Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 39
að hjálpa öllum í kringum þig og
vorum við engin undantekning
þar á. Það var lítið mál að renna
suður og parketleggja þegar við
keyptum okkar fyrstu íbúð. Og
þegar við fluttum heim frá Dan-
mörku eftir nám var heldur ekk-
ert mál að skjótast út og pakka í
gáminn til að koma okkur heim.
6. desember 2003 er mér
minnisstæður þar sem frum-
burðurinn okkar og þitt fyrsta
barnabarn var akkúrat eins
mánaðar gamalt. Þann dag var
jólahlaðborð í vinnunni hjá Jó-
hanni og þú tókst ekki annað í
mál en að keyra til Reykjavíkur
frá Grundarfirði um hávetur til
að passa drenginn í tvo klukku-
tíma á meðan nýbökuðu foreldr-
arnir skruppu á jólahlaðborð.
Boðinn og búinn. Alltaf. Svona
varst þú.
Mikið hefðum við viljað hafa
þig lengur hjá okkur, elsku
Öddi.
Með ást og virðingu,
Margrét Lukka
Brynjarsdóttir.
Í dag þegar ég er að kveðja
litla bróður minn finnst mér við
hæfi að rifja upp hitt og þetta
frá okkar ævi. Þó að níu ára ald-
ursmunur væri á okkur bræðr-
um kom okkur einstaklega vel
saman. Á mínum unglingsárum
gat þó fokið í mig við hann þeg-
ar ég taldi kæruleysi hans valda
mér ómældri fyrirhöfn. Eins og
kom fyrir á síldarárunum, en
hann dvaldi hjá okkur austur á
Seyðisfirði að sumrinu. Ekki var
annað betur fallið til að ergja
skap mitt en að koma heim frá
vinnu klukkan ellefu að kvöldi
og vera þá sendur til að leita á
bryggjum og síldarplönum að
Erni sem hafði gleymt sér í
veiðigleði eða öðru skemmtilegu
og alltaf var afsökunin sú sama:
„Það eru allir að vinna ennþá og
ekki farið að dimma.“ Til marks
um veiðigleði Arnar má geta
þess að sem smástrákur á
Bóndastöðum stundaði hann
færaveiðar á Liverpolsbryggjun-
um og í Fjarðaránni. Hann setti
ekki smámuni fyrir sig þegar
veiðihugurinn greip hann. Ein-
hverju sinni þegar hann kom í
hádegismat og var mikið að flýta
sér verður Sigríður móðursystir
okkar vör við að eitthvað kvikt
virðist vera að skríða upp úr
buxnavasa hans, henni varð að
vonum illa brugðið en hún var
einstök snyrtimanneskja. Hún
spurði því fósturson sinn nokkuð
höstug: „Hvað ertu eiginlega
með í vösunum.“ Og Örn svaraði
að bragði: „Þetta er bara beitan
okkar, við erum að fara út á
bryggju strax eftir matinn og
fundum ekki dós undir ormana.“
Örn var hrifnæmur sem krakki
en vildi þó prófa hlutina sjálfur
til öryggis. Eftir að hann, sex
ára gamall, hafði séð teiknimynd
með Stjána bláa krafðist hann
þess af Siggu að hún keypti spí-
nat handa honum. Erni þótti spí-
natið vera bölvað á bragðið en til
mikils var að vinna og að end-
ingu lauk hann við skammtinn.
Þar sem hann var ekki alveg
viss um hvort kraftarnir væru
komnir í raun og veru bauð hann
fósturmóður sinni í glímu á eld-
húsgólfinu svona til að ganga úr
skugga um virknina. Með svona
hugdettum vakti Örn gleði hjá
fólkinu sínu alveg frá barnsaldri.
Seinna átti þetta glaða skap
ásamt vinnusemi og vandvirkni
eftir að gera hann að einhverj-
um besta vinnufélaga sem ég hef
átt. Strax á unglingsárum fór
Örn að stunda sjómennsku, sá
atvinnuvegur leiddi hann fljót-
lega til Grundarfjarðar þar sem
hann kynntist Sigríði Gísladótt-
ur, stofnaði fjölskyldu og settist
þar að. Ævistarf Arnar varð sjó-
mennska á fiskibátum og togara
sem gerðir voru út frá Grund-
arfirði og er þetta starfsval með-
al annars til marks um þraut-
seigju hans því að hann kvaldist
af sjóveiki meira og minna mörg
fyrstu árin. En Örn var aldrei á
því að gefast upp við það sem
hann ætlaði sér og það sýndi sig
ljóslega þegar hann tók upp bar-
áttuna við þann illvíga sjúkdóm
sem nú hefur haft yfirhöndina. Í
þeirri baráttu var öllum vopnum
beitt; alþekktri þrjósku, hörku
við sjálfan sig ásamt yfirveguðu
mati á aðstæðum. Að öllum öðr-
um ólöstuðum var Sigga ötulasti
og óeigingjarnasti liðsmaður
hans, samhent háðu þau þetta
stríð til síðasta augnabliks með
styrk frá börnum sínum. Þegar
komið er að kveðjustund er það
huggun harmi gegn að hér er
kvaddur góður drengur sem allt-
af var samkvæmur sjálfum sér í
daglegu lífi. Ég færi Siggu, Jó-
hanni, Sirrý og Gísla mínar inni-
legustu samúðarkveðjur en jafn-
framt vil ég vekja athygli á að
Örn mun lifa áfram í góðum
minningum okkar sem vorum
svo lánsöm að þekkja hann.
