Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
✝ Örn Jónssonfæddist í
Reykjavík 11. maí
1952. Hann lést á
heimili sínu 25.
febrúar 2016.
Foreldrar Arnar
voru Jón J. Haralds-
son, f. 21.4. 1929, d.
3.5. 2009 og Guðrún
S. Sigurðardóttir, f.
3.5. 1920, d. 29.1.
1996. Örn ólst upp
hjá móðursystur sinni, Sigríði V.
Sigurðardóttur ljósmóður, f.
17.1. 1922, d. 23.8. 2002, en hún
tók hann að sér á fyrsta ári.
Systkini Arnar sammæðra eru
Reynir Valgeirsson, f. 1943, og
Þóra Valdís Valgeirsdóttir, f.
1946.
Systkini hans samfeðra eru
Rósa Lillý, f. 1948, d. 1981, Gunn-
ar, f. 1950, Guðrún, f. 1951, Þóra
Berg, f. 1954, stúlka, f. 1956, d.
1957, Ingrid Herdís, f. 1959, Íris,
sem þau bjuggu sér heimili.
Börn Arnar og Sigríðar eru: 1)
Jóhann, f. 8.1. 1976, maki Mar-
grét Lukka Brynjarsdóttir, f. 2.9.
1978. Börn þeirra eru Alexander,
f. 2003, og Eva Karen, f. 2006. 2)
Sigríður Guðbjörg, f. 10.11. 1979,
maki Hinrik Konráðsson, f. 19.1.
1977. Synir þeirra eru Mikael
Máni, f. 2007, og Sindri Snær, f.
2011. 3) Gísli Valur, f. 19.9. 1988,
unnusta hans er Karen Ósk Þór-
isdóttir, f. 22.2. 1992.
Sjómennskan var ævistarf
Arnar og öðlaðist hann skip-
stjórnarréttindi 1986. Hann var
til sjós á fiskiskipum frá Grund-
arfirði, lengi á togaranum Run-
ólfi SH, þá Fanneyju SH, og síð-
ast á Farsæl SH samtals í tæpa
tvo áratugi. Árið 2012 lét Örn
gamlan draum rætast þegar
hann keypti bátinn Val SH, í fé-
lagi við yngri son sinn. Bátinn
gerði hann út á sumrin á strand-
veiðum.
Útför Arnar verður gerð frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 5.
mars 2016, og hefst athöfnin kl.
14.
f. 1962, d. 2012,
Hrannar, f. 1963,
Helga, f. 1964, og
Auðunn, f. 1965.
Örn ólst upp á
Þórsgötunni í
Reykjavík en á
sumrin var gjarnan
farið austur á Seyð-
isfjörð þar sem
hann dvaldi hjá
móðurfjölskyldu
sinni. Örn lagði
ungur stund á sjómennsku, sem
m.a. leiddi hann til Grundar-
fjarðar vorið 1971. Þar kynntist
hann Sigríði Gísladóttur frá
Grundarfirði, f. 17.7. 1955, og
giftu þau sig 21. september 1974.
Þau bjuggu fyrst á heimili for-
eldra Sigríðar, en síðar á Sel-
fossi, þar sem Örn vann við pípu-
lagnir, en hann hafði lagt stund á
nám í greininni. Árið 1975 fluttu
þau til Grundarfjarðar og
byggðu sér hús að Sæbóli 38, þar
Elsku pabbi minn, ekki átti ég
von á því að leiðir okkar myndi
skilja svo fljótt, þó svo að það
væri vitað að veikindi þín væru
þess eðlis að sá tími sem þú ætt-
ir eftir með okkur væri trúlega
takmarkaður.
