Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 9
Móttökulidid 1 Arizona. 'a °r Hjalmar 1 sannarlega kominn til 11'ostnrsins! Fréttavakt allan sólarhringinn... Víkurfréttir standa að stærstu fréttastofu Suðurnesja. Vikulegar fréttir í Víkurfréttum, fréttaþjónusta fyrir Stöð tvö og Bylgjuna á Suðurnesjum og útgáfa á Internetinu. Með góðri samvinnu við fólk á Suðurnesjum gerum við okkar besta til að hafa fréttirnar fjölbreytilegar. Standið fréttavaktina með okkur og látið vita ef þið verðið vitni af fréttnæmum atburði, hvenær sem er sólarhringsins. Geymið hjá ykkur símanúmer blaðsins sem birt eru á blaðsíðu 12 í Víkurfréttum í dag... Fyrirsœta: Jónína Magnúsdóttir Förðun: Brynja Magnúsdóttir s: 422 7254 Ljósmyndun: Hilmar Bragi Bárðarson Brynja var neniandi í Förðunarskóla Gallery förðunar og útskrifaðist með hcestu einkunn. Þegar Alþingi hóf störf í haust vakti þaö athygli sumra á Siiðuriiesjiiiti að Hjálmar Arnason var ekki á þingi. Hann var þá floginn burt á vit cevintýra til Bandaríkjaiina til að kynna sér bandarísk fyrirtœki, stofnanir ogmannlífí boði heimaiiianna. Þingmaðurinn kom víða við í heimsókn sinni, gekk með stresstösku í gegiium blökkumannahverfi ogfór í svertingamessu, kynnti sér „Byggðastofnunu og mádefni KeflavOturflugvallar, leit við í „villta westrinuu og á verndarsvœði indíána. Ástæðan var sú að Menningarstofnun Bandaríkjanna og Bandaríska Sendiráðið buðu mér að fara í 3ja vikna ferð um Bandaríkin. Það eina sem ég þurfti að gera var að segja hver mín áhugasvið væru og til hvaða borga ég vildi fara. Eðlilega getur enginn staðist slíkt boð enda tilgang- urinn að kynna bandarísk fyrirtæki, stofnanir og mannlíf fyrir útlendingum. Eg lagði af stað í þessa ferð 22. september og kom heim 13. október. Þess vegna var kallaður inn vara- maður fyrir mig við upphaf þingsins. Verst þykir mér að hafa misst af hinni sögulegu ræðu forsætisráðherra þar sem hann ávarpaði nýkjörinn forseta þjóðarinnar. Hvert fórstu í þessari ferð? Segja ntá að ég hafi þvælst um Bandaríkin þver og endilöng allt suður til Phoenix í Arisona og norður til New York og ýmsa staði þar á milli. Ferðin var skipulögð þannig að ég var ávallt einn. sendur úr einni borg til annarar og á hverjum nýjunt stað biðu mín fyrirmæli á hóteli um það hvert ég ætti að fara og hvenær. BYLTING BLÖKKUMANNA Hvar byrjaðir þú? Fyrstu vikuna var ég í Washington D.C. Þar heimsótti ég fjölmargar stofnanir og fyrirtæki ásamt ýmsum menn- ingarviðburðum. Eg get nefnt sem dæmi, sem er mér mjög minnisstætt, heimsókn í framhaldsskóla í miðborg Washington. Skólinn er í hverfi blökkumanna. Til margra ára hafa skólar af slíkum toga verið Til liægri: Við Miklagljúfur, Grand Canyon Clinton mæla með honum. Hann er byggður upp þannig að framhaldsskólanemendum er boðið að taka þátt í skólanum og stendur hann í eina viku í senn. Nemendur búa á Sheraton hóteli en vinna st'ðan eins og um þingnefndir væri að ræða að ýmiss konar stefnumörkun í mikilvægum málum. Þetta er afskaplega vinsælt í Bandaríkjunum og fram- kvæmdastjórinn