Víkurfréttir - 14.04.1994, Side 13
FRETTIR
AF STARFSEMI
KEFLAYÍKURBÆJAR
• Skólasel Keflavíkur:
NOKKUD SÁTT VID
SKÓLASELIÐ
Þróunin hefur verið hröð í málefnum Skólasels Kellavíkur.
Skólaselið var opnað I. nóvember 1992 í 50 frem. gæsluvallarhúsi,
en í dag, rúmu árið síðar er Skólaselið
komið í 300 fermetra einbýlishús í næsta
nágrenni skólans og við stofnunina starfa
6 manneskjur í fullu starfi. Þar af er einn
kennari og ein fóstra. Valgerður Sig-
urðardóttir veitir Skólaseli Keflavíkur
forstöðu.
„Börnin sem notað hafa þjónustu okkar
í vetur eru 97. Við renndum blint í sjóinn
með reksturinn og ekki var vitað fyrirfram
hver þörfin væri og fátt var hægt að hafa
til hliðsjónar. Þetta átti ekki að vera skóladagheimili fyrir örfáa úr
forgangshópum og ekki gátumvið hugsað okkur að þetta yrði ein-
hvers konar geymslustaður þar sem allt of mörgum börnum væri
hrúgað saman í umsjá örfárra starfsmanna sem hefðu það helst að
markmiði að allir lifðu af daginn, svona stórslysalaustl. Með já-
kvæðum viðbrögðum bæjaryftrvalda og dugnaði starfsfólks höfum
við í dag skólasel sem við erum nokkuð sátt við“.
í húsnæði skólaselsins eru níu herbergi sem skiptast þannig:
Skrifstofa, fataherbergi, borðstofa og 6 leikherbergi. Auk þess er
stórt eldhús í miðju hússins, þvottahús, geymslur, tvö salerni og tvö
góð hol.
Skólaselið er opið öllum börnum í I .-4. bekk í Myllubakkaskóla,
svo framarlega sem húsrúm leyfir. Foreldrar verða að panta pláss
og ergjaldið greitt fyrirfram. Opið er frá 7:30 til 17:15 alla daga sem
nemendur sækja skóla.
• Útideildin:
Mikilvægt að ná
trúnaði við
krakkana
Útideildin er sameiginlegt verkefni félagsmála- og æskulýðsráða
Keflavíkur og Njarðvíkur og hófst starfsemin 6. mars 1992. I bæj-
arskrifstofunni í Keflavík hefur Marfa
Kristjánsdóttir umsjón með þessum mála-
flokki. Við tókum hana tali.
-1 hverju er stafið fólgið?
„Starf útideildar er fyrst og fremst leit-
ar- og vettvangsstarf og er því mikilvægt
að starfsmenn séu á þeim stöðum þar sem
krakkarnir safnast saman. Mikilvægt er að
ná trúnaði við krakkana og að vinna út frá
þeim forsendum. Útideildin leitast við að
nálgast þá unglinga sem eru í á-
hættuhópum. Einnig er mikið rætt við þá
unglinga sem ekki eru í „vandræðum" og fylgst með því sem gerist
á meðal þeirra".
Útideildin starfar 10 mánuði á ári og er með vaktir á föstu-
dagskvöldum. Þrír starfsmenn eru á vakt hverju sinni, tveir frá
Keflavík og einn frá Njarðvík. Starfsmenn fara á þá staði þar sem
unglingar safnast saman og alltaf fleiri og fleiri koma til starfsmanna
sjálfviljug og fara að spjalla og oft endar með því að vandamálin
koma upp á yfirborðið. Þá er reynt að hafa samband við unglinga
um helgar þegar þau sækja félagsmiðstöðvarnar eða í skólanum. Þau
vandamál sem koma upp geta verið t.d. áhyggjur af drykkju, erfiðar
heimilisaðstæður eða önnur vandamál sem fylgja unglingum í dag.
- Hvernig er samstarf við aðrar deildir eða byggðarlög?
„í hverjum mánuði er haldin fundur með lögreglu, fulltrúum frá
félagsmálastofnun Keflavíkur og Njarðvíkur, forstöðumönnum
Fjörheima og Holtaskóla. A fundinum er rætt um vandamál ung-
linga, sem kannski allir þessir aðilareru að fást við. hver í sínu horni
og hefur þetta samstarf verið rnjög gott." segir María Krist-
jánsdóttir.
• Byggöasafn Suðurnesja:
Umfang eykst við
sameininguna
Byggðasafn Suðurnesja var
opnað á
Vatnsnesi á
árinu 1979.