Reynir.
Meira: mbl.is/minningar
Árið 1971 hélt hann af stað,
tæplega 19 ára strákur úr
Reykjavík, á vertíð á Snæfells-
nesi. Sjómennskan heillaði og
hann hafði fengið pláss á Siglu-
nesi SH frá Grundarfirði. Það
varð gæfa margra að leiðin hans
Ödda skyldi liggja einmitt hing-
að, til Grundarfjarðar. Það var
gæfa þeirra sem áttu eftir að
njóta vináttu hans, gæfa stúlk-
unnar sem síðar varð eiginkona
hans og ekki síst gæfa hans
sjálfs að finna ástina og um-
hverfi þar sem hann undi sér
vel.
Árið 1973 flutti Öddi til henn-
ar Siggu sinnar, á Hlíðarveg 15.
Þar bjuggu þau Gróa og Gísli
með fimm börnum sínum; Sigga
var elst, 18 ára, og Hermann
yngstur, þá 7 ára gamall.
Hemmi leit upp til síðhærða
töffarans í bótabuxunum, eins og
hann kallaði köflóttu buxurnar
hans Ödda, sem voru hátísku-
fatnaður á þeim tíma. Töffarinn
gaf sér alltaf tíma til að spjalla
við guttann og með þeim
Hemma og Ödda tókst strax vin-
átta sem stóð upp frá því.
Það leyndi sér ekki að hér var
á ferð ljúflingur sem átti auðvelt
með að hæna að sér bæði börn
og fullorðna. Hemmi sat um að
komast í bíltúr með Siggu og
Ödda og það þurfti að tala strák-
inn til, um að verða eftir heima,
þegar ekki var við hæfi að hann
kæmi með á rúntinn.
Ef það er eitthvað sem ein-
kenndi Ödda öðru fremur var
það hjálpsemi. Hann var ein-
staklega bóngóður en samt svo
langt umfram það, því hjálpsem-
in var sjálfsprottin; það þurfti
ekki að biðja hann. Án þess að
hann væri maður sem tranaði
sér fram var hann iðulega mætt-
ur þar sem aðstoðar var þörf. Að
hluta tengdist það vinnusemi
hans, sem var einstök. Öddi var
sístarfandi og aldrei verklaus.
Ef allt var búið í bili í viðhaldi
húss og garðs mátti þó alltaf
taka til í bílskúrnum, þvo bílinn
eða moppa gólfin. Öddi var verk-
laginn og vandvirkur, einstakt
snyrtimenni eins og sást á hon-
um sjálfum og öllu í kringum
hann. En hann var líka mjög
smekkvís og hafði auga fyrir fal-
legum hlutum. Heimili þeirra
Siggu ber vott um það, en einnig
um innilega löngun til að hlúa
vel að fólkinu sínu og rækta það
sem best. Í því, eins og mörgu
öðru, voru þau hjónin samtaka.
Öddi var glaðlyndur og glettni
var eitt hans aðalsmerki. Hann
sá mjög gjarnan það broslega og
hafði einstakan hátt á tilsvörum,
sem voru oft alveg sérstök
blanda af hnyttni, glettni og
þeirri lífsafstöðu hans að sjá
frekar það sem jákvætt var.
Hann var fróðleiksfús og sökkti
sér ofan í efni um það sem hann
hafði gaman af, t.d. tónlist, eða
ýmsa praktíska, verklega hluti
sem hann vildi kunna skil á.
Ekki síst hafði hann þó áhuga á
fólki, lag á að spyrja um hagi
þess og að hlusta. Það var bæði
þægilegt og ánægjulegt að vera í
návist hans og að eiga hann sem
félaga og vin voru forréttindi.
Baráttu síðustu mánaða háði
Öddi vopnaður þeim eiginleikum
sem voru hans aðalsmerki; að
ganga í verkin með jákvæðnina
að leiðarljósi og gera sitt besta,
þrátt fyrir að brautin væri brött.
Við hjónin kveðjum ekki bara
mág og svila, heldur traustan og
góðan vin, þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta samfylgdar og
vináttu hans. Blessuð sé minn-
ing góðs drengs.
