Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 19
Víkurfréttir
• Karfa
• Kristinn Friðriksson sækir að
körfu Skallagríms.
Mynd: Hulda.
• Snóker
Ragnar með
örugga forystu
Þriðja Þ-mótið í snóker fór fram
á Rnattborðsstofu Suðurnesja sl.
þriðjudagskvöld og að þessu sinni
sigraði Ragnar Sigurðsson. I und-
anúrslitunum lék hann við Geir
Sigurðsson og sigraði 3:0, en í
hinum undanúrslitaleiknum spil-
uðu þeir Ingimundur Magnússon
og Adam Ingvarsson og sigraði
Ingimundur 3:2. f úrslitaleiknum
sigraði Ragnar svo 3:1, en í leik um
þriðja sætið vann Adam félaga
sinn Geir, 3:2.
Ragnar hefur nú góða forystu
þegar þrettán mót eru eftir, en
hann er með 27 stig, næstur er
Geir Sigurðsson með 11 stig. Alls
hafa fimmtán spilarar fengið stig
°g því getur allt breyst á næstu
mótum.
KBS mótið í
snóker
KBS mótið í snóker verður
haldið um næstu helgi. Spilað
verður í riðlum og hefst fyrsti rið-
ill nk. föstudag, 22. jan. kl. 18:30.
Spilað verður áfram í riðlum á
laugardegi og úrslit verða á
sunnudag, en úrslitaleikurinn
sjálfur fer fram laugardaginn 30.
janúar kl. 18:00. Spilað verður með
nýrri forgjöf sem forgjafarnefnd
hefur verið að vinna í. Hinn
glæsilegi KBS bikar er í veði og
hefur verið ákveðið að spila um
hann á fyrsta móti hvers árs. Góð
verðlaun eru í boði fyrir fyrstu
atta sætin, ásamt verðlaunum fyr-
ir hæstu stuðin í hverjum flokki.
Síðasti skráningardagur er á
morgun, föstudag til kl. 17. Allir
Suðurnesjaspilarar eru hvattir til
að mæta og vera með, að sjálf-
sögðu í snyrtilegum klæðnaði.
ÚRVAL
af skipa-, báta- og skútu-
módelum úr tré og plasti. Úrval
aukahluta. Smíðið sjálf.
Reiðhjólaverkstæði M.J.
Hafnargötu 55.
Keflavík, sími 11130
21. JANÚAR 1993
19
ÍBK í bikarúrslit
Keflvíkingar sigruður Skalla-
grím í undanúrslitum bik-
arkeppninnar sl. sunnudag, 76-
72, og leika því til úrslita gegn
Snæfellingum í Höllinni 6. febr-
úar nk. Leikurinn var „týpískur"
bikarleikur, mikil barátta og
taugatitringur á báða bóga. Borg-
nesingar sýndu mikla baráttu og
héldu Keflvíkingum niðri í fyrri
hálfleiknum og var staðan í leik-
hléi 41-43 þeim í vil. Eitthvað hafa
þeir Jónarnir þó messað yfir sín-
um mönnum í hálfleik því Kefl-
víkingar komu mun ákveðnari til
leiks í síðari hálfleik og komust
yfir. Það tók Skallagrímsmenn
tæpar sex mínútur að skora stig í
síðari hálfleiknum. Síðustu mín-
úturnar voru æsispennandi og
hefði leikurinn getað farið á
hvorn veginn sem er, en Kefl-
víkingarnir voru sterkari á enda-
sprettinum og tryggðu sér sigur
eins og áður segir 76-72. Stiga-
hæstir hjá Keflavík voru þeir Jon-
athan Bow með 27 stig og Nökkvi
Már Jónsson með 14.
Sagt eftir leikinn:
„Mér fannst það standa upp úr
hvað það var lítið um villur, þetta var
drengilegur leikur. Einnig það að það
tók Borgnesingana 5:45 mínútur að
skora stig í seinni hálfleiknum."