Safnið er rek-
ið sam-
eiginlega af
Keflavík og
Njarðvík og
kostnaður
Itefur allur verið borgaður ertir
höfðatölureglu. Safnahúsin eru
tvö. á Vatnsnesi í Keflavík í
íbúðarhúsi Vatnsnesjarðar og í
Innri Njarðvík, í íbúðarhúsinu
Innri Njarðvík. Einnig leigir
safnið stóra geyntslu við Hrann-
argötu þar sem munir eru
geymdir uns möguleiki er að
koma þeim í sýningarsal. Þá
hefur Byggðasafn Suðurnesja
geymslurými í hólfi Is-
landsbanka, þar sem geymd eru
verðmæt skjöl, fund-
argerðarbækur og fl. þar til
skjalasafn Suðurnesja verður að
veruleika.
Guðleifur Sigurjónsson veitir
Byggðasafni Suðurnesja for-
stöðu. Starf hans er fólgið í því að
taka á móti munum og myndum.
ganga frá þeirn til geymslu og
skrásetja með skýringum. Hann
segir að oft þurfi að leggja tölu-
verða vinnu í lagfæringu á mun-
um þegar þeir berast til safnsins.
Sameining sveitarfélaganna
hefur þá breytingu í för með sér
að Hafnir korna inn í starfið.
þannig að umfangið eykst all
verulega. Þau hús sem safnið
hefur til umráða í dag eru bæði
gjafirtil sveitarfélaganna. Húsin
hafa nýlega verið gerð upp, þar
sem þau voru farin að láta á sjá
eftir að hafa ekki fengið við-
unandi viðhald um nokkurt
skeið.
Guðleifur segir það há mjög
starfi og tilgangi safnsins að hafa
ekki meira húsrými til sýn-
ingarsala. Það hefur alltaf verið
von þeirra sem við safnið hafa
starláð að og byggt upp, að
skilningur yfirvalda myndi
smáaukast á starfi þess.
Byggðasafnið er opið alla
sunnudaga frá kl. 13:30 til 17:00
og eftir samkomulagi.
• Félagsstarf
aldraðra:
♦ Elsa Kjartansdóttir í fé-
lagsstarfinu ásamt nokkrum
cldri borgurum sem unnu við
dúkamálun.
Félaasleg samvera er
ölíum nauðsynleg
Elsa Kjartansdóttir er for-
stöðumaður félagsstarfs aldraðra
í Keflavík. Hún sér um yfirstjórn
á daglegum rekstri og starfs-
mannahald. Þá þarf hún að
skipuleggja dagskrá sem þarf
bæði að vera Ijölbreytt og höfða
til aldraðra.
„I félagsstarfinu reynum við
starfsstúlkurnar að koma til móts
við þarfir og óskir eldra fólksins,
Félagsleg samvera af hverju tagi
er öllum nauðsynleg og er því
reynt að bjóða upp á ýmsa val-
kosti og nægir að nefna fjölbreytta
handavinnu, leirnámskeið, leik-
fimi tvisvar í viku, vatnsleikfimi,
bingó, hugvekju. gleðistundir
með blönduðu efni sem enda á
dansi. Einnig höfum við heitan
nuddpott opinn þrisvar í viku,
heilsunudd. hár- og fótsnyrtingu,
viðtal við hjúkrunarfræðing og
félagsráðgjafa, svo eitthvað sé
nefnt“.
Félagsstarf aldraðra fer fram á
þremur stöðum í Keflavík. Að
Suðurgötu 12-14 í kjallara fer
fram föndur ýmiskonar, sem er
stór þáttur í félagsstarfmu. að
Hringbraut 57 er leirnámskeið
sem er gífurlega vinsælt. Allt
annað félagsstarf er í fé-
lagsmiðstöðinni Hvammi að
Suðurgötu 15-17.
Það var árið 1985 sem fé-
lagsmálaráð Keflavíkur ákvað að
opna athvarf aldraðra og á þeini
níu árum sem liðin eru síðan hefur
starfsemin þróast mikið. Fólkinu
hefur fjölgað sem þegið hefur
þjónustu og tekið þátt í starfinu.
Elsa sagði að allir þeir sem eru
orðnir 67 ára og eldri og einnig
öryrkjar hafi heimild til að sækja
félagsstarfið. Eldri borgarar í
Kellavík hafa verið duglegir að
nýta sér félagsstarfið, enda hefur
verið töluverð Ijölgun á milli ára.
Að endingu vildi Elsa koma á
framfæri þakklæti og kveðjum til
allra sem lagt hafa félagstarfinu
lið í gegnum árin með ýmiskonar
starfi.
