Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 18
18 21. JANÚAR 1993 \ikurfréttir Helgi leikur gegn Pálma Breiðfjörð setn ttáði jafntefli gegtt stór- meistaranum. %Fjöltefli á Ránni: Tveir náðu jafntefli við Helga Ólafsson ♦ Laszlo t kuldagallanitm ásamt nokkrum ungum hraustmennum sem æfa sttnd t brimagaddi. Ljósm.: Hulda Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák tefldi fjöltefli við fimmtán Suð- urnesjamenn á Ránni sl. þriðjudagskvöld. Ekki riðu okkar menn feit- um hesti í viðureignum sínum við stórmeistarann. Tveir náðu þó jafntefli, gamla kempan Pálmar Breiðfjörð og Kristinn Helgason. Þetta þriðjudagskvöld var það fyrsta þar sem skákin ræður ríkjum á Ránni. Næstu þriðjudagskvöld verður teflt og eru í bígerð ýmis mót meðal annars við önnur bæjarféiög. • Getraunir IBK deildarkeppni -nýr hópleikur í 4. leikviku Nú höfum við sem stöndum að getraunum ákveöið að fara af stað með nýja keppni sem tengist get- raunum og köllum við hana ein- faldlega deildarkeppni IBK. Hefst keppnin í 4. leikviku á nýju ári og eru helstu reglur þær að: 1. Liðið skráir sig til keppni í í- þróttavallarhúsinu og fer skráning fram núna um helgina. 2. í hverju liði eru 1-5 aðilar. 3. Spilað skal á eina röð sem mest má kosta 1440 kr. 4. Liðið merki við félagsnúmer ÍBK 230. I upphafi verða liðin sett í tvo eða fleiri riðla og keppa þar allir við alla og estu lið úr íiverjum riðli keppa síðar í 1. deild og næstu í 2. deild o.s. frv. Fjöldi réttra leikja ræður úr- slitum í leik liða, t.d. lið nr. 1 er að keppa við lið nr. 6. Lið nr. 1 fær 9 rétta en lið nr. 6 fær 7 rétta. Þá vinnur lið nr. 1 9:7 og fær 3 stig og markatöluna 9:7, en lið nr. 6 fær 0 stig og markatöluna 7:9. Ef liðin hefðu fengið bæði sjö rétta hefðu þau fengið eitt stig hvort. Margt fleira er í gangi í sam- bandi við getraunir og má þar nefna hópleik getrauna sem felst í því að hópur fær svokallað hóp- númer hjá Getraunum sem hann merkir á seðil sinn áður en honum er rennt í gegnum kassann. Hóp- leikurinn er spilaður í 12 vikur og teljast tíu bestu vikurnar til stiga. Þessi hópleikur er á öllu landinu, en einnig er spilaður samsíða hópleikur hjá IBK og eru sér verðlaun fyrir hann, en þá þarf hópurinn að skrá sig í í- þróttarvallarhúsinu hjá okkur. ÍBK-Kerfi 10140 raðir 2x10 réttir Vinningur 1360 krónur Fósturforeldrar Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar óskar eftir fósturforeldrum til aö taka að sér börn, bæöi skammtíma og til langdvalar. Upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir, fé- lagsráögjafi í síma 16700, virka daga milli kl. 13-14. Félagsmálastjóri Hvernig líst Lazlo á blikuna? Nýir þjálfarar hafa tekið til starfa hjá Sundfélaginu Suð- urnes. Það eru þeir Magnús Már Ólafsson og Laszlo Szeli. Laszlo kemur frá Ungverjalandi, en hann hefur unnið mikið í Þýska- landi. Við hittum Lazslo að máli á æfingu í frosti og snjókomu og spyrjum hann hvernig honum lxtist nú á þetta allt saman. Hann spyr á móti hvort íþrótta- fréttaritarinn tali þýsku og ég er ekki lengi að segja: „Nei, því miður," þrátt fyrir að hafa stúd- entspróf í þýsku upp á vasann!! „Eg kann mjög lítið í ensku," segir Laszlo. „Eg byrjaði að læra hana í nóvember sl. þegar það fór að skýrast íneð að ég færi hingað að þjálfa. Eg kann svona fimm hundruð orð og reyni að elda upp