Fréttablaðið - 17.01.2017, Page 28

Fréttablaðið - 17.01.2017, Page 28
Bílar Sannarlega huggulegt innanrými í lúxusrútum RAG. Tvær af rútum RAG tilbúnar til afhendingar. 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r20 F r É T T a B L a Ð I Ð Síðustu ár hefur orðið sprenging í ferðaþjón-ustunni á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxus- rútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition. RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu. BUS-PL er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur leyfi frá Mercedes Benz til þess að breyta 21 manns 4x4 rútum frá þeim, sem gerir RAG leiðandi á þessum markaði á heimsvísu. Betur búnar en áður hefur þekkst. Rafn Arnar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri RAG, segir: „Rúturnar okkar eru einfaldlega betur útbúnar en áður hefur þekkst á markaðnum. Rúturnar eru með mikinn staðal- búnað, svo sem tvo flatskjái, ísskáp, hita í rúðum að framan og aftan, skriðstilli, bakkmyndavél, dráttar- krók, krómpakka, rafmagn í rúðum, eco-leður ásamt mörgu fleira. Þetta er einfaldlega annar standard.“ Athyglisvert verður að fylgjast með frekari þróun og vexti fyrirtækisins í komandi framtíð. Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breyttu rútur í höfuðstöðvum RAG að Hellu- hrauni 4 Hafnarfirði eða á vefsíðu fyrirtækisins, rag.is. RAG breytir Benz-rútum í lúxuskerrur fyrir landann Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í þar sem þeim verður breytt. Tatra aftur í fólksbílaframleiðslu Sjálfsagt muna fáir eftir Tatra-fólks- bílum en þeir voru framleiddir í Tékklandi og voru sannkallaðir lúxusbílar. Tatra-fyrirtækið er enn til og framleiðir nú aðallega stóra trukka sem stundum sjást í keppni í Dakar- þolakstrinum. Tatra framleiddi fólks- bíl síðast árið 1999. Nú eru yfirmenn Tatra að bræða það með sér að hefja aftur framleiðslu Tatra-fólksbíla og það yrði þá gert með því að viðhalda ytra útliti frægra Tatra-fólksbíla for- tíðarinnar, bíla eins og Tatra T600, Tatra 613 og 603. Líklegast er að T600 verði fyrir valinu, en útlit hans endur- speglar ekki kommúnistatímann með eins afgerandi hætti og aðrar gerðir Tatra-fólksbíla. Hann yrði þó með allri nútímatækni og lúxusinnrétt- ingu. Tatra þriðja elsta bílamerki heims Tatra er þriðja elsta bílamerki heims á eftir Mercedes Benz og Peugeot og fyrirtækið smíðaði á árum áður afar merkilega bíla og eitt fárra með vélina aftur í. Fyrsti bíll Tatra kom fram á sjónarsviðið árið 1897. Sagt er að Ferd inand Porsche, sem hannaði Bjölluna og Porsche 911, hafi haft Tatra-bíla sem fyrirmynd og þess vegna séu vélar í báðum bílunum fyrir aftan afturöxulinn, eins og í bílum Tatra á árunum milli stríða. Vélarnar í bílum Tatra voru auk þess Boxer-vélar, líkt og Ferdinand Porsche notaði í Porsche 911. Hitler valdi Tatra Árið 1936 kom Tatra fram með glæsikerruna T87, bíl sem Hitl- er tók fram yfir bíla frá Porsche, og sagði: „Þetta er bíll fyrir mína vegi.“ Eftir það leitaði Ferdinand Porsche heilmikið í smiðju til Tatra við þróun bíla sinna, þar á meðal Bjöllunnar, en einnig Porsche-bíla. Tatra kærði Porsche fyrir hönn- unarstuld og það var ekki fyrr en árið 1961 sem Porsche greiddi Tatra þrjár milljónir þýskra marka í sekt fyrir allan stuldinn. Það má því ljóst vera að í smiðju Tatra var og er lík- lega enn heilmikil þekking í smíði gæðabíla. Tatra T87 var bíllinn sem Hitler tók fram yfir Porsche-bíla. Meðaleyðsla stendur í stað Á meðan bílaframleiðendur heims kappkosta að smíða sparneytnari bíla hefur meðal- eyðsla bíla í Bandaríkjunum ekki minnkað tvö ár í röð. Hún hefur verið 25,1 míla á hvert gallon eldsneytis árin 2014, 2015 og 2016. Það gerir um 9,4 lítra eyðslu á hverja ekna 100 kílómetra. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa síðast- liðin ár keypt meira og meira af eyðslufrekum stórum bílum á kostnað minni og eyðslugrennri bíla. Þetta hefur ekki átt við aðra heimshluta á meðan, en annars staðar hefur eyðsla bíla minnkað talsvert á milli ára. Ford seldi 821.000 F-150 pallbíla í fyrra Sem dæmi um kaup Banda- ríkjamanna á stórum bílum þá seldi Ford 821.000 eintök af Ford F-150 pallbílnum í fyrra og þar fer engin smásmíði né sparibaukur í eyðslu. Ford seldi þrisvar sinnum meira af jeppum, jepplingum og pall- bílum í fyrra en af fólksbílum. Á meðan þarf ekki að búast við því að flotinn vestra eyði minna á milli ára þó svo að sala rafmagnsbíla og tengiltvinn- bíla hafi aukist um 27% í fyrra. Því eru Bandaríkjamenn ekki beint á beinu brautinni að ná takmarkinu um meðaleyðslu upp á 40 mílur á hvert gallon eldsneytis árið 2025. Það skal þó sagt Bandaríkjamönnum til hróss að meðaleyðslan hefur minnkað um 17% frá árinu 2007, en betur má ef duga skal. Ford F-150 pallbíllinn Tesla hóf bílaframleiðslu sína í aflagðri bílaverksmiðju sem var bæði í eigu General Mot- ors og Toyota í Kaliforníu. Nú hefur annar rafmagnsbílafram- leiðandi, Rivian Automotive, gert það sama, þ.e. keypt aflagða versksmiðju sem var í eigu Mitsubishi og Chrysler og er hún í Illinois-ríki, 210 kílómetra frá Chicago. Þessi verksmiðja er um 215.000 fermetrar. Þar ætlar Rivian Automotive að hefja smíði rafmagnsbíla sinna árið 2019 og ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 5 milljarða króna til að gera verksmiðjuna tilbúna til fram- leiðslu. Rivian Automotive nýtur skattaafsláttar frá Illinois-ríki næstu 5 ár en fyrirtækið ætlar að ráða 1.000 starfsmenn til ársins 2024. Verksmiðjan sem Rivian Automotive keypti af Mitsubishi og Chrysler var reist árið 1988 og í henni hafa verið framleiddir um 250.000 bílar á ári. Mitsubishi hætti framleiðslu í verksmiðj- unni í fyrra. Rivian Automotive hefur frá stofnun skipt tvisvar um nafn, hét fyrst Mainstream Motors, síðan Avera Automotive, en Rivian Automotive frá árinu 2011. Rivian flutti höfuðstöðvar sínar frá Flórída til Detroit í fyrra. Verksmiðja Tesla í Kaliforníu verður stækkuð um helming til að geta framleitt sem mest af Tesla Model 3 bílnum. Kaupa gamlar verksmiðjur 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 7 -4 4 D 8 1 B F 7 -4 3 9 C 1 B F 7 -4 2 6 0 1 B F 7 -4 1 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.