Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.1995, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 16.03.1995, Blaðsíða 18
18 16. MARS 1995 VlffURFRÉTTIR Eiginmuðuv minn.faðir okkar, tengdafaðir og afi Helgi Jónsson frá Stapakoti Háaleiti 9 Keflavík verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 18. mars kl. 14:00. Þeim sem vildu minnast hans er hent á St. Georgsgildið í Keflavík eða Sjúkrahús Suðurnesja. Dýrunn Þorsteinsdóttir Guðmunda Helgadóttir Magnús M. Garðarsson Jónína St. Helgadóttir Jón S. Olafsson Jón Helgason Sigríður M. Olafsdóttir Bjartmar H. Hannesson Kolbrún Sveinsdóttir og barnahörn. ISLANDSMOT UNGUNGAí BADMINTON Dagana 18.-19. mars nk. verður haldið íslandsmót ung- linga í badminton í íþróttahús- inu við Sunnubraut. Mótið hefst kl. 10.00 báða dagana. Setningarathöfn fer í upphafi móts og taka allir keppendur þátt. Uslitaleikirnir verða spil- aðir á sunnudeginum og að þeirn loknum mun verðlaunaaf- hending fara fram. Þetta er stærsta unglingamót sem haldið er á landinu og búist er við um 200 keppendum og af þeim eru 25 keppendur frá Suð- umesjum Reglur um atkvæðagreiðslu á nýju nafni á bæjarfélagið Á bæjarstjórnaifundi Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna, fimmtudaginn 9. mars 1995, var samþykkt að efna til almennrar atkvæðagreiðslu, skv. 5. mgr. 54. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986, um nýtt nafn fyrir bæjarfélagið, sbr. fyrirmæli í auglýsingu nr. 100/1994 2. mgr. 109 gr. sveitarstjómarlaga og úrskurð félagsmálaráðuneytisins, dags. 27. júní 1994, þar sem lagt er fyrir að ný atkvæðagreiðsla fari fram um nafn á bæjarfélagið. Atkvæðagreiðslan fari fram laugardaginn 8. apríl 1995, samhliða kosningum til Alþingis sem fara fram sama dag. Kjörstaðir í bæjarfélag- inu verða þeir sömu og við kosningar til Alþingis og stendur kjörfundur yftr sama tíma og við þær kosningar. Eftirfarandi reglur gilda um almenna atkvæðagreiðslu uni nafn á bæjarfélagið: 1. Almenn atkvæðagreiðsla um nafn fyrir bæjarfélagið skal fara fram laugardaginn 8. apríl 1995. Ef kjördagar vegna kosninga til Alþingis verða fleiri þá framlengist hin almenna atkvæðagreiðsla í samræmi við það. 2. Efnt skal til utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem fer fram á skrifstofu bæjarfélagsins að Tjamargötu 12, frá og með föstudeginum 31. mars n.k. til og með föstudeginum 7. apríl n.k., frá kl. 13 til kl. 16 á virkum dögum. 3. Kosningarétt hafa allir íbúðar bæjarfélagsins er náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og uppfylla að öðru leyti skilyrði um kosningarétt til sveitarstjómar samkvæmt 19. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986. 4. Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu bæjarins að Tjamargötu 12, Keflavík, á virkum dögum, frá og með miðvikudeginum 29. mars n.k til og með föstudeginum 7. april n.k. Kærufrestur við kjörsrána rennur út kl. 16, fóstudaginn 7. apnl n.k. 5. Kjörstaðir í bæjarfélaginu vegna atkvæðagreiðslunnar verða á sömu stöðum og kosningar til Alþingis, en í öðm herbergi og verða þeir opnir á sama tíma og við þær kosningar, sbr. og 1. gr. ef kjördögum er fjölgað. Nánar skal tilkynnt um kjörstaði og kjörtíma í fjölmiðlum. 6. Valið skal milli tveggja eftirtalinna nafna á kjörseðli: Reykjanesbær og Suðumesbær. Einungis má greiða öðm nafninu atkvæði. 