Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það þarf ekki mikið til að fáþessa litlu þjóð upp á aft-urlappirnar. Eða a.m.k. lítur það þannig út. Fólk í stærri ríkjum hefur nákvæmlega sömu þörf fyrir að hneykslast og hrósa og við en í litlu samfélagi finnst manni eins og allir og amma þín líka séu að tuða eða rífast yfir einhverju málinu. Tilkoma samfélagsmiðla eykur á þessa tilfinningu, það er eins og all- ir séu með skoðun á þessu eina máli – hversu lítilmótleg sem hún kann að vera. Þannig fannst manni hlut- irnir vera eftir að Reykjavíkur- dætur mættu til Gísla Marteins og fluttu þar lagið „Ógeðsleg“ með til- þrifum, sveifluðu gervilim og hentu út línum eins og „Sjúgðu á mér snípinn, tík“. Ágústa Eva Erlends- dóttir gekk út úr settinu í miðju at- riði, lýsti skoðun sinni á því með tísti á Twitter og barbabrella; allt fór af stað. Samfélagsmiðlar eru oft – eins og þið þekkið – orm- agryfja þar sem umræðuþræðir leiðast einatt út í hvassyrði, dóna- skap, almenna vitleysu og, oftar en ekki, vangaveltur um hvort flug- völlurinn eigi að vera í Vatnsmýr- inni eður ei í bland. Þessi umræða var ekki undanþegin slíku rugli en innan um voru athyglisverðir punktar, nema hvað. En tónlistin? En það sem vill gleymast í svona fári er sjálf tónlistin. Þó að dægurtónlistin hafi alla tíð, frá Presley og áfram, verið umvafin öðrum þáttum sem skipta oft sköp- um (ímynd o.s.frv.) verðum við um leið að passa að hún verði ekki gjörsamlega fótum troðin af þeim. Þannig að, já, tökum hljómsveitina Reykjavíkurdætur aðeins út fyrir sviga. Hvað er þetta? Rapp, hipp- hopp sannarlega, margar raddir og ólíkar, sumar flottar og aðrar ekki „Svo ógeðslega nett ...“ Beittar Hver er hræddur við Reykjavíkurdætur? eins flottar. Eitt það besta í allri þessari umræðu eru umkvartanir um að Dæturnar séu lélegar, kunni ekki að rappa o.s.frv. Snilld, því að með því feta þær í fótspor mektar- sveita og byltingaraðila eins og Sex Pistols, Nirvana, jafnvel Presleys sjálfs sem þótti bæði óheflaður og óvandaður. Gagnrýni á þessa vegu kemur alltaf frá þeim sem „vita“ hvernig á að gera hlutina og þekkja gott frá lélegu. Og eiga Dæturnar form- eða fagurfræðileg- an séns í aðra „lengra komna“ rappara? Í þessu samhengi skiptir það ekki nokkru einasta máli. Eins og við þekkjum var færni í öðru sæti hjá fyrstu pönksveitunum, málið var hvað þú gerðir frekar en hvað þú gast svo ég vísi í fræg um- mæli Einars Arnar. Og bestu og áhrifaríkustu síðpönkssveitirnar, tökum feminískt sterkar sveitir eins og Slits og Raincoats t.d., vissu ekki hvað sneri upp eða niður á gít- urum þegar þær byrjuðu. Dæt- urnar tala sjálfar um að þær séu með „illað flow“ og maður verður var við meðvitaða kaldhæðnina. Dæturnar starfa þá á athygl- isverðum umbrotatímum hvað tón- listarútgáfu varðar. Þær hafa nú verið að í tvö ár, eru stöðugt í um- ræðunni en engin plata í efnislegu formi ennþá. Tónlistin liggur hins vegar á vefsíðum eins og Sound- cloud, Youtube og Spotify og Dæt- urnar nýta sér þessa miðla af kost- gæfni. Eftir tuttugu ár verða tónlistarupptökur meira og minna inni á netinu og þetta er tímanna tákn. Ein besta plata síðasta árs, Love Hurts með Sturlu Atlas, er t.d. „ekki til“ og er það ekki eins- dæmi. Skot í fótinn En ég er svona hálfpartinn að skjóta mig í fótinn með því að ætla að taka tónlist þessarar tilteknu sveitar sérstaklega fyrir og ein- angra því að Dæturnar eru einmitt afar skýrt dæmi um