Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Side 4

Víkurfréttir - 21.01.1993, Side 4
4 YÍkurfréttir Fasteignaþjónusta Suðurnesja % FASTEIGNA-& SKIPASALA Tjarnargötu 2 - Keflavík Símar 15188 - 15722 • Fax: 13900 Bjarnavellir 16, Keflavík Mjög gott 126 ferm. timbur raö- hús, ásamt 24 ferm. bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Heitur pottur og afgirt lóð. Skipti möguleg á 4ra lierb. íbúð. 9.000.000.- Holtsgata 31, Sandgerði Rúmlega 140 ferm. einbýlishús ásamt 54 ferm. bílskúr. I húsinu er m.a. 4 svefnherbergi, stofa og borðstofa. Góð eign á góðum stað. 11.500.000.- Heiðarbraut 5h, Keflavík Um 170 ferm. raðhús á tveimur hæðum ásanit 22 ferm. bílskúr. I húsinu er m.a. 5 svefnherbergi, sjónvarpsherbergi og 13 ferm. sólstofa. Skipti möguleg á minni eign. 11.000.000.- Hjallavegur 5, Njarðvík Um 76 lerm. þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í tjölbýli. Hagstæð lán áhvílandi. 4.400.000,- Litluvellir 12, Grindavík Gott tveggja herbergja raðhús. Flísar og parket á gólfum. Skipti möguleg á stærri eign. 4.550.000.- Heiðarbraut 9, Sandgerði Tæplega 100 ferm. raðhús ásamt 30 ferm. bílskúr. Hitalögn í inn- keyrslu og verönd. 7.700.000,- Brekkustígur 3la, Njarðvík 117 ferm. raðhús á tveimur hæð- um ásamt 25 ferm. bílskúr. 6.500.000.- Njarðvíkurbraut 20, Njarðvík 120 ferm. einbýlishús ásamt 47 ferm bílskúr. Hagstæð lán áhvíl- andi. 6.900.000.- Kirkjuvegur 14, Keflavík Um 93 ferm. þriggja herbergja ný íbúð á jarðhæð. 7.800.000.- Hciðarhól 8, 3ja hæð, Keflavík Góð 70 ferm. þriggja herbergja íbúð á annarri hæð. Mjög hag- stæð lán áhvílandi. 5.300.000,- Suðurgata 38, Keflavík Um 190 ferm. einbýlishús á þremur hæðum. Eignin er öll ný endurbyggð. Skipti möguleg. 11.500.000.- Opið kl. 09:30 til 18:00 alla virka daga. Sölumenn: Guðlaugur H. Guðlaugsson og Margrét Emilsdóttir. 21. JANÚAR 1993 Aðeins milljón boðin í frystihús -sýslumaður lætur aukauppboð fara fram • Keflavíkur- prestakall: Staða að- stoðarprests auglýst Þess er vænst að í þessari viku verði staða aðstoðar- prests við Keflavíkurkirkju auglýst laus til umsóknar. Liðið er um eitt ár frá því að Alþingi samþykkti að ráða í stöðuna, en vegna form- galla hefur staðan ekki ver- ið auglýst fyrr en nú. Samkvæmt lögum um aðstoðarpresta, er gert ráð fyrir að sá er skipi stöðuna starfi sem aðstoðarmaður núverandi sóknarprests séra Ólafs Odds Jónssonar. Hrafnkell ráð- inn yfirlæknir Stjórn Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs hefur samþykkt að ráða Hrafnkel Óskarsson í stöðu yfirlæknis við sjúkra- húsið. Er staðan var auglýst bárust þrjár umsóknir og voru umsóknirnar sendar hæfnis- nefnd til skoðunar. Fyrir síðustu helgi bárust niðurstöður nefnd- arinnar. Þar kom fram að allir umsækjendurnir voru hæfir og númeraði nefndin engan þeirra sem hæfari en annan. Afgreiddi stjórn Sjúkrahúss- ins máliða á fundi sínum á föstudag. Hrafnkell hefur gengt stöðu þessari frá því að Kristján Sigurðsson hætti á síðasta ári. Við framhald uppboðs á hraðfrystihúsi Garðskaga hf. í Garði, þ.e. síðara nauðungar- uppboð, sem fram fór á mið- vikudag í síðustu viku, gerðist það að Islandsbanki átti hæsta boð upp á eina milljón krónur. Þar sem svo lítið var boðið, hefur sýslumaðurinn í Keflavík, Jón Eysteinsson, ákveðið að notfæra sér heimildarákvæði í lögum, til að láta fara fram aukauppboð. Sagði Jón í samtali við blaðið að þetta væri gert