Víkurfréttir - 16.03.1995, Side 10
10
16. MARS 1995
VlKURFRÉTTIR
ul ' * J yf ‘“T'7/ *Jy*>
irs.,!1
• ■
W 'j M ft ttSsk i :'jL
S Jl
♦ Fjölskylduskemmtim t Stapa. Tískusýning undir stjóm Andreu Oddsteinsdóttur.
♦ Andrea Oddstcinsdóttir sýnir samkvxmiskjól.
Hafist handa
Sóknarpresturinn, séra Björn
Jónsson, kvað sér hljóðs á stofn-
fundinum, fagnaði stofnun fé-
lagsins og hvatti til dáða. I máli
hans kom frant að þar sem veru-
leg stækkun og breytingar á
Keflavíkurkirkju stæðu fyrir
dyrum væri einkum þrennt sem
nauðsynlega vantaði. Það væri
nýtt orgel, nýjir bekkir og lag-
færing og fegrun umhverfis
kirkjuna.
Viðbrögðin létu ekki á sér
standa. Á næsta fundi, sem hald-
inn var 27. apríl, var ákveðið að
hrinda af stað fjársöfnun fyrir
nýju orgeli. Frú Marta Her-
mannsdóttir var valin til að veita
orgelsjóðsnefnd forgöngu. Á
fundinum var einnig ákveðið að
gefa út minningarkort að tilhlut-
an frú Ástu Árnadóttur. Skyldi
þeim fjármunum sem í sjóðinn
rynnu varið til menningar- og
mannúðarmála. Var Ástu falin
útgáfa kortanna, sem luin hann-
aði, og formennska sjóðsnefnd-
ar. Frú Ásta á enn sæti í stjórn-
inni.
Frú Marta Eiríksdóttir lagði til
að efnt yrði til samskota á fund-
um til að standa undir kostnaði á
fegrun umhverfis kirkjuna. Það
var santþykkt og var frú Marta
kosin formaður blómasjóðs.
Biðraðir við fyrsta
jólabasarinn
Á júnífundi var ákveðið að
halda jólabasar. Frú Sigríður
Aðalsteinsdóttir veitti forstöðu
nefnd sem sá um framkvæmd-
imar. Snemma um haustið hófst
undirbúningurinn. Fyrir góðfús-
legt leyfi skólastjóra Gagnfræða-
skólans, Rögnvaldar Sæmunds-
sonar og Randíar Træen kenn-
ara, fékk basarnefnd afnot af
handavinnustofu skólans eitt
kvöld í viku endurgjaldslaust.
Þar var svo komið saman og út-
búnir alls konar jólamunir. Þegar
leið að basarnum voru gluggar
Verslunarbankans við Hafnar-
götu fengnir að láni til að sýna
vaminginn í. Þá var einnig efnt
til leikfangahappdrættis sent frú
Þorbjörg Pálsdóttir stóð fyrir.
Við þetta tækifæri var svo selt
kaffi í umsjón frú Katrínar
Ólafsdóttur.
Basarinn var haldinn 5. des-
ember í Ungmennafélagshúsinu
sem fékkst endurgjaldslaust. Ör-
tröð myndaðist við dyrnar þó
nokkuð fyrir auglýstan opnunar-
tíma. Allt seldist á augabragði
og þótti basarinn takast fram úr
björtustu vonum. Ágóðinn af
honum, leikfangahappdrættinu
og kaffisölunni gerði kr.
108.428.35. Um sama leyti var
söfnunin í orgelsjóðinn komin í
tæp tvö hundruð þúsund.
Af fjölskyldu-
skemmtunum
I febrúar 1966 var ákveðið að
efna til tískusýningar hinn 13.
mars. Frú Hólmfríður Jónsdóttir
var kosin formaður nefndar til
að sjá um framkvæmdir. Fatnað-
ur var fenginn að láni hjá tísku-
verslunum í Reykjavík. Andrea
Oddsteinsdóttir var fengin til að
stjórna sýningunni. Heiðar Ást-
valdsson ásamt Guðrúnu Páls-
dóttur sýndu dans, Savanna tríó-
ið kom fram og einnig kvartett
úr Karlakór Keflavíkur.
Skemmtunin fór fram í Stapa á
tilsettum tíma og var að allra
dómi hin glæsilegasta. Og ekki
skemmdu kaffiveitingar í umsjá
frú Katrfnar Ólafsdóttur.
