Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 3
Grindavík: Eineltí kennara kannað Bæjarstjórn Grindavík- urbæjar hefur óskað eftir því við íþrótta og æskulýðs- nefnd að ffam fari könnun á einelti af hálfu kennara í bæjarfélaginu. í fundargerð bæjarstjórnar þann 13. nóvember sl. er vísað til þess að rniklar umræður hafa orðið að undanförnu um að í ná- grannalöndum verði nent- endur fyrir einelti af Itálfu 10. hvers kennara. Af þeim ástæðum sá bæjarstjóm ástæðu til þess að láta fara fram nafnlausa könnun meðal foreldra í Grindavík um stöðu þessara mála í bænum á sl. 3 árum. Þegar Gunnlaugur Hreins- son, formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar var inntur um málið vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um það að svo stöddu þar sem enn hefur ekki verið ákveðið hvernig staðið skuli að könnuninni. Þó sagði hann niðurstöðu slíkrar könnunar að vænta innan tveggja mánaða. Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk Árangur Suðurnesja er áhyggjuefni Skömmu fyrir jól lá fyrir niðurstaðan úr samræmdum könnunarprófum 4. og 7. bekkjar sem lögð voru fyrir í öllum skólum landsins dagana 5. og 6. nóvember. Rannsóknarstofnun uppeldis- og men- ntamála (RUM) sá um samningu, yfirferð og einkunnagjöf prófanna. Yfirlýstur til- gangur prófanna var einkum sá að kanna hvort þeirri gmndvallarkunnáttu sem aðal- nántskrá grunnskóla tilgreinir ltafi verið náð og jafnframt að gefa nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um námsárangur og stöðu nentenda. Próf 4. bekkjar voru þvi byggð upp á námsefni 1.- 3. bekkjar og próf 7. bekkjar á námsefni 4.-6. bekkjar. Þau voru í nokkrum köflum eða prófþáttum þannig að af þeim má ráða hvar skórinn kreppir í hverju tilviki. Niðurstaðan gefur vísbendingar um stöðu einstakra nemenda og er ætlunin að þetta geti orðið til leiðbeiningar um skipulag náms og kennslu og áherslur í námi einstakra nemenda eða bekkja. Ohætt er að segja að niðurstaða prófanna sé okkur Suðurnesjamönnum visst áhyggju- efni. Eins og sjá má af meðíylgjandi töflu er árangur okkar verulega undir landsmeðaltali jregar á heildina er litið, bæði hjá 4. og 7. bekk, en þó einkum hjá eldri hópnum. Notaður er einkunnaskalinn 1-9 og allar einkunnir eru normaldreifðar. Meðalein- kunn landsmanna er því stillt á 5.0 þannig að allar tölur neðan við 5 eru lakari en meðaltal og öfúgt. Með þessu móti er hverri einkunn ljáð skýr merking að sögn RUM þ.e. hún gefur til kynna stöðu nemendans núðað við heildina. (Þessu má ekki rugla saman við hefðbundnar skólaeinkunnir á Hafnargötu 16 Keflavík Sími 421 4017 Samræmdar einkunnir í íslensku og stærðfræði 1996 4. bekkur 7. bekkur Stærðfræði íslenska Stærðfræði íslenska Landshlutj Fjöld M sf Fjöldi M Sf Fjöldi M sf Fjöldi M sf ’ Rcykjavfk 1325 5.0 1.9 1307 5.2 1.9 1284 5.1 1.9 1264 5.2 2.0 Nágr Rvk 866 5.2 1.9 858 5,2 1.9 861 5.2 1.8 859 5.2 1.9 Suðumes 295 4.8 2.1 287 4.7 1.9 260 4.6 1.9 258 4.3 1,9 Vcsturfand 220 4.8 2.1 217 4.6 2.1 243 4.6 2.0 241 4,4 1.9 ! Vcstnrðir 141 5.0 1.9 137 5.2 2.0 149 4.5 2.1 147 4.4 2.0 Norðurl v 149 5.0 2.2 145 4.8 2.1 157 5.0 1.9 157 4,8 2.1 Norðurl e 413 4.9 1.9 393 4.9 1.9 378 4.7 2.0 377 4.9 1,9 Austurland 184 4.7 1.8 182 4.8 1,9 209 4.7 2,0 206 5.1 2.0 Suðurland 337 4.6 1.9 333 4.4 2.0 337 4,9 1.9 336 4,9 1.9 Landið allt 3930 5.0 2.0 3859 5.0 2.0 3878 5.0 1.9 3845 5.0 2.0 skalanum Í-IO). Hér er vissulega ekki um neinn algildan lokadóm að ræða enda var það ekki ætlunin en þetta er dórnur engu að síður og þann dóm verður að taka alvarlega. Það er ljóst að nám bama okkar er ákveðið samspil á milli heimila og skóla. Skólar og foreldrar bera því sameiginlega ábyrgð á jressari niðurstöðu og verða því að taka hön- dum saman til þess að færa megi jtetta til betri vegar. Þátt hvomgs má vanmeta. Það er von mín að nú strax á nýju ári taki skólamir sig til og geri áætlanir um úrbætur á jjessu ári og því næsta. Kennarar niunu án efa rýna í niðurstöður hvers bekkjar og hvers bams og velta fyrir sér hlutum eins og námsefni og námsefnisvali, innlögn og kennsluaðferðum, vinnulagi og heima- vinnu bekkjarins og bekkjarstjóm. Þá er ekki síður mikilvægt að hvert foreldri athugi hvað niðurstaðan þýði fyrir eigið bam og spyrji : Hvað get ég gert til jtess að hvetja og aðstoða barnið mitt? Stuðningur og áhugi foreldra er hverju bami afar mik- ilvægur. Við Suðumesjamenn búunt hins vegar við erfíða tvísetningu skóla með til- heyrandi vandamálum s.s. óreglulegri stundaskrá og margir foreldar vinna langan dag auk alls annars sem tíðarandinn kallar á. Þegar við skólastundaskrá flestra barna bætast aðrir mikilvægir þættir s.s. tónlist- arnám, íþróttaiðkun og dansskólar getur verið erfitt að skipuleggja tímann þannig að bam og foreldrar eigi góða stund saman til jtess að spjalla urn dagsins önn og atburði og verkefni morgundagsins eða heimanám og leiki. En sú stund verður að vera til á hverjum degi þannig að bamið finni að verk jtess og áhugamál skipta máli. Og síðast en ekki síst kennarar og foreldrar að efla tengslin sín á milli þannig að hvorir tveggju verði betur í stakk búnir tll að sinna því mikilvæga hlutverki sem nárn og upp- eldi bamanna er. Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri fafot Á merguit. Opiidkl. íUlatyaydty hefst á morqim HAFNAR60TU15 - KEFLAVIK - SIMI A2Í m Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.