Fréttablaðið - 17.01.2017, Síða 1

Fréttablaðið - 17.01.2017, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 4 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 7 . J a n ú a r 2 0 1 7 FrÍtt MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 2now.is lögregluMál Tengsl síma Birnu Brjánsdóttur, sem týnd hefur verið síðan á laugardagsmorgun, við símamöstur í miðbænum benda til þess að hún hafi ekki farið inn í bíl á Laugavegi heldur frekar á Hverfis- götu. Mikil leit stendur yfir að rauð- um Kia Rio fólksbíl en það hvernig síminn tengist símamöstrum mið- bæjarins bendir til þess að sími Birnu hafi ferðast í öfuga átt við bílinn. Lögreglan hefur birt myndband af Birnu þar sem hún gengur upp Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur. Í lok myndbandsins, þegar Birna er stödd við Klapparstíg, er sími hennar tengdur við símamastur í húsnæði Máls og menningar við Laugaveg. Skömmu síðar tengist sími Birnu símamastri við Lindargötu, sem getur bent til þess að Birna beygi niður af Laugavegi og á Hverfisgötu. Ekki löngu síðar tengist síminn síma- mastri á gamla Landsbankahúsinu á horni Barónsstígs og Laugavegar. Þremur til fjórum mínútum síðar tengist sími Birnu símamastri við Listaháskólann á horni Sæbrautar og Laugarnesvegar, en talið er full- víst að þegar þangað sé komið, frá því að síminn tengist við Baróns- stíg, sé Birna komin í ökutæki á ferð. Rúmum tuttugu mínútum síðar er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er mun minna myndavélaeftir- lit á Hverfisgötu en á Laugavegi. Sam- kvæmt ofangreindum upplýsingum kemur sterklega til greina, að mati lögreglu, að myndavél við Laugaveg 31, sem kviknar á við hreyfingu, hafi ekki numið hæga hreyfingu Birnu og hún gengið niður eftir Vatnsstíg. Rauði bíllinn sem lögreglan leitar nú, í þeirri von að ökumaður bílsins reynist mikilvægt vitni, sést í mynda- vél keyra í öfuga átt við Birnu. Akstur hans kveikir á myndavél við Lauga- veg 31 hjá Kirkjuhúsinu og verk- færaverslunina Brynju. Fimmtán til sextán sekúndum síðar sést sami bíll á næsta horni aka yfir gatnamót Laugavegar og Klapparstígs. Mynda- vélar lögreglu missa sjónar á bílnum við Ingólfsstræti en tímaramminn og tenging símans gerir það að verkum að lögreglu finnst afar ólíklegt að Birna hafi farið upp í bílinn. Þó er það ekki útilokað. – snæ / sjá síðu 10 Fór ekki upp í bíl við Laugaveg Fjarskiptagögn sem lögregla hefur rannsakað benda til þess að Birna Brjánsdóttir hafi gengið frá Laugavegi niður á Hverfisgötu. Þá er talið nánast útilokað að hún hafi getað verið tekin upp í hinn rauða Kia Rio. Síðustu myndirnar sem náðust af Birnu Brjánsdóttur sýna hana ganga áleiðis upp Laugaveg. Skömmu síðar er eins og hún hverfi og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Mynd/LögregLa Þeir sem hafa upplýs- ingar um ferðir Birnu eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 7 -2 7 3 8 1 B F 7 -2 5 F C 1 B F 7 -2 4 C 0 1 B F 7 -2 3 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.