bauðst til að taka á móti hópi Islendinga. Eg vinn nú að því með ýmsum góðum mönnum að gera þetta mögulegt þannig að efnilegir nemendur á Islandi geti keppt að því að komast f the Presidential Classroom og fær hugmyndin góðar viðtökur. AF VALLARMÁLUM I Norfolk heimsótti ég meðal annars þá yfirmenn Bandaríkjahers sem að hafa með Island að gera. Það var afskaplega gagnlegur fundur. Fram kom í þeirra máli að verið væri að loka herstöðvum á vegum Bandaríkjamanna innan Bandaríkjanna og víða um heim. Þær sem eftir stæðu hefðu þurft að bera verulegan niðurskurð allt upp í 20%. Töldu þeir íslendinga vera sér- lega lagna samningamenn og vísuðu þar til samninga við Halldór Ásgrímsson og embætt- ismenn aðra frá Islandi þar sem gerður var samningur til næstu 5 ára og felur hann ekki í sér almennan niðurskurð. Jafnframt kom fram hjá þeim mikil ánæg- ja með þau störf sem verktakar á Keflavíkurflugvelli hefðu unnið og töldu reyndar verk þeirra vera einstakt en nú hafa þessir menn mikla reynslu af verktökum víða um heim. Þótti mér vænt um fyrir hönd Suðumesiamanna að heyra þetta. í SVERTINGJAMESSU Eg hafði óskað efitir því að fá að koma í svonefnda Goshspell- messu. I Norfolk var mér fylgt á eina slíka þar sem að við vomm 2 hvít og urn það bil 500 blökkumenn. Eg hafði ætlað að vera þar í 1 klst. en sat agndofa í 2 1/2 klst. Ég hef aldrei upplif- að jafn fjömga kirkjutónlist, hressileg ræðuhöld og umfram allt ótrúlega lifandi þátttöku og stemmningu kirkjugesta. Þetta var fólk af ýmsum ólíkum stétt- um og móttaka jteirra við gestinn var með ólíkindum. Greinilegt var að fólk sótti kirkjur reglulega og fékk þar mikla útrás fyrir gleði sína og sorgir. í tengslum við jretta varð mér liugsað til íslensku Þjóðkirkjunnar og hvort ekki þyrfti að endurskoða dálítið samband hennar við söfnuð sinn, en það er nú annað mál. HEIÐURSBORGARI í LOUISVILLE Á eftir Norfolk heimsótti ég Louisville í Kentucky fylki. Þar heimsótti ég svipaða skóla og í Washington og árangurinn er nákvæmlega sá sami. Ef eitt- hvað er má segja að atvinnulífið sé enn sterkara í skólunum þar. I háskólanum í Louisville hitti ég nokkra prófessora þar á meðal einn sem jafnframt er ráðgjafi ríkisstjómar Barbados í menntamálum. Segja má að Kentucky fylkið, Barbados og Island stefni í sömu átt hvað varðar starfsmenntun. Vildi |tessi prófessor koma á alþjóðlegu samstarfi milli þess- ara þriggja staða og hef ég jregar nefnt það við mennta- málaráðherra. Hins vegar benti prófessorinn á að í Barbados væri sjórinn fullur af fiski en eyjaskeggjar kynnu ekki að nýta sér það. Pfiófessorinn hvatti til hess að Tslendinpar nvttn MYNDASAFNIÐ Að ofan: Með þingmönnum úr fylkisþingi Arizona. Leiðsögu- maðurinn á verndar- svæði indíána. í mikilli niðumíðslu, agavanda- mál gífurleg og jafnvel vopn- aðir lögreglumenn á göngum. I dag hefur jrama orðið algjör bylting. I skóla jteim sem ég heimsótti má segja að stimi af hreinlæti í öllum homum og skólanum einstaklega vel við haldið, jalhast jafnvel á við Fjölbrautaskóla Suðumesja. Skýringin