Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 2
2 21. JANÚAR 1993 Víkurfréttir ♦ Slökkviliðsmenn og veitingamaðurinn hjá kyndlinum sem slökkt var í. Ljósm.: epj. Einum togarafarmi hent á sólarhring ♦ Lögreglumenn taka skýrslu af veit- ingamanninum vegna málsins. i i i Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík, upplýsti það á fundi bæj- I arstjórnar Keflavíkur að um einum | togarafarmi af fiski væri hent í sjó- I inn á hverjum sólarhring. Sagðist hann hafa áreiðanlegar heimildir I fyrir því að smábátarnir sem róa I með net í Faxaflóa stunduðu þetta. | Kom fram hjá honum að hér væru allt eins um að ræða báta frá * öðrum Faxaflóahöfnum en Suð- I__________________________________ urnesjum, sem kæmust ekki út til að vitja aflans svo dögum skiptir vegna brælu. Kæmu bátarnir aldrei með annan afla að landi en lifandi blóðgaðan og svo mesta lagi einnar náttar, þeim eldri væri hent aftur fyrir borð. Væri þetta í sjálfu sér eðlilegt þegar um kvótaveiðar væri að ræða en engu að síður mjög al- varlegt mál. Slökkt á kyndli við veitingastað \í kui-fW'ttir Samstarfssamningur við Bylgjuna og Stöð 2 Nokkuð skondið og um leið skrýtið mál hefur verið í gangi milli veitingamannsins á Ránni og yf- irvalda lögreglu og slökkviliðs að undanförnu. Hefur veitingamað- urinn haft logandi kyndil eða frið- arljós utan við veitingastað sinn og skapað þar með hættu að sögn yf- irvalda. Hafa bæði eldvarnareftirlit og lögregla haft afskipti af málinu án þess að það bæri árangur. Síðasta laugardagskvöld var lítill logi á kyndli sem staðsettur var í snjóskafli utan við veitingahúsið. Fékk lög- reglan þá slökkviliðið til að fara á staðinn og slökkva í kyndlinum og síðan gerði lögreglan kyndilinn upptækann. Kvöldið eftir logaði friðarljós utan við húsið, án nokk- urra afskipta yfirvalda. Að sögn Jóhannesar Sigurðsson- ar, aðstoðarslökkviliðsstjóra kveða lög á um að slökkvistjóri þurfi að meta hvort heimilt sé að hafa opinn eld utandyra eða ekki. Ljóst er að þarna hefði getað skapast slysa- hætta ef t.d. vegfarandi hefði dottið á eldinn eða einhver hefði borið eldinn annað og hugsanlega kveikt í. Eins eru ákvæði í lögreglu- samþykkt sem banna slíkt. Hefði tjón orðið væri veitingamaðurinn í þessu tilfelli ábyrgur fyrir tjóni. Var veitingarmanninum greint frá þessu á fundi á þriðjudag og þar ákveðið að framvegis fái hann að hafa logandi ljós að uppfylltum á- kveðnum öryggisatriðum. Sighvatur GK: Mokveiði á vélbeitta línu Fiskifréttir greina frá því á forsíðu í siðustu viku að að nú eftir áramótin hafi Sighvatur GK komið með 80-90 tonn af fiski eftir 6-7 daga veiðiferö. Fiskurinn var allur fenginn á vélbeitta línu, en skipið hefur beitningavél um borð. Segir í fréttinni að algengt væri að skip fengju 40-60 tonn eftir vikutúr. Verið er að undirbúa að setja beitningavél í Albert Ólafsson KE, samkvæmt frétt Fiskifrétta og verða þá 26 skip með beitn- ingavél um borð. Þá er sagt i greininni að þetta sé ódýr útgerð þar sem línu- bátur fari með jafn mikla olíu á mánuði eins og togari eyðir á