Fréttablaðið - 10.01.2017, Síða 10
ALLT FYRIR
HEIMILIÐ
Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði
sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina
má flest allt um ástand bílsins og gæði.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
náttúra Ítalski ævintýramaðurinn
Alex Bellini hyggst vorið 2018 taka
sér bólfestu í björgunarhylki sem
verður komið fyrir í rekís úr jöklum
Grænlands – en áður en til þess
kemur ætlar hann í þessum mánuði
að ganga einn síns liðs yfir Vatna
jökul á skíðum.
Alex verður gestur Orkustofn
unar á fimmtudaginn þar sem hann
heldur erindi á málstofu um áhrif
loftlagsbreytinga á jökla, en hann
er væntanlegur til landsins til undir
búnings fyrir ferð sína yfir jökulinn.
Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri
og staðgengill orkumálastjóra, segir
tilgang ferðarinnar vera að vekja
mannkyn til umhugsunar um áhrif
loftlagsbreytinga og bráðnun jökla.
Björgunarhylkið, sem er mikil völ
undarsmíð, er hannað til að standa
af sér náttúruhamfarir og þá sér
staklega flóðbylgjur. Alex stefnir
á að halda á Vatnajökul 20. janúar
en verður við æfingar í Landsveit
fram til þess tíma, en „helsta aðferð
hans við undirbúninginn er að draga
tvö jeppadekk á eftir sér í snjóleys
inu,“ segir Jónas.
Alex þessi hefur vakið alþjóðlega
athygli fyrir ævintýralegar tilraunir
sínar, og ekki síst þegar hann gerði
tilraun til að róa á sérstaklega útbún
um kajak frá Perú til Ástralíu – eða
Ætlar yfir Vatnajökul og verja ári á rekís
Bandaríkin Öldungadeild Banda
ríkjaþings ætlar að hefjast handa
í dag við að yfirheyra væntanlega
ráðherra í ríkisstjórn Donalds
Trump.
Repúblikanar hafa lagt mikla
áherslu á að hraða yfirheyrslunum,
enda þótt siðaskrifstofa þingsins og
margir Demókratar leggi áherslu á
að fyrst verði þeir að leggja fram
hagsmunaskrá sína, eins og reglur
kveða á um.
Til stendur að byrja á John F. Kelly
sem á að verða heimavarnaráðherra
og Jeff Sessions sem Trump ætlar að
gera að varnarmálaráðherra.
Sessions verður vafalítið spurður
út í ummæli sín frá fyrri tíð, sem
þóttu bera svo sterkan kem af kyn
þáttafordómum að árið 1986 þótti
hann óhæfur til að gegna embætti
dómara.
Einna alræmdust urðu þar
ummæli frá árinu 1983 þegar hann
vann að rannsókn á morði Ku Klux
Klan manna á þeldökkum unglings
pilti. Sessions sagðist þá hafa borið
virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux
Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög
þegar hann frétti að morðingjarnir
hefðu verið að reykja hass.
Á morgun verður svo haldið
áfram að yfirheyra ráðherraefnin,
meðal annars Rex W. Tillerson sem
Trump vill að verði utanríkisráð
herra ríkisstjórnar sinnar.
Fastlega er búist við að Tillerson,
sem hefur stjórnað olíufyrirtækinu
Exxon Mobil, verði spurður ítarlega
út í býsna náin tengsl sín við rúss
neska ráðamenn, þar á meðal Vlad
imír Pútín forseta.
Pútín hefur ekki farið dult með
ánægju sína með að Trump verði
forseti Bandaríkjanna.
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns,
sagðist hins vegar í gær vera búinn
að fá meira en nóg af ásökunum um
að Pútín hafi fengið leyniþjónustu
menn sína til þess að brjótast inn
í tölvur bandaríska Demókrata
flokksins til að hafa áhrif á forseta
kosningarnar þar í nóvember.
Peskov sagði ásakanirnar vera
ófagmannlegar og minna sig helst á
nornaveiðar.
Trump hefur sjálfur sagt umræð
una um tengsl sín við Rússa vera
nornaveiðar, en á sunnudaginn
fullyrti Reince Priebus, væntanlegur
starfsmannastjóri Hvíta hússins, að
Trump hafi alls ekki neitað því að
Rússar standi á bak við innbrotin í
tölvukerfi Demókrata. Rússar hafi
hins vegar stundað slík afskipti
árum saman. Það hafi auk þess ekki
haft nein bein áhrif á kosninga
úrslitin. gudsteinn@frettabladid.is
Væntanlegir ráðherrar
spurðir spjörunum úr
Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds
Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og
utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn.
