Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 40

Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 ✝ Ólafía ElísabetAgnarsdóttir fæddist á Skógum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 6. maí 1932. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eyri, Ísafirði 26. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Agnar Ás- björn Jónsson, f. 13. febrúar 1907 á Akureyri, d. 6. október 1974, og Þuríður Vilborg Rósantsdóttir, f. 5. júní 1904 á Gíslabala í Ár- neshreppi, Strandasýslu, d. 1. október 1989. Elísabet átti tvö systkini, þau Róslaugu Jónínu, f. 19. maí 1940, d. 1. apríl 2015, og Guðmund Magnús, f. 20. maí 1942. Fljótlega eftir fæðingu Elísabetar fluttust foreldrar hennar í Skagafjörð, þau bjuggu í ríflega tvö ár á Sjáv- arborg og síðan á Sauðárkróki. Rétt fyrir fermingu hennar árið 1946 flutti fjölskyldan til Ísa- fjarðar þar sem faðir hennar tók við bústjórastöðu á Seljalandsbúinu. Eftir almenna skólagöngu stundaði hún nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði veturinn 1950-51. El- ísabet giftist Ebeneser Þór- f. 15. janúar 1957. Þau eiga tvö börn. 6) Auður Kristín, f. 17. maí 1969. Hún á þrjú börn. 7) Ósk Ingibjörg, f. 17. maí 1969. Maki Sigvaldi Karlsson, f. 28. maí 1960, hann á fyrir tvö börn og eitt barnabarn. Elísabet var heimavinnandi á meðan börnin voru að komast á legg. Hún vann sem aðstoðarbókari á Orkubúi Vestfjarðar frá 1987 til loka árs 2002. Þar áður vann hún ýmis störf, meðal annars í rækjuvinnslu og verslunarstörf. Elísabet var einn af stofnendum Styrktarsjóðs Tónlistarskólans. Hún var í stjórn Sjálfstæðis- kvennafélags Ísafjarðar. Hún var formaður og stjórnarfor- maður Kvenfélagsins Hlífar í mörg ár. Var í sóknarnefnd Ísa- fjarðarkirkju og leysti af þar sem meðhjálpari á tímabili. Hún var í Kvenfélagi Ísafjarðar- kirkju og ein af stofnendum þess. Hún var í barnavernd- arnefnd Ísafjarðar. Hún söng með Sunnukórnum til fjölda ára og var í kirkjukórnum. Elísabet var félagi í Oddfellowstúkunni Þórey á Ísafirði í 35 ár og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Fljótlega eftir að Ebeneser lést fór að bera á minnisglöpum hjá Elísabetu og var hún greind með alzheimer. Hún var vistuð á öldrunardeild Sjúkrahúss Ísafjarðar 2011. Ólafía Elísabet verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 5. mars 2016, og hefst at- höfnin klukkan 14. arinssyni 4. júlí 1953. Ebeneser var fæddur 27. ágúst 1931, hann lést 9. febrúar 2003. El- ísabet og Ebeneser eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Agnar, f. 17. maí 1953. Hann á fimm börn og níu barnabörn. Maki Margrét Lilja Pét- ursdóttir, f. 22. nóvember 1964. Þau eiga engin börn saman en Margrét á tvö börn og fjögur barnabörn. 2) Halldór, f. 4. október 1954. Maki Ásgerður Kristjánsdóttir, f. 2. október 1955. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Kristinn Guðni, f. 13. ágúst 1956. Maki Margrét Bjarndís Jensdóttir, f. 25. janúar 1959. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Kristinn á eina dótt- ir fyrir og hún á tvö börn. 4) Guðrún Sólveig, f. 6. nóvember 1959. Maki Þorgeir Guðbjörns- son, f. 28. maí 1957. Þau eiga tvo syni og fyrir á hún tvo syni og þrjú barnabörn og hann á fyrir tvö börn og þrjú barna- börn. 5) Þuríður, f. 2. desember 1962. Maki Magnús Snorrason, Nú er Beta amma okkar horf- in á brott. Það eru nú komin nokkur ár síðan hún greindist með alzheimer sem hafði því miður leikið hana grátt síðustu ár, hún hefur því verið