Það er eins og það hafi gerst í
gær að við sitjum úti á palli í
Sæbólinu og þú færir okkur
fréttirnar. Mér fannst ég hafa
skynjað einhvern óróleika hjá
þér fyrr um daginn, það var eins
og þér lægi eitthvað á hjarta en
værir að bíða eftir rétta tæki-
færinu til þess að segja okkur
eitthvað. Það kom okkur öllum
gjörsamlega í opna skjöldu þeg-
ar þú sagðir okkur að þú hafðir
greinst með lungnakrabbamein,
þó svo að hættan væri augljós-
lega fyrir hendi. Þú tókst barátt-
unni við meinið eins og öllu sem
á þínar fjörur hefur rekið, allt
lagt í sölurnar og hvergi gefið
eftir. Í hvert sinn sem það var
von á jákvæðum niðurstöðum úr
meðferðinni varð raunin önnur,
hvert bakslagið á fætur öðru en
samt misstir þú aldrei móðinn.
Tilbúinn til að taka slaginn þó
svo að staðan hefði gjörbreyst
þér í óhag.
Ég veit að þér þótti sárt að
komast ekki aftur á sjóinn,
starfið sem þú bæði elskaðir,
varst stoltur af og sinntir alltaf
af heilum hug. Það var erfitt að
hafa skyndilega ekki þrek til
þess að framkvæma og sinna því
sem áður þótti sjálfsagt og eðli-
legt. Samt sem áður tókst þér að
taka aðstæðurnar í sátt og líta
framtíðina björtum augum.
Við töluðum saman í síma
daginn sem þú fórst af spítalan-
um og það kom mér á óvart að
þú værir á leiðinni heim en sam-
talið var eitthvað á þessa leið:
Ég segi: „Hvað er að gerast,
ertu á leiðinni heim, straukstu af
spítalanum?“
Þú svarar strax til baka: „Já,
ég hljóp bara út á nærbuxun-
um.“
Tilsvörin eru lýsandi fyrir þig
og hversu léttur í lund þú varst
þó svo að aðstæður væru erfiðar.
Mig grunaði aldrei að tíminn
sem við hefðum væri svo stuttur,
það er óteljandi margt sem mig
langaði að segja þér og sýna en
því verður víst ekki við komið.
Þín verður alltaf minnst fyrir
það að vera maður orða þinna og
vinur vina þinna. Alltaf reiðubú-
inn til þess að leggja hönd á plóg
fyrir menn eða málefni, annálað-
ur snyrtipinni og altmuligt-mað-
ur.
Ég er ótrúlega þakklátur fyr-
ir allar þær stundir sem við átt-
um saman og allt sem þú hefur
kennt mér og minni fjölskyldu.
Betri pabba og afa væri ekki
hægt að hugsa sér. Þín er sárt
saknað og framundan eru erfiðir
tímar fyrir okkur sem eftir sitj-
um. Það er víst ekki annað hægt
en að taka raunveruleikann í
sátt og horfa fram á við þótt erf-
itt sé.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Jóhann Arnarson.
Elsku besti pabbi minn.
Það er sárt að hugsa til þess
að þú sért farinn frá okkur eftir
stutta en ótrúlega hetjulega bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm. Ég
dáðist að því af hve mikilli still-
ingu þú tókst öllum verkefnun-
um sem sett voru upp í hend-
urnar á þér í veikindunum því
þau voru jú misskemmtileg.
Þrátt fyrir erfiða tíma var ekki
langt í grínið og skemmtilegu til-
svörin frá þér, því öll verkefni
tengd baráttunni ætlaðir þú að
vinna eins vel og þú gast, líkt og
allt sem þú hefur tekið þér fyrir
hendur.
Þegar ég hugsa til baka er svo
margt sem einkenndi þig sem
einstakling; þú varst einstaklega
góður maður, glaður, traustur,
hjálpsamur og vinnusamur. Þú
varst svo sannarlega með hjart-
að á réttum stað og vildir öllum
allt það besta.
Strákarnir mínir voru einstak-
lega heppnir að hafa kynnst þér,
átt með þér góðar stundir og
safnað minningum um eins frá-
bæran afa og þú varst.