Jón Jóhannsson,
stuðningsmaður ÍBK.
„Þetta var mikil barátta, vægast
sagt, og hefði getað endað á hvorn
veginn sem var. Þegar við náðum að
?étta vörnina kom sóknin loksins og
3að var ágætt því skytturnar okkar
dikkuðu."
Jón Guðmundsson,
liðsstjóri ÍBK."
„Þetta var ágætis leikur, en við töp-
uðum á afdrifaríkum mistökum um
miðjan síðari hálfleikinn. Við byrj-
uðum allt of seint að pressa þá og því
fór sem fór."
Skúli Skúlason,
Ieikmaður Skallagríms.
„Þetta var taugaveiklunarleikur á
báða bóga og mikið stress."
Erla Sveinsdóttir, KKRK
„Það var gott að vinna, við spil-
uðum skárri vörn í restina og höfum
meiri breidd í liðinu. Þetta var týpískur
bikarleikur og menn náðu sér ekki al-
mennilega á strik út af stressi."^
Guðjón Skúlason, fyrirliði IBK.
„Það er mikið að maður fær spenn-
andi leik, en maður er bara ekki undir
Reynir náði
fram hefndum
Reynismenn sigruðu Skaga-
menn í hörkuleik í Sandgerði
sl. þriðjudagskvöld og glöddu
þar með fullt hús stuðn-
ingsmanna. Þeir náðu fram
hefndum frá því um daginn
þegar IA vann. Lokatölur að
þessu sinni urðu 81-67. Leik-
urinn leit ekki vel út fyrir Reyni
til að byrja með, því IA komst
yfir í 0-6, en með harðri baráttu
náðu Reynismenn að komast
yfir, 13-10 og héldu forystunni
fram að hálfleik með 29 stigum
frá Toomer og Sveini. Staðan í
hálfleik var því 34-30 fyrir
Reyni. I upphafi síðari hálfleiks
náði ÍA að jafna 37-37, en þá
tóku Reynismenn til sinna ráða
og skoruðu 11 stig í röð sem
tryggði þeim góða forystu.
Skagamenn reyndu allt hvað
þeir gátu til að jafna leikinn,
með Terry Acox í forystu, en
hann skoraði 34 stig í leiknum.
f lokin var það þó frábær leikur
Guðmundar Skúlasonar sem
tryggði Reyni sigurinn, en hann
skoraði 11 af síðustu 18 stigum
Reynis. Þess má geta að þetta
var fyrsta tap IA á þessu tíma-
bili. Stigahæstir hjá Reyni voru
Toomer með 28, og Sveinn með
20 stig.
Reynismenn eru enn efstir í
A-riðli, með fjögurra stiga for-
ystu á Þór, en Þór á tvo leiki
inni.
Reynir í úrslitin
Reynismenn tryggðu sér
sæti í úrslitunum í vor þegar
þeir sigruðu Hött frá Eg-
ilsstöðum sl. föstudag. Leik-
urinn fór 95-88 fyrir Reyni og
var fátt um fína drætti. Reyn-
ismenn nýttu ekki færin í fyrri
hálfleik og hefðu átt að geta
verið 20 til 30 stigum yfir í
hálfleik, en staðan þá var 48-
33. Síðari hálfleikurinn var
mun jafnari og sigruðu Reyn-
ismenn með sjö stiga mun.
Stigahæstur var Toomer með
30 og svo Gestur með 22.
• Handbolti / 2. deild:
Ólafur Thordersen sýndi algera stjörnutakta
og skoraði hvorki fleiri né færri en þrettán mörk
gegn Aftureldingu nú fyrir stuttu þegar HKN
sótti þá heim. Óli hefði þó mátt bæta einu við því
óhappatalan þrettán dugði ekki, og tapaði HKN
með einu marki, 24-23 í hörkuleik. HKN spilaði
mjög góða vörn í síðari hálfleik og vantaði lítið
upp á að ná a.m.k. jafntefli. Næstur Ólafi í
markaskorun var jaxlinn Gísli Jóhanns, en hann
skoraði fjögur mörk. Aðrir skoruðu minna.
