Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 30
522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Æ algengara virðist að stórir bílafram- leiðendur sniðgangi stærstu bíla- sýningar heimsins. Franski bílafram- leiðandinn Peugeot hefur nú tilkynnt að fyrirtækið ætli ekki að sýna bíla sína á komandi bílasýningu í Frank- furt á næsta ári. Það gerir Peugeot vegna þess að fyrirtækið vill leggja meiri fjármuni í markaðssetningu á netinu og með því þurfi að spara í öðrum markaðskostnaði, þar á meðal þátttöku á bílasýningum. Hjá Peugeot hefur markaðskostnaður á netinu hækkað úr 15 prósentum í 30 á undan- förnum þremur árum og til stendur að hækka hann í 50% við enda þessa áratugar. Peugeot hefur einnig sagt að fyrirtækið vilji frekar verja fjármunum í sýningar á bílum sínum þar sem tilvon- andi kaupendur geta prófað bíla þeirra, en það er ekki hægt á bílasýningum eins og í Frankfurt. Enn ein ástæða þess að Peugeot sniðgengur bílasýninguna í Frankfurt er sú að markaðshlutdeild Peugeot í Þýskalandi er aðeins 1,7%. Peugeot mun væntanlega seint snið- ganga bílasýninguna stóru í París sem haldin er annað hvert ár. Peugeot skróPar á FrankFurt Motor show Þetta er í annað árið í röð sem HEKLA blæs til stórsýningar. Í fyrra sló stórsýningin öll aðsóknarmet en okkur taldist til að vel yfir 2.000 manns hefðu komið og notið dagsins með okkur. Allir salir verða nýttir til hins ýtrasta því við teflum fram öllum okkar bílaflota. Auk þess að halda allsherjar bíla- veislu með úrval tilboða verðum við með frábærar frumsýningar og forsýningar, auk þess sem forsala hefst á ótrúlega flottum bílum. Ókrýnd frumsýningar- stjarna dagsins er án efa nýjasti Q-meðlimur Audi, jepplingurinn Audi Q2, sem Íslendingar hafa beðið eftir með óþreyju frá því til- kynnt var um komu hans á síðasta ári. Mitsubishi frumsýnir jepp- linginn ASX með nýju útliti og nýr Volkswagen up! verður kynntur til leiks. Volkswagen atvinnubílar forsýna svo aðra kynslóð lúxus- pallbílsins Amarok. skoda kodiaq jeppinn frum- sýndur Fyrsti jeppinn í fullri stærð frá Skoda, Skoda Kodiaq, verður án efa einn heitasti bíll ársins. Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum um bílinn og ætlum að nýta tækifærið og hefja forsölu á honum á stórsýningunni. Að auki verður forsala hafin á nýjum e-Golf með mikið auknu drægi en samkvæmt NEDC-staðlinum (New European Driving Cycle) kemst hann nú allt að 300 kílómetra. Það verður margt um að vera í sýn- ingarsölunum; veitingar, tattúbar fyrir börnin, veltibíllinn verður á staðnum og reynsluakstur í boði. Stórsýning HEKLU 2017 næsta laugardag Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljónir bíla í fyrra og þó svo að endanlegar sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið fram úr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.993.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljóna bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz hefur á síðustu árum verið nokkru hraðari en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum. Mercedes Benz framúr BMW 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r12 Bílar 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E 5 -9 A 1 8 1 B E 5 -9 8 D C 1 B E 5 -9 7 A 0 1 B E 5 -9 6 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.