Víkurfréttir - 26.09.1996, Blaðsíða 8
Guðspekifélag
Suðurnesja:
Sigunður
Bogi ræðir
hugrækt-
ariðkun
Vetrarstarf Guðspekifélags
Suðurnesja hefst með
fræðslufundi sunnudaginn
29. september kl. 20.00.
Þar mun Sigurður Bogi Stef-
ánsson ræða hugræktariðkun
í kristni. Þó að kenningar
kristinnar kirkju séu sá flötur
trúarbragðanna sem flestir
þekkja hafa frá fumkristni
verið notaðar ýmsar leiðir til
að öðlast nánara vitundar-
samband við guðdóminn t.d.
meðal kristinna munka.
Fræðslufundurinn er öllum
opinn og verður að þessu
sinni haldinn í sal Iðnsveina-
félags Suðumesja við Tjarn-
argötu.
Söngklúbburinn
Uppsigling:
Bypjar aftur
Söngklúbburinn Uppsigling
sem stofnaður var í fyrra
byrjar aftur á morgun, föstu-
dagskvöld, eftir langt sumar-
frí.
Líkt og í fyrra verða sungin
ýmis þjóðlög og dægurlög í
tjaldmiðstöðinni Stekk við
Samkaup annað hveit föstu-
dagskvöld frá kl. 20.30 og
fram undir kl. 23.00.
Hér er tækifæri fyrir þá sem
ftnnst gaman að syngja, líka
þá sem halda að þeir séu lag-
1 ausi r. HIjóðfæ ralei karar
mega gjarna taka með sér
hljóðfærið.
Heiða og Þorvaldur, s. 421-
3941.
Garður:
Börn brjóta
útivistar-
reglur
Lögreglan hafi afskipti af
nokkrum börnum í Garði í
síðustu viku vegna brota á
útivistarreglum. Sjö 8 ára
börnum var ekið til síns
heima rétt fyrir kl. 21:00 og
þá var sjö bömum, 7-10 ára
ekið heim kl. 21:30 á
miðvikudagskvöldið í síð-
ustu viku.
fféttardagur
i Grindavík:
Réttað í rigningu
Laugardaginn 21. september fjölmenntu Sudurnesjamenn í Þór-
kötlustadarrétt í Grindavík og fylgdust meá þvíþegar réttaá var.
Nokkuá blautt var í réttunum en létu hvorki menn né kindur þaá á
sig fá. Yngra mannfólkid var stóreygt og var ekki annað hægtad
sjá en að nokkrir þeirra eldri hyrfu aftur í tíman til þess er þeir
voru sjálfir í sveit.
Mannfólkið var eilítið fjölmennara en safnið og liöfðu menn á
orði að sjaldan hefði séstjafnmikið afdökku fé.
Til þess að skapa rétta stemningu var leikið á harmónikkur og
var auk þess boðið upp á veitingar á staðnum. VF-myndir: Dagný
En mamma kóngirmn er ekki í
Leikþáttur molahöfundar.
Að undanfömu hefur átt sér stað stómnd-
anleg umfjöllun um meintar viðræður
um nýjan meirihluta í
Reykjanesbæ og fór
þar fremstur í flokki
molahöfundur. Mér
fannst þá að það væri
einungis hægt að
brosa að hugmynda-
flugi viðkomandi. Það
taka sem betur fer ekki
allir mark á þessum
slúðurdálkum enda
setur molahöfundur
þar fram eign álit á fólki og málefnum.
Ég gef lftið fyrir umfjöllun hans um mig
enda gæti ég ekki borið virðingu fyrir
manneskju sem er jafn hlaðin
neikvæðum kenndum og molahöfundur
heldur fram.
Ég hef ekki enn náð að skilja hvað ég hef
gert á hlut viðkomandi - nema ef vera
skyldi að ég er ófús að slúðra í viðkom-
andi! Ef hann skrifar oftar en einu sinni
á kjörtímabili vel um mig þá fyllist
hann vanlíðan og verður að „þæta fyrir
það“. Sérstaklega nær hann sér vel á
strik rétt fyrir prófkjör flokkanna og í
kosningabaráttunni. Fyrstu tvö áiin sem
ég var bæjarfulltrúi fékk ég einungis
neikvæð skrif en dag einn hringdi vinur
minn í mig og sagði mér að Emil Páll
hefði rekið höfuði í! Ég spurði hvort
hann hefði meiðst mikið? Nei, var svar-
ið. Hann skrifaði vel um þig!
Gróa á Leiti.