til að reyna að fá hærra verð fyrir húsnæði, tæki og áhöld. Hefur verið ákveðið að aukauppboðið fari fram 3. febrúar nk. Bæjarstjórn Keflavíkur: A bærinn nð moka snjó fró fjölbýlishúsum? Vilhjálmur Ketilsson, bæj- arfulltrúi lagði eftirfarandi tillögu frarn á fundi bæj- arstjórnar Keflavíkur síðasta þriðjudag: „Undirritaður leggur til að Keflavíkurbær taki að sér að ryðja snjó frá fjölbýlishúsum í bænum þannig að bílfært teljist að húsunum. Jafnframt verði húsfélög- um boðið upp á að véladeild bæjarins taki að sér að annast snjómokstur og ruðning frá bílastæðum fyrir sanngjarnt verð". Rökstuddi flutningsmaður tillöguna, með því að víða væri illfært fyrir neyðarbíla og aðra að fjölbýlishúsum, þ.e. frá götu. I sumum hús- anna byggi eldra fólk, jafnvel farlama eða einstæðar hús- mæður, sem hefðu ekki tök á að moka frá húsunum. Ellert Eiríksson, bæjar- stjóri, sagðist mótfallinn til- lögunni því ranglátt væri að bærinn færi í samkeppni við vinnuvélaeigendur í bænum sem biðu upp á þá þjónustu að hreinsa snjó af bílastæð- um. Drífa Sigfúsdóttir, lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs og féllst flutnings- maður á það gegn því að hún yrði ekki svæfð þar. Var það samþykkt með 8 atkvæðum, Viktor Kjartansson, vara- bæjarfulltrúi sem sat fundinn sat hjá. Njarövík: Geymslustaður ónýtra skipa? Sern kunnugt er hafa tveir gamlir stálfiskibátar sem aðeins bíða förgunar legið við bryggju í Njarðvíkurhöfn undanfarin miss- eri. Á dögunum kom dráttarskip- ið Hvanneyri með það þriðja. Skip þessi eru: Búrfellið gamla, sem Bergþór Hávarðarson vill breyta í skútu. Búið er að úrelda það og semja við eigendur Hvanneyrinnar um draga skipið til írlands í brotajárn. Elliöi GK, sem skemmdist mikið í eldi og er óviðgerðarhæft og bíöur því sjálf- sagt ekkert annað en að komast í brotajárn. Loks er það skipið sem komið var með á dögunum, Krist- björg VE 70. Það er geymt þar til Hvanneyrin mun draga það er- lendis í brotajárn. ♦ Bátarnir sem sennílega bíða förgunar í Njarðvíkurhöfn. F.v. Krist- björg VE 70, Elliði GK 443 og Búrfellið. Ljósm.: epj. Fannst lótinn ó Reykjanesi 58 ára gamall Hvergerðingur og starfsmaður á Reykjanesi fannst látinn um tvo kílómetra frá bifreið sinni við Sandvík á Reykja- nesi á sunnudagskvöld. Maðurinn hafði fest bílinn í snjóskafli og ekki náð að losa hann. Slæmt veður var þegar þetta átti sér stað, suðvestan sjö vindstig og skafrenningur. Hjálparbeiðni barst til lög- reglunnar í Keflavík kl. tólf mín- útur yfir átta á sunnudagskvöld. Maðurinn hugðist sækja fjóra starfsmenn Saltverksmiðjunnar á Reykjanesi í Hafnir og lagði af stað frá verksmiðjunni kl. 18:30. Þegar hann hafði ekki komið fram um kl.19:00 var hafin leit. Var meðal annars óskað aðstoðar björgunarsveitarinnar Eldeyjar úr Höfnum sem þegar kallaði til mannskap. Eftir nokkra leit fannst mað- urinn meðvitundarlaus í veg- kantinum um 2 kílómetra frá staðnum sem hann hafði fest bif- reiðina, en hann hafði þá gengið í átt að Saltverksmiðjunni. Mað- urinn var fluttur með sjúkrabif- reið á Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs en reyndist látinn þegar þangað var komið. Hjálparaðilar unnu þarna við mjög erfiðar aðstæður en á köflum var skafrenningurinn mjög blind- ur og vart sást fram fyrir bíla, þá var einnig þung færð á Hafna- veginum og á veginum út á Reykjanes.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.