hvíldinni fegin en söknuðurinn er engu að síður gífurlega sár. Hún elsku amma var góð kona með gott hjarta. Hún hugsaði vel um okk- ur og kenndi okkur margt og mikið. Það var alltaf mikil til- hlökkun í loftinu þegar ferðinni var heitið til ömmu á Ísafirði, þar var alltaf gott að vera og amma tók okkur alltaf opnum örmum. Einnig sakaði ekki að hún var langbesti aðalbláberja- tínarinn og pönnukökumeistari allra Vestfjarða og þótt víða væri leitað. Nú hvílir hún hjá Guði og liggur í faðmlögum með Ebba afa eftir langa bið. Við vit- um að nú er amma á betri stað og vakir yfir okkur allar nætur. Við elskum þig og söknum þín. Arnaldur Karl, Eyjólfur Jóhann og Ólafía Elísabet. Hún Beta móðursystir mín er dáin. Hún var elst af systkinunum og nú hefur Guðmundur misst báðar systur sínar á innan við ári. Beta frænka var atkvæða- mikil og í raun sjálfkrafa höfuð ættarinnar og bar þann titil með sóma. Hún var hrókur alls fagn- aðar og glaðlynd. Allir sem þekkja Betu frænku muna eftir hlátri hennar. Stundum lá við að hún hreinlega kafnaði úr hlátri. Við litum öll upp til hennar. Beta var mikil söngkona og var alltaf syngjandi. Ég held að hún hafi kunnað alla íslenska lagatexta. Mér er minnisstætt þegar Beta frænka var viðstödd skírn barnanna minna. Gestirnir óvan- ir að syngja, hvað þá sálma. Það endaði alltaf með því að Beta frænka söng einsöng án þess að lagt hefði verið upp með það. Það breyttist mikið þegar hún missti hann Ebba sinn fyrir 13 árum. Fljótlega eftir það fórum við að taka eftir breytingum á henni. Hún greindist svo með alzheimer nokkrum árum seinna. Það var alltaf gott að koma til Betu frænku, hún var ekki lengi að reiða fram veislu. Fyrir um það bil 15 árum var ég ásamt eiginmanni mínum og vinafólki að koma heim af Sunnukórsballi. Mér datt þá sú snilldarhugmynd í hug að heim- sækja Betu frænku klukkan rúmlega þrjú að nóttu. Það var jú kveikt ljósið heima hjá henni og því bara ósköp eðlilegt að fara í kaffi eða það fannst mér allavega. Hún tók svo vel á móti okkur, bauð okkur inn, vakti Ebba og sagði honum að það væru komnir gestir. Þarna sát- um við eitthvað frameftir og fengum kaffi og með því. Yngsta dóttir mín bankaði reglulega uppá hjá henni þegar hún var lít- il til að fá ís og alltaf var hann til. Svo voru margir krakkar í hverf- inu farnir að banka upp á og spyrja eftir Betu frænku því þau voru alveg örugg á því að þarna fengju þau ís. Já, hún Beta frænka var einstök kona. Takk fyrir allt. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Alma Björk. Kallið er komið og við kveðj- um góða konu í dag. Elísabet Agnarsdóttir, eða Beta eins og hún var alltaf kölluð, var stór- kostleg kona. Ég var svo hepp- inn að vera nágranni hennar í mörg ár, þegar börnin mín uxu úr grasi, og kynntumst við vel því samgangur var mikill á milli minnar yngstu dóttur og tvíbur- anna hennar og margar bílferð- irnar í skólann voru farnar á gamla Willys. Ég þekkti ekki Betu mikið þá þegar hún flutti í nágrennið en hún þekkti vel fjöl- skyldu mína og tengdafólk og tók hún mér ótrúlega vel. Ég fann strax hve góð hún var við okkur, t.d. þegar ferming var hjá mér þá spurði ég Betu hvort hún gæti hjálpað mér að baka kransaköku þá svaraði hún: „Þú veist að ég gef fermingarbarninu kransa- köku.