikið verið í umsjá þeirra
bræðra, Erlings og hans. Sig-
hvatur og Margrét kunnu vel við
sig í Tungunum og Tungnamenn
tóku vel á móti þessu unga fólki.
Heimilið var að mörgu leyti sér-
stakt. Þrátt fyrir mikla vinnu og
langan vinnudag var mikið lesið,
hlustað á fréttir, spilað á hljóð-
færi og spjallað um margs konar
fróðleik enda áhugamálin fjöl-
breytt. Uppeldi barnanna var
frjálslegt og örvandi, enda öll
systkinin vel menntuð og öflugt
starfsfólk. Mörg börn áttu líka
kost á sumardvöl hjá þeim hjón-
um og eiga þaðan góðar minning-
ar, þar á meðal dætur okkar Stef-
áns, Helga og Auður.
Þau Margrét og Sighvatur
voru ólík en mjög samhent og
báru mikla virðingu og vinsemd
hvort til annars. Það var mikið
áfall þegar Margrét, sú góða
kona, féll frá árið 1988. Sighvatur
náði sér raunar aldrei eftir þann
mikla missi. Við Stefán erum
mjög þakklát fyrir ótal góðar
stundir sem við nutum í heim-
sóknum í Miðhús og öll samskipti
við það góða fólk.
Blessuð sé minning Sighvatar
bróður míns.
Arnþrúður Arnórsdóttir.
Sem barn var ég þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að dvelja lung-
ann úr sumrum á menningar-
heimilinu Miðhúsum í Biskups-
tungum hjá þeim Sighvati og
Margréti. Tengsl og vinátta fjöl-
skyldna okkar náði langt aftur.
Faðir minn og föðurbróðir voru
báðir sumarstrákar á býlinu og
Arnór faðir Sighvats, skólastjóri
á Laugum, hvatti Tómas afa
minn til að ganga menntaveginn.
Þegar voraði og sauðburður hófst
héldu mér engin bönd og fékk ég
iðulega að flýta prófum til að
komast í sveitina. Ég naut þess
að vera innan um dýrin og ganga
í verkin. Ekki spillti heldur gleðin
sem fylgdi samvistum við börn
þeirra hjóna, tengdabörn og
barnabörn. Á Miðhúsum gengu
allir glaðir til verka og í hey-
skapnum unnu margar hendur
létt verk. Þegar hann stóð sem
hæst var ekki óalgengt að það
væru vel á annan tug manna á
heimilinu og þótt þröngt væri sof-
ið var alltaf pláss og allir vel-
komnir. Margrét og Sighvatur
voru mjög gestrisin. Ósjaldan bar
að garði gesti úr borginni eða ut-
an úr heimi. Tónlist var í háveg-
um höfð og mikið sungið. Sig-
hvatur var bóndi af ástríðu og lét
sér annt um velferð dýra sinna.
Hann var natinn við skepnurnar,
þekkti hverja kind á svipnum og
gat rakið ættir þeirra langt aftur.
Sighvatur var líka víðlesinn og
mikill íslenskumaður. Hann
tengdi gjarnan þessi tvö áhuga-
mál sín þegar hann nefndi dýrin.
Í fjárhúsinu á Miðhúsum kynnt-
ist ég fyrst helstu kvenskörung-
um Íslendingasagnanna og þegar
hann nefndi kýrnar notaðist hann
gjarnan við samheiti innan sömu
ættar, s.s. nöfn Njarðardætra;
Hrönn, Dröfn og Rán. Þannig
lærði ég ýmis orð sem ekki voru
algeng og seinna komu sér vel við
skýringar á dróttkvæðum í
menntaskóla. Sighvatur var ekki
maður margra orða en þoldi
skrafhreifnina í stúlkubarninu
sem elti hann á röndum í fjárhús-
inu með spurningaflaumi. Hann
var þolinmóður og hlýr og aldrei
heyrði ég hann segja styggðarorð
við nokkurn mann. Sighvatur var
líka maður hugsjóna og þó svo að
hann bæri ekki pólitískar skoð-
anir sínar á borð þá fór ekki á
milli mála að hann var jafnaðar-
maður. Hann hafði einlægan
áhuga á þjóð- og heimsmálum.