Mig langar að þakka þér fyrir
allt, elsku pabbi minn, sem þú
gerðir fyrir mig og fjölskylduna
mína. Öll góðu gildin sem þú inn-
rættir mér frá unga aldri og all-
ar stundirnar sem við áttum
saman. Elska þig pabbi minn,
minning þín mun lifa í hjörtum
okkar sem eftir sitjum um
ókomna tíð.
Þín
Sigríður G. (Sirrý).
Elsku pabbi.
Aldrei að gefast upp sagðirðu
og við það stóðstu. Þetta bar
fljótt að og þú kvaddir okkur
alltof snemma. Þú stóðst tein-
réttur fram á síðustu stundu eins
og þú sagðist alltaf ætla að gera
og þannig fórstu. Bara alltof,
alltof snemma.
Hetjuleg barátta þín við þenn-
an ömurlega sjúkdóm og einbeit-
ingin í því að ná bata og ná að
lifa með meininu var mér mikill
innblástur og er það góða sem ég
mun minnast frá tíma veikinda
þinna. Ég mun ekki síður minn-
ast orkunnar og vinnuseminnar
sem endurspeglaðist í baráttunni
þinni og var og hafði ávallt verið
þitt aðalsmerki alla tíð. Hófleg
bjartsýni í bland við raunsæi og
fullan skilning á stöðunni sem
upp var komin var línan sem þú
settir og okkur var frá byrjun
ljóst að aldrei myndi vinnast
fullnaðarsigur á sjúkdómnum.
Vonir okkar um árangur með-
ferðarinnar sem þú stóðst þig
svo vel í fóru fyrir lítið þegar
okkur voru færðar slæmar frétt-
ir á slæmar fréttir ofan. Í kjöl-
farið komu áföll og afturfarir
síðustu tvo mánuðina í þínu lífi
en þú varst ávallt æðruleysið
uppmálað.
Öllum áföllum og bakslögum
mættirðu á þinn einstaka hátt
þegar þú fékkst í hendurnar
hernaðaráætlun næstu baráttu,
þakkaðir kurteislega fyrir þig
eins og alltaf og sagðir að þetta
væri þá „næst á dagskrá“. Það
átti ekki að gefast upp.
Þótt dvölin í bænum meðan á
meðferðinni stóð hafi ekki verið
nein sæla þá áttum við saman
góðar stundir og góðar samræð-
ur um daginn og veginn. Ég á
eftir að sakna þess sárt að eiga
ekki með þér fleiri stundir í ró-
legheitum í stofunni heima í Sæ-
bólinu, drekka kaffi og spjalla
um allt milli himins og jarðar
eins og við gerðum svo oft. Þú
varst áhugasamur um allt sem
ég hafði tekið mér fyrir hendur í
gegnum tíðina og stoltur af því
sem ég hafði valið að starfa við
og feta þar með örlítið í þín fót-
spor. Þú veist það að þú átt
stærstan þátt í vali mínu á
starfsvettvangi og varst hetja í
mínum augum alla tíð. Ég verð
alltaf stoltur af þér.
Ég hef hugsað um og horft á
málverkið sem þú keyptir meðan
á meðferðinni stóð og þá ótrú-
legu sögu sem liggur þar á bak-
við. Ég held samt að sagan sé
ekki öll sögð og við munum finna
fleira til að tengja við myndina
þegar líður á.
Þú varst vel lesinn og minn-
ugur, uppfullur af slíkum fróð-
leik að hægt var að fletta upp í
þér með hvort sem var tónlist
eða bíómyndir, sjómennsku og
sögur eða bækur og bíla. Hand-
laginn varstu og vandaðir vel til
verka hversu lítið sem verkefnið
var, enda smámunasamur og
mikill fagmaður sem þótti best
að gera hlutina vel.
Þú tókst í fyrra af mér loforð,
sem var ekki eitthvað sem þú
varst gjarn á að gera, en loforð
þetta mun ég efna alla tíð og
hafa að leiðarljósi eins og allt
það góða sem þú kenndir mér.