“ Höfðingleg gjöf. Við nágrannakonurnar sátum oft hjá Betu yfir kaffibolla og stundum var slegið í dýrindis pönnukökur, 6-8 egg, hún var ótrúleg. Og það var alveg sama hvað það var, ef matar- eða kaffi- boð voru þá var ekkert til sparað. Það var ekki bara sem ná- granni sem ég kynntist Betu, ég var svo heppin að vera með henni í Kvenfélaginu Hlíf og Sambandi vestfirskra kvenna. Þar sat hún í stjórn í mörg ár og var formaður kvenfélagsins í fjögur ár og einmitt nú þegar við kvenfélagskonur erum að undir- búa okkar árlega samsæti, sem hún var hvað duglegust að vinna að á sínum tíma, þá kveður hún okkur. Hlífarkonur minnast góðrar félagskonu og votta börnum hennar samúð. Beta var einnig virk í Odd- fellowreglunni og vann hún þar vel eins og í öðrum félögum. Beta hefði góða söngrödd og söng með Sunnukórnum í mörg ár og einnig Hlífarkórnum. Kunni hún ógrynni af söngtext- um utanbókar. Ég átti þess kost að njóta samvistar við hana í nokkurn tíma þegar amma lá á öldrun á sama tíma og hún, þá gátum við stytt okkur stundir við að lesa Skólaljóðin og ef ég byrj- aði á vísu héldu þær áfram því þær kunnu allt og er mér sér- staklega minnisstætt Skúlaskeið, en hún fór sérlega vel með það. Nú er komið að kveðjustund og hún komin til Ebba síns. Því miður get ég ekki fylgt henni síð- asta spölinn en Rósin, sem sung- in verður, verður líka kveðja frá mér. Kæra fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur. Blessuð sé minning hennar. Kristjana Sigurðardóttir. Árið 1972 var ég stödd á Ísa- firði að undirbúa fermingu hjá Agnesi systur minni og Agnes segir við mig: „Þú verður að fara niður í Heklu og baka kransa- kökuna með henni Betu Agnars.“ Þetta voru okkar fyrstu kynni og byrjunin á miklum vinskap sem aldrei féll skuggi á. Beta og Ebbi ferðuðust mikið – stundum vorum við hjónin með í för. Til marks um ræktarsemi þeirra hjóna þá komu þau alltaf við hjá okkur ef leiðin lá um Reykjavík, alveg sama hvort stoppið var stutt eða langt, og oftast komu þau færandi hendi. Þegar Beta var orðin veik, gat ég oft fengið hana á flug með því að segja henni frá aðfangadags- kvöldi á okkar heimili, en það má með sanni segja að þau hjón hafi verið viðstödd þau kvöld, því að margir nytjahlutir á borðinu voru gjafir sem þau höfðu fært okkur eftir ferðalög erlendis. Það er engin veisla á okkar heim- ili nema rjóminn sé borinn fram í þykku kristalsskálinni frá Rúss- landi og rifshlaupið í litlu sultus- kálinni frá Ítalíu. Við fórum aldr- ei til Ísafjarðar án þess að hitta þau Betu og Ebba og er mér kærust minning hláturinn henn- ar Betu. Hún átti það til að vera einstaklega hnyttin og orðhepp- in. Vísur og kvæði veltust upp úr henni enda var hún hagmælt sjálf. Eitt sinn er ég á Ísafirði, sem oftar og sé nokkur falleg staup í Kaupfélaginu sem ég bað um að fá send í póstkröfu, en Beta mun hafa gengið frá pakkanum og komið í póst. Nokkru seinna þá kemur tilkynning frá póstinum um pakkann og ég fer að sækja. Starfsfólkið á pósthúsinu horfði eitthvað undarlega á mig og ég vissi ekki alveg hvað var um að vera. Þegar heim var komið þá skoðaði ég pakkann nánar og sá að utan á honum stóð stórum stöfum: Vínið þínar vætir kverkar, vermi þig um leið og verkar. Við hjónin hnoðuðum saman botninum: Eina ættirðu að senda mér svo óskir þínar rætist hér. Vísuna í heild skrifaði ég á fal- legt bréfsefni og sendi Betu án undirskriftar. Þetta vakti mikla forvitni og um leið mikinn hlátur. Þegar Ebbi var sjötugur var haldin mikil veisla í Bolungarvík. Mikið var um ræðuhöld og ég ákvað að standa upp og segja smá sögu: Á fimmtugsafmæli mínu fékk ég sendan pakka frá Betu og Ebba. Í honum var nærfatapoki úr silki, en þegar betur var að gáð þá voru vínrauð blúndunær- föt af flottustu gerð í pokanum og hjartalaga kort sem á stóð. Sérstök gjöf frá Ebba. Sumarið eftir fór ég með vin- konum í okkar árlegu 19. júní göngu um Snæfellsnes. Eftir ánægjulegan göngudag fórum við í sund og ég dró upp vínrauðu nærfötin. Augun ætl- uðu út úr höfðinu á þeim og þær spurðu hvar fékkstu þetta. Ég sagði þetta er það nýjasta frá Ebba. Stuttu seinna segir ein vinkvenna minna við mig: „Árný, hvar fékkstu þetta Ebba merki? Ég er búin að leita og leita og enginn kannast við þetta.