Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.1995, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.03.1995, Blaðsíða 8
8 16. MARS 1995 VjfCURFRÉTTIR Umhverfið er í okkar höndum: Verkefni Ungmennafélags íslands á árinu 1995 Bætt umgengni á hafi, við strendur landsins, ár og vötn er eitt af mörgum verkefnum ungmenna- hreyfingarinnar á árinu 1995 og viðamesta verkið á sviði umhverf- ismála og náttúruvemdar. Yfirskrift verkefnisins er „Umhverfið er í okkar höndum" og því ekki fjar- lægt hreyfingu fólksins að blása í lúðra um bætta umgengni við nátt- úruna. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við ýmsa aðila, s.s. Um- hverfisráðuneytið, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, LIU, Sjó- mannasambandið, Stéttarsamband bænda, Farmanna- og fiskimanna- sambandið og Vélstjórafélag ís- lands. Þetta viðamikla verkefni er að frumkvæði Umhverfisráðuneyt- isins sem fór þess á leit við UMFI að það héldi utan um það. Ekki síst þ.s. náttúmvernd og umhverfismál hafa verið baráttumál UMFÍ frá stofnun hreytingarinnar. Máttur fjölduns Framkvæmdin er hluti af alþjóð- legu hreinsunarátaki samtakanna sem hafa höfuðstöðvar í Astralíu, en verkefnið heitir á alþjóða vett- vangi „Clean up the world- program." Þátttökuþjóðirnar eru Skúli Skúlason, formaður íþrútta- og ung- mennafélags- ins Ketlavík þegar orðnar milli 50-60 talsins. Þeir sem standa að verkefninu von- ast til að með því geti orðið við- horfsbreyting sem stuðli að því að einstaklingar leitist við að bæta umgengni sína við náttúru landsins. Stefnt er að því að virkja sem mest almenning í landinu. Ungmennafélögin í landinu eru 270 talsins með 52 þús. skráða fé- lagsmenn og mun hreyfingin reyna að höfða til sinna félagsmanna og þannig smita almenning til þátt- töku. Málþing á Suðurnesjunt Þann 20. maí 1995 mun haldið fræðsluþing hér á Suðurnesjum með fyrirlestrum og umfjöllun um ástandið við fjörurnar og annað umhverfi við vötn og sjóinn. Ung- mennafélögin á Suðurnesjum munu standa saman að málþinginu, en skipulag hreinsunarinnar verður líklega á hverjum stað fyrir sig. Þá mun hafa farið fram um land allt samskonar málþing. Að þessu munu koma hagsmunaaðilar í at- vinnulífinu, auk sérfræðinga um umhverfismál. Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna 5. júní í sumar, á alþjóðlegum umhverfisdegi Sameinuðu þjóð- anna, er stefnt að því að hreinsa sem mest af fjörum landsins, vatns- og árbökkum. Að því búnu verður skrásett hversu mikið rusl finnst á tilteknum stað og hverrar gerðar það er. Þennan dag mun sem sagt almenningur í landinu vonandi fjöl- menna til þess að hjálpa til við hreinsun f sínu nánasta umhverfi. Iþrótta- og ungmennafélagið Keflavík vill hvetja sína félags- menn og annað áhugasamt fólk að fylgjast vel með framvindu þessa máls, við sem höfum vaxið úr grasi hér þekkjum vel ástandið í fjör- unni. Tökurn höndum saman því umhverfið er í okkar höndurn. Éinstæðnr mæður fjölmenntu á bæjarstjórnarfund í sameinaða sveitarfélaginu þegar umræða var um leikskólagjöld einstæðra foreldra. Víkurfréttamynd/pket. Ertu einstætt foreldri? -opið bréf til pín Um mánaðamótin janúar/febrúar gerðist atburður hér í nýja bænum sem fékk einstæða foreldra með böm á leik- skólaaldri til að standa vörð um rétt sinn. Þetta byrjaði allt með kuldalegu bréfi frá bæjaryfirvöldum um að hækka skyldi leikskólagjöld bama ein- stæðra foreldra um 60% og framvegis ættu þessir foreldrar að sitja við sama borð og fólk í sambúð. Viðbrögð ein- stæðra foreldra voru að rísa upp til vamar og berjast gegn þessu óréttlæti. Hvergi nokkurs staðar á landinu eru einstæðir foreldrar látnir borga