Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 9
Reykjanesbœr: Hækkað útsvar og skattur vegna frá- veituframkvæmda Útsvar í Reykjanesbæ hækkar um 2,7% á næsta ári og verð- ur 11,70%. Einnig verður lagður á tímabundinn skattur vegna fráveituframkvæmda. Þetta kom fram á bæjarstjóm- arfundi Reykjanesbæjar þann 3. desember þar sem álagn- ingarreglur sveitarsjóðsgjalda fyrir árið 1997 voru ræddar. Hækkun útsvars stafar af yfrr- töku sveitarfélaga á grunn- skólum og lækkar tekjuskatt- ur að sama skapi um sömu prósentustig. Minnihluti bæjarstjómar lagði fram bókun um málið þar sem segir: „Vegna 21. máls 27.11.96 vill minnihlutinn taka það fram að þetta eru tillögur meirihlut- ans og að minnihlutinn tekur ekki afstöðu til þess, en mun lýsa afstöðu sinni við gerð íjárhagsáætlunaf1. I umræðu um málið tók Jó- hann Geirdal (G) það fram að hann væri ekki gegn gjaldtök- unni heldur teldi hann það óeðlilegt að nota prósentur af fasteignamati til þess að reikna út fyrrgreindan skatt vegna fráveitugjalda. Hann sagði þetta valda mismunun sem bitni á þeim tekjuminni. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Tunnup í stað poka Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðumesja hefur lagt til við sveitarstjórnirnar að þær breyti sophirðunni þannig að tunnur verði notaðar í stað poka. Kom þetta fram á síðasta fundi stjómarinnar 23. nóv- ember sl. Leggur hún til að ráðist verði í þessa breytingu um mitt J næsta ár og að fjárhagsnefnd J Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum verði falin nán- ari útfærsla en gengið verður út frá því að hvert sveitarfélag kaupi tunnurnar og dreifi I þeim líkt og gert var í Grinda- vík. Ráðstefna um verktöku og útboðsmál á Suðumesjum var haldin á vegum Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofu Reykjanesbæjar nýlega á Flug Hóteli. Meðal umræðuefna var staða verktaka og útboða árin 2000- 2005 og var yfirlit núverandi stöðu skoðað. Frummælendur voru Kristófer Oliversson frá Hagvangi hf., Árni Jóhannsson frá Samtökum iðnaðarins, Jóhann Bergmann frá Reykjanesbæ, Halldór Ragnarsson frá Húsanesi og Sigurjón Einarsson frá Samiðn. Vinscelustu skíða- og sólgleraugun frd framleiðanda Ray Ban: Killer Loop og Ray Ban Classic Pnu gerast ekki behi Vtrd jrá kr. 6S00. GUERAUGNRVeRSlUN K6FLAVÍKUR Hafnargötu 45 • Keflavík • sími 4213811 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.