á jtessu er sú að yftrvöld ákváðu að snúa við blaðinu. Leiðin sem að jreir fóm var annars vegar sú að efla sam- starf við atvinnulífið og hins vegar sú að stórauka aga en halda kærleika og væntumþykju hátt á lofti. Þung áhersla er lögð á að nemendur leggi sig alla fram og kennarar em meðvitaðir um ekki bara sína eigin áfanga heldur markmið námsbrauta og skólastarfsins í heild. Árangurinn er sá að brott- fall nemenda er ekkert og aga- vandamál hverfandi og lögreglumennimir horíhir af göngunum. Þetta var stórkostleg upplifun. I Washington var ég yfirleitt látinn ferðast með neðanjarðar- lestinni á leið í heimsóknir. Þegar að ég fór í jjennan skóla var mér skipað að fara með leigubíl vegna eigin öryggis af því að menn óttast um öryggi hvítra í hverfinu. Ég var mjög upptendraður af því sem að var að gerast í skólanum og ákvað því að fara með neðanjarðar- lesinni til baka. Dálítið kom á gestgjafana en jteir vísuðu mér hvert ég ætti að ganga. Lagði ég svo af stað hvítinginn sjálfur í jakkafötum með stresstösku í miðju blökkumannahverfinu. Það skal ég viðurkenna að eftir því sem nær dró lestarstöðinni fjölgaði fólki á götuhomum. SlórUunl l rréikiniðjunni Vikurauii sitjandi á tröppum og í hópuin eins og maður gjaman sér í kvikmyndum. Var mér nú hugsað til aðvörunarinnar og stífnaði heldur en vildi nú kanna viðhorfið og tók að spyrja til vegar. Auðvitað urðu engin vandamál, fólk afskap- lega elskulegt og hvarf ég ofan í neðanjarðargöngin óáreittur. Þessi heimsókn er mér afskaplega eftirminnileg og hef ég sterkar og jákvæðar minn- ingar um hana. NÝ BYGGÐASTOFNUN Um það bil 15 fyrirtæki og stofnanir heimsótti ég í Washington iýrir utan skoð- unarferð að hefðbundnum stöðum, svo sem í Þinghúsið, Hvíta húsið. að minnismerkinu urn Víetnam o.s.frv. Ég vil nefna hér sérstaklega heintsókn í stofnunina U.S.Small Business. Þetta er svipuð stofn- un og Byggðasstofnun hér. Vinnulag hennar er hins vegar athyglisvert og hef ég í hyggju að flytja þingsályktunartillögu á jteim nótum. I stað jtessa að ákveða framlög til einstakra fylkja eða fjórðunga byggir jressi stofnun á fmmkvæði ein- staklingsins. Allir jteir sent þurfa á tjámiagni að halda til að hetja eigin rekstur geta snúið sér til stofnunarinnar sem síðan metur gildi jress hvort vit er í hugmyndinni. Notar hún til jtess ýmsa ráðgjafa um landið allt. Sé hugmyndin nothæf skrifar stofnunin uppá en ein- staklingurinn fær lánið úr bönkunum. Stofnunin ábyrgist 70% af láninu en bankamir 30%. Þama er fmmkvæði ein- staklingsins virkjað og banka- kerfið ásamt hinu opinbera deila með sér ábyrgðinni. Þetta tel ég vera gmndvallaratriði og löngu tímabært að við tökum þetta vinnulag upp hér. Þetta getur nieðal annar þýtt að bankakerfið opnast meira fyrir atvinnulífinu án jress að leggja allt ofurkapp á blessaða stein- steypuna í veði. Annar staður sem ég heimsótti heitir the Presidential Classroom og er óvenjulegur skóli. Bæði Bob Dole og Bill ÞINGMAÐUR í WESTRINU! 8 Víkurfréttir Víkuifréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.