Fréttablaðið - 17.01.2017, Síða 30

Fréttablaðið - 17.01.2017, Síða 30
Kia frumsýnir nýjan og glæsilegan bíl á bíla-sýningunni í Detroit sem nú er að hefjast. Bíllinn hefur fengið heitið Kia Stinger og er fjögurra dyra, sportlegur bíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrir- tækisins. Kia Stinger er bíll sem fær hjartað til að slá hraðar bæði hvað varðar hönnun og aksturseiginleika. Bíllinn var kynntur sem hugmynda- bíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 og vakti þá strax mikla athygli. Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og nú er hann loks kominn fullmótaður fram á sjónar- sviðið og í framleiðslu. Útkoman veldur ekki vonbrigðum. Bíllinn er hinn glæsilegasti í hönnun bæði að utan og innan og sportlegar línur bílsins eru áberandi. Innanrýmið er mjög vandað og vel hannað og þar er hvergi til sparað. Hönnunin á Kia Stinger var í höndum Peters Schreyer, yfirhönnuðar og eins af forstjórum Kia Motors, sem hefur undanfarin ár unnið til fjölda eftir- sóttra hönnunarverðlauna fyrir bíla Kia. Býðst með allt að 365 hestafla vél Mikið er lagt í hinn nýja Stinger bæði varðandi búnað og þægindi. Stór snertiskjár er áberandi í innan- rýminu sem býður upp á öll helstu þægindi sem völ er á. Kia hefur einnig lagt mikinn metnað í að gera aksturs- eiginleika bílsins sem allra besta og er bíllinn búinn fullkomnu MacP- herson-fjöðrunarkerfi að framan og aftan. Bíllinn er í boði bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi. Kia Stinger er búinn fimm akstursstill- ingum, Personal, Eco, Sport, Comfort og Smart og ökumaður getur þann- ig valið um hvernig hann vill hafa aksturinn. Bíllinn er búinn nýrri og afar fullkominni 8 gíra sjálfskiptingu. Kia Stinger er mjög aflmikill og hrað- skreiðasti bíll sem Kia hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn er með 2 lítra bensínvél sem skilar 255 hestöflum og togið er 253 Nm. Einnig er í boði 2 lítra dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Í GT útfærslunni er 3,3 lítra bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 365 hestöflum og togið er 510 Nm. Aðeins 5,1 sekúndu í 100 Kia Stinger GT er aðeins 5,1 sekúndu úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarks- hraði bílsins er 269 km/klst. Bíllinn er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Kia. Stinger fer í sölu í Evrópu næsta haust. ,,Þetta er einstakur bíll fyrir Kia bæði hvað varðar útlitið, aflið og aksturseigin- leikana,“ segir Albert Biermann, sem sá um aksturseiginleikahluta bílsins. Biermann kom frá BMW árið 2014 eftir 30 ár í starfi þar og er mjög virtur í bílaheiminum. Hraðskreiðasti bíll Kia er Stinger Kia frumsýndi nýjan Stinger-sportbíl á bílasýningunni í Detroit fyrir skömmu. Mikið er lagt í hinn nýja Stinger bæði varðandi búnað og þægindi. Kia hefur einnig lagt mikinn metnað í aksturseiginleika. Ítalski sport- b í l a f r a m - leiðandinn L a m b o r g - hini, sem er í eigu Vo l k s w a g e n bílasamstæðunn- ar, hefur aldrei selt fleiri bíla en á árinu sem var að líða. Alls seldi Lamborghini 3.457 bíla í fyrra og er það í fyrsta skipti sem sala fyrir- tækisins fer yfir 3.400 bíla. Stöðugur vöxtur hefur verið í sölu Lamborgh- ini síðustu 6 ár og hefur salan til að mynda aukist um 160% frá árinu 2010. Það endurspeglar reyndar mikinn vöxt í sölu rándýrra lúxus- bíla í heiminum  á undanförnum árum og gengur flestum þeim bíla- framleiðendum sem framleiða þess konar bíla vel og eru að auka sölu sína mikið. McLaren hefur tilkynnt um tvöföldun í sölu á síðasta ári og Rolls Royce átti til dæmis sitt næstbesta ár frá upphafi. Framleiðslubílgerðir Lamborghini eru aðeins tvær og mest seldist af Huracan, eða 2.353 bílar og af Aventador 1.104 eintök. Afar jöfn dreifing er á sölu bíla Lamborghini á milli Ameríku, Asíu og Evrópu ásamt Miðausturlöndum og Afríku og skipta þessi þrjú heimssvæði með sér sölunni nánast í þrennt. Spenn- andi tímar eru fram undan hjá Lamb- orghini en styttast fer í kynningu á fyrsta jeppa fyrirtækisins og hefur hann fengið nafnið Urus. Nýr Mercedes-Benz E-Class Coupé var frumsýndur í Þýskalandi fyrir skömmu  en hans var beðið með talsverðri eftirvæntingu eins og flests sem kemur frá lúxusbíla- framleiðandanum í Stuttgart. Þessi tveggja dyra sportbíll er glæsileg viðbót við nýja kynslóð E-Class línunnar sem frumsýnd var fyrr á árinu. E-Class Coupé verður fáan- legur með fjórum vélarstærðum. Í E220d útfærslunni er hin nýja og hagkvæma 2,0 lítra dísilvél frá Mercedes-Benz sem er í hefðbundn- um E-Class. Þrátt fyrir mikið afl og skilvirkni þá er hún eyðslugrennri og umhverfismildari en fyrri vélar sem í boði hafa verið. Þessi vél skilar sportbílnum 195 hestöflum og kemur honum í hundraðið á 7,4 sekúndum. Þá verða þrjár bensín- vélar í boði í E-Class Coupé, sú kraftmesta er 3 lítra, 328 hestafla V6 vél í E400 bílnum sem skilar honum í hundraðið á aðeins 5,3 sekúndum. Bíllinn er með þremur aksturskerfum, Comfort, Sport og Sport + þannig að ökumaður getur ráðið hvernig tilfinningu hann vill hafa í akstrinum. Sportbíllinn er fallega hannaður bæði að innan og utan og mikið er lagt upp úr lúxus. Nýr E-Class Coupé frumsýndur Bílar Mercedes-Benz E-Class Coupé. Lamborghini með sölumet í fyrra Kia Stinger fæst með allt að 365 hestafla vél 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r22 F r É T T a B L a Ð I Ð ára s. 511 1100 | www.rymi.is ...fyrir alla muni SMÁVÖRUHILLUR OG SKÁPAR Tilboðsdagar í Verslun Guðsteins Valdar vörur með óheyrilega miklum afslætti Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 7 -3 1 1 8 1 B F 7 -2 F D C 1 B F 7 -2 E A 0 1 B F 7 -2 D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.