Víkurfréttir - 06.04.1995, Side 10
10
6. APRÍL 1995
vIkurfréttir
w
Kjósum Hjálmar Arnason
skólameistara á þing
Senn líður að því að við
háttvirtir kjósendur göngum
að kjörborðinu. Vai okkar
stendur niilli margra góðra
manna, sem eru í framboði.
Einn skarar þó fram úr sem
valkostur fyrir okkur Suður-
nesjamenn. Það er Hjálmar
Árnason, skólameistari.
Það er mjög mikilvægt
starf í okkar þjóðfélagi að
stjórna 700 nemenda fram-
haldsskóla með tilheyrandi
starfsliði. Síðast liðin 10 ár
hefur Hjálmar Árnason sinnt
þessu hlutverki fyrir okkur,
sem skólameistari Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, með
miklum ágætum.
Á þessu tímabili hefur
skólinn vaxið í áliti sem
mjög góð og framfarasinnuð
menntastofnun og nemendur
skólans liafa náð mjög góð-
um árangri á ntörgum svið-
um. Hjálmar hefur barist fyr-
ir nánari tengslum skóla og
atvinnulífs og birt athyglis-
verðar tillögur þar um.
Glæsilegt skólahús hefur
risið og á engan er hallað þó
sagt sé að þar hafi fyrst og
fremst forysta og dugnaður
Hjálmars ráðið úrslitum um
að sú bygging reis og það á
mjög skömmum tíma.
Ég átti þess kost að starfa
með Hjálmari um tveggja ára
skeið eftir að hann varð
skólameistari. Það er mjög á-
nægjulegt að vinna með
Hjálmari. Hann er skarp-
greindur, duglegur og vel
menntaður, sem lætur sér
ekki nægja að tala um hlutina
heldur framkvæmir þá.
Hjálmar þekkir vel til ís-
Gunnar Svcinsson
lensks atvinnulífs, sem trillu-
karl, kennari, lögregluþjónn
og verkamaður og í gegnum
starf sitt sem skólameistari
hefur hann kynnst högum
fólks hér á Suðurnesjum
mjög vel.
Hjálmar skipar annað sæt-
iðð á lista Framsóknarmanna
í Reykjaneskjördæmi og er
því í baráttusæti flokksins.
Val okkar Suðurnesjamanna
er því auðvelt, en það er að
kjósa Hjálmar með því að
setja X við B á laugardaginn
kemur og tryggja þannig
góðan mann á þing til starfa
fyrir okkur.
Gunnar Sveinsson.
Trúverðugleiki frambjóðandans!
-Opið bréf til Hjálmars Arnasonar
Kæri Hjálmarminn!
Eg veit að þú vilt hafa það sem
sannara reynist og þér er annt um trú-
verðugleikaímynd þína, þess vegna
vil ég gera nokkrar athugasemdir við
grein þína í Víkurfréttum þann 30.
mars s.l. Greinin var athyglisverð fyr-
ir þær sakir, að af lestri hennar má sjá
að þú hefur lengi starfað í vemduðu
umhverfi og þekkir því lítið til at-
vinnuumhverfis okkar Suðurnesja-
manna. Þar sem það er einlæg von
mín að væntingar þínar um að verða
góður varaþingmaður rætist, vil ég
vinsamlega benda þér á að kynna þér
betur starfsemi vamarliðsins og flug-
vallarins. Ljóst er að þú átt enn langt í
land.
Mín fyrsta ráðlegging, Hjálmar
minn, er að þú kynnir þér rækilega
viðfangsefnið áður en þú berð skoð-
anir þínar á borð fyrir almenning. Á-
gætt er, t.d. að byrja á því að lesa
vamarsamninginn frá 1951 sem er í
raun einföld lesning. Síðan væri á-
kjósanlegt að hefja faglega gagnaöfl-
un, en þetta ætti varla að þurfa að
kenna þér sjálfum fræðimanninum,
með trúverðugleikann að leiðarljósi.
