Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Á hverju kvöldi nema laugardaga aka þrír sjálf-boðaliðar Rauða krossins í Reykjavík um götur höfuðborgarsvæðisins og bjóða upp á lífsbjarg- andi heilbrigðisþjónustu. Í hverri ferð er að minnsta kosti einn sjálfboðaliðinn heilbrigðismenntaður – yfir- leitt hjúkrunarfræðingur eða læknir. Allir sem vilja fá aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu og almenna heilsufarsráðgjöf. Með því næst til fólks sem veigrar sér við að leita til heilsugæslunnar eða á spítala. Fólk sem sprautar vímuefnum í æð fær hreinar nálar og sprautur. Þetta kemur í veg fyrir smit. Það fær líka box undir óhreinar nálar, sem leiðir til þess að minna er um sprautubúnað á víðavangi. Margir þeirra sem leita til okkar eru illa nærðir. Í bíl Rauða krossins – sem við köllum frú Ragnheiði til heiðurs Ragnheiði Guðmundsdóttur, fyrrverandi for- manni Reykjavíkurdeildar – eru því orkustangir, safar og önnur næring. Stuðningur Rauða krossins við jaðarsett fólk er veittur í anda skaðaminnkunar, sem er hugmyndafræði sem byggir á virðingu og fordómaleysi. Stöðugt fleiri sækja í þennan stuðning; heimsóknir þrefölduðust á síðasta ári miðað við árið á undan. Fjölgun skjólstæðinga er ekki vegna þess að hópur- inn hafi stækkað heldur vegna þess að traust þeirra til okkar hefur aukist. Grundvöllur trausts í garð okkar sjálfboðaliða er vilji þeirra til að hjálpa án þess um leið að dæma eða beita þrýstingi. Á næstunni viljum við efla þetta verkefni. Áður en árið er liðið ætlum við að fjölga sjálfboðaliðum og veita þjónustuna sjö daga vikunnar. Við ætlum að vinna með yfirvöldum til þess að geta skimað fyrir HIV og lifrarbólgu C, meðhöndlað sýkingar með því að veita sýklalyf, geta brugðist við bráðatil- fellum og boðið konum upp á getnaðarvarnir. Eins og svo margt í starfi Rauða krossins byggir starfið á þeirri sannfæringu að ná þurfi til þeirra sem af ein- hverjum ástæðum fá ekki eða geta ekki nýtt sér opin- bera þjónustu. Við finnum fyrir miklum stuðningi við skaðaminnkunarstarf okkar hjá hinu opinbera, sérstak- lega í heilbrigðisráðuneytinu. Það hvetur okkur áfram. Minnkum skaðann Fjölgun skjólstæð- inga er ekki vegna þess að hópurinn hafi stækkað heldur vegna þess að traust þeirra til okkar hefur aukist. Þórir Guðmundsson forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík Ef dýrin mættu velja Byrjunarörðugleikar Það er óhætt að segja að það hrikti í upphafi stjórnarsamstarfs ACD ríkisstjórnarinnar. Ekki er búið að ljúka við myndun stjórnarinnar þegar Píratar eru farnir að hóta van- trauststillögu og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG, hefur sent bréf til umboðsmanns Alþingis til að fá úr því skorið hvort Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hafi brotið siðareglur ráðherra. Bjarni er sakaður um að hafa setið á skýrslu um aflandseignir. Í ljósi þessa kann einhver að spyrja hvort hin nýja stjórn sé andvana fædd Alvöruvæntingastjórnun Hins vegar hefur líka heyrst, meira í gamni en alvöru, að tilvonandi ríkisstjórn sé að setja met í væntingastjórnun. Með stjórn sem mynduð er á meðan pólitískur stormur geisar og fyrir tilstuðlan þingmanna, sem veita stuðning sinn einungis á for- sendu þess að ekki sé annað og betra í boði, búist enginn við öðru en að stjórnin starfi í fáeinar vikur áður en allt springur og boðað verður til nýrra kosninga. Afrekið yrði þá þeim mun meira ef stjórnin myndi sitja út heilt kjörtímabil. jonhakon@frettabladid.is Sönnunar- gögn um beint orsaka- samband sykurs og offitu hrann- ast upp. Þegar bent er á skaðsemi sykurs í fjölmiðl-um þá rísa gosdrykkjaframleiðendur upp á afturfæturna. Þeir setja sig í sóknarstell-ingar og baráttan fyrir þeirra hagsmunum fer í annan gír. Svona til að tryggja að þjóðin haldi nú alveg örugglega áfram að drekka sig í spik. Því þá græða þeir áfram peninga. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum að viðbættur sykur sé helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bandaríski læknirinn Robert H. Lustig, sem er sérfræðingur í offitu barna og prófessor við læknadeild University of California, heldur því fram að viðbættur sykur sé eitur (e. poison) í ljósi þess hvernig líkaminn brýtur efnið niður. Víða um heim er kerfisbundið unnið að áætlunum til að draga úr sykurneyslu í þágu lýðheilsu og til að draga úr offitu. Þegar fjallað er um skaðsemi sykurs og sykraðra gos- drykkja setja stjórnendur íslenskra gosdrykkjafram- leiðenda sig í samband við þrýstihóp sinn sem hér á landi er félagsskapur sem heitir Samtök iðnaðarins. Stjórnandi þessara samtaka er vel meinandi og góður maður. Það breytir því ekki að hans starf er að standa vörð um hagsmuni þeirra sem fjármagna þrýstihóp- inn. Hann birti grein í þessu blaði undir fyrirsögninni: „Gosið er ekki sökudólgurinn.“ Þar segir hann að allir gosdrykkir hafi verið lagðir að jöfnu í umfjöllun fjöl- miðla. Það er erfitt að glöggva sig á hvaða umfjöllun vísað er til. Þegar talað er um orsakatengsl milli offitu og gosdrykkja þá er verið að vísa til drykkja sem inni- halda viðbættan sykur, ekki sætuefni. Hér er verið að tala um Coke og Pepsi en ekki Coke Zero og Pepsi Max. Framkvæmdastjórinn nefnir í grein sinni að sykurneysla á Íslandi hafi minnkað um nær tíu kíló á mann á fimmtíu ára tímabili. „Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkams- þyngd,“ segir í greininni. Hann sleppir því hins vegar að minnast á að allur samdráttur á sykurneyslu átti sér stað á undanförnum áratug en ekki jafnt og þétt yfir tímabilið frá 1967. Minni sykurneysla á síðustu árum er til komin vegna aukinnar vitundar almennings um eigið heilsufar og skaðsemi sykurs. Ísland er samt eitt fárra vestrænna ríkja þar sem verð á gosdrykkjum hefur lækkað undanfarin ár. Neysla á sykruðu gosi er enn þá mun meiri hér en annars staðar á Norðurlönd- unum og hlutfall feitra er hæst á Íslandi af þessum ríkjum. Sönnunargögn um beint orsakasamband sykurs og offitu hrannast upp. Stendur einhver í þeirri trú að Norðmenn, Finnar, Bretar og fjöldi borga og fylkja vestan hafs hafi þegar innleitt eða vilji innleiða sykur- skatta að gamni sínu? Fyrirtæki sem selja sykraða gosdrykki hagnast á því að fólk skaði sjálft sig. Það er mikilvægt að lesendur hafi það hugfast næst þegar í fjölmiðlum birtist vörn fyrir sykrað gos sem er að drepa hluta íslensku þjóðar- innar úr offitu. Meira um gos 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E 5 -6 3 C 8 1 B E 5 -6 2 8 C 1 B E 5 -6 1 5 0 1 B E 5 -6 0 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.