Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.1995, Síða 11

Víkurfréttir - 16.03.1995, Síða 11
VfKURFRÉTTIR 16. MARS 1995 11 ræðrafélag irkju 30 ára í sögu félagsins Lög fyrir félagið í 12 greinum voru samþykkt. Stjórn- ina skipuðu fimm konur og tveir endurskoðendur. í stjórn voru kjörnar frúrnar Sjöfn Jónsdóttir, formað- ur, Asta Arnadóttir, gjaldkeri, Sigríður Aðalsteinsdótt- ir, ritari, Marta Eiríksdóttir og Þorbjörg Pálsdóttir, meðstjórnendur. Endurskoðendur voru Steinunn Þor- steinsdóttir og Sigrid Toft. ♦ Keflnvíkurkvartettiim. ustu verkefnin í höfn. Ahuginn fyrir að fegra og prýða kirkjuna var alltaf jafn mikill. Á fimm ára afmæli fé- lagsins árið 1970 voru kirkjunni færðir brúðhjónastólar. Hafði Randi Træen veg og vanda að útvegun þeirra. Stólarnir voru smíðaðir í Noregi og voru hinir mestu kjörgripir. Öruggur samastaður Með tilkomu safnaðarheimil- isins Kirkjulundar árið 1971 fékk félagið öruggan samastað sem auðveldaði starf þess mikið. Fram að þeim tíma hafði starf- semin farið fram hér og þar um bæinn. Félagsfundir voru haldnir í Tjarnarlundi, Tónlistarskólan- um eða Sjálfstæðishúsinu en nefndarfundir og alls kyns for- vinna á heimilum félagskvenna. Staðið var fyrir kaffiveiting- um á vegum sóknarnefndar þeg- ar á þurfti að halda, aðstoðar í anddyri kirkjunnar á stórhátíð- um, sérstökum kirkjudögum og við fermingar, fermingarbörnum hjálpað við mátun fermingar- kyrtlanna og að klæðast þeim. Þá var staðið fyrir leikhúsferð- um og árvissum sumarferðalög- um. Hugað að þörfum aldraðra sjúkra Jólabasarar hafa verið haldnir árlega með þeirri breytingu að bakað var laufabrauð, sem naut mikilla vinsælda. Einnig var far- ið að huga að þörfum aldraðra sjúkra og árið 1984 var Dvalar- heimili aldraðra að Garðvangi fært mjög fullkomið sjúkrarúm. þá var Dvalarheimili aldraðra að Víðihlíð og sjúkrahúsinu fasrðir vandaðir hvíldarstólar. Árið 1987 var stofnaður sjóður til styrktar D-álmu sjúkrahússins, þegar hún rís af grunni. Á sjötfu ára afmæli kirkjunnar Helga Pétursdóttir, meðstj. Endurskoðendur: Vilborg Strange og Kristín Guðbrands- dóttir. Frábærar viðtökur bæjarbúa Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu Systra- og bræðrafélags- ins og orðið tfðrætt um fyrstu árin en þá voru línurnar lagðar að starfi þess. Gróskunni í starfi félagsins er ekki síst að þakka bæjarbúum sem tóku þvf frábær- lega vel. Fóru þar santan viðtök- ur þeirra ásamt samheldninni og starfsgleðinni sem ríkti á meðal systranna. Þar myndaðist kunningskapur og vinátta sem ekki fyrnist. Jóhanna Pálsdóttir. ♦ Örtröð við „Ungó" ífyrsta jólabasamum árið 1965. gaf félagið flísar á andyrið og gólfteppi inn að kór. Nokkru síðar gaf félagið skírnarkjóla sem saumaðir voru af frúnum Árnínu Sigmundsdóttur, Karitas Finnbogadóttur og Ástu Árna- dóttur. Félagið verður Systra- og bræðrafélag Á aðalfundi árið 1977 var lög- um félagsins breytt þannig að nú skyldu bæði karlar og konur í prestakallinu, eldri en 16 ára, geta gerst félagar. Þá var einnig nafni félagsins breytt í Safnaðar- félag Keflavíkurprestakalls. Á aðalfundi árið 1982 var nafninu svo aftur breytt í Systra- og bræðrafélag Keflavíkurkirkju. Frá upphafi stofnunar félags- ins hefur meirihluta félaga gegnt stjórnar- eða nefndarstörfum. Eftirtaldar frúr hafa gegnt formennsku: Sjöfn Jónsdóttir, 1965-67. Sigrid Toft, 1967 -69. Marfa Hermannsdóttir, 1969-71. Helga Pétursdóttir, 1971 - 76. Edda Bogadóttir, 1976-78. Randi Træen, 1978-81. Jóna Ingimundardóttir, 1981-83. Karitas Finnbogadóttir, 1983-86. Gríma Thoroddsen, 1986-89. Karitas Finnbogadóttir frá árinu 1989. Núverandi stjórn skipa: Karitas Finnbogadóttir, form. Marta Baldvinsdóttir, varaform. Gunnlaug Olsen, gjaldk. Auður Brynjólfsdóttir, ritari. Árnína Sigmundsdóttir, meðstj. ♦ Núverandi stjórn félagsins, efri röð f.v.: Marta Baldvinsdóttir, Ámína Sigmundsdóttir og Helga Pétursdóttir. Neðri röð f.v.: Gunnlaug Ólsen, Karitas Finnbogadóttir og Auður Brynjólfsdóttir. ♦ Fyrsta stjórn félagsins, f.v. aftari röð: Sigrid Toft, Marta Eiríksdóttir, Þorbjörg Páls- dóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir. Neðri röð f.v.: Ásta Arnadóttir, Sjöfn Jónsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.