En hvernig eigum við Suðurnesja-
menn að geta tekið þig eins alvarlega
og þú gerir sjálfur þegar þú flaskar á
slíkum undirstöðuatriðum.
Áður en þú gerist aftur svo djarfur
að opinbera visku þína um atvinnu-
mál Suðumesja er rétt að þú áttir þig
á eftirfarandi atriðum:
- Veistu virkilega ekki, Hjálmar
minn, að vamarmálanefnd fjallar um
öryggis-og vamarmál? Sérstakir full-
trúar launþega hafa því aldrei átt sæti
í nefndinni þau 44 ár sem nefndin
hefur starfað. Mikilvægt er að fram-
bjóðendur kynni sér störf vamarmála-
nefndar sem fjallar um málefni sem
skipta Suðumesjamenn miklu.
- Veistu ekki heldur Hjálmar minn,
að Framsóknarflokkurinn stofnaði
kaupskrámefnd á sínum tíma án þess
að setja um nefndina skriflegar regl-
ur?
Jón Norðfjörð
- Hefur þú ekki kynnt þér, Hjálmar
minn, reglugerð kaupskrárnefndar
sem samþykkt var 30. desember s.l.?
Vissir þú ekki að nefndin hefur á far-
sælan hátt afgreitt nær öll erindi sem
henni hafa borist s.l. þrjú ár? Veist þú
ekki um þær breytingar sem urðu ný-
lega á skipan nefndarinnar?
- Veist þú ekki heldur, Hjálmar
minn, að utanríkisráðherra ræður ekki
menn í störf hjá vamarliðinu? Getur
þú borið vitni um loforð sem veitt
voru á fundum sem þú sóttir ekki
sjálfur? Styðst þú kannski við sögu-
sagnir eingöngu? Hvað með trúverð-
ugleikann, Hjálmar minn?
- Vissir þú ekki, Hjálmar minn, að
hin nýja reglugerð um störf kaup-
skrámefndar var samin í nánu sam-
ráði við verkalýðsfélögin á Suður-
nesjum? Vissir þú ekki heldur af
fundi vamarmálaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins með fulltrúum stéttarfé-
laga á Suðumesjum þann 21. mars s.l.
þar sem almennri ánægju var lýst yftr
vegna þeirrar viðleitni utanríkisráð-
herra að efla störf kaupskrámefndar
og þar sem ákveðið var að láta reyna
frekar á störf kaupskrámefndar áður
en þess yrði krafist að sérstakur odda-
maður úrskurðaði í ágreiningmálum.
Myndir þú virða óskir verkalyðsfé-
laganna að vettugi í þessum efnum,
Hjálmar minn?
- Hvað svokallaðir eðalkratar hafa
verið ráðnir í störf Flugstöðvarinnar
“á kostnað hæfra og menntaðra
manna “, Hjálmar minn? Varla áttu
við yfirmann rannsóknarlögreglunnar
á Keflavíkurtlugvelli. sem utanríkis-
ráðherra skipaði ekki fyrir margt
löngu?
- Hvaða heimildir eru fyrir jreirri
einkennilegu staðhæfingu þinni að
starfsfólk í Flugstöðinni veigri sér við
að láta skoðanir sínar í Ijós af ótta við
hefndaraðgerðir? Af hverju hefur þú
svona lítið álit á starfsfólki Flugstöðv-
arinnar? Er það trúverðugt að niður-
lægja fólk með svona dylgjum,
Hjámar minn.
Eðlilegt er í ljósi þessara vinnu-
bragða þinna, Hjálmar minn, að Suð-
umesjamenn spyrji þeirrar spuming-
ar: Hvort þú hafir gleymt því mikil-
væga hlutverki sem þú gegnir á sviði
fræðslumála á Suðumesjum?
