Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1995, Page 12

Víkurfréttir - 02.11.1995, Page 12
12 2. NÓVEMBER 1995 VllfllRFRÉTTIR Foreldrafélag Holtaskóla: Aðalfundur á miðvikudag Aðalfundur Foreldrafélags Holtaskóla verður haldinn í sal skólans 8. nóv. nk. kl. 20:30. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa verður kosið í for- eldraráð Holtaskóla. Fulltrúi lögreglu verður gestur fundarins og mun ræða útivistarmál í Reykja- nesbæ. í grunnskólalögum sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor er nýtt ákvæði um að for- eldraráð skuli starfa við hvem grunnskóla. I foreldra- ráði sitja þrír foreldrar sem ekki eru starfsmenn skólans. Forldrar við grunnskólann velja fulltrúa í ráðið til 2ja ára í senn. Stjórnin vonast til að sjá sem flesta foreldra á fundin- um. Stjórn Foreldraf. Holtaskóla. iipniiaiií BACK-TO-BflSÍCS 20% afsláttur G U C C I 30% afsláttui 20% afsláttui Bdlo^RalphLauren 20% afsláttur Mwir EYEWEAR GLGRRUGNRV6R5LUN K6FLRVÍKUR Hafnargötu 45 - Keflavík - sími 421 3811 Fjárfestingar og skattsvik Hugleiðingar vegna greinarinnar „Bæjarfulltrúar á villigötum?" Nýlega hringdi til mín kona og sagði mér merkilega sögu. Hún sagðist reka lítið fyrirtæki sem m.a. framleiddi vörur samkvæmt pöntunum. Til þess að meta stöðu síns fyrirtækis á markaðinum hringdi hún í sam- bærilegt fyrirtæki á höfuðbor- garsvæðinu til að forvitnast um verð. Ekki var langt liðið á samtalið þegar henni var bent á að hún gæti að sjálfsögðu fengið verkið ódyrara ef það yrði ekki gefið upp og þar af leiðandi ekki greiddir skattar af því. Hún ákvað að kanna þetta nánar og hringdi í annað fyrirtæki og spurðist fyrir um samskonar pöntun. Eftir nokkra stund sagði hún hvað hefði staðið til boða á fyrri staðnum. Þá kom stutt hlé en síðan fékk hún það svar að fyrst keppinauturinn gerði það yrði þetta fyrirtæki að gera það líka, frekar en að missa verkið. Svo spurði þessi ágæta kona, hvernig á ég að keppa við þetta? Þetta litla dæmi, sem því miður er ekki einsdæmi vekur okkur til umhugsunar um það hvert stefni í svona rekstri? Sem betur fer á þessi lýsing þó oftast aðeins við lítil fyrirtæki og alls ekki öll. Það er þó ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvemig þetta breytir samkeppnisstöðu fyrirtækja. Ef eitt fyrirtæki tekur uppá skattsvikum má búast við því að keppinautamir geri það líka. Eftir standa fyrirtæki með sömu innbyrðis samkeppnisaðstæður og áður en einu siðgæðisþrepi neðar. HAUSTDAOAR G0TT URVAL HEIMILISTÆKJA Mikið úrval af íþróttavörum - Kuldaskór ó börn! VERSLUN nnyv «TÍ'/aR HEIÐARTUNI 2 - GARÐI - SIMI 422 71 03 ♦ Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi skrifar Slík þróun getur aldrei orðið til heilla og því mikilvægt að spornað sé við henni. Rekstrarumhverfi sem ekki styðst við lög eða gildandi reglur er heiðarlegum atvin- nurekendum erfitt. þeir geta ekki treyst því að aðrir fari að settum leikreglum. Rekstrar- umhverfi er samt það sem svokallaðir fjárfestar hafa mes- tan áhuga á þegar þeir taka sínar ákvarðanir. í Víkurfréttum 26. okt. lætur „rekstrar- og stjórnunarfræð- ingur“ að því liggja að fjárfest- ar séu frekar að leita að aðstöðu til að svíkja undan skatti en eðlilegu rekstrarumhverfi þar sem segir m.a. „Þess