Víkurfréttir - 14.04.1994, Síða 19
VÍfCUÆFRÉTTIR
14. APRIL 1994
19
Þau
bestu
JÓN KR. GÍSLASON var
kjörinn íþróttamaður Suðurnesja
1993. Eydís Konráðsdóttir, sund-
kona, var önnur í kjörinu og í
þriðja sæti var Karen Sæv-
arsdóttir. kylfingur.
Önnur úrslit urðu þessi:
Fimleikar
Ólafía Vilhjálmsdóttir
Freyja Sigurðardóttir
Hilma H. Sigurðardóttir
Júdó
Sigurður Bergmann
Gunnar Jóhannesson
Gunnar B. Björnsson
Sund
Eydís Konráðsdóttir
Magnús Konráðsson
Svavar Kjartansson og
Guðmundur Unnarsson.
Goll'
Karen Sævarsdóttir
Sigurður Sigurðsson
Rut Þorsteinsdóttir
Körfubolti
Jón Kr. Gíslason
Kristín Blöndal
Jóhannes Kristbjörnsson
Knattspyrna
Gunnar Oddsson
Óli Þór Magnússon
Ragnar Steinarsson
Hestaíþróttir
Marta Jónsdóttir
Sigurður Kolbeinsson
Vignir Amarsson
Skotfimi
Ráll Guðntundsson
Reynir Þ. Reynisson
Guðmundur Guðlaugsson
Badminton
Sigurður Þ. Þorsteinsson
Gunnar F. Gunnarsson
Dagbjört Guðmundsdóttir
Keila
Brynjar Sigmundsson
Unnur Lúðvíksdóttir
Steindór Geirdal
Viðurkenning fyrir frantgang
að íþróttamálum:
Jóhannes Haraldsson.
Grindvík, júdó.
Júlítis Valgeirsson,
Njarðvík. körfubolti.
• Sparisjóðsmótið í
irmanhússknattspyrnu:
ÍBK
og Fylkir
sigursælust
IBK og Fylkir voru sig-
ursælustu liðin á Sparisjóðs-
mótinu í innanhússknatt-
spyrnu yngri Uokka í Keflavík
nýlega. ÍBK sigraði í4. Ilokki,
5. flokki og 6. Ilokki B. Fylk-
ismenn sigruðu hins vegar í 7.
flokki A og B og 6. flokki A.
Tryggja titilhungraðir Grind-
víkingar sér titilinn í kvöld?
Grindvíkingar sýndu það og sönn-
uðu á þriðjudagskvöldið að þeir ætla sér
ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við
Njarðvfk um Islandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik.
I þessari þriðju viðureign liðana, sem
háð var í Grindavík, tóku heimamenn öll
völd í fyrri hálfleik og léku lið UMFN
oft grátt. Heimamenn komust í 14-2 og
síðan í 22-6 en það hvorki gekk né rak
hjá Njarðvíkingum hvort sem það var í
vörn eða sókn og þeir náðu illa að koma
boltanum inn á Rondey Robinson. I
leikhléi höfðu þeir 21 stigs forskot 48-
27.
Njarðvíkingar komu öllu ákveðnari
til leiks í seinni hálfleik og þegar að
ellefu inínúlur voru til leiksloka höfðu
þeir minnkað muninn í tíu stig. En
heimamenn gáfu ekkert eftir og með
Wayne Casey sem skoraði hvert stigið
af fætur öðru og Guðmund Bragason
sem átti stórleik í vörninni tókst þeim
að auka forskotið á ný í 20 stig. Njarð-
víkingar misstu Rondey Robinson útaf
með fimm villur þegar skammt var til
leiksloka og það varð rothögg Njarð-
víkinga og heimamenn gerðu endanlega
út um leikinn og sigruðu örugglega með
23 stiga mun 90-67.
..Þetta var virkilega sætt og loksins
héldurn við haus. Við vorum búnir að
skoða hvað fór úrskeiðis í síðasta leik og
núna héldum við góðri vöm og það var
það sem gerði gæfumuninn. Núna er
ekkert stress á okkur og við komum til
leiks á fimmludagskvöldið (í kvöld) af-
slappaðir og þægilegir með sömu bar-
áttuna og stemmninguna og ég er viss um
það að áhorfendur eiga eftir að flykkjast
í Njarðvtk. Við erum afslappaðir og
pressan eröll á þeim og við ætlum okkur
að taka þetta." sagði Guðntundur
Bragason þjálfari UMFG að leik lokn-
um.
