Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 09.01.1997, Blaðsíða 10
Útgerðarfélagid Njörður Starfsfólk í loðnufrystingu Óskum eftir að ráða starfsfólk í loðnufrystingu í Sandgerði á komandi vertíð. Upplýsingar í síma 423 7448 eða 893 9225. Einnig á skrifstofu í síma 564 1790 Siglingafræði Námskeid í siglingafræði fyrir 30 tonna próf hefst í Keflavík miðvikudaginn 15. janúar. Þorsteinn Kristinsson Sími 421-1609 Sýslumaðurinn á Kefla víkurflugvelli LAUSAR STÖÐUR LÖGREGLUMANNA Nokkrar stödur lögreglumarma hér vid embættid eru lausar til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til septemberloka á komandi hausti. Umsóknargögn liggja fyrir hjá yfirlögregluþjóni, sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar fyrir 20. janúar n.k. Keflavíkurflugvelli 3. jan. 1997. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. ATVINNA Óskum eftir að ráða starfs- fólk við loðnufrystingu á komandi vertíð, vaktavinna. Þeir sem áhuga hafa á að láta skrá sig vinsamlegast hafið samband í síma 426-8699. FISKIMJÖL OG LÝSI HF. Frystihús áuglýmQMMmerUI 4717 ÞINGMAÐUR Í WESTRINU! - framhald afblaðsíðu 9 Barbadosmenn til að nytja auðlindina. Eg hef nefnt þetta við utanríkisráðherra og nokkra aðila í sjávarútvegi og eru þeir með málið í bígerð. Eg sé lyrir mér að Islendingar geti veitt þama þróunaraðstoð og jafnvel fjárfest í sjávarútvegi í Karabíska hafinu. Mjög vænt þótti mér um það þegar síðasta daginn í Louisville mér var afhent virðulegt skjal livar í stendur að ég haft verið gerður að heiðursborgara í Louisville. Hlýt ég að bera hlýjan hug til Kentucky fylkisins eftir það. HiÁ INDÍÁNUM I Arizona heimsótti ég ýmsa staði. Mérer sérlega minnis- stæður dagur á vemdarsvæði Indíána í Phoneix. Indíánar hafa sjálfstjóm á vemdarsvæðum sínum og em að reyna að sam- ræma nútímann við sína fomu menningu. Gera |jeir ýmislegt til )5ess að afla sér tjár en hafa tekið upp móðurmál sitt í skólakerfinu og leggja rækt við gamla siði. Með þessu em þeir að keppa við fjölmiðlamenn- ingu nútímans um að viðhalda sérkennum sínum og sjálfstæði. Slagurinn er harður og áhrifin eru ekki einungis menningarleg. Sláandi |jótti mér þær upplýs- ingar að 70% af íbúum vemd- arsvæða Indíána urn Bandaríkin em almennt með sykursýki á háu stigi. Skýringin er aðeins ein, |reir hafa orðið fómarlömb breytts mataræðis sem að hefur þessi skelfilegu áhrif á þá. I einum skólanum í Aiizona var mér sagt frá hörðum aðgerðum ef tiemendur framhaldsskólans sjást reykja á eða við skólalóð- ina eða koma fullir á skemmtikvöld. Verði þeir uppvísir að slíku er þeim boðið upp á tvennt: Annað hvort að segja sig úr skóla eða hitt að fara á áfengisvamamámskeið eða reykingavamanámskeið með foreldmm sínum. Afleiðingin er sú að nemendur hafa látið af [ressum ósiðum með öllu, enda engurn nemanda kappsmál að fara á slík námskeið í fylgd foreldra. Einn þeirra manna sem að ég hitti í Phoeneix er bróðursonur Eisenhower, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann starfar við ráðgjöf handa stjómmála- mönnum og hefur stýrt kosn- ingabaráttu jreirra margra í áratugi. Hann telur að peningar skipti orðið öllu máli um |xtð hvort stjómmálamenn nái kosn- ingu eða ekki. Ttl jress að stjómmálamaður eigi mögu- leika að komast á Bandaríkjaþing þarf litmn að hafa um það bil 100 millj. doll- ara í kosningaslaginn. Þykir mér það athyglisvert í jressari vöggu lýðræðis hversu peningar em famir að skipta miklu máli um lýðræðið og er umhug- sunarefni. Búandi á Suðumesjum jrótti mér mjög við hæfi að fara í heimsókn í höfuðstöðvar Phoenix Suns hins mikla körfu- boltaliðs og var það auðvitað stórt ævintýri eins og körfu- boltaáhugafólk getur rétt ímyndað sér. LÖNG KVÖLD Hvað heldurðu að þú hafir farið í margar heimsóknir í jressari ferð? Mér telst til að heimsóknimttr hafi verið 48 og á fundum hafi verið u.þ.b. 120 manns. Það segir sig sjálft að á jressum tíma fékk ég óhemju mikið af upplýsingum og til |ress að henda reiður á |>eim notaði ég kvöldin til jress að færa inn í dagbók. Það var eins gott því ég er nú einu sinni þannig gerður að mig langar að deila upplifun minni með öðrum og þess vegna fannst mér kvöidin oft ansi löng og lengi að líða enda verður það hálf leiðinlegt til lengdar að vera einn á flækingi í hótellífi. Osköp var nú gaman að koma aftur í Leifsstöð eftir samt mikla upplifun í því merka landi sem BNA er. EINSTAKT TÆKIFÆRI Ur Jressari ferð hef ég tekið eina 50 punkta sem að ég tel að muni nýtast mér í núverandi starfi mínu og á öðmm sviðum. Þessi heimsókn var einstakt tækifæri til að kynnast athyglisverðum hlutum í því merka landi Bandaríkjunum og er ég Bandaríkjamönnum ævarandi þakklátur fyrir að hafa boðið mér jretta og kann í rauninni ekki að segja af hverju ég var sá lánsami að verða fyrir valinu. Það er nú einu sinni svo að því betur sem að maður kynnist þjóðum annarra jreim mun meiri verður skilningur manns enda er það megintil- gangur slíkrar ferðar að hálfu Bandaríkjamanna. Skólameistari og nemandi í Washington D.C. Mr. Goldsburg sem tók saman fræga skýrslu um bandaríska menntakerfió. Ljósmyndir: HjálmarÁrnason og fleiri Mr. Smith sem hefur mikið að segja um verklegar framkvæmdirá Keflavíkurflugvelli. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.