Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1995, Síða 10

Víkurfréttir - 02.11.1995, Síða 10
10 2. NÓVEMBER 1995 VlKURFRÉTTIR ♦ Bíllinn affermdur á Bíldudal í Vesturbyggð. ♦ Húsnæði Rækjiwers hf. á Btldudal. Með rækjuflutningabíl frá Sandgerði til Bíldudals: Texti og í sumar hafa um 650 tonn af rækju verið flutt frá Sandgerði og vestur á Bíldudal til vinnslu hjá Rækjuveri hf. Vertíðinni hjá Eldeyjarrækjubátunum er nú lokið. Blaðamaður Víkur- frétta fylgdi næst síðasta rækjufarminum úr Sandgerði til Bíldudals. Um er að ræða 1000 kílómetra ferðalag sem farið var á 22 klukkustundum sunnudag einn í október. RÆKJAN ÍSUÐ í SANDGARÐI Eftir að lokið var við að ísa rækjuna í kör hjá Fiskmark- aðnum hf. í Sandgerði og koma henni inn í flutningabíl- inn var lagt af stað. Starfsmenn Fiskmarkaðarins hf. hafa í sumar séð um að ganga frá rækjunni til flutnings. Rækju- bátarnir Þorsteinn KE, Guð- finnur KE og Kári GK hafa landað meginþorranum af rækjuaflanum sem farið hefur vestur. Hluta af aflanum er landað í kössum en einnig er rækjunni landað í körum. Öll rækjan er umísuð í Sandgerði áður en hún fer í flutningabíl. PULSA MEÐ ÖLLU í ferðinni vestur voru um 40 kör af rækju. Lagt var af stað kl. 01:00. Framundan var þrett- án tíma ferðalag sent átti eftir að verða mikið ævintýri. Bíl- stjóri er Valur Andrésson, starfsmaður Fiskmarkaðarins hf. í Sandgerði. Fyrsti við- komustaður var á pulsuvagnin- um hjá Villa. Það var ekki hægt að leggja upp í svona langferð án þess að fá sér eina ♦ Þegar hér var kotnið við sögu var bíllinn pikkfastur í Kletthálsinum og útlitið „svart" í hvítu kófinu. Myndir: Hilmar Bragi smá santan að mjaka honum upp eftir fjallveginum þó hægt hafi gengið. Bændur frá bæn- um Brekku við Klettháls fylgdu í kjölfarið og voru í sambandi við lögregluna á Pat- reksfirði þar sem við vorum orðnir „sambandslausir við umheiminn" þar sem farsíminn var dauður í augnablikinu. Löggan hughreysti okkur og sagði að við hefðum verið fast- ir í erfiðasta skaflinum. Framundan væru smá troðn- ingar og síðan bara skafrenn- ingur. Það reyndist rétt og handan við tjallið var auð jörð og rigning. Síðan lentum við meira að segja í sól og ryki. SKAFLINN Á SÍNUM STAÐ í Kjálkafirði var stoppað til að skoða skaflinn hans Ómars Ragnarssonar. Skaflinn var fyrr í suntar rúmir 20 metrar á hæð alveg við veginn. Núna þegar vetur er að skella á að nýju fyrir vestan er skaflinn litlu minni. Á ÁFANGASTAÐ Það voru liðnir þrettán tímar frá því lagt var í ferðina þegar flutningabfllinn renndi í hlaðið hjá Ævari Guðmundssyni og félögum hjá Rækjuveri hf. á Bíldudal. Rækjunni var þegar komið í hús en hana átti að pilla strax daginn eftir. Það eru 17 heilsdagsstörf sem Eldeyjarrækjan skapaði á Bíldudal í sumar en einnig skapaði hún fleiri störf hjá Fiskmarkaðnum hf. í Sand- gerði því þar unnu menn allar nætur við löndun og frágang á rækjunni fyrir flutning. Nú er hins vegar að koma sá tími að fjallvegir fyrir vestan fara að lokast og þá ntunu landflutnig- myndir: Hilmar Bragi Bárðarson með öllu og kókómjólk í nesti. LÖGGANí GÓÐU SAMBANDI