dægurtónlist sem er margbrotinn pakki. Það er ekki einsýnt hvernig á að pinna þetta niður; þetta er listhópur, hreyfing, hljómsveit og blanda af þessu öllu. Meðlimafjöldi er á reiki og unnið er með mismunandi miðla. Það má líka alveg segja að hinn pólitíski tilgangur helgi dálítið músíkmeðalið. Að því leytinu til hafa Dæturnar staðið sig með mik- illi prýði og kynjapólitísk barátta þeirra hefur verið áhrifarík og sannarlega vakið athygli. Hlut- verkum er snúið við, stungið er á kýlum, rótgrónir hlutir settir í spánnýtt samhengi. Ef þú ert ekki fyrir einhverjum ertu ekki að gera mikið af viti og Dæturnar rekast á alla þessa fyrirsjáanlegu veggi sem bíða þeirra sem hrista upp í hlut- unum. Það er óhjákvæmilegt og ég dáist að einurðinni. Læt þetta duga en bendi að lokum á grein Önnu Marsibil Clausen á mbl.is, „Ekki þínar Dætur“, sem fer dýpra í kynja- og menningarpólitíkina en hér er gert. En ef það er einhver sem stendur með pálmann í hönd- unum eftir allt þetta fár þá eru það Reykjavíkurdætur. Djöfull er það „illað“! » Að því leytinu tilhafa Dæturnar stað- ið sig með mikilli prýði og kynjapólitísk barátta þeirra hefur verið áhrifarík og sannarlega vakið athygli. Reykjavíkurdætur gerðu allt vitlaust í þætti Gísla Marteins, sitt sýndist hverjum og samfélagsmiðlar fóru á hliðina með glans. Dæturnar hafa nú verið starfandi í rúm tvö ár og m.a. beitt sér fyrir hress- andi kynjapólitík í gegnum margvíslega miðla eins og lög, myndbönd, ljósmyndir og sviðsframkomu. Morgunblaðið/Eggert Norska hljómsveitin Band of Gold hlaut í fyrradag Norrænu tónlist- arverðlaunin fyrir bestu norrænu plötu ársins 2015. Tilkynnt var um verðlaunin á tónlistarhátíðinni By:- Larm í Ósló. Verðlaunin hlýtur hljómsveitin fyrir plötu sína sam- nefnda sveitinni. Meðal þeirra 12 platna sem tilnefndar voru til verð- launanna voru Vulnicura eftir Björk og 27 eftir Teit Magnússon. Í úrskurði dómnefndar segir að platan, sem er sú fyrsta sem hljóm- sveitin sendir frá sér, hafi verið sú besta að samdóma áliti dómnefnd- armanna. Á henni megi finna heillandi blöndu ýmissa stíla og hún byggist í grunninn á klassísku popp- rokki, allt frá Abba til Fleetwood Mac. Lagaútsetningar séu heillandi, lagasmíðarnar frábærar sem og hljóðfæraleikur. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2010 og hlaut Jónsi þau fyrstur fyrir plötuna Go. Verð- launafé er 30.000 norskar krónur. Band of Gold er fyrsta norska platan sem hlýtur verðlaunin. Ljósmynd/Anthony Huus Tvíeyki Band of Gold skipa Nina Elisabeth Mortvedt og Nikolai Hængsle. Band of Gold hlaut Nor- rænu tónlistarverðlaunin Brynhildur Krist- insdóttir opnar sýninguna Ég læt til leiðast í Komp- unni í Alþýðuhús- inu á Siglufirði í dag kl. 15. Brynhildur sýnir skúlptúra og myndverk og eru verkin flest mótuð úr pappa- massa og álpappír og fjalla um tján- ingu mannsins, hvernig hugmyndir hlutgerast og orð falla í stafi. Bryn- hildur hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Ég læt til leiðast í Kompunni Hluti eins af verk- um Brynhildar. Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík BROTHERS GRIMSBY 1:50, 6, 8, 10 TRIPLE 9 10 FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8 ZOOTROPOLIS 2D 2, 3:40, 5 ÍSL.TAL ZOOTROPOLIS 2D 5:55 ENS.TAL DEADPOOL 8, 10:20 ALVIN OG ÍKORNARNIR 1:40, 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:40 TILBOÐ KL 1:50 -T.V., Bíóvefurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.