sama leikskólagjald og fólk í sambúð. Hvers vegna ekki? Nú það segir sig sjálft að ein manneskja kemur með einar tekjur inn á heimilið á meðan tvær útivinn- andi manneskjur koma með tvöfalt meiri tekjur inn á sama heimilið. Öll þessi umræða og barátta varð til þess að við fórum að hugleiða og / II RAMJOF Félaqar í Vorkalýðs- oq sjómannafélaqi Keflavíkur oq náqrennis! Lára V. Júlíusdóttir hdl, er með lögfræðilegar ráðleggingar fyrir félagsmenn og Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur er einnig með fj ármálaráðgj öf fyrir félagsmenn. Þau verða með viðtalstíma á skrifstofu félagsins á ákveðnum tímum. Þeir félagsmenn sem vilja nýta sér þessa þjónustu er vinsamlega bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins, að Hafnargötu 80 í síma 15777 og panta tíma. skoða í kringum okkur mismuninn á kjömm bama sem búa hjá einu foreldri eða tveimur. Ef þú lítur í kringum þig þá sérðu auðveldlega muninn. Farðu inn í tónlistarskólann, dansskólann, jazzballetskólann, fimleikadeildina og yfirleitt alls staðar þar sem böm koma saman í tómstundastarfi sem kostar peninga. Þú sérð að þar eru börn í meirihluta sem eiga foreldra í sambúð. Líttu á húsakost eða bíl jtessa fólks og þá sérðu væntanlega verðmismun upp á nokkur hundruðþúsund því það segir sig sjálft að tveir skaffa meira í búið en einn. Við höfðum aldrei áður litið á okkur sem sérstakan hóp eða hugleitt fjár- hagsstöðu okkar miðað við fólk í sam- báð fyrr. Þegar sumt fólk í sambúð lét okkur heyra það að við þyrftum nú ekki að kvarta; einstæðir foreldrar hefðu það svo gott, bamabætur hér og bamabótaauki þar. við ættum ná bara að hafa vit á því að þegja, þá fómm við að íhuga hvort þessir sleggjudómar væm réttir eður ei. Niðurstaðan er ein- föld, lífskjör einstæðra foreldra eru í flestum tilfellum lakari en hinna sem em í sambúð. Það er óþarfi að öfundast út í einstæða foreldra, þeir em ekki öf- undsverðir. Við vitum fullvel að meirihluti bæj- arstjómar nýja bæjarins ætlar ekki að sleppa þessari Itækkun á leikskóla- gjöldum. Þetta fólk ætlar sér að stíga skrefið til fulls í haust. Okkur skilst að þessi hækkun sé ekkert „möst" fyrir bæjarsjóð heldur hjartans mál ákveð- inna aðila í meirihlutanum. Þessir aðil- ar vilja fá hækkunina í gegn og þeirn er alveg sama um móralskar afleiðingar. Það má ekki gleymast að fólkið í bæj- arstjóm er fólkið sem var kosið af okk- ur bæjarbúum og starfið er ekki eilíft. Á bak við hvert einstætt foreldri hér í bæ em stærri fjölskyldur og vinir. Allt þetta fólk eru kjósendur. Þegar kjós- endum er misboðið þá setja þeir x-ið á nýjan stað eða við þ;tnn flokk sem lík- legastur er til að gera góða hluti. Það er ekki góður hlutur að skerða lífskjör einstæðra foreldra! Einstæðir foreldrar eru stór hópur, jreir sýna samstöðu og verja rétt sinn ef á þarf að halda. Þess vegna ætla þeir að stofna félag hér á Suðumesjum til að standa vörð uin hagsmuni sína og bam- anna. Réttindi einstæðra foreldra em ekki sjálfgefin. Það verður að berjast fyrir þeirn áfram. Fyrirhuguð hækkun á leikskólagjöldum kenndi okkur það. Við hvetjum alla einstæða foreldra.konur og karla, og aðra sem hafa áhuga á málinu að fylgjast vel með auglýsingum um stofnfundinn sem haldinn verður fljótlega hér á Suð- urnesjum. Þetta verður félag okkar allra sem búum á svæðinu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mundu það! Kellavík.Njarðvík, Hafnir 12.mars 1995 Fvrir hönd undirbúningsnefndar, Guðrún Sigurjónsdóttir Hulda Sveinsdóttir Katrín Kristinsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Marta Eiríksdóttir Ólína R. Stefánsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.