Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 17
21. JANÚAR 1993 17 Vikurfrétt ir Gamli Hilmir KE með þrjósku Bæjar- og héraðsfréttablaðið Eystrahorn, sem gefið er út á Hornafirði birti í síðustu viku skemmtilega og athyglisverða frásögn af báti sem erfiðlega gekk að eyða á áramótabrennu. Skip þetta sem síðast bar nafnið Þinganes SF 25, var betur þekkt hér á Suðurnesjum á árum áður sem Hilmir KE 7. Frásögn blaðsins var svohljóðandi: „ Gamla Þinga- nesið var þrjóskulegt þar sem það lá utan í Oslandsveginum næstsíðasta dag ársins, (hafði verið dregið þangað utan frá bræðslu) og harðneitaði að láta velta sér yfir veginn, út á bál- köstinn fyrir utan Ásgarð. 011 tæki og tól Hjarðarnesmanna og fleiri til, toguðu, rvkktu og rembdust en Þinganesið lét ekki undan og sat sem fastast. Björgunarsveitarmenn, sjó- menn, spekingar af ýmsum stéttum fylgdust með og réðu ráðum sínu, styrktu víra, beittu nýjum brögðum. Ekkert dugði. Allur dagurinn leið „og ekki gekk rófan". Er almenningur fór á stjá að morgni gamlársdags mátt sjá að unnið hafði verið alla nóttina við Oslandsveginn. Hjarðarnes- menn geta nefnilega verið þrjóskir líka. Helmingur Þinga- nessins kominn yfir veginn, af- gangurinn í spón við hafn- arbakkann. Um kvöldið kom Haukur Óla ♦ Svonn er Þingancsið, áður Hilntir KE 7 í dag, hálfbrunnið. Ljósm.: Eystrahorn. ♦ Hilmir KE 7 í Dráttarbraut Keflavíkur, tneðan báturinn vargerð- ur útfrá Keflavtk. Ljósm.: epj. og dældi olíu yfir hið forna fley, eldur var borin að og kveikt í. Enn þrjóskaðist Þinganesið og bann ekki nema að hálfu leyti. Kjörviðir úr skógum Amasons og víðar ekki á því að gefast upp. Þar við situr", voru lokaorðin í Eystrahorni. Umræddur bátur var smíð- aður í Lúbeck-Travemúnde, Vestur-Þýskalandi fyrir Sig- urbjörn Eyjólfsson, Keflavík, eftir teikningum Egils Þor- finnssonar, Keflavík, og af- hentur Sigurbirni í mars 1960. Var þetta 74 tonna eikarbátur. Síðan var hann gerður út af ýmsum aðilum í Keflavík s.s. Jóni Sæmundssyni og síðar Sjö- stjörnunni hf. o.fl. Árið 1970 var hann seldur til Ólafsvíkur og tveimur árum síðar til Hafnar í Hornafirði þar sem hann var gerður út þar til hann skemmd- ist af eldi í Hornafjarðarhöfn 1989. Meðan hann var gerður út frá Keflavík bar báturinn alltaf sama nafn og númer. Höldum ökunáminu í heimabyggd -Ökukennarar á Suðumesjum fyrir Suðumesjamenn Nú um áramót tók gildi ný námsskrá til öflunar aukinna ökuréttinda. Með breytingunni hillir í að Ökuskóli Suðurnesja verði að veruleika, að sögn Valdimars Þorgeirssonar, öku- kennara. Ökukennarar á Suð- umesjum hafa staðið fyrir nám- skeiðum hálfsmánaðarlega undanfarin ár. Með tilkomu Ökuskóla Suðurnesja verður hægt að bjóða upp á bóklega sem verklega kennslu á öllum svið- um ökunáms. Þá er átt við bif- hjólaréttindi, almenn öku- réttindi, réttindi til að stjórna leigubíl, vörubíl og hóp- ferðabifreiðum. Ættu Suð- urnesjamenn því að vera sér nógir og þurfa ekki að fara í slíkt nám út fyrir svæðið. Mun Ökukennarafélag Suð- urnesja hefja námskeið um miðjan næsta mánuð. Á sama tíma berast út fréttir að því að Ökuskóli Sigurðar Gíslasonar í Reykjavík sé að hefja námskeið hér. Áð sögn Valdimars tengist sá skóli ekki á nokkurn hátt ökukennurum hér á Suð- urnesjum. Með breytingunni