Ferðin var tíðindalaus fram eftir nóttu. Við Króksfjarðar- nes hringdi síminn. Það var lögreglan á Patreksfirði sem var að athuga hvernig ferðin gengi. Patrólöggan er í góðu j sambandi við alla flutningabíla á sunnanverðum Vestfjörðum og í þessu tilfelli var hún að láta okkur vita af þungfærum fjallvegi. Þar þyrfti að bregða keðjum undir biíinn ef við ætl- uðum að komast upp. Ennþá var töluverður spotti að þess- um fjallvegi en áður var komið við hjá Jóni á Bæ og tekin olía. Flutningabíllinn okkar fer með olíu fyrir um 15.000 krónur og ríkið fær um 25.000 krónur í þungaskatt af svona ferðalagi. KOLFASTIR Á FJALLVEGI Það kom að því að fjallveg- urinn þungfæri væri framun- ana. Klettháls heitir vegurinn og þar ríkti sannkallað vetrar- veður. Við stoppuðum við ræt- ur fjallsins og Valur stökk út og setti keðjurnar undir. Blaða- maður beið í bílnum og heyrði nokkur blótsyrði fjúka fyrir utan bílinn. Það var víst orðið eitthvað síðan Valur hafði sett flutningabíl á keðjur síðast þannig að það gekk víst ekki eins og í sögu. Bíllinn komst þó fyrir rest á keðjur og lagt var á fjallveginn. Þar fengum við að kynnast því svakaleg- asta í ferðinni. Bíllinn kolfest- ist ofarlega í fjallinu og komast hvorki afturábak né áfram. Það eina sem bíllinn hreyfðist var að hann rann alltaf nær veg- kantinum þar sem það var nær hengiflug niður. HANDMOKAÐUR FJALLVEGUR Það var ekki um neitt annað að ræða en að bregða skóflu á loft og moka helvítis fjallveg- inn! Eins og snjókallar mokuð- um við frá bílnunt og tókst ♦ Svo erum við að kvarta yfir Reykjanesbrautinni. Þetta er þjóðvegurinn vestur. ar að rækju ekki ganga eins og í sumar. HALDIÐ HEIM Þegar rækjunni hafði verið komið í hús á Bíldudal var strax haldið til baka til að ná ferð með flóabátnum Baldri yfir Breiðafjörð. Þar gafst tími til að slaka á í þrjá tíma meðan siglt var til Stykkishólms. Það- an var síðan ekið sem leið lá til Sandgerðis. AF HVERJU EKKI UNNIN HÉR? En af hverju er allri þessari rækju ekið vestur á firði til vinnslu meðan það eru rækju- verksmiðjur til staðar hér á Suðurnesjum. Þorsteinn Er- lingsson rekur rækjuvinnslu í Saltveri hf. í Njarðvík. Hann sagðist í samtali við Víkurfrétt- ir geta unnið nær alla þá rækju sem kemur á land á Suðurnesj- um en verksmiðjan hafi ekki getað boðið eins vel og verk- smiðjan á Bíldudal. Sam- kvæmt heimildum Víkurfrétta er Rækjuver hf. á Bíldudal að borga 127 krónur á kílóið af rækju. Þá leggur vinnslan til kvóta að hluta. 20% ÚTFLUTNINGS- VERMÆTA í SJÁV- ARFANGI Þetta er fyrsta árið þar sem útgerðarmönnum rækjubáta er frjálst að selja aflann hvert á land sem er og til hæstbjóð- anda, þ.e. að verslað er með rækju á fiskmarkaði. Rækjan er verðmætt sjávarfang því á síðasta ári skapaði hún um 20% verðmæta í útflutningi sjávarfangs. Það er því kapps- mál fyrir rækjuvinnslur hér að fá sem mesta rækju til vinnslu og skapa verðmæti og tekjur á svæðinu. 5jónvarpstaski LUXOR - SHARP - SIEMENS LUXOR 28 sjonvarp Hafnargötu 25 - Keflavík SÍMI 421 1535 ÞÚSUND KÍLÓMETRA RÆKJURAUNIR .

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.