Víkurfréttir - 19.04.1995, Qupperneq 3
VfJOMtFRÉTTIR
19. APRIL 1995
3
Hertar verkútboðsreglur
Grindavík:
Rólegt
um
páskana
Rólegt var hjá lögregl-
unni í Grindavík um pásk-
ana. Einn var tekinn fyrir
ölvun við akstur og þá var
brotist inn í leikskólann í
Grindavík aðfaranótt mánu-
dags en engu stolið.
Á bæjarstjórnarfundi KNH í
gærkvöldi voru til umræðu
reglur um verkútboð bæjarins
en samkvæmt þeim reglunt
sem í gildi voru fyrir. þurftu
aðilar á verktakaskránni ekki
að gefa eins greinagóðar upp-
lýsingar um starfsemi sína og
nú er lagt til. I þessum nýju
reglurn verða fyrirtækin að
fara í gegnum ákveðið nálar-
auga og eru gerðar miklu meiri
kröfur um upplýsingar varð-
andi tæki, mannskap, ársreikn-
inga og staðgreiðsluski! svo
eitthvað sé nefnt. Dænti eru
nefnilega um að fyrirtæki hafi
verið að knýja frant greiðslur
úr bæjarsjóði vegna verka fyrir
bæjarfélagið en skuldaði síðan
á sama tíma jafnvel fleiri
milljónir í staðgreiðslu vegna
starfsmanna sinna. sem eru vit-
anlega ekkert annað en tekjur
til bæjarsjóðs í formi útsvars.
Þess má geta að ákvæði í þess-
um reglum er þannig að öll
verk á verðbilinu frá 600 þús.
til 20 milljóna króna skulu
boðin út á almennum markaði
í Keflavík, Njarðvík, Höfnum.
Sandgerði og Garði.
r
~i
5.5.5. GENGID
SÉR TIL HÚDAR
L
Jóhann Geirdal var
ekki að skafa utan að
hlutunum þegar hann
svaraði fylgismanni
sínum úr minnihlut-
anum, Kristjáni
Gunnarssyni, á bæj-
arstjórnarfundi í gær
hver væru næstu skref
bæjarins í málefnum
SSS og hver framtfð
samstarfsins væri al-
mennt. Jóhann sagðist
hafa haft þá skoðun
sl. tíu ár að SSS væri
gengið sér til húðar
og hvikaði engu frá
þeirri skoðun nú frek-
ar en endranær. Hann
Jólinnn Gcirdal Kristján Gunnarsson
„Farsælasta lansnin að
sameina öll sveitarfélögin/'
segir Jóhann Geirdal
vildi meina að far-
sælasta lausnin til úr-
lausnar ýmissa vand-
kvæða í samstarfinu
væri að santeina öll
bæjarfélögin og vissu-
lega hefði nýja bæjar-
félagið stigið skrefið
til fulls í þeim málum.
Nú ætti það hinsvegar
að nýta sér fruntkvæð-
ið sem það hefði um-
frant hin sveitarfélögin
til að reka sjálft ýmsar
af þeim sameiginlegu
reknu stofnunum SSS
í dag en nefndi þó
engin nöt'n í því sam-
bandi.
co
Qí
<
QL
BOURJOIS
KYNNING VERÐUR í
GALL6RY
'ORPLIN
Hafnargötu 25 • Sími 11442
FÖSTUDAGINN
21. APRÍL KL. 13-18
GRETA BODA
FÖRÐUNARMEISTARI
VERÐUR TIL STAÐAR
KOMIÐ OG FÁIÐ FAGLEGA
RÁÐGJÖF
VERIÐ VELKOMIN
I
og opnum mánudaginn 24. apríl nk. í nýju húsnœði
í Kjarna ah Hafnargötu 57-59 norður enda.
Kaffiveitingar fyrir viðskiptavini, gesti og gangandi
allan daginn í tilefni dagsins
MÁLVERKAS ÝNIN G
á verkum lir safni Landsbanka Islands verður opnuð
á sama stað og verður opin til 7. maí. Sýningin er
dreifð um bankann, göngugötuna og fyrirtœkin við
bana og bjóðum við öllum að njóta vel.
ALFURINN MOKOLLUR
sparibaukur Landsbankans kemur og heilsar upp á
yngstu kynslóðina þriðjudaginn 25. apríl kl. 14-16.
- Krakkar! Komið og kynnist álfinum Mókolli.
Starfsfólk
Landsbanka
íslands
Hafnargötu 57, Keflavík