14. APRÍL 1994 13
• Einar Ingimundarson skrifar:
Auðvitað skýrum við nýtt
sveitarfélag KEFLA VÍK
WKURFRÉTTIR
/ /
PUTTKLUBBUR
SUÐURNESJA
Púttmót 24. mars. Stuðn-
ingsaðili: Keflavíkurverktakar
Eldri II. kvenna:
Júlíana Jónsdóttir .... 70
Regína Guðmundsdóttir ....71
Elísabet Halldórsdóttir.. ....74
Yngri II. kvenna:
Jónína Ingólfsdóttir .... 63
Lory Erlingsdóttir .... 70
Vilborg Stange .... 71
Eldri fl. karla:
Kristófer Jónsson .... 67
Stefán Egilsson ....68
Lúðvfk Jónsson .... 68
Yngri II. karla:
Jón Isleifsson ....63
Magnús Sigurðsson ....67
Gunnar Jóhannsson .... 68
Púttmót 7. apríl. Stuðnin; gsaðili:
Happasæll
Eldri II. kvenna:
Regína Guðmundsdóttir ....71
Elísabet Halldórsdóttir.. .... 73
Sesselja Þórðarsóttir ....74
Yngri 11. kvenna:
Jónína Ingólfsdóttir .... 64
Lory Erlingsdóttir .... 71
Vilborg Stange .... 74
Eldri Fl. karla:
Margeir Jónsson .... 63
Stefán Egilsson .... 67
Lúðvík Jónsson ....68
Yngri 11. karla:
Magnús Sigurðsson .... 63
Jón Isleifsson .... 64
Ingibergur Jónsson ....64
Konukvöld í Röstinni
Síðasta konukvöldið f Röstinni
verður haldið 18. aprfl og hefst
kl. 20:00. Grindavíkurkonur sjá
um þetta kvöld. Konur eru
hvattar til að mæta og taka vin-
konur með. 33 konur mættu á
síðasta konukvöld sem haldið
var í Röstinni og tókst vel.
Púttklúbbur Suðurnesja.
• Lögreglan:
Kvartað
yfir
olykt
Nokkuð var um að hringt
væri til lögreglunnar á mánu-
daginn og kvartað yfir inikilli
ólykt sem væri yfir byggðinni
í Keflavík og Njarðvík. Óþef-
urinn var af bræðslureyk frá
fiskimjölsverksmiðjunni í
Sandgcrði, en vindátt var
þannig háttað að reykurinn eða
a.m.k. lyktin af honum lagðist
fyrir byggðina í Keflavík og
Njarðvík. Þefurinn var heldur
ekki góður í Sandgerði.
Þá hafa séð dagsins ljós tillögur
um nöfn á nýja sveitarfélagið, en
þau eru: Suðurnes. Reykjanes,
Hafnavík, Fitjar og Nesbær. Svo
mörg eru þau nöfn sem um má velja
að því viðbættu að skrifa má eitt
nafn á kjörseðilinn í þar tilgerða
línu. Nú skulum við líta á þau nöfn
sem fengið hafa náð fyrir augum
þriggja sveitarstjórna og annarra
sem um þetta hafa fjallað. Reykja-
nes hefur þann ókost að vera nafn
á heilu kjördæmi og getur hæglega
valdið ruglingi sem gæti valdið
ýmsum óþægindum. Sarna er að
segja um nafnið Suðurnes sem er
samheiti allra sveitarfélaganna
sunnan Hafnarljarðar.
Ég veit ekki hversu vinsælt það
verður í þeim sveitarfélögum sem
utan þessarar sameiningar standa að
nota nafn á sveitarfélagið sem er
jafnframt samheiti þeirra sveit-
arfélaga sem standa fyrir utan þetta
nýja sveitarfélag.
Hafnavík er tilbúið nafn eftir því
sem ég best veit. Það nafn er ekki
finnanlegt í þessu sameinaða sveit-
arfélagi. Sýna má fram á að það er
nokkuð föst regla að kaupstaðir
heita eftir ömefnum gömlum og
góðum, kotum eða höfuðbólum,
víkum og voguin eða fjörðum þar
sem þeirhafa byggst upp. Hafnavík
uppfyllir þetta ekki. Sama má segja
um Nesbæ og ýmislegt lleira. Það
er bær austur á fjörðum sem heitir
Neskaupstaður. Ég veit ekki betur
en að kaupstaður og bær séu tvö orð
með sömu merkingu a.m.k. í þessu
tilfelli. Er þetta ekki óþarflega líkt?
Fitjar eru nafn á því svæði þar sem
Hagkaup í Njarðvík stendur. Nafnið
sem slíkt er þó ekki það gott að
Njarðvíkingar sæju ástæðu til að
nota það á sitt eigið sveitarfélag,
enda höfðu þeir annað nafn og betra.
og meira um það nafn: Ibúar
Keflavíkur eru Keflvíkingar og
...Þá er það mis-
skilningur ef einhver
skyldi halda að ekki
megi nota nafnið Kefla-
vík á þetta nýja sam-
einaða sveitarfélag...