“ Það þarf ekki að orða það frekar, en Ebbi afmælisbarn stóð eldrauður í framan undir þessari tölu, því hann hafði ekki hug- mynd um að hans spaugsama kona hefði bardúsað með fimm- tugsafmælisgjöfina mína. Minningarnar um Betu okkar og þau hjón eru ekkert annað en hlýja og gleði. Kveðja, Árný og Logi. Ólafía Elísabet Agnarsdóttir Kveðjuorð til þín, elsku stóra systir. Þú varst besta systir sem hægt er að hugsa sér. Við áttum svo margar skemmtilegar stund- ir í heimsóknum mínum til þín og heimsóknum þínum hingað heim. Þú varst svo viljug að fara með mig út um allt og sýna mér Kaliforníu. Eins og þú sagðir oft, þá kom okkur svo vel saman því við vorum báðar jafn vitlaus- ar. Ég þakka skype fyrir að við gátum verið í sambandi og átt skemmtilegt tal saman og alltaf mikið hlegið að glappaskotum sem við vorum að lenda í. Unnur Björgvins- dóttir Morgan ✝ Unnur Björg-vinsdóttir fæddist 3. maí 1941. Hún lést 14. desember 2015. Kveðjuathöfn fór fram í Háteigs- kirkju 26. febrúar 2016. Spenningurinn var í hámarki er ég ræddi við þig laug- ardaginn 12. des- ember, þú nýkomin af spítala og varst að ná heilsu á ný og líka að jafna þig eftir erfiða flutn- inga. Þú spurðir hvort ég væri farin að pakka niður því við vorum farnar að plana ferð mína til þín í júní og tilhlökkun mikil að sjá nýja heimilið þitt í Kingsburg. Mánu- daginn 14. desember fæ ég sím- hringingu um að þú hefðir látist í svefni þá um nóttina. Það var mikið áfall og var táraflóð hér í nokkra daga á eftir. Heimsókn mín bíður betri tíma, kannski getum við þá farið saman. Hvíl í friði, elsku systir, og takk fyrir allt. Sjáumst seinna í Blóma- brekkunni. Þín systir, Steinunn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ELÍASSONAR endurskoðanda, Miðleiti 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til þeirra fjölmörgu vina sem heiðruðu minningu hans við útförina með nærveru sinni. Guð blessi ykkur öll. . Margrét Eggertsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Geir Newman, Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Einarsson, Margrét Seema, Bjarki Már og Margrét Eva. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AUÐAR JÖRUNDSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks skurðlækningadeildar 12G á Landspítalanum fyrir góða umönnun og umhyggju. . Sigurður Guðjónsson, Guðríður Guðfinnsdóttir, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Ágústa Guðjónsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR PÁLMADÓTTUR, Víðilundi 20, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Einihlíðar fyrir einstaka alúð og umönnun. . Stefán Lárusson, Pálmi Lárusson, Elín Lárusdóttir, Baldvin Haraldsson, Sigrún Lárusdóttir, Davíð Hjálmar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför RÖGNU G. ÁGÚSTSDÓTTUR lífeindafræðings, Gullsmára 7, Kópavogi. . Elísabet Kristbergsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús Kristbergsson, Helena Bjarman ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.