Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.1995, Síða 19

Víkurfréttir - 16.03.1995, Síða 19
VflfUflFRÉTTIR 16. MARS 1995 19 Af hverju var Booker rekinn? Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Bandaríkjamaðurinn Frank Booker, seni leikið hefur með Grindvíkingum að undanfömu, var rekinn ffú félaginu ísíðustu viku og er ástæða brottrekstursins sagðir vera samstarfsörðuleikar bæði við þjálfara og stjóm félagsins. Til að fá gleggri mynd af mála- vöxtum haföi blaðið samband við þjálfar liðsins Friðiik Inga Rúnars- son. Af hverju var Booker rekinn frá liðinu? „Það voru svona ýmsir sam- starfsörðuleikar milli hans og mín og svo stjómarinnar. Það er alveg á hreinu að Frank Booker er mjög góður leikmaður og hann spilaði mjög vel fyrir okk- ur og þó sérstaklega framan af. En eftir bikarúrslitaleikinn þá fannst mér hans viðhorf breytast og það virtist eins og áhuginn helði minnkað hjá honum og þetta var ekki eingöngu mín tilfinning held- ur vom fleiri í liðinu sem fundu þetta líka.“ Spennan magnast Það verða Njarðvíkingar og Skallagrímsmenn og Grindvíkingar og Keflvíking- ar sem mætast í tjögrra liða úrslitum um íslandsmeistar- titilinn í körfuknattleik. Núverandi Islandsmeistar- ar Njarðvíkinga lögðu KR- inga að velli í þriðju viður- eign liðana í Njarðvík á mánudagskvöldið 89-72 og sigruðu samanlagt 2-1. Kefl- víkingar lögðu Þór að velli á Akureyri 96-82 og sigruðu samanlagt 2-0 og það gerðu Grindvíkingar einnig en þeir sigruðu Hauka nokkuð létt 88-122 í Hafnarftrði í seinni leiknum. Það er nokkuð ljóst að það verður hart barist í úrslita- keppnini en hún hefst í kvöld kl. 20.00 en þá mætast Njarðvík og Skallagrímur í Njarðvík og annað kvöld leika Grindavík og Keflavík sinn fyrsta leik og hefst hann einnig kl. 20.00. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki stendur uppi sem sigurvegari. Var ekki vendipunkturinn á samstarfinu sá að hann spilaði ekki með stjörnuliðinu í Laugar- dalshöllinni? „Eg vil meina jú að það sé einn þátturinn í þessu að hann var ekki valinn í stjömuliðið. Hinsvegar get ég sýnt það að nafh hans var upp- haflega á þessum stjömulista sem ég var búinn að búa mér til. Málið er hinsvegar það að þessi leikur fer fram á laugardegi og á þriðjudeginum á undan þá vomm við með æftngu í Grindavík sem liann gat ekki mætt á vegna þess að hann hafði fengið sprautu í bakið. A miðvikudeginum mætir hann á æfingu en hann var ekki viss um það hversu góður hann væri svo ég tjáði honum það að ég myndi ekki velja hann í stjömuliðið. Hann sagðist vera sáttur við þá ákvörðun enda hef ég skýrar reglur um það að sé Ieikmaður, ég tala nú ekki um erlendan leikmann sem er á háum launum hjá íslenskum félagsliðum, meiddur í leik rétt á undan stjömu- leik eða einskonar trúðsleikjum eins og ég kalla þetta stundum þá taka þeir ekki þátt í svona leikjum. Það er alveg á hreinu. Booker og Friðrik Ingi í leikgegn Njarðvtkfyrr í vetnr. Gnðnmndur Braga og Guðjón Skúla lilusta á. VF-nnjndlhbb. Á fimmtudeginum fyrir stjömu- leikinn spilar hann með okkur í leik í Grindavík og átti ágæta kafla og honum virtist líða ágætlega og í framhaldi af því þá mætir hann í stjömuleikinn