Víkurfréttir - 14.04.1994, Síða 9
AF STARFSEMI
KEFLAVÍKURBÆJAR
• Mötuneyti
Holtaskóla:
Nemendum
gefst
kostur á
að kaupa
hottun og
góðan mat
Mötuneyti Holtaskóla var
stofnað í janúar 1993 og starfs-
menn í mötuneytinu eru þær
Ástríður Sigurvinsdóttir og
Guðrún Adólfsdóttir. Starf
þeirra felst í því að smyrja brauð
og sjá um afgreiðslu ýmissa
mjólkurvara til nemenda í frí-
mínútum á morgnanna. í há-
deginu sjá þær um að fullelda
mat, sem afhentur er til mötu-
neytisins samkvæmt útboði.
Jafnframt er það í þeirra verka-
hring að útbúa tilheyrandi salöt
með matnum og að ganga frá að
dagsverki loknu.
Hugmyndin með skóla-
mötuneytinu var fyrst og fremst
að koma til móts við þarfir
nemenda, þ.e. að nemendur
nýttu sér þann valkost að fá
keyptan hollan og góðan mat í
hádeginu á viðráðanlegu verði.
„I upphafi voru nemendur
u.þ.b. 70-80, en í vetur hefur
dregið úr því að nemendur nýttu
sér þennan valkost og getur þar
ýmislegt kornið til greina.“
- Hvernig máltíðir eru í
boði?
„Venjuiegur hollur heim-
ilismatur. Um er að ræða u.þ.b.
30 mismunandi rétti, t.d. fisk-
rétti. kjötrétti og pastarétti. Við
teljum það mikilvægt að nem-
endur fái staðgóðan mat á
skólatíma, því ljóst er, að slíkt
eykur starfsorku nemenda og
ekki er vanþörf á því við lær-
dóminn,“ sögðu þær Ástríður
Sigurvinsdóttir og Guðrún Ad-
ólfsdóttir.
wwm
IflP e
\r\\\
i —s j m Yi;
• Saga Keflavíkur:
Unnið að full-
um krafti
Um ritun sögu Keflavíkur
er þess að geta, að starfið
gengur mjög vel, en það er
unnið á vegum Sögu-
nefndar. Unnið er að fullum
kral'ti við skráningu annars
bindis, og er stefnt að þvf að
það komi út nú í haust eða í
byrjun næsta árs.
Eðlilegt hlýtur að ætla, að
saga Keflavíkur miðist við
stjórnarfarslega sögu stað-
arins og ætti ritun hennar þvf
að Ijúka við árið 1994.
♦ Þorsteiim Valur Bald-
vinsson við störf ofan í skurði
á Hringbrautinni. Þar voru
ræsi endumýjuð og gagan
malbikuð fyrir nokkrum miss-
erum.
Gatna- og holræsakerfi
sem er yfir 50 km. langt
Gatna- og holræsakerfi
Keflavíkur er yfir 50 kílómetra
langt og kostar yftr 2 milljarða
króna. Þar af sjá bæjarbúar að-
eins 35% því hitt er neðanjarðar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson er
verkstjóri í þessari deild bæj-
arins. Við leituðu frétta hjá hon-
um.
„Þetta var mjög erfiður vetur
fyrir gatnakerfið. Frostlyftingar
í eldri göturn og slitlög víða orðin
hættulega þunn, þannig að þetta
hrynur á mjög stuttum tíma.
Fresturinn til að leggja yfir eldri
slitlög er að renna út. Um 30%
lagnakerfisins er yfír 25 ára
gamalt og að mjög misjöfnum
gæðum. Við höfum sex ár til að
sameina lagnir út í sjó og koma
upp skólphreinsun, en það er
dæmi upp á hundruð milljóna.
Gatnadeild byrjaði árið 1992
að ljósmynda holræsalagnir að
innan. i dag getum við skoðað
lagnakerfið á sjónvarpsskjá og á
síðasta ári var farið að mynda
nýlagnir verktaka í öllum út-
boðsverkum.
- Hver eru helstu verkefni
þessa árs?
„Framlenging á Norðurvöllum
að götu sem heitir Heiðarberg og
mun liggja með grjótnámunni.
Einnig verður Heiðarholt tengt
Heiðarbergi. Þetta verða mal-
argötur f fyrstu. Við munum
endurnýja alit í Brekkubraut og
Háholti, malbikum Vatnsholt,
Efstaleiti, Nónvörðu, Norð-
fjörðsgötu, Háteig og leggjum
klæðningu á Aðalgötu milli
Fagragarðs og Iðavalla. Norð-
urvellir og Kirkjuvegur eiga að
klárast, Álsvellir og Eyjavellir fá
kantstein og torf og fl. og fl.“.
- Hvað með Hafnargötuna?
„Við byrjum á endurnýjun
Hafnargötu milli Faxabrautar og
Heiðarvegar og setjum um-
ferðarljós á gatnamót Hafn-
argötu og Vatnsnesvegar.
Vinnuflokkur hreinsar alla daga
milli kl. 06-09 og við munum þvo
allt með vorinu eins og síðasta
ár“.
Gatna- og holræsadeild er
þjónustudeild í eigu bæjarins, þar
sem hver starfmaður þjónar 1000
fbúum og viðheldur fjárfestingu
upp á 286 milljónir. „Við gerum
okkar besta og vonum að bæj-
arbúar hjálpi okkur áfram með
ábendingum og samstarfí við að
l'egra og viðhalda sameigninni,"
segir Þorstcinn Valur Bald-
vinsson.
♦ Ástríður Sigurvinsdóttir og Guðrún Adólfsdóttir i mötuneyti
Holtaskóla. Þærsmyrja brauð, biía til salöt og fullelda matofan
i nemendur, svo þeir verði stórir og sterkir...
• Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar:
Hvað verður gert
við peningana
okkar?
Eins og nokkur undanfarin
ár er fjárhagsáætlun Kefla-
víkurbæjar birt hér í Vík-
urfréttum. Uppsetningin er
einfölduð frá því scm gerist í
bókhaldi bæjarins. í þessu
aukablaði er einnig að finna
viðtöl við nokkra af starfs-
mönnum bæjarins, sem ræða
um þau verkefni sem ráðíst
verður í á þessu fjárhagsári og
ýmislegt fleira. Fyrst og
fremst er þetta gert til að upp-
lýsa bæjarbúa hvað verður um
peningana okkar.
♦ Umferðarljós verða sctt d
gatnamót Vatnsnesvegar og
Hafnargötu d þessu dri.