Augljóst er að reynsluleysi háir
þér, Hjámar minn. Við fyrirgefum |rér
það því við vitunr að þú getur gert
miklu betur. þú hlýtur að geta skrifað
pólitískar greinar eins og aðrir. Lyk-
illinn felst fyrst og fremst í faglegri
gagnaöflun og þá reynist eftirleikur-
inn yfirleitt auðveldur.
Áð lokum vil ég óska þér , Hjálm-
ar minn, alls hins besta í framtíðinni.
þú gætir hæglega orðið efnilegur
stjómmálamaður, ef þú hefur trúverð-
ugleikann að leiðarljósi.
Með kærri kveðju,
þinn vinur Jón Norðfjörð.
Úrvalslið á
Keflavíkurflugvelli
- eftir Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson afhendir Haraldi Stefánssyni viðurkenn-
ingu til Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvclli.
um.
Undanfarna áratugi hefur
það verið þáttur í stefnu ís-
lenskra stjórnvalda í samskipt-
um við Bandaríkjamenn um
varnir íslands að Islendingar
tækju að sér þau störf sem eðli-
legt væri að borgaralegir
starfsmenn sinntu tengslum við
varnir landsins.
fslendingar hafa ekki her og
vopnaburður vegna landvarna
hefur ekki tíðkast hér á landi.
Við getum samt ekki verið
varnarlaus þjóð og þess vegna
gerðumst við stofnaðilar að
Atlantshafsbandalaginu árið |
1949 til að taka þátt í sameig-
inlegum vörnum vestrænna
ríkja. Sama ástæða lá að baki
varnarsamningnum við Banda-
ríkin árið 1951 sem fól í sér að
Bandaríkjamenn tækju að sér
hervarnir Islands í umboði Atl-
antshafsbandalagsins og að
beiðni íslenskra stjórnvalda.
Framlag Islands til landvarna
er skilgreint í varnarsamningn-
um á þann hátt að það felist í
framlagi íslenskra stjórnvalda
á aðstöðu fyrir varnarliðið og
landrými því sem varnarliðið
þarf á að halda.
Slökkvilið
Slökkvilið varnarliðsins á
Kenavíkurllugvelli var í fyrstu
skipað Bandaríkjamönnum en
íslendingar voru ráðnir til
starfa 1952. Árið 1963 varð
Sveinn Eiríksson fyrsti útlend-
ingurinn sem ráðinn var þar í
stöðu slökkviliðsstjóra hjá
Bandaríkjaher og frá 1968 hef-
ur slökkviliðið eingöngu verið
skipað Islendingum. Slökkvi-
liðið hefur margsinnis hlotið
viðurkenningar fyrir störf sín
og hróður þess hefur borist
víða.
Árið 1975 tók slökkviliðið á
Keflavikurflugvelli við snjó-
ruðningi og hálkuvörnum á
flugbrautum og ber það ábyrgð
á því að tryggja að aðstæður
alla mánuði ársins séu helst
sem líkastar því sem er að
sumarlagi. Tveimur árum síðar
tók liðið við því verkefni að
ferma og afferma herflutninga-
vélar auk annarra verkefna sem
sfðan hafa bæst við. Þjónusta
slökkviliðs varnarliðsins hefur
náð út fyrir vallarsvæðið og
framlag þess til brunavarna í
landinu verður seint fullþakk-
að. Fulltrúar liðsins hafa tekið
þátt í fræðslu verðandi slökkvi-
liðsmanna í landinu, liðið hef-
ur útvegað öðrum slökkviliðs-
mönnum búnað og nokkrir
Jón Baldvin Hannibalssou
starfsmanna hafa borið með sér
þekkingu þegar þeir hafa flust
til annarra slökkviliðssveita.
Þessu til viðbótar hafa lengi
verið í gildi samningar við ná-
grannaslökkviliðin um gagn-
kvæma aðstoð og er skemmst
að minnast aðstoðar vallarliðs-
ins þegar stórbruni varð í tjöl-
býlishúsi í Keflavík. Ofan á
allt þetta er slökkviliðið hluti
af almannavarnakerfi landsins
og hefur verið hægt að nýta sér
þekkingu þess þótt um lengri
veg væri að fara. Þekktasta
dæmið er þegar slökkviliðið
tók þátt í að kæla hraunflóðið í
eldgosinu í Heimaey 1973 og
átti stærstan þátt í því að kom-
ið varð í veg fyrir gífurlegt
eignatjón og að höfnin í Eyjum
lokaðist.