án þess þó að vera boðaður og ætla sér bara að vera með sem er alveg út í hött enda var ég búin að velja mann í staðinn fyr- ir hann. Nú eftir þetta þá var hann mjög illur og ég var ekki sá eini sem fann það. Það voru mínir aðstoðarmenn, stjóm og leiknienn sem fundu þetta líka. Mér fannst hann byija á því að hunsa ýmislegt það sem ég lagði honum fyrir, hann segir annað sem er ósköp eðlilegt, hann hefur sína skoðun og ég mína. En hann getur ekkert þrætt fyrir það að hans viðhorf til liðsins breyttist eftir stjömuleikinn og það Ægileg barátta Njarðvíkingar höfðu betur í þriðju viðureignini gegn KR er liðin mættust í Njarðvík á mánu- dagskvöldið. Lokatölur urðu 89- 72. Mikils taugatitrings gætti hjá báðum liðum enda mikið í húfi. Njarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega tíu stiga forystu og voru mun betri aðilinn. Staðan í leikhléi var 43-33. Strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks gerðu heimamenn út um leikinn og skoruðu 26 stig gegn 14 gestana. „Þetta var ægi- leg barátta allan tíman. Við á- kváðum að herða vömina og það tókst, þeir þurftu að hafa meira fyrir sóknunum. Við gáfum þeim smá möguleika en þetta var þó aldrei í hættu. Við mætum Skallagríms- mönnum og það er sama sagan þar. Við þurfum að spila góða vöm í 40 mínútur því þeir verða grfðalega erfiðir. Þeir sýndu það og sönnuðu gegn ÍR. Við byrjum að sjálfsögðu heima og það kem- ur ekkert annað til greina en sigur í fyrsta leik.,“ sagði Teitur Or- lygsson Njarðvíkingur kampa- kátur eftir leikinn á mánudags- kvöldið. Frekar létt hjá Keflavík Keflavíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Islandsmótsins í körfuknattleik á mánudagskvöldið eftir frekar auðveldan sigur á Þórs- urum á Akureyri. Liðin skiptust á um að leiða í fyrri leikhluta. Kefl- víkingar höfðu yfir í leikhléi en staðan var þá 41-47. Jafnræði var með liðunum framan af seinni leikhluta en í stöðuni 53-53 tóku Keflvíking- ar við sér og sigldu framúr. Þar var Jón Kr. Gíslason í aðalhlutaverki. Þeir juku forskot sitt jafnt og þétt og lokatölur urðu 96-82. Góð liðsheild skóp sigurínn „Þetta var góður leikur og góð liðsheild. Það hjálpuðust allir að spila góða vörn og sókn. Þetta var aldrei spuming við erum með miklu betri breidd en Haukar. Við mætum Keflvíkingum í fjögrra-liða úr- slitunum og það verður svaka rimma,“ sagði Guðjón Skúla- son leikmaður með Grindavík eftir að liðið hafði lagt Hauka að velli 88-122 í Hafnarfirði á laugardaginn. Grindvíkingar, sem léku án Franks Booker, höfðu mikla yfirburði í leiknum og léku Hafnfirðingana oft grátt. í leik- hléi var staðan 42-59. Helgi Guðfinnsson var stiga- hæstur hjá Grindavík með 29 stig, Marel Guðláugsson 28 og Guðmundur Bragason 18. sáu og fundu allir í liðinu." Þú ert sem sagt að segja það að aðalástæðan fyrir hans óá- nægju sé sú að hafa ekki fengið að spila þennan margfræga stjörnuleik? , Já ég tel það aðalástæðuna. Rifust þið á æfingum? „Nei alls ekki. Við höfúm aldrei rifist en að vísu höfum við skipLs á skoðunum eins og gengur og ger- ist. Eg vill líka taka það fram að gengi liðsins er búið að vera brösótt eftir bikarúrslitaleikinn. En það er að mörgu