íbúar Njarðvtkur Njarðvíkingar.
Ibúar Fitja yrðu væntanlega FITJ-
ungar’
Ekki geta þetta nú talist sérlega
vel undirbúnar tillögur.
Þegar tillögur bárust um nöfn á
þetta nýja sveitarfélag þá var
Keflavík í þriðja sæti. Það nafn hlaut
ekki náð fyrir augum þeirra sem um
þessi mál hafa fjallað. eða réttara
sagt það hefur ekki fengist samstaða
um að hafa það með vegna andstöðu
vissra aðila. Þess vegna er auða lín-
an á atkvæðaseðlinum tilkomin.
Ég hef haldið því fram að frá
praktísku og sögulegu sjónarhomi
sé eðlilegt að sveitarfélagið verði
látið heita Keflavík og vil ég ítreka
að Keflavík er þekktasta nafn sem
völ er á. Keflavík er elsti versl-
unarstaður á Suðurnesjum og í
Keflavík býr um 75% íbúa í þessu
nýja sveitarfélagi. Þá má á það
RAFMAGN 'j
Alhliða rafþjónusta - Nýlagnir
Viðgerðir - Útvega teikningar
Dyrasímakerfi
HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON
Rafverktaki
Vesturgötu 17 - Keflavík
sími 15206 - hs. 15589
985-39065 j
benda að flestir útlendingar eiga
gotl með að bera þetta nafn fram.
Þótt við notum nafnið Keflavík þá
halda Njarðvík og Hafnir sínum
nöfnum.
Ef menn efast eitthvað um að
nafnið Kefiavík sé eðlilegt, þá við
ég benda á eftirfarandi:
Fyrir nokkrum árum síðan voru
tvö sveilarfélög á Vestfjörðum
sameinuð í eitt, þ.e. Isafjörður og
Hnífsdalur. Ég minnist þess ekki að
hafa heyrt raddir um það að nýtt
nafn þyrfti að konta á það sveit-
arfélag. Það heitir í dag Isafjörður
og Hnífsdalur og er á sínum stað
eftir sem áður. Sama varð þegar
Akureyri og Glerárhverfi sam-
einuðust, sveitarfélagið heitir eftir
sem áður Akureyri, en Glerárhverfi
er eigi að síður á sínum stað.
Ég ætla ekki að telja upp fleiri rök
fyrir því að velja nafnið Kefiavík
heldur heiti ég á alla að nota auðu
línuna á atkvæðaseðlinum vel og
skrifa þar KEFLAVÍK.
Það væri alvarlegt slys að kjósa
yfir sig eitthvert nafnskrípi sem
enginn myndi nota.
Þá er það misskilningur ef ein-
hver skyldi halda að ekki megi nota
nafnið Kefiavík á þetta nýja sam-
einaða sveitarfélag.
Þá vil ég benda á að þeir sem nota
auðu línuna á kjörseðlinum mega
ekki merkja við önnur nöfn á seðl-
inum, það gerir hann ógildan.
Keflavík í apríl 1994,
Kinar Ingimundarson.
SVÆDISSKRIF:STOFA MALEFNA FATI.AÐRA
REYKJANESI
FÖTLUTV OG
SAMFÉLAG 2
EFNI:
FÖTLUN OG LEIKSKÓLI
Fyrirlestur og umræöur um fötluð börn í leikskólum. Fjallað
verður um tegundir fatlana, almenna þjónustu/sérþjónustu,
þjónustuúrræði á Suðurnesjum/Stór-Reykjavíkursvæðinu,
mikilvægi þess að fötluð börn séu í almennum leikskóla,
stuðningur við starfsfólk og stuðningur við foreldra.
TÍMI:
18. apríl 1994, kl. 20:00-22:00.
STAÐUR:
Þjónustumiðstöðin Hafnargötu 90, Keflavík.
ÞÁTTTAKENDUR:
Foreldrar og aðstandendur fatlaðra barna á leikskólaaldri,
auk starfsfólks sem tengist börnum og leikskólastarfi.
FYRIRLESARAR:
Hanna Björnsdóttir, deildarsérfræðingur.
Jóhann Thoroddsen, yfirsálfræðingur.
Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku eigi síðar en föstudaginn 15.
apríl í síma 12362.
lönsveinafélag
Suðurnesja
AÐALFUNDUR
Iðnsveinafélags Suðurnesja verður haldinn í
húsi félagsins að Tjarnargötu 7, Keflavík,
fimmtudaginn 28. apríl n.k. kl. 20:30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ónnur mál.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu
félagsins frá og með 18. apríl. n.k.
Stjórnin.
AÐALFUNDUR
Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis verður haldinn að Hafnargötu 80,
Keflavík miðvikudaginn 19. apríl nk. kl.
20:30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.