úr þeim potti! Tungumálið er fyrsta vandamálið, ég vona að ég verði búin að ná meiri tökum á því eftir sex mánuði, þ ví annars veit ég ekki hvort ég telst hæfur til að þjálfa þau bestu. " -Ég skil þig bara nokkuö vel! „Já, þetta er allt í lagi stundum, sérstaklega með litlu krakkana en það er erfiðara með þau eldri. Þau umbera mig ennþá, en það er erfitt að útskýra smáatriði þegar orða- forðinn er svona lítill." -En þú talar þýsku er það ekki? „Jú, en það talar náttúrulega enginn annar þýsku í þessu fé- lagi!! Ég er þó skárri í ensku, en þau í þýsku." -Hvernig líst þér svo á Is- land? „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur sem ég hef verið hérna, í Þýskalandi var kalt, en ekki svona brjálað veður! Það eina sem ég hef séð er snjór. Þegar ég flaug inn til landsins sást ekkert nema hvítt alls staðar! En ég er hingað komin til að vinna, ekki til að hvílast, ef ég væri að t'ara í frí þá myndi ég fara til Afríku til þess að jafna mig. Ég byrjaði hér 1. janúar og þjálfaði þrjá tíma fyrsta daginn og krakkarnir tóku mér vel og allt gekk vel. En svo á annari viku varð veðrið vitlaust. Ég sem kem frá Ungverjalandi hef aldrei séð ann- að eins!! Ég sagði: „Nei, þetta gengur ekki!" Ibúðin mín er ekki nema fjögur hundruð metra frá Sundmiðstöðinni, en þessir fjögur hundruð metrar á móti vindi og snjó, úff, það er rosalegt. En þetta venst býst ég við." -Hvernig líst þér á sund- fólkið? „Þegar ég kom hérna í nóv- ember var mikið af fólki að æfa og góðir tímar á pappírunum, en núna eru færri að æfa, margir hafa farið til annara félaga því miður, en ég held að við séurn með á- gætan hóp, nokkra mjög góða og svo efnilega krakka. Ég vil fá fleiri til að æfa og ég mun leggja hart að mér og enn harðar að þeim sem æfa hjá mér!!" Ólafur Thordersen er einn best þekkti handknattleiks- maður Suðurnesja. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrett- án mörk í leik gegn Aft- ureldingu um daginn og því spyrjum við: - Ætlarðu að skora tuttugu mörk í leiknum gegn Breiðabliki á morgun? „Nei, nei, ætli það. Þetta ger- ist nú ekki oft í handbolta að maður skori svona mörg mörk. Við ætlum bara að reyna að vinna, það er það eina sem skiptir máli og er númer eitt, tvö og þrjú. Þett verður hörku- leikur." GETRAUNALEIKUR SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA Rúnar vann Kristinn Rúnar Georgsson vann Kristinn Helgason í síðustu leikviku með 8 réttum gegn sjö. Kristinn skoraði á Harald Magn- ússon sem hefur tippað meira og minna frá því getraunir hófu leik hér á landi. Haraldur á þó ekkert sérstakt upp- áhaldslið í enska bolt- anum. I hans huga er bara eitt lið, ÍBK „sem ég fylgi í gegnum súrt og sætt" sagði Haraldur. Nú er bara að sjá hvernig honum gengur gegn hin- um rnikla speking Kristni Helgasyni. Leikir á þessum seðli eru úr bikarkeppninni, 1. deild og 2. deild. Seð- illinn lítur annars svona út. Spár félaganna eru óneitanlega líkar. Kristinn Haraldur Crewe-Blackburn 2 2 Huddersfield-Southend IX 1 Man. City-Brighton 1 1 Notth. Forest-Middlesbro 1 1 Q.P.R.-Man. City 1 IX Rotherham-Newcastle 2 2 Sheff. Utd.-Hartlepool 1 1X2 Swansea-Grimsby Town 1X2 IX Tranmere-Ipswich 1X2 1X2 Portsmouth-Brentford 1 1 Plymouth-Fulham 1 1 Preston-Bradford IX 1 W.B.A.-Stoke City 1 X

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.