HKN er enn í sjötta sæti í 2. deild og hefur verið
góður stígandi í leik liðsins undanfarið. Þeir
stefna ótrauðir á úrslitakeppnina í mars og >á
morgun keppa þeir við Breiðablik hér heima, í
íþróttahúsinu í Keflavík, og hefst sá leikur kl.
19:30.< Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar og
ætla HKN menn sér sigur í þessurn leik til að
tryggja betur stöðu sína.
• Keila / tvíkeila - Helgarmót
Brynjar sigraði í
helgarmótinu
Föstudags Tvíkeilan
1. Jón Guðmundss. 605 176 181 248
Omar Arnason 506 151 175 180 1111
2. Friðrik Ólafss. 525 182 160 183
Sigurvin Hreinss. 519 178 137 204 1044
Helgarmót
A - Flokkur Stig
1. Brynjar Sigmundsson 2. Ingiber Óskarsson 3. Ólafur B. Kristjánsson 535 525 518 146 169 186 186 195 169 203 161 163
B - Flokkur 1. Ævar Olsen 510 177 162 171
2. Sigurður Lúðvíksson 480 183 148 149
3. Orn Högnason 460 203 133 124
íslandsmót 4. flokks í Keflavík
íslandsmót 4. flokks í innanhússknattspyrnu fer
fram í íþróttahúsinu í Keflavík 6. og 7. febrúar nk.
Leikið verður í riðlum og eru fjögur lið í riðli. Sig-
urvegari úr hverjum riðli fer svo í úrslitakeppnina.
þetta búin. Maður nötrar allur á eft-
ir!!"
Jón Ben Einarsson,
yfirstuðningsmaður JBK.
„Þetta var ekta bikarleikur, ekta
varnarleikur. Við náðum ekki að leika
okkar sókn, en héldum haus og
kláruðum dæmið. Ég hlakka mikið til
þess að fara í úrslitaleikinn gegn Snæ-
fellingum."
Jón Kr. Gíslason,
þjálfari og leikmaður ÍBK.
„Mér líst bara vel á þetta, meiri
peningar í kassann, ekki veitir af!! Nei
annars, þetta var ekta bikarleikur,
mikið varnarspil."
Hannes Ragnarsson,
formaður KKRK
• •
Oruggt hjá
ÍBK-stelpum
Keflavíkurstelpurnar
unnu stöllur sínar úr
Grindavík örugglega í leik
liðanna í Grindavík sl.
þriðjudagskvöld, 50-64. ÍBK
byrjaði leikinn vel og tryggði
sér örugga forystu sem var
aldrei í hættu. I hálfleik var
staðan 26-40 fyrir ÍBK.
Grindavíkurstúlkur tóku sig
á í síðari hálfleiknum og
minnkuðu muninn en náðu
þó aldrei að ógna forystu IBK
og lauk leiknum með fjórtán
stiga sigri Keflavíkurliðsins,
50-64.
Stigahæstar hjá Keflavík
voru þær Hanna Kjart-
ansdóttir og Olga Færseth og
áttu þær báðar góðan leik.
Einnig sýndi Björg Haf-
steinsdóttir góðan leik í
vörninni og átti nokkrar
glæsilegar sendingar. Lóa
Gestsdóttir stóð sig einnig
mjög vel, en hún hefur sýnt
miklar framfarir í síðustu
leikjum. Hjá Grindavík var
Hafdís Hafberg yfirburða-
manneskja og var hún stiga-
hæst með 14 stig.
Þessi lið mætast svo aftur
í bikarkeppninni nk. mið-
vikudag og má búast við
hörkuleik, enda úrslitasæti
í húfi.
• Hanna Kjartansdóttir átti
góðan leik gegn Grindavík
og skoraði 16 stig.
Ljósm.: Hulda