einum degi. Gerður hefur verið sam- starfssamningur milli Víkur- frétta annars vegar og Bylgj- unnar og Stöðvar tvö hins veg- ar. Hljóðar samningurinn upp á að Víkurfréttir annist frétta- þjónustu hér á Suðurnesjum fyrir útvarpsstöðina Bylgjuna og sjónvarpsstöðina Stöð tvö. Líta forsvarsmenn aðila björtum augum á samstarfs- samning þennan. Kappkostað verður að nýta hið mikla frétta- net Víkurfrétta. Þó þurfa les- endur Víkurfrétta ekki að ör- vænta um að þetta komi niður á fréttum blaðsins, fremur hitt að fréttir af Suðurnesjum verði meiri í þessum stóru lands- fjölmiðlum. ustei HAFNARGOTU27 - KEFLAVIKO SIMAR 11420 og 14288 Heiðarbraut 17, Keflavík 138 ferm. einbýlishús ásami 46 fenn. bílskúr. Nýlegt og vandað hús í mjög góðu ástandi. Skipti á ódýara húsnæði möguleg. Nánari uppl. um söluverð og skilmála á skrifstofunni. Melteigur 12, Keflavík 139 ferm. einbýlishús ásamt 23 ferm. bílskúr. Eftirsóttur staður. Nánari uppl. á skrifstofu um sölu- verð og greiðsluskilmála. Lvngmói 8, Njarðvík 151 ferm. einbýlishús ásamt 20 ferm. sólstofu og 35 ferm. bflskúr. Húsið er að mestu tilbúið undir tréverk og með miðstöð. Hagstæð lán áhvílandi. Góðir greiðslu- skilmálar. 9.500.000,- Mávabraut 9F, Keflavík 4ra herb. íbúð 111 ferm. Ibúðin er í mjög góðu ástandi, m.a. ný bað- innrétting, ný máluð o.fl. Sól- aðstaða í suður. Laus strax. 6.100.000,- Heiðarholt 10C, Keflavík 3ja herb. fbúð á 2. hæð í góðu á- standi. Laus strax. Hagstæð byggingasjóðslán áhvílandi. Góðir greiðsluskilntálar. 5.700.000,- Túngata 14, Sandgerði Eldra einbýlishús ásamt 40 ferm. bílskúr. Húsið er í mjög góðu á- standi m.a. ný vatnslögn, nýleg miðstöðvarlögn o.fl. Losnar tíjót- lega. Tilboð Hlíðarvegur 24, N jarðvík 145 ferm. raðhús með bflskúr t góðu ástandi. Skipti á einbýlishúsi möguleg. 9.000.000,- H jallavegur 5, Njarðvík 3ja herb. íbúð á 3ju hæð. Nýleg eldhúsinnrétting. Hagstæð lán á- hvflandi. ‘ "4.400.000,- Asgarður 12, Keflavík 148 fenn. einbýlishús ásamt 43 ferm. bflskúr. Eftirsóttur staður. Skipti á ódýrari fasteign konta til greina. ’ 13.000.000,- Mávabraut 6A, Keflavík 79 ferm. íbúð á jarðhæð með bíl- skúrsrétt. Mikið endurnýjuð og í mjög góðu ástandi. Sérinngang- ur. Getur losnað fljótlega. Tilboð Norðurgarður 5, Keflavík Raðhús ásamt bflskúr. Húsið er í mjög góðu ástandi og mikið end- urnýjaö m.a. þak o.fl. 9.800.000,- Ath. Höfum mik- ið úrval fasteigna á söluskrá á Suð- urnesjum. Lítið við og skoðið það sem er á sölu hjá okkur. Útgefandi: Víkurfréttir hf. - Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15. símar 14717, 15717. Box 125. 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707, bflas. 985- 33717. Fréttadeild: Emil Páll Jónsson og Hilmar Bragi Bárðarson. -Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. -íþróttir: Huldá G. Geirsdóttir. -Prófarkalestur: Garðar Vilhjálmsson. -I pplag: 6200 eintök sem dreift er ókeypis unr öll Suðurnes. Aðili að Santtökum bæjar- og héraösfréttablaða. Eftirprentun. hljóðritun, notkun Ijósntynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.