vegna eigum við ekki að setja upp einskunar „lögreglu" sem hræðir fjárfesta og eigna- menn burtu frá bæjarfélag- inu“. Eg fullyrði að þessir aðilar eru ekki að leita eftir aðstöðu til að svíkja undan skatti. Þvert á móti meta þeir meira að vita af heilbrigðu rekstrarumhverfi, þar sem væn- tanlegir samkeppnisaðilar sitja skattalega við sama borð. Vitneskjan um að aðhald sé til staðar, sem heldur mönnum frá þvf að misnota opinbert fé til að skekkja samkeppnisstöðuna sér í hag, stuðlar frekar að því að menn þori að fjárfesta hér en að þeir forðist svæðið. Eg er hins vegar hissa á því áliti sem „rekstrar og stjórn- unarfræðingurinn“ virðist hafa á fjárfestum og eignamönnum, það er engu líkara en að hann telji þá skattsvikara upp til hópa sem forðist svæðið ef þeir þurfa að sitja við sama borð og aðrir þegnar þessa lands hvað skattgreiðslur varðar. Síðar í greininni telur „rekstrar og stjómunarfræðing- urinn“ upp kröfur sem hann geri til bæjarfulltrúa og segir m.a „I fyrsta lagi að þeir geri umhverfið hér vinalegt eignamönnum og fjárfestum,“. Eg er þeirrar skoðunar að hlutverk okkar sé að gera umhverfið vinalegt öllum íbúum svæðisins og við eigum ekkert sérstaklega að hafa áhyggjur af eignamönnum, sérstaklega ekki ef í því felst krafa um að loka augunum fyrir hugsanlegum lögbrotum þeirra. Að lokum fellur hann í þá lágkúrulegu gryfju, að flokka alla viðleitni manna til að auka réttlæti, undir öfund. Er það einungis öfund sem knýr menn til að hindra það að sumir geti hrifsað óeðlilega mikið til sín á meðan aðra vantar sárlega til að komast af. Þannig flokkar hann baráttu gegn skattsvikum undir öfund. Það hefur e.t.v. bara verið vegna öfundar sem viðskiptavinur banka stöðvaði bankaræningja um daginn, hann hefur sennilega ekki getað unnt honum að njóta þyfisins? Ekki veit ég hvar þú hefur lesið fræði þín. Jóhann Geirdal Tónlist: Helgi og Kristinn í víking Tveir ungir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, þeir Helgi Víkingsson trommari og Kristinn Gallagher, bassa- leikari eru á leið í víking til Englands. Þeir Helgi og Kristinn hafa leikið með enska söngvaran- um og gítarleikaranum Eric Luis í hljómsveitinni Speed- well blue að undanförnu hér á landi. Þeir þremenningar ætla að fara saman og spila næstu mánuðina á heima- slóðum Erics í Newcastle í Englandi. Þar ætla þeir að troða upp á krám og klúbb- um. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Það er búið að bóka okkur vel frani eftir vetri í Newcastle enda er Eric vel kynntur þar. Við munum nýta tímann vel þarna ytra og stefnum á útgáfu plötu með vorinu", sagði Helgi. Þeir félagar breyttu nafni hljómsveitarinnar til að ná betur til enskra. Nú heitir grúbban „Eric and the vik- ings“. „Við ætlum Ifka að ná til fjölntargra íslendinga sem munu heimsækja Newcastle nú í haust og eruni með nokkur íslensk lög í prógramminu", sagði Helgi sem hefur spila með hljóm- sveitunum Ofris, Blúsbroti, Örkinni hans Nóa og sfðast en ekki síst Léttsveit Tónlist- arskóla Keflavíkur. Félagi hans, Kristinn hefur einnig leikið með Örkinni og báðir hafa þeir tekið þá í tónlistar- flutningi á söngleikjum sem hafa verið fluttir á Suðurnesj- um undanfarin ár.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.