Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 56

Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 56
LAUGARDAGUR 5. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vann 48,7 milljónir eftir borgarferð 2. Baunadós sprakk framan í Ásdísi 3. Heimir Örn boðar forsetaframboð 4. Veiðiréttur ekki á sumarbústað  Finnski tónlistarmaðurinn Jaakko Eino Kalevi heldur tónleika á Loft hosteli í Bankastræti í kvöld kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Gjörninga- pönktvíeykið Panos from Komodo hitar upp. Kalevi hélt síðast tónleika hér á landi á Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni og voru þeir taldir einn af hápunktum hátíðarinnar. Stuttu síðar gaf hann út breiðskífu á vegum eins virtasta plötufyrirtækis heims, Domino Records. Hún vakti mikla athygli og hlaut mikið lof gagn- rýnenda og þá m.a. í Pitchfork. Kalevi hefur verið í tónleikaferð um Evrópu og ákvað að koma við á Íslandi. Á tón- leikunum í kvöld kemur Kalevi fram með Magnúsi Tryggvasyni úr hljóm- sveitinni Moses Hightower og Tuma Árnasyni úr Grísalappalísu. Tónlist Kalevi er lýst sem silkimjúku hljóð- gervlapoppi með dökku ívafi og hefur verið líkt við tónlist Ariel Pink, Ca- ribou og Arthur Russel. Kalevi heldur tón- leika á Loft hosteli FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustanátt síðdegis, fyrst suðvestantil. Suðaustan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi í kvöld en rigning við ströndina. Á sunnudag Vestan 8-13 m/s, él og vægt frost. Suðlægari og slydda eða rigning suð- austanlands en úrkomulítið norðan- og norðaustantil. Á mánudag Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, en áfram úrkomulítið norðan- og norð- austanlands. Hýnandi um allt land og víða frostlaust um kvöldið. „Það vita allir hérna í Eyjum hvað hann getur. Að mínu mati er hann besti sóknarmaður í deildinni og langbesta hægri skyttan í deildinni. Agnar er alla vega okkar lykilleik- maður,“ segir leikmaður ÍBV um Agnar Smára Jónsson, örvhenta skyttu í handknattleiksliði Eyja- manna, sem er leikmaður umferð- arinnar hjá Morgunblaðinu. »2 Langbesta hægri skyttan í deildinni Haukar hafa ákveðið að stokka upp í þjálfarateymi kvennaliðs félags í körfu- knattleik. Um leið var sam- þykkt að segja útlenda leik- manni kvennaliðs, Chelsie Alexa Schweers, upp störf- um. Ingvari Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni sem voru þjálfarar liðsins var sagt upp á miðvikudag. Ingvar var endurráð- inn í gærmorgun. »1 Hrókeringar hjá kvennaliði Hauka Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er á morgun og þá verður kvöldmessa með stjörnustríðsþema í Hjalla- kirkju í Kópavogi. Öll tónlist verður úr Star Wars-myndunum og fluttar verða stuttar hugleiðingar sem allar tengjast stefjum úr myndunum. Sigfús Kristjánsson, sókn- arprestur í Hjallakirkju, segir að sú hefð hafi skapast í Hjallakirkju að bregða út af vananum á æskulýðs- degi kirkjunnar. „Ég er Star Wars- nörd og Guðný Einarsdóttir org- anisti, sem er það ekki, er hins vegar mjög hrifin af John Williams, tón- skáldinu á bak við alla tónlistina í Star Wars-myndunum. Okkur lang- aði til þess að gera eitthvað með tón- listina, maður Guðnýjar er í Brass- bandi Reykjavíkur, hann hreifst af hugmyndinni, bar hana undir félaga sína í bandinu og þeir vildu vera með. Því verður 25 manna blás- arahljómsveit með okkur auk kórs- ins og þau munu meðal annars spreyta sig á Duel of the Fates, einu þekktasta Star Wars-laginu eftir John Williams.“ Fjórar stuttar hugleiðingar Í hugleiðingunum, sem allar verða stuttar, ætlar Sigfús að bera saman stef í myndunum og Biblíunni. Hann byrjar á því að fjalla um baráttu góðs og ills, stóra þemað í gegnum allar Star Wars-myndirnar, og seg- ist taka dæmi úr sköpunarsögunni og frá Maríu og Jósef. „Ég ætla að tala um að það þurfi að taka bestu ákvörðunina en ekki þá auðveld- ustu,“ segir hann og vísar í sam- anburð á Han Solo, Hans Óla á ís- lensku, og Jósef. Í hugleiðingu um óttann tekur Sigfús fyrir Anakin sem verður Svarthöfði. „Ferli sem er svolítið stýrt af ótta,“ útskýrir hann og bendir á hliðstæðu þegar Pétur af- neitar Jesú þrisvar. Í hugleiðingu um kærleikann ber Sigfús saman Svarthöfða og tollheimtumann, sem Jesú mætir í Biblíunni. Í síðustu hugleiðingunni leggur Sigfús út frá Davíðssálmum númer átta og 90. „Þeir fjalla um að okkur sé ætlað stórt hlutverk þó að við séum lítil,“ segir hann og bætir við að hann ætli að benda á litla karakt- era í Star Wars-myndunum sem þó breyta gangi mála. „Ég vona að það komi eitthvað skemmtilegt út úr þessu,“ segir Sig- fús, en guðsþjónustan hefst klukkan 20. Í lokin munu prestarnir Sigfús Kristjánsson og Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir, ásamt Toshiki Toma, presti innflytjenda, og Ólafi Jóni Magnússyni fermingarfræðara flytja bæn og blessun. Stjörnustríð í Hjallakirkju  Tengir stef úr Star Wars við stef í Biblíunni Morgunblaðið/Golli Hjallakirkja Guðný Einarsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sigfús Kristjánsson verða í eldlínunni. Sjöunda myndin The Force Awakens var frumsýnd ekki alls fyrir löngu.  Systurnar og sópransöngkon- urnar Erla Björg og Rannveig Kára- dætur koma fram á tónleikum í safnaðarheimilinu í Vídalínskirkju í Garðabæ á morg- un kl. 17 með Hrönn Þráinsdóttur pí- anóleikara. Þær munu töfra fram yf- irnáttúrulegar verur á borð við álfa, tröll, skrímsli, sírenur og drauga með seiðandi tónum við kertaljós í eins- konar baðstofustemningu, eins og segir í tilkynningu. Flutt verða verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Jórunni Við- ar, Clöru, Róbert Schumann o.fl. Töfra fram yfirnátt- úrulegar verur Ísland vann glæsilegan sigur á Dan- mörku, 4:1, í Algarve-bikar kvenna í knattspyrnu í gær og liðið stendur nú vel að vígi í efsta sætinu í sínum riðli. Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. „Nú vitum við hvað þarf að gera gegn mjög sterku liði Kanada á mánudag- inn,“ segir Freyr Alex- andersson landsliðs- þjálfari. »1, 3 Glæsilegur sigur gegn Dönum á Algarve

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.