Þessi svokallaði „fréttaflutningur" af
meintum viðræðum um nýjan meirihluta
í bæjarstjóm Reykjanesbæjar em upp-
spuni frá rótum. T.d. hefur molahöfundur
aldrei spurt mig um þetta málefni enda er
það ekki hans vani að leita upplýsinga
hjá mér.
Það eru ekki og hafa ekki átt sér stað
formlegar né óformlegar viðræður við
fulltrúa Alþýðuflokks né Alþýðu-
bandalags um nýjan meirihluta. A
síðasta fundi bæjarstjórnar hentum við
gaman að þessari, að okkur fannst
spaugillegu umræðu, sem við (þ.e. odd-
vitar þessara flokka) áttum að hafa tekið
þátt í en hafði gjörsamlega farið fram hjá
okkur öllum. Þar fyrir utan vil ég taka
fram að hvorugur bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins í bæjarstjórn, né vara-
bæjarfulltrúar eða stjórn fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna hafa tekið þátt í
meintum viðræðum um nýjan meirihluta.
Þau mörgu fréttaskot sem DV fékk um
málið og sú mikla umræða sem orðið
hefur um málið lýsir fremur því að ein-
hverjir aðilar fari víða með lognar
sögusagnir til að skapa fleyg í samstaif
meirihlutaflokkanna í Reykjanesbæ.
rraustur meirihluti.
Eftir síðustu kosningar beið nýrrar
bæjarstjómar ekki einungis hefðbundið
hlutverk heldur einnig að semja nýtt
skipulag hins sameinaða bæjarfélags,
allar reglur þurfti að endurskoða eða
smíða nýjar, viða vom breyttar áherslur
s.s. í skipulagsmálum og lengi mætti
telja. Þessi stöif og mörg önnur sem fylg-
du í kjölfar sameiningarinnar eru mjög
tímafrek og oftar en ekki þarf mikla lagni
Deinum lötum!
til að sætta sjónarmið vegna gömlu
sveitarfélaganna í Njarðvík, Keflavik og
Höfnum. Þrátt fyrir alla þessa vinnu
hefur meirihlutanum tekist að leysa
hefðbundið hlutverk sitt ágætlega. Ég
hygg að yfir 90% að ákvörðunum sem
teknar em í bæjarstjórn sé samþykktar
með öllum greiddum atkvæðum.
Hlutfallið er sennilega enn hæira og ég
tel að sú almenna samstaða sem ríkir í
bæjarstjórn lýsi best stjórn n.v. meiri-
hluta. Énda stendur meirihlutinn traust-
um fótum. Við Ellert höfum unnið náið
saman í rúmlega 6 ár. Við erum mjög
sammála um þá aðferðafræði sem
almennt er notuð við stjómun bæjarins.
Við meirihlutamyndun er traust rnilli
þeirra sem staifa saman mjög mikilvægt
og í Ijósi fyrri meirihlutasamstarfs milli
flokkanna lýsti ég yfir fullkomnu trausti
til samstarf við Ellert Eiríksson sem og
annara bæjaifulltrúa Sjálfstæðisflokksins
í Reykjanesbæ. Það er einnig mjög mik-
ilvægt að við vinnum eftir málefna-
santningi sem flokkamir gerðu með sér
eftir síðustu kosningar. Við höldum meir-
ihlutafundi fyrir alla bæjarráðs- og
bæjarstjómarfúndi auk funda um sérstök
málefni. Þannig eru ákvarðanir teknar
sameiginlega af öllum bæjarfulltrúm
meirihlutans.
Ég vona að sá draugur sem upp var
risinn sé nú niður kveðinn og menn snúi
sér að meira aðkallandi verkefnum en
spuna í anda Gróu á Leiti um kónginn
sem var ekki í neinum fötum.
Drífa Sigfúsdóttir
Ásta sýnir Quilt
í Regnboganum
Ásta Sigurðardóttir sýnir nú Quilt myndir og teppi í Gall-
erí Regnbogans.
Quilting samanstendur af þremur lögum af efnum, toppi,
fyllingu og baki. Þau eru svo stungin. eða hnýtt saman og
kallast þá Quilt.
LJÓSMYNDIN
FYRIRSÆTA:
FATNAÐUR:
FÖRÐUN:
HÁRGREIÐSLA:
LJÓSMYNDUN:
ÁSDÍS EINARSDÓTTIR
VERSLUNIN KÓDA
RÚNA í GALLERY FÖRÐUN
ELEGANS
HILMAR RRAGI
Víkuifréttir
Víkurfréttir
8
9