7. Atkvæði er greitt með því að kjósandi markar með ritblýi kross á atkvæðaseðilinn fyrir framan það nafn er hann vill greiða atkvæði sitt. 8. Atkvæði skal metið ógilt ef ekki verður séð með vissu hvoru nafninu kjósandi greiðir atkvæði sitt ef merkt er við bæði nöfnin, ef áletrun er á atkvæðaseðli fram yftr það sem segir í reglum þessum eða annarleg merki sem ætla má að séu sett á atkvæðaseðilinn af ásettu ráði til að gera hann auðkennilegan og ef atkvæðaseðill er annar en hefur verið afhentur af kjörstjóm. 9. Urslit atkvæðagreiðslunnar er bindandi um val á nafni. Það nafn er fleiri atkvæði hlýtur skal valið sem nafn á bæjarfélagið. 10. Kjörstjóm sem valin var á fundi bæjarstjómar þann 21. febrúar 1995 vegna atkvæðagreiðslu þessarar annast framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, talningu atkvæða og úrskurðar um gild og ógild atkvæði á gmndvelli þessara reglna ergilda um atkvæðagreiðsluna. Þannig samþykkt á fundi bæjarstjórnar 9. mars 1995. Ellert Eiríksson Reynir Olafsson Jóhann Geirdal Steindór Sigurðsson Kristbjörn Albertsson Jónína A. Sanders. Anna M. Guðmundsdóttir Kristján Gunnarsson Sólveig Þórðardóttir Björk Guðjónsdóttir Þorsteinn Arnason Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, Keflavík Sími 92-14411 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, fimmtudaginn 23. mars 1995 kl. 10.00, á eftirfarandi eign- um: Heiðargarður 10, Keflavík, þingl. eig. Ragnheiður Steindórsdóttir. gerðarbeiðandi (beiðendur) Bæjar- sjóður Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og Sparisjóðurinn í Kefla- vík. Lyngholt 19. 0201, Keflavík, þingl. eig. Hrönn Þórarinsdóttir, gerðar- beiðandi (beiðendur) Gjaldheimta Suðurnesja, Lífeyrissjóður Suður- nesja og Vátryggingarfélag Islands. Sýslumaðurinn í Keflavík 14. mars 1995 Uppboö Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð hjá þeim sjálf- um sem hér segir: Hrannargata 4A. Keflavík, þingl. eig. Eldey hf., gerðarbeiðandi (beiðendur) Bæjarsjóður Keflavík- ur. Njarðvíkur og Hafna, Gjald- heimta Suðurnesja og Landsbanki íslands, 22. mars 1995 kl. 10.00. Sýslumaðurinn í Keflavík 14. mars 1995 Stórsigur Víðis Víðismenn sigruðu lið Gróttu sl. sunnudag á Seltjarnarnesi 122-48. í hálfleik var staðan 63- 24 Víðismönnum í vil. Sigmundur Herbertsson á sannkallaðan stórleik, skoraði samtals 43 stig þar af 12 þriggja stiga körfur. Stigahæstu menn Víðis: Sigmundur Herbertsson 43 stig AgnarOlsen 21 “ Ásgeir Þórisson 19“ Gísli Gfslason 15 “ Víðismenn stefna á þriðja sætið í sínum riðli sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þrjú lið berjast um það sæti; Víðir, Léttir og Golfklúbbur Grindavíkur. Þriðjudaginn 21. mars n.k. er síðasti heimaleikur Víðis, þá gegn sterku liði Grindvíkinga og verður eflaust ekkert gefið eftir í þeirri viðureign. Forsala aðgöngumiða á leikinn verður í Iþróttamiðstöðinni Garði, mánudaginn 20. mars frá kl. 18.00 - 21.00. Ferðir í Bláfjöll - ef næg þátttaka fæst! Elsku mamma! Til hamingju með afmælið, þann 17. mars. Þín dóttir, Hildur Hrund. Þessi svefnpurka á dúnduraf- rnæli þann 19. mars n.k. Loks- ins kominn á unglingaaldurinn. Við Þessi drengur verður fertugur 16. mars. Til hamingju með daginn. Vinirog fjölskylda Viðtalstímar forseta bæjarstjórnar eru alla þriðjudaga kl. 09:00- 11:00 á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12, II hæð, sími 16700. Bæjarstjóri. r dfopiAn Hafnargötu 90 -1 47 90 Káhrs parket verð frá 2.915.- pr. ferm.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.