Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 17
fólk kynningarblað 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r Að kúkA á hverjum degi „Það ætti í raun að vera jafn eðli- legt að hafa hægðir daglega eins og að borða,“ segir Hrönn Hjálm- arsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Art asan. „Meltingarfærin okkar eru undirstaða góðrar heilsu og það er til mikils að vinna að hafa þau alltaf í toppstandi. Þau sjá um að brjóta niður fæðuna þannig að líkaminn getur tekið upp næring- arefnin. Því, sem hann nýtir ekki, skilar hann frá sér í formi hægða. Það er aðeins mismunandi hversu oft við þurfum að hafa hægðir en eðlilegt þykir að hægðirnar séu mjúkar og að við losum þær einu sinni til tvisvar á dag. Hjá sumum gerist það aðeins sjaldn- ar en þrisvar til fjórum sinnum í viku ætti að vera algjört lágmark,“ segir Hrönn. hægðAtregðA Algeng Harðlífi og hægðatregða er að sögn Hrannar því miður afar al- gengt vandamál. Hún segir sífellt fleiri þjást vegna þess, bæði börn og fullorðna. „Lausnin ætti þó ekki að felast í því að nota efni sem framkalla niðurgang nema nauðsyn krefji. Það er alls ekki í lagi að geta ekki kúkað í marga daga, né að hægðalosun valdi sárs- auka eða kosti áreynslu. Of tíðar klósettferðir eru heldur ekki af hinu góða en í báðum tilfellum þarf að finna lausn á vand- anum. Lausnin felst þó ekki í einhverju einu ákveðnu heldur er margt sem þarf að huga að, bæði mataræði, inntaka lyfja, lífsstíll, inn- taka á mjólkursýru- gerlum og stundum meltingarensímum.“ ensím og gerlAr Ástæður þess að meltingin fer í ólag geta að sögn Hrannar verið marg- víslegar. „Það kemur fyrir að okkur vantar meltingarensím en laktósaóþol er einmitt dæmi um slíkt. Röskun á þarmaflóru má þó í flestum tilfellum rekja til lélegs mataræðis; of mikils af unnum matvælum, sykurneyslu og allt of lítils af trefjum. Sýklalyf og ýmis önnur lyf eins og svefnlyf og þunglyndislyf hafa sömuleið- is mjög slæm áhrif á þarmana. Mikil koffín- og áfengisneysla er líka slæm sem og streita og óregla í svefni.“ skortur á meltingArensímum Matur fer misvel í fólk. Ákveðin matvæli eða samsetning matar getur að sögn Hrannar valdið ónotum og uppþembu og gæti or- sökin hugsanlega verið skortur á meltingarensímum. „Þá náum við ekki að brjóta niður ákveðna fæðu nógu vel sem getur skap- að hin ýmsu meltingarvandamál. Ýmis heilsufarsleg vandamál geta tengst skorti á meltingarensímum og eru vindverkir, uppþemba, ónot og ógleði algengust. Bólur, exem, höfuðverkur og liðverkir eru einn- ig þekkt. Meltingarensím eins og Digestive Enzyme Complex er hægt að taka inn með mat en þau hjálpa til við niðurbrot á fæðu í maganum.“ Öflug þArmAflórA Ef þarmaflóran er ekki í jafnvægi hefur það gríðarleg áhrif á heilsu- farið en ónæmiskerfið er að mestu leyti staðsett í þörmunum. Hrönn segir það geta tekið langan tíma að byggja upp öfluga þarma- flóru. „Ef hún hefur verið lengi í ójafnvægi þarf að huga sérstaklega að því að taka inn öfluga mjólkursýrugerla því hollur matur er kannski ekki nóg.“ hægðir segjA til um heilsunA Þar sem allir þurfa að hafa hægð- ir frá vöggu til grafar þá ætti um- ræðan um hægðir að mati Hrann- ar ekki að vera eins mikið feimn- ismál og raunin er. „Það er mjög mikilvægt að hafa heilbrigðar hægðir á öllum æviskeiðum. Við ættum öll að gera okkur far um að huga vel að þessum málum, skoða hvernig þær líta út og keppa að því að geta losað daglega.“ Hrönn segir heilbrigðar hægð- ir forsendu þess að þarmaflóran sé í jafnvægi. „Heilbrigð þarma- flóra er undirstaða heilsunnar og hún ver okkur líka gegn óæskileg- um örverum og hefur margs konar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu.“ heilbrigðAr hægðir frá heilbrigðum líkAmA Eðlilegar hægðir eru mjúkar og hægt að losa þær án nokkurrar áreynslu. „Ef svo er ekki er lík- legt að það vanti trefjar í fæðuna en trefjar fáum við í grófu korni, baun- um, grænmeti og ávöxtum. Við melt- um ekki trefjarnar en þær drekka í sig vökva og því þarf alltaf að huga vel að því að drekka nóg af vatni. Trefjarnar gera hægðirnar mjúkar, tryggja að þær fari hratt gegnum ristilinn og auðvelda losun.“ Sölustaðir: Flest apótek, heilsu- búðir og heilsuhillur verslana. hvernig voru hægðirnAr í dAg? Artasan kynnir Mjólkursýrugerlar og meltingarensím eru okkur lífsnauðsynleg. Prógastró DSS®-1 er öflugur asídófílus sem margfaldar sig í smáþörmunum og byggir upp þarmaflóruna og Digestive Enzyme Complex eru meltingarensím sem auðvelda niðurbrot á mat og draga úr líkum á uppþembu og óþægindum. Harðlífi og hægðatregða er að sögn Hrannar því miður afar algengt vandamál. Hrönn Hjálmarsdóttir hægðir segjA til um heilbrigði svarið býr í náttúrunni LAUGAVEGI LÁGMÚLA KRINGLUNNI SMÁRATORGI SELFOSSI AKUREYRI NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS Ertu í Djúpum skít? Opinn fyrirlestur og allir velkomnir! Hvað getum við gert til að hafa þarmaflóruna í jafnvægi? - Meltingin og mikilvægi hennar. -Fyrirlestrarsalur, 1.hæð. - Þarmaflóran, næring og jafnvægið í lífinu. 12. janúar kl. 20:00 World Class, Laugar. - Fyrirlesari: Hrönn Hjálmarsdóttir Aðgangur ókeypis! 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E 5 -9 5 2 8 1 B E 5 -9 3 E C 1 B E 5 -9 2 B 0 1 B E 5 -9 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.