„Þetta var vörnin og liðsheildin sem
sá um þetta og allir stóðu sig frábærlega
og gerðu það sem þeir gátu. Leikurinn
á fimmtudagskvöldið verður upp á líf og
dauða og við ætlum okkur að sigra. Það
hefur alltaf verið talað um Njarðvík sem
reynslumeira lið en ég hef alltaf haldið
því frani að æskan sé sterkari en reynsl-
an." sagði Pétur Guðmundsson leik-
maður UMFG eftir leikinn.
Wayne Casey var stigahæstur í liði
UMFG með 29 stig, Marel Guðlaugsson
17 og Guðmundur Bragason 15. Teitur
Örlygsson var stigahæstur í lið UMFN
með 17 stig. Rondey Robinson 11 og
RúnarÁrnason 10.
„Það er erfitt að skýra hvað fór úr-
skeiðis. Menn gera nákvæmlega ekkert
það sem þeim er sagt fyrir leikinn og þeir
halda að þetta konti allt af sjálfu sér."
sagði Valur Ingimundarson þjálfari
UMFN eftir leikinn og var að vonum
óhress með sína menn.
Staðan í leikjunum er 2-1 Grind-
víkingum í vil og nú spyrja menn. tekst
Grindvíkingum að sigra í kvöld og
hampa titlinum eða ná Njarðvíkingar að
jafna 2-2 og knýja fram fimmta leikinn
í Grindavík á laugardaginn?
GETRAUNALEIKUR ^
SAMVINNUFERÐA 0G VÍKURFRÉTTA
Sigurbjörn heldur naumri forystu
Eins og í vel flestum úrslitakeppnum er spennan í getraunaleiknum ekki sfðri
en í körfuboltanum. I síðustu leikviku fengu þrír tipparar níu rétta, þeir Brynjar,
Grétar og Sigurbjörn og Ástráður var með lakasta árangurinn í síðustu leikviku
með 8 rétta. Staðan erþvíþannig að Sigurbjörn heldureins leiks forystu fráfyrri
viku með 18 rétta (9+9), Brynjar H. Sigurðsson er annar með 17(8+9). Ástráður
Gunnarsson og GrétarOlason eru síðanjafnir í 3.-4. sæti með 16 rétta. Þaðgetur
þvíallt gerst í næstu leikvikum en þrjáreru enn eftir. Verði tveireðajafnvel fleiri
jafnir í efsta sæti að loknum fimm úrslitavikum þá munu þeir tippa einu sinni
til úrslita. Verði þeir aftur jafnir þá verður spilin tekin upp og úrslit fengin
þannig.
Línur eru að skýrast með úrslitaleikinn á Wembley sem eins og öllum ætti að
vera kunnugt um. Chelsea sigraði Luton í undanúrslitum og leikur gegn Man.
Utd. eða Oldham í úrslitum. Chelsea hefur ekki leikið á Wembley í 24 ár og
munaði minnstu að liðið fengi Oldham sem andstæðinga. Júnætitmenn jöfnuðu
á síðustu mínútu framlengingar. Liðin þurfa því að eigast við að nýju....
Hacken-Göteborg 2 2 2 2
Landskrona-Malmö 2 12 2 1X2
Norrköping-Hammarby i I i 1
Trelleborg-Örebro X 2 12 2
Öster-Halmstad 1 i 1 1X2
Arsenal-Chelsea i • 8"ts 1 *T5
Coventry-Sheff. Wed. 2 2 1X2 12
Liverpool-Newcastle 1X2 1 12 X2
Man. City-Norwich IX 1X2 ;Í?
Oldham-West Ham 1X2 X2 1 1
QPR-Everton 1 1 1X2 1
Southampton-Blacbum 2 2 2 2
Wimbledon-Man. Utd. X2 1X2 2 . 2
♦ Nökkvi og
Valureigastvið
i leik liðamm í
Njarðvík. Nii er
bara spuming
hvað gerist i
kvöld.
Ástráður 16
Brynjar 17
Grctar 16
Sigurbjöm 1S