Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 21.01.1993, Blaðsíða 7
Vikurfréttir 21. JANÚAR 1993 7 Fatasöfnunin tókst vel á Suðurnesjum Skipuleggjendur fatasöfnunarinnar sem fram fór á Suðurnesjum í síðustu viku eru mjög ánægðir með framkvæmdina. Að sögn Gísla Viðars Harðarsonar, formanns Rauða krossdeildar á Suðurnesjum söfn- uðust um 480 kassar á ölium Suðurnesjum þar af 65 kassar í Grindavík. Miðað við að um 20 kg. séu í hverjum kassa hafa safnast 9,6 tonn. Sagði Gísli Viðar að Rauða kross deild á Suðurnesjum vildi af þessu tilefni þakka íbúum á Suð- urnesjum gott framlag, svo og sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag. Þá voru þetta góð föt sem bárust. „Okkur er þakklæti efst í huga," bætti hann við. rfHH_CSFT "RÖtíT BAR • RESTAURANT • CAFFE Hafnargötu 19a - Sími 14611 • Frá söfnun í Garði ♦ Frá höfuðstöðvum safnaðarátaksins að Iða- völlum 7 í Keflavík. Ljósm.: hbb. Mótmæli bæjarstjórnar Keflavíkur: Karl Steinar rökstyðji ásökun um þjófnað UPPI Trúbadorarnir BARA 2 fimmtudag, föstudag og laugardag T Á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur fyrir um hálfum mánuði skammaðist Drífa Sigfúsdóttir mikið yfir því að Karl Steinar Guðnason, þingmaður hefði þjófkennt bæjarstjórn Kefla- víkur í beinni útsendingu á Brosinu á gamlársdag. Var á- kveðið að fresta þá umræðu um málið, þar til útvarpsstöðin hefði svarað erindi bæjarstjóra þar sem hann hafði farið fram á útskrift á málinu samkvæmt út- varpsréttarlögum. Undir umræðum á fundi bæjarstjórnarinnar síðasta þriðjudag tók Ellert Eiríksson, bæjarstjóri málið upp að nýju og sagði að Brosið hefði sent sér snubbótta útskift um málið og síðan segulbandsspólu, sem væri þó ekki örugg sönnun, þar sem auðvelt væri að falsa slíkar spólur og klippa það sem á þeim væri sundur og saman. Þó væri ljóst að þingmaðurinn hefði viðhaft orð sem væru það al- varleg að ekki væri hægt að líða. Auk þess sem þetta hefði verið birt á Brosinu í við- komandi útsendingu hefði það oft verið endurbirt á sömu út- varpsstöð og þá jafnvel klippt úr samhengi og sama hefði gerst er orðin voru birt í Suð- urnesjafréttum. Lagði hann fram eftirfarandi: „Mótmæli Bæjarstjórn Keflavíkur mót- mælir ummælum Karls Steinars Guðnasonar, 6. þingmanns Reykjaneskjördæmis sem hann viðhafi í úrvarpi Bros síð- astliðinn gamlársdag, þar sem hann ver þjófnað á bæjarstjórn Keflavíkur. Bæjarstjórnin óskar þess að þingmaðurinn rökstyðji mál sitt." Urðu miklar umræður um málið. Jónína Guðmundsdóttir, sagði þetta vera slæmt mál fyrir þingmanninn. Guðfinnur Sig- urvinsson, sagði það vera mannlegt að gera mistök eins og þau sem Karl Steinar hefði gert þarna. Bæjarstjórnin vissi hinsvegar að þarna hefði hann verið að svara keisaranum í Njarðvík í kappræðum. Karl væri maður sem hefði reynst svæðinu mjög vel og því ætti ekki að taka svona hart á mál- inu, Karl ætti það ekki inni að bæjarstjórnin væri að eltast við einhvern titlingaskít sem sagð- ur væri í hita leiksins. Drífa Sigfúsdóttir, sagði að þjófnaður væri grafalvarlegur hlutur og því ætti að mótmæla því að vera borin þeim sökum, bæj- arstjórnin gæti vart staðið undir þessu. Vilhjálmur Ketilsson, kenndi stjórnanda þáttarins um hvernig fór því hann hefði verið að etja mönnum saman. Bæjarstjóri tók aftur til máls og bað menn um að gera ekki úlfalda úr mýflugu, Karl hefði ekki gert neina tillögu til að leiðrétta málið eða biðja af- sökunar. Brosið og Suð- urnesjafréttir væru búin að marg sarga á málinu og það bætti það ekki. Kristján Gunnarsson, skor- aðið að lokum á bæjarstjóra að draga tillöguna til baka, en hann varð ekki við henni og því voru greidd atkvæði um hana. Sam- þykkti meirihlutinn tillöguna en minnihlutinn greiddi atkvæði á móti og því varð niðurstaðan 5:4. Hljómsveitin Jón forseti föstudag og laugardag FIMMTUDAGSKVOLD Hreystimannafélagiö sér um fimmtudagsfjörið. FRÍTT INN. FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD Hin vinsæla hljómsveit 7 und leikur fyrir dansi. Miöaverð 500 kr. KAFFIHÚSIÐ opið 13-18 alla daga. Ath. Kaffihúsið verður lokað á morgun föstudag vegna jarðarfarar. i Sími 12000 50 Listagyðjan Ijúf Staddur á listsýningu Erlings Jónssonar í Bílakringlunni í Keflavík, 17. jan. '93. Listagyðjan ljúf er þér leikum við hver sinn fingur sem almenningur allur sér hvað andi þinn er slingur. Með bestu kveðju til góðs vinar Páll Þór Jónsson orrann við Gómsætur þorramastúr í trog Einnig nýr og spennandi sérréttama Tökunt að okkur þorrablót, ársh Borðapani ef oskað er. kemur á óvart. ur samkvæmi. VEITINOAHUSIÐ VIÐ BLÁA LÓNIO

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.