Víkurfréttir - 19.04.1995, Qupperneq 6
6
19. APRIL 1995
VlKUPFRÉTTIR
Kolrassa
krókríðandi
- í sína fyrstu erlendu tónleikaferð
Hljómsveitin Kolrassa
krókríðandi er á Ieið utan
til að spila fyrir frændur
vora í Danmörku og
Finnlandi. Sveitin ntun
spila tvisvar í Kaup-
mannahöfn, annars vegar
með dönsku sveitinni
„Thau“ í hinuni þekkta
klúbbi „Loppen" 20. apríl
nk. og hins vegar á
„Stengade 30“ þann 24. í
millitíðinni mun sveitin
svo bruna til Finnlands og
koma þar fram á Senii-
final Club í höfuðborg-
inni Helsinki, ásamt
finnsku sveitinni „Candy
Darlings."
Ferðin er upphaflega
komin til vegna styrks
sem samtök íslendinga á
Norðurlöndunum veittu
sveitinni með það í huga
að hún kæmi og spilaði
fyrir landann á einum
tónleikum í Skandinavíu.
Vegna áhuga á sveitinni
víða og tengsla í tónlistar-
geiranum þar ytra varð þó
meira úr ferðinni og tón-
leikarnir orðnir þrennir.
Fjöldi aðila hefur stutt
við bakið á sveitinni til
þess að af ferðinni geti
orðið, m.a. Kópavogsbær,
Keflavík-Njarðvík-Hafn-
ir. Hitaveita Suðurnesja
og Smirnoff umboðið.
Af sveitinni er annars
það að frétta að þau hafa
nýlega sent frá sér lagið
„Sætasta Þyrnirósin í
bænum“ sem finna má í
kvikmyndinni „Ein stór
fjölskylda“ og er niynd-
band með laginu væntan-
legt á skjáinn á næstu
dögum.
Einnig hefur sveitin
lokið upptökum á sex
lögum á ensku og mun
útgáfufyrirtæki þeirra,
Smekkleysa Sm.hf. gefa
út geisladisk með þeim
lögum og fleira efni, á
Bandaríkjamarkað í byrj-
un sumars.
Fleiri tónleikaferðir eru
fyrirhugaðar á árinu, en
eins og áður segir verða
það frændur okkar í Dan-
ntörku sem fyrstir berja
sveitina augum erlendis.
Þess má einnig geta að
hljómsveitin mun kalla
sig BELLATRIX á er-
lendum mörkuðum.
Hljómsveitin Kolrassa
krókríðandi heldur hljóm-
leika nk. fimmtudags-
kvöld á veitingastaðnum
Tveimur vinum í Reykja-
vík.
Tónleikarnir hefjast
stundvíslega kl. 22 og
standa til 24 og aðgangs-
eyrir er kr. 300.-
♦ Kolrassa krókríðandi eða BELLATRIX eins og hún
heitir upp á útlensku!
Tónleikar í
Grindavík
Júlíana Rún Indriða-
dóttir, píanóleikari heldur
tónleika í Grindavíkur-
kirkju fimmtudaginn 20.
apríl kl. 20:30. Á tón-
leikunum verða flutt verk
eftir Bach, Beethoven,
Chopin, Skrjabin, Pro-
kofiev og Þorkel Sigur-
bjömsson. Aðgangur er kr.
500 fyrir fullorðna en frítt
fyrir börn.
♦ Það var rólegt á fæðingardeildinni þessa vikuna. Sængurkontimar voru tvær, þær Erla og Linda. Þær sögðu fæðingar-
deildina vera eins og 7 stjörnu hótel!
Fæðingardeild
Einn stærsti viðburður í lífi hverrar
manneskju er að eignast afkvæmi. Á
þeirri stundu þegar barnið kemur í
heiminn eru allir viðstaddir sannfærðir um
kraftaverk. Pað er auðvitað kraftaverk að eign-
ast barn og enn frekar ef það er heilbrigt á sál
og líkama. Margir líkja fæðingunni við stór-
kostlegustu stund lífsins, það sé ekkert sem
jafnist á við það að verða foreldri. Eg er lijart-
anlega sammála þessu því ég er svo lánsöm að
eiga barn, sem eftir kúnstarinnar reglum leit
dagsins Ijós fvrir tæpum fímm árum. Þá var ég
einnig svo heppin að búa hér í bæ og geta því
notið þess að upplifa fæðingardeild sem þykir
með þeim betri á landinu. Pær koma jafnvel
innan úr Reykjavík hingað suður með sjó til
þess að fá að fæða á fæðingardeild Suðurnesja-
manna. Það segir okkur eitthvað um ágæti
fæðingarþjónustunnar hér. Auövitað eru skipt-
ar skoðanir um alla hluti en þó tel ég víst að
flestar konur séu ánægðar með |)að að fá að
fæða á vinalegu fæðingardeildinni okkar. Því
hún er einmitt mjög vinaleg í alla staði.
