Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 10
10 21. JANUAR 1993 Yikurfréttir minni lét pokann ...,,ég og konan unnum niikið á þeim tíma meðan við vorum að róa okkur - Guðmundur Rúnar Hallgnmsson maður ársins á Suðumesjum tekin tali upp úr þeim öldudal í lífi okkar..." Happasæll heldur á miðin. ♦Þessí' tnynd var tekin pegar skipið hélt á sjó sl. sunnudag. Guðmundur Rúnar Hall- grímsson er ekki hrifinn af kvótakerfinu. frá árinu 1987 hefur kvóti Happasæls KE verið skertur um 57% og er nú tæp 500 tonn. Þess má geta að Guðmundur Rúnar hafði samt keypt 58 tonn af öðrum báti og sameinað sínum kvóta. Samkvæmt þessu er skiljanlegt að menn séu ósáttir við kvótann. Viðtal: Emil Páll og Hilmar Bragi JL eir saekja stíft á Happa- sæl KE-94 og hafa bara fiskað vel að undanförnu. Fiskiríið er líka að glæðast og brúnin lyft- ist um leið á sjómönnunum sem oft geta ekki róið svo vik- um skiptir sökum veðurs. Það er ekkert verið að hanga í landi á Happasæl ef viðrar til veiða og strákarnir þar um borð láta bara vel af vistinni. Skipstjóri er Guðmundur Rúnar Hall- grímsson og hann er einnig maður ársins 1992 eins og fram kemur á forsíðu. Okkur lék forvitni á að kynnast þessum skipstjóra að- eins betur og útsendarar blaðs- ins náðu tali af honum áður en haldið var í enn einn róðurinn á sunnudaginn. Sjómannssonurinn a Vesturgötunni -Hver er Guðmundur Rún- ar? „Eg er fæddur Hafn- firðingur en hef búið í Keflavík síðustu 53 árin. Foreldrar mínir eru Hallgrímur Sig- urðsson sjómaður og Guðrún Bjarnadóttir. Lengst af áttum við heima að Vesturgötu 15 í Keflavík. Við bjuggum fjögur systkini ásamt foreldrum á neðri hæðinni, en efri hæðin var leigð út. Þess má til gam- ans geta að þá var ekki búið að byggja við húsið eins og það er í dag". -Þú hefur verið lengi til sjós? „Já, ég byrja til sjós fimmtán ára gamall á togaranum Kefl- víking og var á honum í hálft annað ár. Þá fór ég á Hilmi og var þar í fjögur ár með Einari Guðmundssyni". Rosalega sjóveikur -Kom aldrei til greina annað ævistarf? „Ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í hausnum á manni. Reyndar var ég oft í landi því ég var svo rosalega sjóveikur þegar ég var yngri. Um tíma lá við að þetta væri hreinlega ekki fram- kvæmanlegt vegna sjóveiki," sagði Guðmundur Rúnar og sýnir okkur ör á báðum auga- brúnum sem rekja má til sjó- veikinnar. Astæðan fyrir ör- unum er sú að hann fékk sjóveikina svo í höfuðið að hann steinlá, eins og hann segir sjálfur. í öðru tilfellinu datt hann í stigagangi niður í vélarrúm og einnig datt hann úti á dekki. „Maður stóð alltaf upp aftur og fór að vinna. Það var ekki um neitt annað að ræða". -Hvað svo? „Svo bara hætti þetta einn góðan veðurdag," sagði Guð- mundur Rúnar og gat fallist á að hafa verið þrjóskari en sjó- veikin, svo hún varð að láta í minni pokann. I útgerð með Dóra sterka Guðmundur Rúnar er bú- inn að vera útgerðarmaður í mörg ár. Þegar hann var 24 ára gamall keypti hann bát ásamt mági sínum Halldóri Hall- dórssyni, Dóra sterka, sem kallaður er. Bátinn áttu þeir saman í fjögur ár. „Þá ákvað ég að fara einn út í þetta og var að 'dútla' við þetta þar til ég varð 32 ára gamall. Þá var ég kominn á hvínandi hausinn með allt draslið og missti allt sem ég átti og mikið meira en ♦ Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, s KE-94. það. Ég hélt eftir konu og fimm börnum". -Þér hefur tekist að vinna þig út úr þeim vanda? „Já, þá var nóg að gera og ef maður var frískur gat maður unnið eins og maður vildi. Ég og konan unnum mikið á þeim tíma meðan við vorum að róa upp úr þessum öldudal í lífi okkar". Guðmundur Rúnar segir það hafa tekið tíu ár að losa sig út úr gjaldþrotinu, þ.e. frá því hann varð gjaldþrota þar til síðasti víxillinn í bankanum hafði verið borgaður. Fjórtánáa vertíðin -Hvenær byrjar þú í út- gerðinni að nýju? „Ég og Sigurður bróðir minn kaupum Happasæl af Jóa Þórlindar 1978. Þetta er því fjórtánda vertíðin sem ég byrja með Happasæl". Þess má geta að sá Happasæll sem Guð- mundur Rúnar gerir nú út er þriðji „Happasællinn" í hans eigu. -Kvótinn? „Ég var aldrei sáttur við kvótann," sagði Guðmundur Rúnar og rifjar það m.a. upp að hann er fyrsti skipstjórinn sem fær að sameina kvóta af tveimur skipum til hag- ræðingar. „Ég var aldrei hrif- inn af kvótanum og er ekki hrifinn af honum ennþá, þar sem þetta er allt farið úr böndunum". Að gera pening úr aflanum -Hefur sjósókn eitthvað

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.