Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 1
maður órsins 1992
á Suðumesjum' að mati Víkurfrétta
FMS seldi
fyrir
1800 millj-
ónir í fyrra
Reiknistofa Fiskmarkaða
var stofnuð af fjórum fisk-
mörkuðum í fyrra, en það er
markmið reiknistofunnar að
reka sameiginlega tölvu-
kerfi fyrir fiskmarkaði sem
sér um innheimtu og á-
byrgðir kaupenda og upp-
gjör við seljendur.
Fiskmarkaður Suðurnesja
er langstærstur þeirra mark-
aða er standa að Reiknistofu
fiskmarkaða hf. en mark-
aðurinn seldi rúm 25 þús-
und tonn í fyrra fyrir rétt
rúmlega f,8 milljarð króna.
Ofan á þessa tölu má síðan
bæta 24,5% virðisaukaskatti.
Þetta eru 68% af heildarsölu
Reiknistofunnar.
Samtals seldi Reiknistofa
fiskmarkaða tæp 37 þúsund
tonn af fiski í fyrra upp á
2,733 milljarða króna. Þetta
eru 45% af heildarsölu fisk-
markaða á síðasta ári.
w
Igulkerjaverk-
smiðja í Njarðvík?
Meðal hugmynda sem fram
koma um atvinnuuppbygg-
ingu í Njarðvík er uppsetning
á ígulkerjaverk-smiðju, þar
sem 100 starfsmenn gætu haft
atvinnu. Hugmyndir þessar
koma fram í skýrslu sem
Hilmar Viktorsson hefur unnið
fyrir bæjarstjórn Njarðvíkur og
var kynnt á fundi bæjarráðs í
gær.
Að sögn Kristjáns Pálssonar,
er enginn þeirra hugmynda er
fram koma í skýrslunni full-
ræddar ennþá. En tilgangur
með gerð skýrslunnar var að
finna einhverja lausn í at-
vinnumálum bæjarins.
Guðmundur Rúnar Hall-
grímsson, skipstjóri og út-
gerðarmaður á m.s. Happa-
sæli KE 94 frá Keflavík hefur
verið útnefndur maður ársins
1992 af Víkurfréttum. Var
þetta niðurstaða fimm manna
nefndar sem skipuð var rit-
stjórum blaðsins og þremur
valinkunnum mönnum.
Með tilkomu kvótaveiða og
annarra samverkandi þátta,
hefur nokkur breyting orðið á
útgerðarmálum á svæðinu.
Enn standa þó nokkrir út-
gerðarmenn og skipstjórar
uppúr fyrir dugnað og afla-
sæld. Einn þeirra er Guð-
mundur Rúnar Hallgrímsson
sem er skipstjóri á eigin skipi
Happasæl KE 94 frá Keflavík.
Fyrir það sýnum við honum
þakklæti okkar, og sem full-
trúa þeirra sem enn standa
S'g;
Utnefningin nú er sú þriðja
sem sem blaðið stendur að.
Fyrsta árið hlaut Dagbjartur
Einarsson, Grindavík, titilinn,
en þá var það ritstjórn blaðsins
sem ákvað hver skildi hljóta
titilinn. I fyrra var sami háttur
hafður á og nú og þá var
Guðmundur Rúnar Hall-
grímsson einn þeirra sem
helst kom til greina, en fyrir
valinu varð séra Hjörtur
Magni Jóhannsson, Garði. Við
valið nú var eins og síðast
farið vel yfir starfsvið þeirra
Suðurnesjamanna sem báru af
á síðasta ári. Mörg nöfn komu
upp á borðið, en sjö nöfn
fengu rneiri umræðu en önn-
ur, þar af voru þrír ein-
staklingar sem erfitt reyndist
að gera upp á milli, þó það
tækist að lokum.
Auk Guðmundar Rúnars
Hallgrímssonar voru næstir til
að hljóta útnefningu þau Þór-
unn Benediktsdóttir og á-
höfnin á Ólafi GK 33 undir
skipstjórn Eiríks Dag-
bjartssonar. Þórunn fyrir að
vera upphafsmaður slysa-
varnarátaksins Vörn fyrir
börn og það mikla starf sem
hún hefur lagt í það málefni.
Áhöfnin á Ólafi GK 33 kom til
greina vegna frækilegs björg-
unarafreks er hún bjargaði á-
höfn Ársæls Sigurðssonar er
honum hvoldi skyndilega í
innsiglingunni til Grinda-
víkur. Komst áhöfnin í eitt af
efstu sætunum við val manns
ársins hjá þremur út-
varpsstöðvum, Bylgjunni,
Brosinu og Rás-2. Hinir fjórir
eru eftirtaldir í stafrófsröð:
Erlendur Jónsson, húsa-
smiður fyrir góðan uppgang í
iðnaði og að vera einn fárra
atvinnurekenda sem sýndi
verulegan vaxtarbrodd á síð-
asta ári. Birgir Guðnason, fyrir
afskipti sín af menn-
ingarmálum, en nýjasta dæm-
ið hjá honum var að rýma
bílasölu sína til að setja upp
skúlptúrlistasýningu Erlings
Jónssonar. Böðvar Jónsson,
fyrir að vera einn af frum-
kvöðlum útvarpsreksturs á
Suðurnesjum og Jón Hrafn
Karlsson, fyrir góð viðbrögð
er eldur kom upp á heimili
hans.
Hver skyldu vera viðbrögð
Guðmundar Rúnars Hall-
grímssonar, við útnefningu
þessari? Gefum honum orðið:
„Ha, ég, hvernig fór ég að
því að vinna þann titil? Hvað
hef ég gert?" sagði Guð-
mundur Rúnar, af mikilli
hógværð, er honum var til-
kynnt um útnefninguna, ný-
kominn að landi í Kefla-
víkurhöfn síðasta föstudag.
I miðopnu blaðsins í dag
birtum við viðtal við MANN
ÁRSINS Á SUÐURNESJUM
1992 að dómi Víkurfrétta.
KOMDU OG FÁDU FRÍA PIZZU Á GLÓDINNI
Ef þú kaupir eina pizzu og borðar hana á síaðnum, færðu aðra FRÍA... Gildir alla daqa nema föstud. og lauaard. í hádegi og á kvöldin út janúar. ÞORRA- 1 hlaSborS á um helgina. fi Súrt, sætt P og s seiSandi... !RÍ heimsending i öllum réttum m.-sun. antiS í íma 11777 PastatilboS í janúar. Allir pastaréttir á 850 krónur ...ofsa góSir... Gerum tilboS í stórar sem smáar veislur. Utvegum sal.
NÝR MATSEÐILL Sími 11777