Svona var þetta
ígamladaga
L
Mér lék forvitni á að vita
hvemig starfseminni þar er hátt-
að og fékk Sólveigu Þórðardótt-
ur, ljósmóður og deildarstjóra
fæðingardeildar, til að spjalla
við mig. Hún var mjög upptekin
að venju en sleppti m.a. matar-
tíma sínum til að við gætum
hist. Eg þakka henni kærlega
fyrir það.
I gamla bændasamfélaginu
stóð fjölskyldan öll að fæðing-
unni. Feður hjálpuðu gjarnan
við fæðingu, tóku þá sjálfir á
móti. Með aukinni tækni fara
konur að fæða á sjúkrahúsum
og við tölum gjaman um kalda
tímabilið upp úr 1950. Móðir
og barn og tjölskylda voru að-
skilin vegna ofurtrúar á sýking-
arvörnum. í kjölfar mikillar
tækniþekkingar var fjölskyld-
unni haldið frá fæðingunni.
Móðirin fæddi bamið án návist-
ar föðurins. Bamið var fljótlega
tekið frá móðurinni eftir fæð-
ingu og sett á sérstaka barna-
stofu og var þar í umsjá starfs-
fólks. Móðirin fékk barnið á
ákveðnum brjóstagjafatímum á
fjögurra tíma fresti. Systkina-
heimsóknir voru ekki leyfðar og
faðirinn kom bara á hefðbundn-
um heimsóknartíma.
Hér hefur alltaf
verið fæðingardeild
Alveg frá upphafi eða frá ár-
inu 1954 hefur verið starfrækt
fæðingardeild á Sjúkrahúsinu.
Fyrst var fæðingarþjónustan á
efri hæð, þá var ein sængur-
kvennastofa og fæðingarstofa,
börnin sváfu á baðinu. Síðan
þótti ástæða til að bæta þjónust-
una við fæðandi konur og var
deildin flutt niður en þá bættist
við bamastofa. Heimilislæknar
sinntu vanfærum konum eins
og öðrum en ekkert reglulegt
mæðraeftirlit var á þessum
tíma. Þegar konan var komin
sex mánuði á leið fór hún í
skoðun hjá ljósmóður, einu
sinni til tvisvar. Konan ákvað
hvaða ljósmóður hún vildi hafa
hjá sér á fæðingarstundu og það
var reynt að koma því í kring.
Þá var það starfsfólksins að
ákveða hvernig konan fæddi,
hvort hún fengi verkjalyf og
hvaða meðhöndlun hún fengi
almennt. Algengt var að konan
léti sig algjörlega í hendur Ijós-
móður og hefði enga skoðun á
sem v
því hvernig allt ætti að fara
fram.
Ljósmæður eru fastráðnar við
Sjúkrahúsið í kringum 1955.
Allt fram undir 1970 eru konur
að fæða heima en það er orðið
sárasjaldgæft eftir þann tíma. Á
þessum árum er bamadauði al-
gengur og eitthvað var unt
mæðradauða. Þá var tæknin
ekki eins mikil og nú er. Með
tilkomu Heilsugæslustöðvar
Suðumesja árið 1975 var brotið
blað í þjónustu við fæðandi
konur.
Mæðraeftir-
lit skiptir máli
Það er þakkarvert hvað við
fáum mörg heilbrigð böm nú á
tímum en það er vegna aukinn-
ar velmegunar, tækniþekking er
meiri, svo er mikil og góð sér-
hæfíng innan læknis- og hjúkr-
unarfræðinnar. Ljósmæður hér
á landi hafa alltaf verið vel
menntaðar miðað við kröfur
hverju sinni. Auðvitað hefur
barátta Islendinga fyrir góðu
velferðarkerfi skilað sér til
fólksins. Mæðraeftirlit sem er
samræmt á öllu landinu hefur
geysilega mikla þýðingu bæði
hvað varðar heilsu móður og
bams. Fólk með sérhæfða þekk-
ingu vinnur í mæðraeftirlitinu
og það skiptir sköpum varðandi
árangur í fæðingarhjálp.
Mæðravemd á meðgöngu gerir
það mögulegt að hægt er að
greina á milli þess heilbrigða og
hins sjúklega. Með þessu móti
er hægt að undirbúa fæðinguna
á þann hátt sem hentar. Um
90% allra kvenna eiga heil-
brigða meðgöngu og geta þær
valið hvernig þær vilja fæða
bömin sín. Það er réttur hverrar
konu að ákveða hvernig hún vill
fæða svo fremi að allt sé í lagi.
Varðandi þær sem eru í áhættu
þá er fylgst mjög náið með
þeim og fæðingin undirbúin í
tíma.
Skurðstofan
er ekki alltaf opin
Þótt flestar meðgöngur og
fæðingar endi vel þá vitum við
aldrei nákvæmlega hvernig
fæðingin hefur gengið fyrr en
henni er lokið og móðir og bam
koma vel niður. Fjórum klukku-
stundum eftir fæðingu vitum
við hvemig hún hefur gengið.