Starfsmenn slökkviliðsins
fengu nýlega löggildingu sem
slökkviliðsmenn á Islandi en
þeir eru Iíklega líka löggiltir í
faginu í Bandaríkjunum. Það
var mikið framfaraspor, enda
styrkir löggildingin enn frekar
samskipti og samstarf starfs-
manna slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli við slökkviliðs-
menn annars staðar á landinu
og undirstrikar hversu mikil-
vægt það er að þekking, sér-
hæfing og öflugur tækjabúnað-
ur slökkviliðs varnarliðsins
haldi áfram að nýtast þjóðinni
allri.
Ratsjárstofnun
Gott starfsfólk hefur verið
forsenda þess að íslendingar
hafa tekið að sér æ fleiri störf
sem varnarliðsmenn sinntu
áður. Nýjasta dæmið um slíkt
er þegar eingöngu voru ráðnir
Islendingar til að starfrækja
nýjar ratsjárstöðvar sem stað-
settar eru á öllum landshorn-
Ratsjárstofnun er íslensk
stofnun sem starfrækir ratsjár-
stöðvarnar í umboði Atlants-
hafsbandalagsins og varnar-
liðsins. Fjánnagnið til rekstrar-
ins kemur frá Bandaríkja-
mönnum en Ratsjárstofnun
sinnir framkvæmd í hvívetna.
Undirverktaki Ratsjárstofnun-
ar, Kögun hf., er með tugi
tölvufræðinga í þjálfun í
Bandaríkjunum til að undirbúa
þá og þjálfa í notkun hátækni-
búnaðar fyrir Ratsjárstofnun í
framtíðinni. Stjórn íslendinga á
Ratsjárstofnun og notkun ís-
lensks vinnuafls til rekstrar rat-
sjárstöðvanna hefur í för með
sér að það fjármagn sem
Bandaríkjamenn leggja til
rekstrar stöðvanna nýtist til að
skapa hátæknistörf sem gagn-
ast íslensku atvinnulífi. Þannig
mun starfsemi Ratsjárstofnunar
verða veigamikil stoð fyrir
hugbúnaðarþjónustu og hug-
búnaðargerð á íslandi í fram-
tíðinni og skapa fjölbreyttari
atvinnutækifæri og meiri
reynslu og hæfni en ella væri í
þessum geira.
Fordæmið
Sú stefna íslenskra stjórn-
valda að íslendingar sinni
borgaralegum störfum við
varnarstöðina, sem kostur er,
er enn við lýði og verður um
langa liríð. Hvernig sem á það
er litið hlýtur að teljast eðlilegt
að íslendingar axli ábyrgð af
landvörnum á þennan hátt og
sýni þannig í verki vilja sinn til
samstarfs um varnir landsins.
Tækni á sviði upplýsinga og
fjarskipta fleygir fram og það
er mikilvægt fyrir íslenskan at-
vinnumarkað að hafa aðgang
að nýjustu tækni á þessurn
sviðum. Aukin þátttaka Islend-
inga í störfum af þessum toga
verður því æ fýsilegri kostur.
Einnig eykur það styrk okkar í
samningum og samstarfi við
Bandaríkjamenn að reynslan af
störfum Islendinga fyrir varn-
arliðið er afbragðsgóð. Mikil-
vægt er því að hafa í huga hið
góða framlag slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli og starf
Ratsjárstofnunar, sem nú hefur
slitið barnsskónum og miklar
vonir eru bundnar við.
(Höfundur er utanríkis-
ráðherra og formaður Al-
þvðuflokksins, Jafnaðar-
ntannaflokks Islands)