Sighvatur var strangheiðarlegur
og tók hagsmuni fjöldans oft
fram yfir sína eigin. Ég man sér-
staklega að það sveið þegar hon-
um var refsað með minni fram-
leiðslukvóta fyrir að hafa farið að
tilmælum ríkisstjórnarinnar og
dregið úr framleiðni árin fyrir
niðurskurð. Mér verður oft hugs-
að til þess þegar ég verð vitni að
samskonar ákvörðunum stjórn-
enda í aðþrengdu heilbrigðiskerf-
inu. Af Margréti lærði ég líka
margt. Fyrir utan tónlist og
heimilisstörf kenndi hún mér um
lækningamátt jurta og vakti fyrst
áhuga minn á læknisstarfinu.
Sjálf var hún læknir af Guðs náð
og ég á henni líf mitt að launa fyr-
ir það hvað hún var snögg að
greina botnlangabólgu og koma
mér undir læknishendur. Miðhús
voru paradís bernsku minnar og
skipa enn stóran sess í hjarta
mínu. Ég þakka Sighvati og Mar-
gréti fyrir yndislegar minningar.
Elsku Þrúða, Hjálmur, Arnór,
Helga, Ingunn og Hallur og fjöl-
skyldur, innilegustu samúðar-
kveðjur.
Björg Þorsteinsdóttir.
Ef ég mætti yrkja,
yrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja,
sáning bænar gjörð,
vorsins söngvaseiður
sálmalögin hans.
Blómgar akur breiður,
blessun skaparans.
(Bjarni Ásgeirsson.)
Látinn er í hárri elli Sighvatur
bóndi Arnórsson á Miðhúsum.
Margs er að minnast frá liðnum
tíma enda samgangur mikill og
náin samvinna á milli bæjanna.
Staðfesta og einurð einkenndu
Sighvat en jafnframt fylgdi hon-
um hæglát rósemi og yfirvegun.
Þó vísast hafi honum ungum
manni verið flestir vegir færir
vildi hann og valdi að yrkja jörð-
ina og upplifa söngvaseið vorsins.
Árið 1952 kom Sighvatur í Bisk-
upstungur í leit að jarðnæði til
ábúðar og kaupir jörðina Miðhús
sem þá var í eyði. Með honum í
þessum búskaparáformum var
kona hans Margrét Grünhagen,
ein þeirra þýsku kvenna sem
hingað komu í kjölfar heimsstyrj-
aldarinnar síðari. Með fágætri
elju og dugnaði byggðu Sighvat-
ur og Margrét jörðina upp og
draumurinn um blómlegt bú í fal-
legri sveit rættist. Sighvatur og
Margrét voru samrýmd og sam-
hent þó þau væru ekki sprottin úr
sama jarðvegi. Margrét var
menntuð í tónlist og með henni
fengu Tungnamenn andblæ
evrópskrar menningar sem göfg-
aði mannlífið og setti svip á sam-
félagið. Þau eignuðust sex börn,
einstakan hóp hæfileikaríks fólks
til hugar og handar.
Sighvatur var bóndi af ástríðu
og mikill ræktunarmaður, bæði á
jörð og fénað. Ærnar voru í miklu
uppáhaldi, bæði hyrndar og koll-
óttar, og kýrnar mjólkuðu vel.
Hestar einkum notaðir til smöl-
unar, en oft var Sighvatur gang-
andi eða hlaupandi, enda léttur á
fæti og jafnan með góða fjár-
hunda sér við hlið. Eftir annir
dagsins, hvort sem var í smala-
mennsku eða heyskap, var gam-
an að setjast niður með Sighvati
og heyra hann segja gamansögur
eða fara með kveðskap af Þing-
eyingum, þaðan sem hann var
upprunninn. Málfarið var skýrt
og hreint, framburður norðlensk-
ur og orðfærið stundum framandi
Sunnlendingum. Hann var haf-
sjór af fróðleik hvar sem borið
var niður, víðlesinn og alltaf að
bæta við sig þekkingu. Heimilið
var raunar einstakt menningar-
heimili þar sem ljúfa tóna frá
hljóðfæraleik og söng lagði út á
hlað, mitt í amstri dagsins.
Myndlistin var ekki heldur langt
undan en Sighvatur málaði
myndir á yngri árum og var völ-
undur í höndum. Hjálpsemi og
hjartahlýja einkenndi heimilis-
braginn og þangað var gott að
leita með stórt og smátt, trítla
gamla Kóngveginn milli bæjanna
með lítið erindi en umfram allt að
sækja í trausta vináttu góðra
granna.