Hermann Gíslason og
Björg Ágústsdóttir.
Það er alltaf erfitt að kveðja
vin. Stílvopnin verða þung í
höndum. Hugsanir og tilfinning-
ar þvælast um í endalausum
átökum hjartans og hugans.
Hann Örn Jónsson er farinn í
ferðina miklu til eilífðarlandsins.
Svo snöggt, en eftir sitja ástvinir
með sorg og söknuð. En upp úr
standa minningarnar og þakk-
lætið. Minningar um góðan vin
og þakkir fyrir samfylgd góðs
félaga.
Öddi Jóns kom ungur maður
til Grundarfjarðar og blandaðist
fljótt okkur heimakrökkunum.
Fljótt felldu þau hugi saman,
þau Öddi og Sigga. Þau voru
glæsilegt par og framundan var
líf hinna fullorðnu. Kornung réð-
ust þau í húsbyggingu og
byggðu sér glæsilegt heimili í
Sæbólinu. Glæsileiki, vandað
handbragð og einstök snyrti-
mennska einkenndi allt sem
Öddi kom nálægt. Heimilið og
fjölskyldan var honum allt og
þar var enginn afsláttur gefinn,
allt skyldi vera 100%. Já, hann
Öddi var nefnilega 100% maður,
óvenju mikið snyrtimenni, glað-
sinna og glettinn. Það var gam-
an að vera með Ödda, kímnigáfa
hans skein alltaf í gegn og kvik-
ur gekk hann til allra verka.
Hann var einstaklega vandvirk-
ur og lagði aldrei illt til nokkurs
manns. Hann bar virðingu fyrir
lífinu og úr hverju spori lýsir af
góðvild og þakklæti. Fátækleg
orð megna lítt til þeirrar virð-
ingar sem hér ætti við. En héð-
an úr heimi fór Örn Jónsson
óbugaður. Far þú í friði, friður
Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Elsku Sigga mín,
börn og barnabörnin, megi ljós
minninganna sefa sorgina og
þakklæti verða okkur öllum leið-
arljós, nú þegar við kveðjum
Örn Jónsson.
Ingi Hans.
Farðu í friði, vinur minn kær.
Baráttu vinar, nágranna og
samstarfsmanns til margra ára
við illvígan sjúkdóm er lokið.
Það er þyngra en tárum taki að
kveðja mann í blóma lífsins.
Margs er að minnast á þeim
tíma sem líf fjölskyldna okkar
hefur legið saman. Húsbygging-
ar hlið við hlið, samstarf á sjó,
uppvöxtur barna okkar, ferðalög
á erlendri grund og svo mætti
lengi telja.
Það var gæfa að fá að vera
nágranni Arnar og Sigríðar og
barna þeirra, minningin geymir
gleði, væntumþykju og enda-
laust traust.
Á þessari samfylgd var ým-
islegt brallað, stundum gáfulegt
og líka misgáfulegt. Eins og
þegar við félagar samþykktum
að keyra með eiginkonurnar úr
Móseldal í Svartaskóg í Þýska-
landi til að skoða sjúkrahúsið í
Svartaskógi, sem aldrei fannst.
Örn kom ungur að árum til
Grundarfjarðar þar sem hann
kynntist sinni áskæru eiginkonu,
hann varð fljótt mikill Grund-
firðingur og öflugur liðsmaður í
samfélagi okkar.
Örn var kraftmikill sjómaður
og handlaginn til allra verka er
hann tók sér fyrir hendur og oft
mjög úrræðagóður. Hann var
hreinn og beinn og talaði um-
búðalaust.
Með söknuði kveðjum við
kæran vin sem ekki þurfti að
kveðja svo ungur til að vera tal-
inn góður maður.
Eiginkonu, börnum og ástvin-
um öllum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Runólfur og fjölskylda.
Það er með trega í hjarta sem
ég kveð gamlan skipsfélaga og
góðan vin, Örn Jónsson eða
Ödda Jóns eins og hann í dag-
legu tali var kallaður. Kynni
okkar Ödda byrjuðu árið 2007
þegar ég réð mig um borð í Far-
sæl SH. Þó svo að tæp 30 ár
skildu okkur að í aldri urðum við
fljótt góðir vinir, enda var Öddi
léttur í lund, hress og skemmti-
legur húmoristi. Þannig mönn-
um eru forréttindi að vinna með.
Ég veit mætavel að þú varst
ekki mikið fyrir væmni og væl,
enda af þeirri kynslóð manna
sem bitu á jaxlinn og bölvuðu í
hljóði ef eitthvað bjátaði á, því
ætla ég ekki að ergja þig með
þannig skrifum. Klefar okkar
Ödda voru hlið við hlið um borð í
Farsæl og oftar en ekki þegar
við vorum búnir á vakt og Öddi
búinn með þrjá kaffibolla fyrir
svefninn, enda annálaður kaffi-
karl, settist hann á bekkinn í
klefanum hjá mér og ræddi mál-
in eða hreinlega sat og las í bók
eða tímariti.
