Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 2
Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan í Keflavík lagði liald á 80,5 gr. af hassi og ýmis tól og tæki til fíkni- efnaneyslu aðfaranótt 4. janútu' sl. í Njarðvík. Lögreglan stöðvaði mann um nóttina sem grunur lék á að væri að versla fíkniefni. Reyndist sá maður vera með I gr. af hassi á sér og pillur. Var málið rakið til húss í Njarðvík og þar gerð húsleit. Við húsleitina fund- ust 80,5 grömm af hassi sem er umtalsvert magn auk tækja til fíkniefnaneyslu. Meintur söluaðili. kaupandi og einn annar aðili voru handteknir og telst málið að fullu upplýst. Nýtt Blátt lón: Hlutafé verður 7 - 800 milljénir Hlutafé Bláa lónsins mun hugsanlega aukast í 700 - 800 milljónir króna vegna uppbyggingar á nýju lóni ásamt tilheyrandi heilsu- og bað- aðstöðu. Stjóm Hitaveitu Suðurnesja hefur samþykkt að auka hlutafé sitt í Bláa lóninu hf. um allt að 100 milljónir en þó er hún háð nokkrum skil- málum. Þeir gera m.a. ráð fyrir að Islenskir aðalverktakar auki einnig hlutafé sitt að sama marki og að stjóm Bláa lónsins hf. takist að safna a.m.k. 100 milljóna króna hlutafjár frá öðmm aðilum. Einnig er það gert að skilyrði að stjórn Bláa lónsins hf. takist að tryggja nægilegt lánsfé til að fjármögnun verkefitisins sé að fullu tryggð og verði í heild að meðtöldu hlutafé 700 - 800 milljónir króna. Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í Sand- gerði á nýársdag hét Sigurjón Júníusson. Hann var þrjátíu og tveggja ára gamall til heimilis að. Sigurjón var í sambúð og bjó að Brekkustíg 12 í Sandgerði en lætur ein- nig eftir sig son sem búsettur er ásamt móður sinni erlend- is. Banamaður Sigurjóns heit- ir Sigurgeir Bergsson. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. apríl og að sæta geðrannsókn. Fasteignasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK C3 SÍMAR 421 1420 OG4214288 Lyngholt 10, Keflavík 103 ferm. n.h. með sérinn- gangi Nýleg miðstöðvar- og skolplögn, einnig nýlegir gluggar. Eftirsóttur staður. Laus strax. 5.500.000.- Vesturgata 2, Keflavik 79 ferm. e.h. ásamt 38 ferm. bílskúr. Ymsir greiðslu- möguleikar koma til greina. Hagstæð Húsbréfalán áhvíl- andi. 7.500.000,- Básvegur 4, Keflavík 115 ferm. einb. hæð, kjallari og ris. Húsbréfalán áhvílandi kr. 3,7 millj. Góðir greiðs- luskilm. Laust strax. 5.200.000,- Vatnsnesvegur 36, Keflavík Neðri hæð ásamt bílskúr. Sérinnngangur. Ibúðin er í góðu ástandi m.a allar lagnir nýjar. Húsið er klætt að utan með garðastáli og nýtt járn á Þakl' 6.800.000.- Austurbraut 6, Keflavík 5-6 herb. e.h. ásamt rúmg. bíl- skúr. Sérinng. Mjög vönduð og velumgengin íbúð. Húsið var nýlega klætt að utan með Steni klæðningu. Losnar mjög fljótlega. 8.900.000,- Brekkustígur 33b, Njarðvík Rúmgóð 3ja herb. íbúð á 2. hæð með sérgeyntslu í kjall. og sameiginl. leikherb.. hjóla- geymslu ofl. Ibúðin er í góðu ástandi. Laus strax. Hagsl. Bygg.sj.lán áhvíl. með 4.9% vöxtum. Tilboð. Fífumói 3e, Njarðvík 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu ástandi. Hagstæð lán áhvílandi. Laus strax. 3.900.000.- Hjallavegur lb, Njarðvík 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í góðu ástandi. 5.300.000,- Heiöarhvammur 5, Keflavík 2ja herb. íb. á 3. hæð með sér- geymslu á neðstu hæð. fbúðin er í góðu ástandi. Hagst. Bygg.sj.lán og húsbr.lán áhvíl. með4,9%vöxtum.4a0(K()()0__ Skoðið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. Á batavegi eftir hnífsstungu Árásarmaðurinn sem stakk mann í Keflavík með dúka- hníft í átökum á nýársdag er nú laus úr gæsluvarðhaldi til yfirheyrslu. Málið telst upplýst og er nú í vinnslu Rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er á batavegi. Nýr verslunarstjóri í Hngkaup Nýr verslunarstjóri hefur tek- ið við f verslun Hagkaups á Fitjum í Njarðvík. Ragnar Snorrason sem verið hefur deildarstjóri í kjötdeild Hag- kaups í Skeifunni tekur við af Sigurði Reynarssyni sem ver- ið hefur við stjórnvölinn á Fitjum. Sigurður tekur á sama tíma við sem verslunarstjóri matvöruverslunar Hagkaups í Kringlunni. Vogar hf. fá Inmlengingu Stjóm Hafnarinnar Keflavík. Njarðvík hefur samþykkt að veita fiskvinnslufyrirtækinu Vogar hf. í Njarðvík 6 mánaða framlengingu á samkomulagi um skuldafrystingu og vaxta- stopp sem gert var þann 16. ágúst sl. Framlengingin var samþykkt á þeirn gmndvelli að fyrirtæk- ið hefur að fullu staðið við fyrri samning. t Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Haraldsdóttir Eyjavöllum 13, Keflavík lést á heimili sínu 31. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. janúar kl. 13:30. Magnús Kolbeinsson Kristín Sigurðard. Rose Brian D. Rose Kolbrún Sigurdardóttir Rúnar Sigurbjartarson Magnea B. Magnúsdóttir Konráð I. Sigurðarson Robert Thomas Rose Patrick Brent Rose Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.