leyti mjög eðlilegt því jxitta er íyrsti titill félagsins og það ekkert óeðlilegt að það komi smá dýfa. Menn ráða ekki við það og það er ekki Frank Booker að kenna. Eg vill líka að það komi skýrt fram að menn hafa sagt það að Frank hafi spilað illa og það er engin lýgi en það hafa líka aðrir í liðinu spilað illa og langt undir getu t.d. Nökkvi, Guðjón, Pétur, Guð- mundur og margir aðrir næstum því allt liðið. Eg sagði Frank Booker það að það væri ekki verið að kenna honum um það hversu liðið hetði spilað illa í undanföm- um leikjum." Aöalástæðan fyrir brottrekstri Franks frá liðinu er sem sagt samskiptaörðuleikar fyrst og fremst? , Já eingöngu út af því. Svo er líka annað, stjóm félagins leigði undir hann íbúð í Grindavík sem hann neitar að búa í og þar af leið- andi er maðurinn aldrei í bænum. Það vom gerðir skilmálar um það að hann ætti að vera í íbúðinni fyiir alla leiki sem hann hefur ekki gert og það er meira en stjómin gat sætt sig við. Svo er líka annað. Við vomm að heyra ljótar en staðfestar sögur út f bæ um það að hann liati verið að rægja okkur sem okkur finnst mjög leiðinlegt. í framhaldi af því settust við nið- ur og ræddum málin og útkom;ui er kannski ekki skemmtileg en hún var að engu síður nauðsynleg úr því sem komið var.“ Þið standiö og fallið með |)ess- ari ákvörðun? Já við stöndum og föllum með jiessu og ég held að allir séu nokk- uð sáttir við niðurstöðuna. Við ger- um okkur alveg grein fyrir því að joetta verður erlið viðureign gegn Keflavík en við eigum þó alltaf heimavöllinn. Nú það er líku ekkert sem segir okkur það að við hefðum farið áfram á móti Keflavík með Fr.uik Bookerog liðið í eins mikilli fýlu eins og það virtist vera í. Spumingin er sú hvort þetta hafi ekki verið allt að því rétt ákvörð- un?‘ Hvað með nýja leikmanninn ykkar? „ Við vitum sitt lítið af hverju um jrennan leikmann. Hann heitir Mark Mitchell og er um einn og áttatíu. Hann er nokkuð sprækur en þetta er engin súpergúffí sem kem- ur hingað og vinnur deildina einn. En ég held að hann geti hjálpað Helga í leikstjómandastöðunni og þeir skipt henni saman. Ef það smellur þá emm við búnir að fylla kvótann í liðinu á ný.“ Kútmagakvöld Lionsklúbbur Grindavíkur býöur öllum karlmönnum, 20 ára og eldri til sjávarréttaveislu í Festi laugardaginn 18. mars þar sem “allt” veröur úr djúpinu snætt. Dagskrá Kl. 19.00 Húsiö opnaö, boöiö upp á fordrykk Kl. 20.00 Sest aö krásum. Ræðumenn: Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaöur Össur Skarphéöisson, umhverfisráðherra Skemmtikraftar: Jóhannes Kristjánsson, eftirherma Ragnar Bjarnason, söngvari Draumdfs aö sunnan Álftagerðisbræöur úr Skagafiröi koma sérstaklega til skemmta sunnanmönnum Veislustjóri: Níels Árni Lund Á sama tíma munu Ellingsen, Friðrik A. Jónsson og Hampiöjan standa fyrir sjávarútvegssýningu í Festi. Einnig verður happdrætti, glæsilegir vinningar. Miöaverö er 3.500 krónur Allur ágóöi rennur til líknarmála Kútmaganefnd íþróttahúsið í Keflavík STÓRLEIKUR Sunnudagskvöld 19. mars kl. 20:00. KEFLAVÍK - GRINDAVÍK DEILDIN L Landsbanki íslands Útibúin á Suðurnesjum Afram Kcflavík!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.