Alex mun halda erindi á málstofu Orkustofnunar á fimmtudag sem er ein af
nokkrum sem haldnar verða í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar.
18.000 kílómetra leið yfir Kyrrahafið.
Þá var hann 295 daga í hafi áður en
hann örmagnaðist, örstuttu áður en
hann náði takmarki sínu. Þá hefur
hann hlaupið þvert yfir Bandaríkin,
einn síns liðs.
Jónas segir komu ævintýramanns
ins til landsins viðeigandi, því ef
miðað er við Parísarsamkomulagið
þá er því spáð að Ísland verði jökul
laust á næstu 150200 árum. Nokkrir
jöklar munu líklegast hverfa fyrr
eins og Snæfellsjökull en búist er
við því að hann hverfi á þessari öld
Donald Trump tekur í höndina á Jeff Sessions, sem á að verða dómsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna.
NOrDicphOTOS/AFp
og jafnvel innan nokkurra áratuga.
„Hvaða efnahags og samfélags
legu áhrif verða fyrir ísþjóðina að hér
sé enginn jökull skal ósagt látið. Þetta
ætti að vekja fólk til umhugsunar um
hvað það geti lagt af mörkum til að
draga úr hlýnun jarðar. Fari hlýnun
umfram Parísarsamkomulagið geta
afleiðingarnar orðið allt aðrar sem
erfitt er að spá fyrir um,“ segir Jónas
og bætir við að jafnvel geti það gert
Ísland óbyggilegt ef veðurkerfi jarð
arinnar breytast verulega.
svavar@frettabladid.is
Samfélag Tollayfirvöld munu
verða með sérstaka athugun á
farþegum sem koma frá Svíþjóð
næstu misserin en búast má við
smyglbylgju af sænsku neftóbaki
til landsins í kjölfar 60 prósenta
hækkunar á íslensku neftóbaki.
Eftir hækkunina kostar ein neftób-
aksdós út úr búð í kringum 3.000
krónur.
Kári Gunnlaugsson yfirtollvörð-
ur segir að tollurinn sé alltaf með
virkt eftirlit gegn smygli á sænsku
munntóbaki og oft taki þeir dósir
af farþegum. „Það er eins með tób-
akið og annað, þegar verðið fer upp
þá fer fólk að kíkja í kringum sig.
Þetta er eitthvað sem er á okkar
borðum og það er virk athugun í
gangi. Hvernig hún er get ég að
sjálfsögðu ekki gefið upp.“
Kári segir að tollurinn leggi
yfirleitt hald á frekar smáar send-
ingar til landsins sem séu faldar í
töskum farþega. Yfirleitt séu það
10-30 dósir. „Við höfum ekki náð
miklu af stórum sendingum. Þær
koma yfirleitt í gegnum skipin.“
Ólafur William Hand, upplýs-
ingafulltrúi Eimskips, segir að
starfsmenn félagsins lúti lögum
landsins og smygl sé ólöglegt.
Verði starfsmaður uppvís að slíku
sé honum sagt upp. Slíkt hafi gerst
áður og vinni Eimskip náið með
tollayfirvöldum. – bb
Reikna með meira smygli
á sænsku munntóbaki
Kári Gunnlaugsson
yfirtollvörður
Um 32 tonn enduðu undir vörinni
hjá ungum karlmönnum á síðasta ári.
FréTTABlAðið/GVA
SimBaBVE Fjórði hver sjúklingur
innan heilbrigðiskerfisins í Simb
abve í Afríku glímir við andleg
veikindi. Íbúarnir í landinu er 15
milljónir en þar starfa aðeins tíu
geðlæknar og fimmtán sálfræðingar.
Ákveðið var að bjóða sjúklingum
að setjast á bekk fyrir utan heilsu
gæslustöð til að ræða þar um vanda
mál sín við konur, sem eru þjálfaðar
í samtölum og kallaðar ömmur.
Jafnstór hópur fékk hefðbundna
meðferð en alls voru sjúklingarnir,
sem flestir voru konur, 573 frá 24
stöðvum.
Eftir hálft ár voru sjúklingarnir
sem settust á samtalsbekk, svokall
aðan vináttubekk, með miklu færri
einkenni en þeir sem fengu hefð
bundna meðferð. Nær 30 þúsund
hafa nú notið góðs af bekkjunum.
Forskning.no greinir frá. – ibs
Síður þunglynd á vináttubekk
20. janúar tekur Donald
Trump formlega við forseta-
embætti Bandaríkjanna af
Barack Obama.
1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r i Ð j U d a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
1
0
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
E
5
-7
7
8
8
1
B
E
5
-7
6
4
C
1
B
E
5
-7
5
1
0
1
B
E
5
-7
3
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K