Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Vera einarsdóttir vera@365.is www.apotekid.is AFSLÁTTUR Hjarta-Aspirín á 20% afslætti út janúar. Verð áður: 899 kr.Verð nú: 720 kr. 20% Lægra verð í Apótekinu HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 Námskeiðið var fyrst haldið haust- ið 2015. Þá var þeim sem lágu inni á Heilsustofnun NFLÍ boðin þátt- taka endurgjaldslaust í tilrauna- skyni. „Þessi aðferð við að létta byrðarnar og vinna úr erfiðum til- finningum orkaði nógu vel á þátt- takendur til þess að við héldum áfram. Það myndaðist magnaður andi í hópnum og við fengum frá- bær viðbrögð,“ segir Steinunn. Hún segir námskeiðið byggj- ast upp á textum sem hún og þátt- takendur velja og er byrjað á sorg og skuggum. Síðan biður hún um skrif á þeim nótum. Næst eru þau lesin upp og rædd. Svo er skipt um gír og er síðari hluti námskeiðsins á léttari nótum. Steinunn segir órjúfanlegan hluta af ferlinu að hlusta á níundu sinfóníu Beethovens kvöldið fyrir síðasta námskeiðsdag. „Ég lét mér detta það í hug að við hlustuðum saman á þetta frumlega og magn- aða tónverk, sem byrjar í drunga en brýst svo fram í óstöðvandi gleði eins og klakastífla hafi brost- ið. Við hlustum í striklotu í slök- unarstólum Auðarstofu, útafliggj- andi undir teppi með ljósin slökkt. Við það gerist eitthvað. Við sem höfum verið að opna hjörtun og fara yfir erfiðleika og sorg hlust- um á þetta saman og úr verður eitthvað sem hjálpar til heilunar, vil ég leyfa mér að segja.“ UppbyggingaraFl En hvernig kviknaði hugmynd- in upphaflega? „Mér var boðið að vera staðarrithöfundur við Há- skólann í Strassborg. Í því fólst að halda opinbera fyrirlestra og að kenna skapandi skrif. Það mynd- aðist ótrúlegt uppbyggingarafl í nemendahópnum, þar sem hver studdi annan og þeir feimnustu blómstruðu. Í kjölfarið lét ég mér detta í hug hvort það væri hægt að nota skrif með kerfisbundnum hætti til þess að byggja upp fólk sem hefði átt erfitt,“ segir Stein- unn og bendir á að fæstir fari reyndar í gegnum lífið án þess að reyna erfiðleika þó þyngslin sem þeim fylgi séu mismikil. Á sjÁlF þUnga líFsreynslU „Sjálf hefði ég aldrei látið mér detta í hug að halda námskeið á þessum nótum ef ég hefði bara skapandi skriF til úrvinnslU erFiðra tilFinninga Rithöfundurinn steinunn sigurðardóttir heldur námskeið í skapandi skrifum á Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði dagana 27.-29. janúar. Námskeiðið er ætlað til uppbyggingar og til úrvinnslu erfiðra tilfinninga. setið inni á minni tilraunastofu og fjallað um fólk í skáldsögum, sem er erfiði og þunga hlaðið. Mín eigin lífsreynsla er nógu þung og hefur tekið stóran toll bæði andlega og líkamlega þó ég hafi sloppið við klínískt þunglyndi. Ég hef sjálf þurft að takast á við langvarandi hremmingar og sársauka. Ann- ars myndi mér ekki detta í hug að reyna að forma svona námskeið.“ Þar fyrir utan segir Steinunn Heilsustofnun NFLÍ kjörstað fyrir svona uppbyggingarnámskeið og að án hennar hefði það líklega aldrei orðið til. „Þetta er einstak- ur staður sem hefur verið byggð- ur upp af hugsjón, mannkærleika og stakri útsjónarsemi í marga áratugi. Íslendingshjartað mitt er rótstolt af þessari stofnun og ég er hrærð yfir að njóta trausts og sam- starfs þess afburðarfólks sem þar starfar.“ Námskeiðið er að sögn Stein- unnar opið öllum. „Konur höfðu frá upphafi meiri áhuga en karlar og hingað til hafa eingöngu konur tekið þátt.“ Að sögn Steinunnar þurfa þátttakendur alls ekki að hafa sérstakan áhuga á skrifum og sannarlega ekki próf í ritsnilld. „Við erum einungis að nota skrif- lega tjáningu, í bland við munn- lega, til að vinna með og vinna úr erfiðum tilfinningum. Finna til léttis Af ummælum þátttakenda að dæma hafa þeir fundið til mikils léttis við að sækja námskeiðið og sáu möguleika í því að nota skrifin áfram í þeim tilgangi að létta á sér. „Ég get ekki dæmt um hver lang- tímaáhrifin hafa verið en trúi því að þátttakan hafi verið bæði gef- andi og sérstök.“ Gert er ráð fyrir tólf þátttak- endum á hverju námskeiði og vonast Steinunn til að fá tæki- færi til að þróa það áfram og að það haldi áfram að rata til sinna. Steinunn býr og starfar sem fyrr segir í Strassborg en kemur heim til að halda námskeiðin. Hún hefur auk þess haldið áfram með ritmennsku námskeiðin ytra við góðan orðs tír. Með vindinn í Fangið Steinunn gaf út tvær bækur fyrir jól; Heiðu – fjalldalabónda og ljóða- bókina Af ljóði ertu komin. Hún segir vinnuna í kringum Heiðu hafa verið ævintýri. „Sérstaklega vegna þess að það bað mig eng- inn að skrifa þessa bók. Ég þurfti að greiða það ansi dýru verða á vinnslutímanum. Menn sáu ekki metsöluefni í henni og ég vann hana með vindinn í fangið. En Heiða stækkaði með hverju sam- tali og ég naut gestrisni hennar og Helgu mömmu hennar þegar ég settist upp á Ljótarstöðum og gerði mitt besta til að éta þær út á gaddinn.“ Steinunn segir samstarfið við Heiðu hafa verið afburðagott. „Ekki bara vegna þess hvað hún er stórkostlegt efni og snjöll að finna lausnir heldur líka vegna þess að við skildum hvor aðra, eða því vil ég leyfa mér að halda fram, án þess að hafa borið það undir Heiðu.“ Steinunn segir að komið hafi á daginn að rífandi áhugi var á bókinni og er hún númer sjö á metsölulista 2016. Á kaFi í ljóðinU Innt eftir því hvaða bók sé nú í smíðum segir hún það enn vera leyndarmál. „Það er þó ekkert leyndarmál að ég er alltaf á kafi í ljóðinu.“ steinunn segir skrifin hafa reynst uppbyggjandi fyrir þátttakendur. 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E 5 -9 A 1 8 1 B E 5 -9 8 D C 1 B E 5 -9 7 A 0 1 B E 5 -9 6 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.