Ég veit að þú vakir yfir okkur
og verður aldrei langt undan
þegar á reynir.
Ég er svo innilega þakklátur
fyrir að hafa átt með þér góðar
stundir síðustu dagana í lífi þínu.
Það síðasta sem þú sagðir við
mig eftir að ég kvaddi þig og
knúsaði var að nú tækir þú því
bara rólega.
Nú skaltu taka því rólega,
pabbi minn.
Takk fyrir allt, sakna þín og
elska þig.
Gísli Valur Arnarson.
Elsku tengdapabbi.
Það var sumarið 1997 sem við
Jóhann kynntumst og tókum
saman. Þú tókst mér strax vel
og fljótt sá ég hvaðan Jóhann
hefði sína vinnusemi og vand-
virkni. Hvað sem þú tókst þér
fyrir hendur, hvort sem það var
málningarvinna, eldamennska
eða bílaviðgerðir, þá var það
gert 110%.
Mín elsta minning um þig er
þegar ég fékk að bjóða þér og
Siggu í mat til Margrétar ömmu
minnar í Gerðhömrum þar sem
ég bjó þegar við Jóhann fyrst
byrjuðum saman. Eftir matinn
sátum við saman inni í stofu og
ég spurði þig spjörunum úr um
sjómennsku, hvaða fisk þið
veidduð, hvernig troll virkaði,
hvernig lífið um borð væri og
hvernig væri að vera svona lengi
í burtu í einu. Ég hafði alist upp
í Bandaríkjunum og vissi ekkert
um íslenska sjómennsku og þótti
mér þetta stórmerkilegt. Þú
tókst niður gamla hnattlíkanið
hennar ömmu og sýndir mér
siglingaleiðir sem þú hafðir farið
á Flæmska hattinn, suður til
Evrópu og norður fyrir land þar
sem rækjan var veidd.
Alltaf varstu boðinn og búinn
Örn Jónsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Kvígindisfelli,
Tálknafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði
þriðjudaginn 1. mars.
.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur maðurinn minn, faðir og afi,
EGGERT HAUKDAL,
fv. alþingismaður og oddviti,
lést þann 2. mars á Landspítalanum.
.
Guðrún Bogadóttir,
Magnúsína Ó. Eggertsdóttir,
Eyþór Lárusson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir, tengdasonur og mágur,
JÓHANN SVANUR JÚLÍUSSON,
Fellsmúla 7,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild LSH þriðjudaginn
1. mars 2016. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 9. mars klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir
dóttur hans, Aríellu Mist, 0111-18-752770, kt. 070115-3010.
.
Linda Tuy Anh Mánadóttir,
Aríella Mist Anh Jóhannsdóttir,
Júlíus S. Jóhannsson, Arna Svansdóttir,
Linda Ósk Júlíusdóttir, Hugrún L. Júlíusdóttir,
Máni Chien A Phang, Emily Nguyen,
Jenný Ngoc Anh, Lísa Phuong Anh,
Helena Bich Anh Phang, Viktoría H Phang
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA MARÍA KJARTANSDÓTTIR,
Reykjavíkurvegi 10,
Hafnarfirði,
lést föstudaginn 26. febrúar á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 9. mars klukkan 15.
.
Jónas K. Jóhannsson, Svanhildur Rúnarsdóttir,
María Jóna Jóhannsdóttir, Haukur Ragnarsson,
Kristín G. Arnardóttir, Kristófer Jóhannesson,
Þorlákur Þór Guðmundsson, Arna Björg Arnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
VILBORG JÓNATANSDÓTTIR
frá Nípá,
síðast til heimilis á Dalbraut 27,
Reykjavík,
er látin.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars
klukkan 13.
.
Finnur Jón Nikulásson, Edda Björk Þorvaldsdóttir,
Gunnar Magnús Nikulásson,
Anna Nikulásdóttir, Jóhann Filippusson,
Kristján Nikulásson, Katrín Guðlaugsdóttir
og barnabörn.