Nú er komið að leiðarlokum,
Sighvatur farinn að smala önnur
Brúarárskörð. Við kveðjum hann
með söknuði og þökk fyrir sam-
fylgdina. Fjölskyldu Sighvats
vottum við okkar dýpstu samúð.
Systkinin frá Úthlíð II,
Ólafur, Sigríður, Hjördís,
Jónína Birna og fjölskyldur.
Sighvatur
Arnórsson
Elsku besti
pabbi minn ég skil
bara ekki að þú
skulir vera farinn.
Maður er svo eig-
ingjarn að halda að það að
missa einhvern svona mikilvæg-
an geti ekki komið fyrir mann
sjálfan. Ég hugsa stöðugt til þín
og langar svo að koma í heim-
sókn og fá mér einn hryllilega
vondan senseo kaffi og kvarta
aðeins yfir hvað kaffið sé vont
og ræða svo um helstu daglegu
mál við þig. Það mun aldrei
neinn komast í þín spor. Það
sem þú gast hamast í öllum
systkinabörnunum þínum var
stundum engin hemja. Þið gátuð
látið alveg eins og vitleysingar
og hlóguð manna mest að ykkur
sjálfum og alltaf var jafngaman
því við erum spes fjölskylda
með mjög spes húmor sem eng-
inn utanaðkomandi mun nokk-
Erlendur
Hilmisson
✝ Erlendur Hilm-isson fæddist 9.
febrúar 1952. Hann
lést 6. febrúar
2016.
Útför Erlendar
fór fram í kyrrþey.
urn tímann skilja.
Við vorum svo
ótrúlega lík á
margan hátt. Við
erum bæði róleg
þannig að stundum
mætti segja að það
rynni ekki í okkur
blóðið. Við erum
ekki hrifin af því að
vera í margmenni
nema þegar okkar
nánasta er með
okkur. Við gerðum ekki vesen
úr hlutunum, fórum kannski í
fýlu í smá tíma en svo varð allt
gott aftur, það höfum við nú
pottþétt frá Hilla afa. Við þurft-
um ekki að tala þegar við vorum
saman, sátum bara og gláptum
á sjónvarpið eða eitthvað og
vorum bara saman. Barnabörnin
þín misstu svo mikið þegar þú
fórst því betri afa hefði ekkert
barn getað hugsað sér. Öll börn
elskuðu þig. Krubbið, dóta-
teygja og hobbuddur og sudda
og öll hin munu aldrei gleyma
þér því þú varst þeim alltaf svo
góður, elsku pabbi minn. Ég
tárast þegar ég skrifa þetta því
við höfum öll misst svo mikið.
Þú varst hetjan mín og verður
alltaf. Þú varst alltaf til staðar
fyrir mig, alveg sama þó þú
værir ósáttur við eitthvað sem
ég var að gera. Þá léstu mig al-
veg heyra það en til staðar
varstu samt alltaf. Sem betur
fer á ég svo margar minningar
um okkur saman. Við fórum á
rúntinn um helgar snemma á
morgnana því við vorum þau
einu sem voru vöknuð. Við fór-
um mikið upp á gömlu rusla-
haugana sem voru uppi á heiði
því mér fannst svo gaman að
skoða alla ónýtu bílana sem
voru þar. Við fórum oft til Binna
því hann var líka vaknaður og
gaf okkur kaffi og leyfði mér að
leika mér í veggsímanum sínum.
Þegar ég skreið uppí til þín á
nóttinni ef mig dreymdi illa, þá
lagðist ég á rúmendann og þú
hélst mér alla nóttina svo ég
dytti ekki fram úr og svafst al-
veg pottþétt ekki mikið sjálfur
þessar nætur en lést þig hafa
það og minntist aldrei á það að
þetta væri ekki í boði. En minn-
ingarnar eru svo miklu, miklu
fleiri um þig. En nú verð ég víst
að kveðja þig, pabbi minn. Mér
þykir svo vænt um þig og mun
alltaf varðveita minningarnar og
mun alltaf halda minningunni
þinni á lofti. Ég reyni að vera
eins sterk og ég get miðað við
aðstæður þó svo að það sé erfitt.
„Sa var sa.“
Þín dóttir,
Berglind.