Síðasti kaffibollinn sem við
félagarnir tókum saman var á
fallegu heimili Ödda og Siggu
konu hans. Þá voru veikindin bú-
in að taka sinn toll af honum en
samt sem áður var hann léttur í
lund og með sól í hjarta. Með
þessum fátæklegu orðum kveð
ég góðan vin.
Mikill er missir og harmur
fjölskyldu þinnar. Sendi ég þeim
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Garðar Hafsteinsson.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og sonur,
SIGURÐUR JÓHANNSSON,
Heiðarbraut 7,
Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 26. febrúar.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði mánudaginn
7. mars kl. 14.
.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Sigurður Bjarni Sigurðsson, Elfa Björk Erlingsdóttir,
Ágúst Már Sigurðsson,
Hjörtur Magni Sigurðsson, Katla Vilmundardóttir,
barnabörn og Jóhann Guðbrandsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA RAKEL SÆMUNDSDÓTTIR,
Grænumörk 1,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Fossheimum sunnudaginn 28. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju
mánudaginn 7. mars klukkan 14.
.
Styrmir Hreinsson,
Ásdís Styrmisdóttir, Magnús Guðjónsson Öfjörð,
Gunnar Styrmisson, Bára Hafliðadóttir,
Hjalti Styrmisson, Martha Rut Sigurðardóttir,
Sólveig Styrmisdóttir, Viðar Þór Pálsson,
Ragnheiður Ásta Styrmisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður
og afa,
JÓH. GUNNARS PÁLSSONAR,
Hraunbæ 103.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Líknardeildar Landspítalans, Kópavogi, og
deildar 11-E Landspítalans við Hringbraut.
.
Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, Aðalheiður Svansdóttir,
Karólína Gunnarsdóttir, Björn Gíslason,
Helga Þóra G. Eder, Peter Eder,
Brynja Gunnarsdóttir, Atli Hafsteinsson
og afabörnin.
Okkar ástkæri maður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS RAGNAR GÍSLASON,
fv. yfirtannlæknir,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 11. mars klukkan 15.
.
Gyða Stefánsdóttir,
Jóhann Þór Magnússon, Lilja Jóhannsdóttir,
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Björgvin Jónsson,
Gylfi Magnússon, Hrafnhildur Stefánsdóttir,
afabörn og langafabarn.
„Nú er hún geng-
in, mín skemmti-
lega frænka. Það
var alltaf líf í kring-
um Auði. Hún föðursystir mín
var einstök kona. Ég man eftir
henni sem barn, þegar hún
mætti í barnaafmælin með móð-
ur sína og ömmu mína, uppá-
klædda í íslenska þjóðbúningn-
um. Oft hugsaði ég að það hefði
nú tekið tímann sinn að hjálpa
ömmu við að klæða sig í slíka
múnderingu. Já, amma bjó hjá
Auði á Barónsstíg til að byrja
með þónokkur ár. Síðar þegar
Auður eignaðist mann, Guðjón
Júlíusson, hóf hún búskap í
Kópavogi á Melaheiðinni og
þangað komum við nokkuð oft í
afmæli og alltaf var gaman þar.
Síðar varð Auður fyrir miklu
áfalli þegar hún missti Guðjón
langt fyrir aldur fram. En hún
Auður
Jörundsdóttir
✝ Auður Jör-undsdóttir
fæddist 16. júní
1923. Hún lést 17.
febrúar 2016.
Útför Auðar fór
fram 24. febrúar
2016.
var gerð úr sterku
efni, frænka mín, og
hélt áfram næstum
eins og ekkert hefði
í skorist. Áfram
glaðvær, hressileg
og litrík. Hún náði
alltaf vel til unga
fólksins enda talaði
hún við það eins og
jafningja og það við
hana um öll heims-
ins málefni. Þegar
sonur minn kynntist henni hafði
hann mjög gaman af að ræða við
Auði. Hún talaði tæpitungulaust
um menn og málefni en þó vel.
Það er svo stutt síðan hún hélt
upp á níræðisafmælið í Turnin-
um í Kópavogi fyrir tveimur og
hálfu ári. Þá var hún mjög brött
að venju.
En undanfarna mánuði höfðu
mikil veikindi herjað á hana og
tekið mjög á hana. Hún hlýtur að
hafa orðið hvíldinni fegin enda
hafði hún átt gott líf og náð
háum aldri. Ég sakna hennar
mikið og veit að fjölskylda mín
gerir það líka. Ég votta dætrum
hennar og syni auk barnabarna
innilega samúð mína.“
Egill Þórðarson, frændi.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar