Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 15
Bikarkeppni kvenna í körfuknattleik Keflavík og KR í úrslitin Það verða Keflavík og KR sem mætast í úrslitum bikars- ins í kvennaílokki laugardag- inn 1. febrúarn.k. kl. 14.00. Ketlavík lagði Njarðvík í ná- grannaslag í Njarðvík í undan- úrslitum bikakeppni kvenna á sunnudaginn var. Keflavíkurstúlkur voru ekki í teljandi vandræðum með Golfskóli opnarí Keflavík Sigurður Sigurðsson sem ráðinn hefur verið golf- kennari hjá Golfklúbbi Suðumesja opnar inniað- stöðu og golfskóla á 2. hæð við Iðavelli 9 í Kefla- vík (fyrir ofan Dósasel) k. sunnudag. I húsnæðinu sem er um 200 fermetrar verða marg- ir básar, aðstaða fyrir vipp og pútt. Sigurður sagði að boðið yrði upp á kennslu fyrir byrjendur sem lengra komna. Félagar í Golfklúbbi Suð- urnesja þurfa ekkert að greiða fyrir að æfa sig. Opnað verður fonnlega á sunnudaginn kl. 16 til 19 en á ntánudag fyrir æfing- ar og kennslu. Sigurður kenndi golf hjá Goltklúbbi Reykjavíkur á síðasta ári en hann hefur um langt skeið verið einn fremsti kylfingur Suður- nesjamanna. Sínrinn í golfskóla Sigurðar er421- 6818. Iþrónamaður Reykjanesbæjar Eydís Konráðsdóttir var kjörinn íþróttamaður Reykjanesbæjar á gaml- ársdag en rangt var frá grein í fyrirsögn í síðasta tölublaði að hún haft ver- ið kjörin íþróttamaður Suðumesja. stöllur sínar úr Njarðvík og segja lokatölumar rnikið um mun Iiðanna 73:41. Það verða því Keflavík og KR sem mætast í úrslitum en KR vann IR létt í hinum undan- úsrlitaleiknum og þvf Ijóst að um hörkuleik verður að ræða því þama mætast tvö sterkustu liðin í kvennaboltanum. Renault-bikarkeppnin í körfuknattleik: Keflvíkingar í bikarúrslit -eftir auðveldan sigur á Isfiröingum. Grindvíkingar töpuðu fyrir KR-ingum í spennandi leik Það verða Keflavík og KR sem mætast í úrslitum bikars- ins í körfuknattleik karla I. febrúar nk. kl. 16.00 en þessi lið mættust einnig í úrslitum Lengjubikarsins f haust, þá sigmðu Keflvíkingar. Keflvíkingar sigruðu KFI í undanúrslitum í Keflavík á sunnudaginn og var sigur þeirra mjög sannfærandi þrátt fyrir að liðið hafi ekki spilað vel. Það var einna helst pressuvörn Keflvíkinga sem setti Isfirðingana út af laginu en í lok fyrri hálfleiks náðu ís- firðingar leiknum niður á sitt plan og héldu honum þannig að mestu það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir þetta var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu og á lokamínútunum gátu þeir leyft sér að spila með varalið- ið inn á. Grindvíkngar urðu að játa sig sigraða gegn KR-ingum, sem léku undir stjóm nýs þjálfara Hrannars Hólm, á Seltjamar- nesinu í hinum undanúrslita- leiknum. Það gekk á ýmsu hjá Grindvíkingum fyrir leikinn gegn KR á sunnudaginn. Aður höfðu þeir látið Hennan Myers taka pokann sinn eftir að hann mætti ekki á réttum tíma úr jólafríi og fengu í hans stað bandaríkjamanninn Dervin Collins sem þeir voru heldur ekki ánægðir með og létu fara á laugardaginn. Myers kom síðan til landsins á elleftu stundu eða á sunnu- dagsmorguninn og lék hann með þeim um kvöldið og var langstigahæsti maður liðsins. Mestu munaði um að þriggja stiga skyttur Grindvíkinga náðu sér ekki á strik og virðist sem "herbragð" Hrannars þjálfara KR hafi borið árang- ur, þ.e. að stöðva skytturnar og ættu Keflvíkingar að hafa það í huga þegar þeir mæta KR í úrslitaleiknum 1. febrúar n.k. Laugardaginn 11. janúar kl. 15.00 verður hinn árlegi stjör- nuleikur KKI í Laugar- dalshöllinni. Suðurnesjamenn verða í aðalhlutverkum því þjálfarar liðanna verða þeir Sigurður Ingimundarson og Friðrik Rúnarsson og meira en helmingur leikmanna verða af Suðumesjum. Fyrirkomulagið við val leikmanna var þannig að fyrst valdi Sigurður sér leik- mann og síðan Friðrik og svo koll af kolli. Hvor má aðeins hafa þrjá útlendinga og aðeins tvo íslenska leikmenn úr hverju liði. I hálfleik verður að sjálf- sögðu keppt í þriggja stigá og troðslukeppni. IJðin verða þannig skipuð: Spriíe-liðið: Danion Johnson, Albert Óskarsson og (iiuðjón Skúlason Keflavík. Torrey John og Friðrik Ragnarsson Njarðvík. Shawn Smith og Pétur Ingvarsson Haukuni. Hermann Hauksson KR, Eiríkur Önundarson ÍR og Marel (íuðlaugsson Grindavík. Pjálfari: Sigruður Ingimundarson Keílavík. ESSÓ-liðið Herman Myers, Helgi Jónas (íuðfinnsson og Páll Axel Vilbergsson UMFG. Kristinn Friðriksson og Falur Harðarson Keflavík. Jón Arnar Ingvarsson og Sigfús Gizurarson Haukum. Fred Williams Pór, Tito Baker ÍR og Jonathan Bow KR. Pjálfari: Friðrik Rúnarsson Grindavík. Næstu Ieikir í kórfunni: 1. deild kvenna: Pri. 14. jan. kl. 20.00 Keflavík - KR Breiðablik - (írindavík Njarövík - ÍR DHLdeildin: Fim. 9. jan. kl. 20.00 Breiðablik - Njarð\ ík Grindavík - Haukar ÍR - Keflavík. Vélmennið úr Vogum lagði reynsluboltann Jón Ingi Ægisson sigraði á árlegu jólamoti Knattborðs- stofu Suðurnesja sem fram fór á milli jóla og nýárs. Þrjátíu og sex keppendur mættu til leiks. Meðal keppenda vom allir sterkustu spil- arar Suðumesja í bland við unga efnilega spilara sem heldur betur létu að sér kveða. í undanúrslitum mættust Ingiþór Sigur- gíslason og Jón Olafur Jónsson. Ingiþór ungur og efnilegur spilari gerði sér lítið fyrir og sló ekki ófrægari spilara en Adam Ingason út. Reynslu-„boltinn" Jón Olafur hélt upp á 40 ára spilamennsku í þessu móti. Reynslan reyndist æskunni yfir- sterkari og Jón Óli sem hafði spilað af fá- dæma yfirvegun mætti Jóni Inga Ægissyni í úrslitum sem hafði lagt Inga Bjama í hin- um undanúrslitaleiknum. Urslitaleikurinn var skemmtilegur og góð spilamennska hjá Jóni Óla hafði hér um bil slegið „vél- mennið" úr Vogum út af laginu en svo fór þó að lokum að Jón Ingi hatði betur og sigraði 5:3 enda strákurinn besti snókerspilari á Suðumesjum að flestra mati. Börkur Birgisson sýndi sannkallaða meist- aratakta þegar hann „skrúbbaði" niður kúlum á færibandi og gerði alls 93 stig sem var hæsta „breik" mótsins. Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir átta efstu sætin og eiga Ingi Bjama og Dropinn þökk skilið fyrir veg og vanda þessa móts sem fór vel fram og greinilegt að líf er að færast í snókerinn á nýjan leik. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.