Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 46

Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 46
„Ég hef nú reyndar ekki ekið lengi,“ segir Lára Kristín Pedersen aðspurð hversu lengi hún hefur starfað sem leigubílstjóri. „Ég tók meiraprófið bara núna í haust og er búin að vera að keyra síðan. Þetta er mjög skemmtilegt, það eru ekki margir sem eru að kaupa það að mér finn- ist þetta skemmtilegt en ég hef mjög gaman af þessu.“ Lára sér þó ekki fram á að gera þetta að framtíðarstarfi að eigin sögn þó að henni þyki þetta skemmtilegt. En hvernig kom þetta til? „Ég einhvern veg- inn fór oft niður í bæ og var alltaf sú sem var á bíl. Svo var ég farin að skutla fólki heim, alltaf fleirum og fleirum, og hafði gaman af því. Og þá ákvað ég bara að fara að hagnast á því og skellti mér í meiraprófið,“ segir Lára sem er í sálfræði- námi samhliða því að starfa sem leigubílstjóri og stunda fótbolta með Stjörnunni. Hún segir leigu- bílstjórastarfið henta vel með námi. „Já, að mínu mati hentar þetta vel. Þetta er frjálst starf og maður getur ráðið sér sjálfri. Ég vinn um helgar og ræð hvernig ég keyri þannig að ég þarf ekkert að vera alveg frá átta til átta á næturnar. Ég skipulegg vinnuna bara í takt við hversu mikið er að gera.“ Lára kveðst ekki hafa neinn áhuga á bílum en henni þykir gaman að r ú n t a . „ É g h e f engan áhuga á bílum sko, en mér finnst gaman að keyra. Ég er líka mikil tónlistar- áhugakona og mér finnst gaman að finna góða tónlist og keyra um. Þannig að já, mér finnst gaman að keyra en ég hef engan áhuga á bílum!“ „Maður hefur alveg lent í einhverju tæpu“ Lára vekur gjarnan athygli hjá far- þegum sínum og fólk er forvitið, „Já, fólk er áhugasamt og maður spjallar við flesta. Maður nær að kynnast fullt af fólki sem er alltaf gaman. En maður hefur líka lent í einhverjum minna skemmtilegum atvikum, sem fylgir því kannski að vera ung ljós- hærð stelpa. Maður hefur alveg lent í einhverju tæpu en kannski minna en flestir búast við. Þá þarf maður að vera með bein í nefinu, en ég hef ekki lent í neinu lífshættulegu.“ En hvað segja vinir og fjölskylda? „Foreldrarnir eru kannski með smá áhyggjur. En ég reyni bara að sann- færa þau um að þetta sé kannski ekki eins hættulegt og maður býst við í upphafi.“ Eins og áður sagði vinnur Lára um helgar en henni finnst hún ekki vera að missa af neinu þó að hún sé að vinna þegar margir aðrir eru að sletta úr klaufunum. „Nei, alls ekki. Ég er bara vön því að „missa af“. Maður tekur íþróttirnar fram yfir allt þannig að það er ekki eins og maður sé niðri í bæ að djamma hvort sem er. Í þessu starfi fæ ég bara smjörþefinn af því að djamma án þess að drekka áfengi. Ég hef nefnilega alveg gaman af djamminu og gaman af því að vera í kringum drukkið fólk, ég skemmti mér kon- unglega,“ segir Lára sem þykir alls ekkert krefjandi að umgangast fullt fólk þegar hún sjálf er edrú. „Nei, bara skemmtilegt. Ég hef næga þolinmæði.“ gudnyhronn@365.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ég hef engan áhuga á bílum sko en mÉr finnst gaman að keyra. Ég er líka mikil tónlistar- áhugakona og mÉr finnst gaman að finna góða tónlist og keyra um. GítarjólÖll jól eru Landsins besta úrval af gíturum í öllum verðflokkum Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Raumgestalt bretti Verð frá 2.980 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Allar gerðir af Arctic Cat vélsleðum, sport, touring og fjallasleðar. Kíktu við og skoðaðu úrvalið. leigubílstjórastarfið hentar vel með námi og íþróttum Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen starfar sem leigubílstjóri. Lára vekur gjarnan athygli hjá farþegum sínum enda er ekki algengt að setjast upp í leigubíl og á móti manni tekur ung stelpa. Lára segir starfið vera afar skemmtilegt og henta vel með námi og íþróttum. Lára Kristín er 22 ára fótboltakona og sálfræðinemi. Hún vinnur fyrir sér með því að keyra leigubíl um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r30 L í f I Ð ∙ f r É T T a B L a Ð I Ð 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E 5 -7 7 8 8 1 B E 5 -7 6 4 C 1 B E 5 -7 5 1 0 1 B E 5 -7 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.