um ára- mótin verða meiraprófin í höndum ökukennara á hverjum stað. Auk þess breytist öll öku- kennsla rnikið. Sem dæmi um svonefnt meirapróf, þá þurfa nemendur nú að ganga í gegn- um grunnnám sem sam- anstendur af „umferðarfræði," „bifreiðatæki 1" og „skyndi- hjálp". Grunnnámið tekur 62 kennslustundir og að því loknu stendur nemendum til boða að velja á milli þess að öðlast rétt- indi til aksturs vörubifreiðr og síðan hópbifreið, eða t'ara beint í nám til réttinda á vörubifreiðar og síðan hópbifreiðar, sem samanstendur af „bifreiðatæki 2", „stjórnun stórra ökutækja" og „kennsluakstur á vöru- bifreiðum". Bóklegt nám í þess- um réttindaflokki tekur 36 kennslustundir og verklegi þátturinn er að lágmarki 5 kennslustundir. Þegar viðkomandi hefur lok- ið þessum réttindaflokki, stendur honum til boða að taka nám til réttinda á hópbifreiðar. Það nám samanstendur af „ferða- og farþegafræði" sem tekur 24 kennslustundir, auk kennsluaksturs á hópbifreiðar að lágmarki 5 kennslustundir. Þeir sem ljúka fvrrgreinda náminu þurfa eingöngu að taka kennsluakstur á leigubifreið. Einnig geta þeir sem taka grunnnám farið beint í nám til réttinda á leigubifreið og taka þeir þá „ferða- og farþegafræði" og „kennsluakstur á leigu- bifreið". Sagði Valdinrar að með þessu yrði sú breyting að öll öku- kennsla á Islandi væri komin í hendur fagmanna. Nú á næst- unni hefjist sambærileg nám- skeið á landsbyggðinni í sam- ráði við Ökukennarafélag íslands, þannig að námið verði sambærilegt á flestum stöðum á Iandinu. Á vegum Öku- kennarafélags Islands er nú verið að taka saman námsefni, þannig að námsgögn verði öll sem best, og í takt við kröfur nútímans. Vegna þessa vildi Valdimar skora á Suðurnesjamenn að standa sjálfa að eigin ökuskóla og þar væri kjörorðið: „Öku- kennarar á Suðurnesjum fyrir Suðurnesjamenn." smá auglýsingar Til leigu Lítil kjallaraíbúö. Uppl. í síma 14987. 2ja herbergja íbúð að Hringbraut 83, efri hæð. Uppl. í síma 96-81156 á kvöldin, vinnusími 96-81111. Bílskúr Ca. 17 ferm. í góðu ástandi við Nónvörðu, hiti, rafmagn og vatn. Leigist til lengri tíma, ef óskað er. Sanngjörn leiga. Uppl. í síma 13952. Tii sölu Blár snjósleðagalli ónotaður stærð 54. Uppl. í síma 11539. Subaru Station 1800 4x4 '82 árgerð. Uppl. í síma 68708. Ýmislegt Knski miöillinn Lesley James verður með einkafundi og námskeið 24.-29. jan. Uppl. í síma 12212. Vanur handflakari óskar eftir atvinnu. Uppl. í síma 15183. Hafnargötu 37 - Keflavík - Sími 12012 ; Fjölskyldutilboð j á sunnudögum S _ , . t Fri pizza og is I fyrir krakka 8 ára og yngri J í fylgd með fullorðnum. s Tommi og Jenni í sjónvarpinu. Sýnishorn af matseðli: PIZZUR 9", 12" og 16" -17 gerðir Sérréttir hússins: • Laukhringjakarfa m/salatsósu ... 310.- • B.B.Q kjúklingavængir...... 530.■ • Chef s salat m/osti, kjúklingabitum, bacon, eggi, ísbergkáli og 1000 eyja sósu......... 670.- • Brauðstangir m/sósu.........190.- Eftirréttir: • Eplabaka • Hnetubaka Allar bökur eru með ís og rjóma.....................250,- ÍSTERTA Marengskaka, rjómaís, súkkulaðisósa, þeyttur rjómi................... 320,- FRÍ HEIMSENDING Á ÖLLUM RÉTTUM ALLA DAGA i ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ * ♦ ♦ ♦ ♦ \

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.