Þegar í ljós kom hve vel hafði
tekist til var á næsta fundi
ákveðið að halda álíka skemmt-
anir árlega. Og það var svo gert
næstu tvö árin og sáu þá félags-
konur sjálfar um skemmtiatriðin;
léku, sungu og lásu upp. Allat'
þessar skemmtanir fengu frá-
bæra aðsókn og skiluðu umtals-
verðurn ágóða til félagsins. Síð-
an voru haldnir til skiptis jóla-
basarar og leikfangahappdrætti.
Á þriðja ári félagsins var
keypt fullkomið fæðingarrúm
fyrir ágóðan af bingói, sem spil-
að var á flestum fundum, og gef-
ið sængurkvennadeild Sjúkra-
húss Keflavíkurlæknishéraðs.
Nýjir kirkjubekkir...
Ég get ekki látið hjá líða að
nefna nöfn okkar stóru bræðra,
séra Björns Jónssonar, Hauks
Ingasonar og Bjarna Jónssonar,
sem alltaf voru boðnir og búnir
til að styðja það nteð ráðum og
dáð sem systurnar tóku sér fyrir
hendur.
♦ Skemmtiatriði flutt í Stapa ó fjölskylduhátið. Systrafélagskonur í
góðum gerfum.
Systra-og b
Keflavíkurk
-stiklað á stóru
Fyrir forgöngu og undirbúning presthjónanna, séra
Björns Jónssonar og frú Sjafnar Jónsdóttur, var hald-
inn stofnfundur Systrafélags Keflavíkurkirkju hinn
12. mars 1965 í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík. Eitt
hundrað og sjö konur gerðust stofnfélagar. Markmið
félagsins voru að efla kristilegt safnaðarstarf og vinna
að menningar- og mannúðarmálum í prestakallinu.
Á fyrsta ári félagsins voru
gefin út jólakort með ljósmynd
sem Haukur Ingason tók af
kirkjunni. Þá voru einnig gefin
út fermingarkort sem frú Ásta
Árnadóttir hannaði. Frú Guðrún
Jónsdóttir hafði kortasöluna á
hendi ásamt Ástu.
Á maífundi árið 1966 var
samþykkt tillaga stjórnar um að
gefa Keflavíkurkirkju nýja bekki
vegna gagngerða breytinga og
endurnýjunar. Kosin var nefnd
...og nýjir kirkjugluggar
Á marsfundi benti frú Ásta
Árnadóttir á að nauðsynlegt væri
að huga að kirkjugluggunum því
þeir væru farnir að gefa sig.
Beindist hugur hennar þá helst
að steindum gluggum. Þessi
ábending fékk góðan hljórn-
grunn var ákveðið að athuga
kostnað, afgreiðslufrest og ann-
að viðkomandi steindum glugg-
um. Þeir voru svo pantaðir og
tilbúnir til vinnslu árið 1976 og
Vf RZU»NARBANKI
; “fuvlií
•5.1'*
♦ ÚtstiUing í Verslunarbankauum fyrir leikfangahappdrætti.
undir forystu frú Sigríðar Toft til
aðstoðar stjórninni til að hrinda
málinu í frantkvæmd.
Að vel athuguðu máli var
samið um smíði bekkjanna við
Einar Þorsteinsson trésmíða-
meistara. Þeir komu á tilsettum
tíma, kostuðu hálfa milljón og
voru hinir vönduðustu.
Endurvígsla kirkjunnar fór
fram hinn 19. mars 1967. Af-
henti frú Sigrid Toft bekkina við
það tækifæri. Einnig voru þá af-
hentar kr. 317.200 til orgel-
kaupa.
búið að greiða þá að fullu með
fé úr minningarkortasjóði.
Gluggarnir voru hannaðir af
Benedikt Gunnarssyni, listmál-
ara, og unnir á verkstæði Oidt-
tnannsbræðra í Þýskalandi.
Breyttar áherslur
Upp úr árinu 1968 fóru hús-
mæður í æ ríkara mæli út á
vinnumarkaðinn. Gafst þá styttri
tfmi til félagsstarfa en Systrafé-
lagið hélt áfram að vinna að sín-
um markmiðum með breyttum
áherslum. Enda voru þá fjárfrek-
♦ Undirbúningur leikfangaliappdrættis.